Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLl 1986
LÉREFTS BARNASKÓR MEÐ
FÓTLAGI OG RIFLÁS
Stærðir: 20-27
Litir: hvítt, blátt og bleikt
Einnig nýkomið
mikið úrval af
mörgum gerðum
fyrir konur, karla
og börn.
SIEME NS -IÐNTÖLVUR
f ævintýrinu kyssir kóngsdóttirin frosk-
inn og fram kemur glæsilegur prins. Þu
breytir aft visu ekki gömlu rafliðakerfi
með einum kossi en símtal eða heimsókn
til okkar kemur þér á rétta sporið. Og
prinsinn í þessu stórkostlega ævintýri er
auðvitað SIEMENS-iðntölva.
Iðntölvuf jölskylda Siemens heitir SIMATIC S5. Inn-
an hennar er SIMATIC S5-115U sem náð hefur veru-
legum vinsældum hérlendis enda er það ekki undar-
legt þegar skoðuð er geta og hagstætt verð þessarar
tölvu. Þó að sjón sé sögu rikari skal SIMATIC S5-115U
lýst hér í nokkrum orðum:
★ Það tekur 18 msek. að framkvæma lK-skipanir.
★ Innra minni rúmar allt að 5K-skipanir. Stækkunarminni
(RAM/EPROM/EEPROM) hefur allt að 16K rýmd.
★ Fjöldi flagga er 2048.
★ Fjöldi tímaliða er 128 á bilinu 10 msek. upp í 9990 sek.
★ Fjöldi teljara er 128 með sviðið 0—999 (upp/niður).
★ Allt að 1024 stafrænir inngangar og 1024 útgangar.
★ Mest 64 hliðrænir inngangar og 64 útgangar.
★ Ýmsir tengimöguleikar: Hægt er að tengjast öðrum töivum
(t.d. IBM eða Digital), mótöldum eða öðrum iðntölvum í
tölvunet, hvort heldur með samskiptakerfinu SINEC L1 eða
SINECHl.
★ Fáanleg eru jaðartæki sem forvinna inngangsmerki.
Ha£ið samband við sérfróða tæknimenn
olcltðr
SMITH OGIMORLAIMD
Nóatúni 4,
s. 28300.
Morð- •
brellur á
morð-
brellur
ofan
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
F/X morðbrellur (F/X Murder
by Ulision). Sýnd í Háskólabíó.
Sljörnugjöf: ☆ ☆ V2
Bandarísk. Leikstjóri: Robert
Mandel. Handrit: Robert T.
Megginson og Gregory Flee-
man. Framleiðendur: Dodi
Fayed og Jack Wiener. Tónlist:
Bill Conti. Helstu hlutverk:
Bryan Brown, Brian Dennehy,
diane Venona og Cliff De-
Young.
Rollie Tyler (Brian Brown) er
brellumeistari, þ.e. maður sem sér
um að fólk drepist eðlilega í bíó-
myndum. Hann er sérlega fær á
sínu sviði a.m.k. ef marka má
upphafsatriði myndarinnar en í
því er sviðsett fjöldamorð á veit-
ingastað og allt löðrar í tómat-
sósu. Tyler er hégómagjam og
fær aldrei nóg af hrósi svoleiðis
að dag einn þegar Lipton (Cliff
DeYoung) frá dómsmálaráðu-
neytinu kemur til hans og biður
hann að hjálpa ráðuneytinu að
sviðsetja morð á frægum mafíósa
þarf hann bara að segja Tyler að
hann sé bestur í bransanum til
að hann segi já og amen við öllu.
Og þegar hann er beðinn að sjá
um að skjóta mafíósan sjálfur (í
þykjustunni auðvitað) er nóg að
segja að hann sé eini maðurinn í
heiminum sem geti gert það al-
mennilega til að Tyler taki það
að sér.
En það er greinilegt að Tyler
hefur ekki gert mikið af glæpa-
myndum um dagana (flestar
myndir sem hann hefur unnið við
heita „Viðundrin frá Mars“ og
„Eg hlutaði mömmu í sundur“ eða
eitthvað svoleiðis) því þá vissi
hann að ef það kemur einhver
náungi frá dómsmálaráðuneytinu
til þín og biður þig að setja á
svið morð, er eins víst að þú verð-
ir kominn í lífshættulegt klandur
áður en þú getur svo mikið sem
sagt svei þér. Maður talar nú
ekki um ef einhver eins og DeYo-
ung leikur þennan náunga, falsk-
ur og undirförull eins og hann
alltaf er.
Og fljótlega fara líkin að hrann-
ast upp í hinni ágætu spennu-
mynd, F/X morðbrellur, sem
sýnd er í Háskólabíó. Leikstjórinn,
Robert Mandel, og handritshöf-
undamir, Robert T. Megginson
og Gregory Fleeman, hafa gott
auga fyrir hinu kómíska. Þótt
myndin sé kannski ekki alltaf
þrungin spennu og hasar og sé
ósköp lengi að koma sér að aðal-
efninu, lýsir hún skemmtilega
baráttu viðvangsins Tylers við
atvinnumeninnina í ráðuneytinu.
Hann gerir þeim greiða og þeir
launa honum með því að reyna
að drepa hann. Eftir það snýst
myndin að mestu um það hvemig
honum tekst að vinna á óvininum
og senda menn inn í eilífðina með
ýmsum kvikmyndalegum belli-
brögðum.
Astralski leikarinn, Bryan
Brown (Breaker Morant, Þyrni-
fuglamir), sker sig skemmtilega
úr hinum ameríska leikarahópi
með sínum ástralska hreim og
rólyndislega húmor. Tyler er
hræðilega barnalegur í fyrstu í
viðureign sinni við bófana. Það
fysta sem hann gerir þegar hann
hefur komist að því að náungam-
ir í ráðuneytinu vilja kála honum
er að fara til kærustunnar sinnar
og hún er auðvitað skotin. Þá
hefur hann strax samband við
næstu vinkonu sína og verður
ógurlega hissa þegar hann tekur
eftir að henni er veitt eftirför.
Um það leyti ætti hann að vera
farinn að skilja að hetjan er alltaf
ein og verður að sjá um að koma
sínu á hreint sjálfur. Það er eng-
um að treysta.
Brian Dennehy leikur lögreglu-
mann, sem kemst á snoðir um að
ekki sé allt eins og það eigi að
vera í ráðuneytinu og Dennehy
leikur hlutverkið eins og öll hin
aukahlutverkin sín, með frekju og
látum; Cliff DeYoung og Mason
Adams em sérlega spilltir og illa
þenkjandi ráðuneytisstarfsmenn,
sem ætla að sviðsetja morðið á
mafíósanum og fara svo með hon-
um til Sviss að ná í milljón dollara
sem hann hefur sankað að sér í
gegnum árin; Diana Venora leikur
Ellen vinkonu Tylers, sem skotin
er og Martha Gehman leikur hina
vinkonu hans og er ekki sérlega
efnileg leikkona.
Eskifjörður:
Bók og hátíð í til-
efni 200 ára afmælis
Eskifjörður í máli og myndum
1786—1986, nefnist bók eftir Ein-
ar Braga rithöfund, sem
nýkomin er út. Hún er fimmta
og siðasta bindið af „Eskju“,
söguriti Eskfirðinga. Hún er gef-
in út af tilefni 200 ára afmælis
Eskifjarðar sem verður 18. ágúst
í sumar.
Alls er Eskja 1360 blaðsíður með
730 myndum. Afmælisritið sem nú
kemur út er 151 blaðsíða. Aðalefni
bókarinnar eru 120 ljósmyndir af
staðnum og úr bæjarlífinu, með
ítarlegum skýringartextum. Ritið
hefst með langri ritgerð sem kallast
„Annálsbrot úr sögu Eskiíj'arðar"
og fylgir því úrdráttur á norsku.
Síðan taka myndimar við og eru
þær valdar þannig að þær eiga að
sína þróun byggðar og atvinnulífs,
og bregða upp svipmyndum af
menningar- og félagslífi staðarins.
Aftast í bókinni er skrá yfír fyrir-
menn staðarins fram að síðustu
sveitarstjórnarkosningum.
Framan á kápu er mynd af
Gömlubúð. Hún er 150 ára gamalt
verslunarhús frá dögum verslunar
0rum & Wulf, sem var á seinustu
öld ein öflugasta danska verslunin
hér á landi. Húsið hefur nýlega
Einar Bragi rithöfundur
verið endurbætt, og hýsir það nú
Sjóminjasafn Austurlands auk sýn-
ingargripa úr sögu Eskiíjarðar.
í undirbúningi er stórhátíð sem
stendur í heila viku, 18. til 24.
ágúst. Þá verður þess minnst að
18 ágúst verða 200 ár liðin frá því
að Eskifjörður fékk kaupstaðarrétt-
indi, ásamt fimm öðrum stöðum,
þ. á m. Reykjavík. Vildi danska
stjómin stuðla að eflingu íslands
með því að koma hér á fót þétt-
býli. Skúli Magnússon landfógeti
mun hafa bent á Eskifjörð sem
kaupstaðarstæði, en þá stóð þar
bara eitt kotbýli. Heldur illa gekk
að fá borgara til að setjast að í
nýja kaupstaðnum og fór svo að
Eskifjörður missti kaupstaðarrétt-
indin.
Laugardaginn 16. ágúst verða
haldnir popptónleikar og dansað á
eftir. Eiginleg hátíðarhöld hefjast
svo mánudaginn 18. ágúst með
opnun tveggja málverkasýninga,
sýningar á handmáluðu postulíni
og ljósmyndasýr.ingu. Spannar hún
nærri eina öld, en mikið er til af
ljósmyndum frá Eskifirði þar sem
atvinnuljósmyndarar hafa starfað
þar frá því á seinustu öld.
Þriðjudagurinn 19. ágúst verður
helgaður tónlistarefni, m.a. mun
Eskjukórinn halda söngskemmtun.
20. ágúst verður aðaláherslan lögð
á íþróttir og unglingana. 21. ágúst
mun forsetinn, Vigdís Finnboga-
dóttir, koma í heimsókn. Um
kvöldið verður samkoma þar sem
m.a. margir landskunnir listamenn,
sem ættir eiga að rekja til Eskifjarð-
ar, koma fram. 22. ágúst verður