Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 42
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986
Lokatónleikar
Wham-dúettsins
Sjónvajpsstjaman Ed
Asner — bauð að vissu
leyti hættunni heim.
Hjónin Sylvester
Stallone og Birgitte
Nielssen eru venju-
lega umkringd
kraftajötnum.
Þolinmæðin þraut að
lokum. Linda Ron-
stadt missti trúna á
manngæsku mann-
kynsins.
I hita leiksins —
George og Andrew á
sviðinu.
'
— en hvað svo?
Við sögðum frá því nú um
daginn að dúettinn dágóði,
Wham!, væri að leggja upp laup-
ana — lokahljómleikamir yrðu
haldnir innan skamms. Nú hafa
þeir hinsvegar farið fram og sam-
. starf þeirra félaga George
Michaels og Andrew Ridgeley
heyrir sögunni til. Ef marka má
okkar heimildir var stemmningin
á Wembley-leikvanginum með
eindæmum góð er þeir félagarnir
tróðu þar upp, fólk söng hástöfum
með, yngismeyjar féllu í yfirlið og
stórir sem litlir strákar horfðu á
átrúnaðargoð sín með mikilli lotn-
ingu.
En hvað er þá framundan hjá
þeim félögum? — Heldur lítið hafa
þeir gefíð út á það, segjast láta
hverjum degi nægja sína þjáningu
og tíminn einn geti leitt það í ljós.
Þó þykir það nokkuð ljóst að Mich-
•tael muni reyna fyrir sér á tónlist-
arsviðinu, einn síns liðs en erfiðara
er að ráða í áform Ridgeley. Þær
sögur höfðu gengið Qöllunum
hærra um langa hríð að Ridgeley
væri Michael bara byrði. Hann
væri með eindæmum latur og leið-
inlegur og nennti ekkert að leggja
á sig, nyti bara ávaxtanna af
púli George. Þetta þvertekur
George fyrir. Hann segir að
Andrew hafí verið ómissandi í öllu
þeirra starfi, sé mikill listamaður
en óframfærinn. „Astæðan fyrir
s, því hvers vegna hann hefur verið
svo miklu minna áberandi en ég
er einfaldlega feimni," segir
George. „Við vorum hinsvegar
sammála um að hætta þessu
brölti okkar. Viljum báðir breyta
þeirri ímynd sem við höfum skap-
að okkur. Ég er til að mynda
orðinn meira en hundleiður á þess-
Whaml-dúettinn.
ari kyntákns-stöðu minni, klígjar
við öllu þessu gærulega kven-
fólki. Hinsvegar gæti ég vel
hugsað mér að kvænast, en þá
aðeins góðhjartaðri konu, sem
hefði einhvern „klassa". Ég er
búinn að fá mig meira en fuilsadd-
ann á þessum hljómsveitargærum,
sem reyna allt hvað þær geta til
að vera kynæsandi. Mér fínnast
þær bara grátbroslegar, hallæris-
legar og heimskar.“
Meðal þeirra, sem reynt hafa
að ráða í framtíð Wham!-félag-
anna er spámaðurinn Peter Lee.
Hann segir að Andrew muni reyna
að skapa sér sóló-feril, en það
muni ekki koma til með að ganga.
Hann mun taka þátt í alls kyns
bflaíþróttum, en þar sem hann er
einfaldlega lélegur bílstjóri mun
sá draumur líka kollvarpast. Hann
mun þó í sífellu reyna að ná at-
hygli almennings og gerir sig
líklegast að fífli í þeirri viðleitni
sinni. Trúlega mun hann einnig
reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu og
ná sér svolítið á strik með því.
Að lokum mun hann þó fínna sjálf-
an sig, helga sig viðskiptum og
gera það gott. Hann hefur nefni-
lega hæfíleika á því sviði og það
nokkuð góða. Andrew mun kvæn-
ast og eignast börn og verður
hann að öllum líkindum afskap-
lega góður fjölskyldufaðir. Sjálfur
ólst hann upp við mikið ástríki
og það mun skila sér í hamingju-
sömu hjónabandi — segir Lee.
Hvað George Michael varðar
spáir Lee því að hann muni verða
lífsseigur innan tónlistarheimsins.
„Hann verður nokkurs konar Sin-
atra síns tíma og mun semja fjölda
laga sjálfur," segir hann. Hann
er þtjóskur með eindæmum og
mun þvi öðlast það sem hann
sækist eftir. Innan þriggja mán-
aða mun hann hinsvegar slasast
á mótorhjóli. Meiðslin verða þó
ekkert mjög alvarleg, en fótleggur
hans verður illa leikinn. George
mun einnig leika aðalhlutverk í
einhverri kvikmynd, þó ekki
söngvamynd. í einkalífínu er
Michael afar einmana og óham-
ingjusamur. Hann langar til að
breyta skapgerð sinni, en það
gengur illa. Að lokum mun hann
ganga í hjónaband, en börn mun
hann líklega ekki eignast. — „Og
eitt er víst — Geroge og Andrew
munu aldrei halda tónleika saman
aftur, þó svo þeir muni verða fyr-
ir miklum þrýstingi," fullyrðir
Lee. Svo nú er bara að bíða og
sjá hversu forspár maðurinn
er. . .
Kyntáknið George Michael.
George Michael ásamt leikkonunni Brooke Shields.