Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 39 Glæpur og refsing- eftir Richardt Ryel Svo falla puntstrá sem önnur strá, og engan órar fyrir því, hver birtist næst á síðum dagblaðanna, ákærður fyrir misferli og afbrot. Okkur getur e.t.v. verið hollt að rifja upp 2000 ára siðgæðisferil okkar þessa dagana. Af spjöldum sögunnar má raunar lesa hversu algjörlega styrjaldir, trúardeilur, breytt hagkerfi og breytt mat okkar á andlegum og veraldlegum gæðum, hefur ruglað okkur í ríminu. Ekki vantar okkur þó siðgæðismælikvarða, þeir hafa verið margir, allt frá boðorðum Biblíunnar, og raunar löngu fyrr. Margir telja að siðgæði tengist trúarbrögðum, eða trú á hið yfir- náttúrulega, þetta eru þó ekki haldgóð rök, því þá ætti sá hluti mannkyns, sem ekki er „trúaður" að vera „verri“, siðgæðið lakara og afbrot fleiri, en þetta er engan veg- inn sannað. Hver ber raunverulega ábyrgðina á gerðum okkar? Erum við e.t.v. alls ekki sjálfráð, aðeins leiksoppar örlaganna? Um þetta segir Sokrat- es: „Sé viljinn frjáls, ræður Guð ekki hugsunum okkar og gerðum. Guð er því ekki almáttugur og alráður, og við lútum ekki vilja hans." „Sé viljinn aftur á móti ekki fijáls, þá erum við að framkvæma vilja Guðs, við lútum boðum hans og bönnum, og þar eð við erum eingöngu að framkvæma vilja Guðs, getum við ekki talist ábyrg gerða okkar". Já, hann Sokrates, hann var nú að lokum neyddur til að taka inn eitur, var hann ákærður fyrir að spilla æsku Aþenu og stjómarfari landsins. Togstreitan um rétt og rangt hefur alltaf fylgt okkur eins og skuggi. Byltingin étur bömin sln, segja Frakkar. Við tignum vom konung í dag, til þess svo að háls- höggva hann á morgun. Hvemig á ég að vita hvað er rétt og hvað er rangt, ef ég þekki ekki sannleikann? Skilyrðislausa skylduboðið hans Immanuel Kant hefur reynst fremur fallvalt, en samkvæmt því á innsýn og með- fædd eðlisávísun að segja okkur hvað er rétt og hvað er rangt, illt eða gott. Eðlisávísun þessi á að vera algild og sígild, og óháð allri ESKIFJÖRÐUR í máli og myndum 1786-1986 Eskifjörður í máli og myndum 1786—1986, eftir Einar Braga, er 5. og síðasta bindi Eskju, sögu- rits Eskfirðinga. Kápumyndin er af Gömlubúð, 150 ára gömlu húsi sem nú hýsir Sjóminjasafn Austurlands o.fl. fyrri reynslu. „Katagorische Imera- tive", kallaði hann þetta. Gallinn á skylduboðinu er sá, að þetta eru forsendur sem Kant gaf sér, og sem tímans tönn hefur nagað I sig æ síðan. Heine taldi nú raunar Robespi- erre lítinn bóg hjá Kant. Sá fyrr- nefndi hefði aðeins kálað einum konung og nokkur þúsund aðals- mönnum, en Kant hafí komið sjálfum Guði fyrir kattamef. Framlag George Berkley’s bisk- ups (1641—1753) til siðgæðismál- anna er athyglisvert. Efnisheimur- inn er aðeins til í hugum okkar. Þekking verður til fyrir tilverknað skilningarvita okkar. Þar af leiðir að öll þekking er eingöngu hugboð, og hugmyndir okkar því ekki annað en skilaboð frá skilningarvitum okkar. Þannig losaði Berkley sig algjörlega við efnisheiminn. Hug- heimurinn var hinn raunverulegi „ Virkt nútímaréttarfar verður að byggja á mannlegu eðli, mann- legri náttúru og því sem flestum er fyrir bestu.“ heimur. Heilagur Ágústínus taldi nú að Guð hefði gefíð okkur vald til að velja og hafna, velja milli ills og góðs, og að við bærum ábyrgð á gerðum okkar. Öfugt taldi Schopenhauer að vilj- inn, driffjöður lífsins, sæist lítt fyrir. Skynsemin yrði að lúta í lægra haldi fyrir eðlishvötinni, sem væri upprunalegri en þekking og skyn- semi. Skynsemin gæti að vísu virst stjóma viljanum, þó aðeins eins og þjónn fylgir húsbónda sínum. David Hume virtist nokkuð sam- mála framangreindu, en hann segir m.a. „Skynsemin er ekki ráðandi við siðgæðisákvörðun okkar. Skyn- semin getur í sjálfri sér ekki valdið neinhi ákvörðun, vegna þess að verknaðurinn verður til fyrir at- beina tilfinninga okkar, og ekki skynsemi. Eðlishvötin, aflvaki verknaðar- ins, er ekki af skynsemi sprottin. Enga mælikvarða er hægt að leggja á siðgæðið, og það þjónar engum náttúmlegum tilgangi að kjósa sameiginleg gæði fremur en per- sónuleg gæði. Tillitssemi gagnvart náunganum er sprottin af illri nauðsjm, og vit- undinni um það að samflot og samkomulag er báðum fyrir bestu.“ Ætli okkur geti ekki öllum skrik- að fótur á hálli siðgæðisbrautinni? „Sannleikurinn er afstæðiskenndur, og aðeins sannur að svo miklu leyti sem hann þjónar persónulegum þörfum okkar og hentisemi. Hann er _cash over the desk“, bein hag- ræðing á viðfangsefnum hveiju sinni. Allt má réttlæta. Sannleikur- inn er einn þáttur hins góða, og því hvorki sígildur né algildur. Satt er það eitt er samræmist hegðun okkar og háttum hveiju sinni." Þetta var framlag heimspekingsins William James, og er ekki víst að þú sért honum í öllu sammála. Virkt nútímaréttarfar verður að byggja á mannlegu eðli, mannlegri náttúru og því, sem flestum er fyr- ir bestu. Lokaorðin eru eftir Johns Dewey (f. 1859). Hann segir: „Vondur maður er sá, hversu góður sem hann kann að hafa verið, nú er farinn að versna. Góður maður er sá, hversu óverðugur, ósiðvandur og „vondur“ sem hann kann að hafa verið, nú er farinn að bæta sig. Slíkur skilningur sem þessi, gerir manni erfitt að dæma sjálfan sig, en létt að sýna náunganum umburð- arlyndi. ... hver vill nú kasta fyrsta steininum? Höfundur er stórkaupmaður. ALER , OKKARMAL! Fyrirliggjandi í birgðastöð: Álplötur (AiMg3) Sæ- og seltuþolnar Hálfhart efni í þykktum frá 0,8mm-10mm Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm 2000 mm x 5000 mm Rifflaðar álplötur gólfál (AlMg3) Þykktir: 3 - 7 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm Stangaál haldinn útimarkaður o.fl. Laugar- dagskvöldið 23. verður haldinn dansleikur og á að dansa til dögun- ar. Jafnframt verður um helgina golfmót, þar sem bfll verður í verð- laun fyrir að fara eina holuna í höggi. Dagskráin er ekki fullfrágengin en að sögn Hrafnkels A. Jónssonar, framkvæmdastjóra hátíðamefndar- innar, eru menn þar eystra stað- ráðnir í að vera engir eftirbátar Reykvíkinga í að minnast afmælis síns. (AiMgSi 0,5) Seltuþolið Fjölbreyttar stærðir og þykktir SINDRA Alprófílar □ tzznn - Vinkilál lLL STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. Flatál Sívalt ál ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.