Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986
43
Hryllingshótanir
hluti af frægðinni?
Sjónvarpsstjaman Ed Asner
hafði til langs tíma þann hátt-
inn á, að hann svaraði sjálfur öllum
aðdáendabréfum sínum og sendi þá
gjaman til baka ljósmynd af sér
með áletruninni — Líttu við, ef þú
átt leið hjá — Ed Asner. Vandinn
var bara sá, að sumir tóku hann á
orðinu — kíktu í kaffi, er þeir komu
í bæinn — margir hveijir vel vopn-
aðir. Eins og nærri má geta lærði
Asner fljótlega sína lexíu og sagði
skilið við slagorð þetta. Frægðin
krefst sinna fóma, víst er það og
stjömumar eru ekki aðeins eftir-
sóttar sakir hæfileika sinna eða
útlits heldur einnig sem skotmörk,
leið geðtruflaðs fólks til að vekja á
sér athygli. „Maður lærir bara að
lifa með þessu," segir Asner.
Meðan lögreglan vestan hafs leit-
ar manns, sem hótað hefur m.a.
Johnny Carson og Sylvester Stall-
one öllu illu, hafa flestar stjörnumar
tekið lögin í sínar eigin hendur og
ráðið sér öryggisverði, fjárfest í
vopnum eða öðru því um líku. Með-
al þeirra, sem enn láta sér nægja
að hafa hunda með sér til vamar
eru þeir James Caan og Dennis
Hopper. Eftir morðið á Lennon og
skotárásina á Reagan, Bandaríkja-
forseta 1980, hefur eftirspumin
eftir öryggis- og lífvörðum aukist
svo stórlega að heilu fyrirtækin
hafa sprottið upp, sem eingöngu
hafa það að markmiði að veija þá,
sem velgengni njóta. Hægt er að
fá tvær tegundir lífvarða — þessi
stóm, sterku vöðvafjöll, svo og
menn sem minni em vexti, en leyna
þó á sér hvað styrk og snerpu varð-
ar. Meðal þeirra sem kosið hafa
kraftajötnana em Sylvester Stall-
one og poppsöngvarinn Prince.
Gamanleikarinn Eddie Murphy réði
sér hins vegar tvo af smærri gerð-
Goldie Hawn: „Hann vill mig
feiga, en sendir mér samt rósir
á hverjum degi.“
inni, þar sem hann segist fyllast
minnimáttarkennd í félagsskap ris-
anna.
Það er afskaplega misjafnt
hvemig fólkinu fræga gengur að
sætta sig við þessar sífelldu
símhringingar og hótanir.
Skemmtikrafturinn Joan Rivers
tekur þær til að mynda afskaplega
nærri sér og auk þess sem hún
hefur lífverði allt í kring um sig,
gengur hún ávallt með táragas í
vasa sínum. Þær stjömur sem ný-
lega hafa orðið fýrir barðinu á
þessum sálsjúku símamönnum em
Linda Evans, Joan Collins, Ryan
O’Neal, Olivia Newton-John og
Jacklyn Smith, svo dæmi séu nefnd.
A meðan sveitasöngkonan Loretta
Lynn eyðir að jafnvirði 10 milljón-
um íslenskra króna á ári hveiju í
öryggisgæslu sína, láta þær Barbra
Streisand, Zsa Zsa Gabor og Goldie
Hawn sér nægja að girða heimili
sín og húsgarða með sterklegri 6
metra hárri girðingu. Þó hefur
Goldie t.d. lent æði illa í þess hátt-
ar mönnum, sem hér um ræðir.
„Það virðist vera sama hversu oft
ég skipti um símanúmer, þá tekst
þessum manni alltaf að hafa upp á
því. Hann hringir líka á öllum
tímum sólarhringsins og hefur
marglýst því yfir að hann vilji helst
ganga endanlega frá mér. Samt
hefur hann sent mér rósir á hveijum
degi í ein tvö ár. Er það nokkur
furða þó maður velti því fyrir sér
hvort frægðin og framinn séu virki-
lega allrar þessarar martraðar
virði?“ spyr Goldie. Leikarinn Larry
Hagman hefur heldur ekki farið
varhluta af hótunum og öðrum
hryllingi og gengur hann nú alltaf
í skotheldu vesti. „Eg geri mér fylli-
lega grein fyrir því, að mörgum
mislíkar sá maður, sem ég leik í
sjónvarpinu," (JR) segir hann, „og
þó svo flestir geri sér grein fyrir
að ég er bara að leika eru sumir
sem ekki hafa nógu góða dómgreind
til að greina á milli mín og JR,“
bætir hann við. „Og ekki ætla ég
að taka neina áhættu með líf mitt,
svo rriikið er víst.“
Söngkonan Linda Ronstadt er ein
af fáum, sem harðneitaði í lengstu
lög að ráða sér lífverði. Hún sagð-
ist ekki trúa því að heimurinn væri
eins bijálaður og margir héldu
fram. Sagðist vilja halda í trúna á'
það góða í manninum, eins lengi
og unnt væri. Ekki alls fyrir löngu
fylltist þó hennar mælir, hvað um-
burðarlyndi snerti. Kvöld eitt, er
hún kom heim í íbúð sína, var búið
að rífa sængurföt hennar í tætlur
og skilinn var eftir miði, sem festur
var við koddann með lýtingi. Á
miðanum stóð: „Eg missti af þér í
þetta sinn — það kemur ekki fyrir
aftur.“ — Eins og nærri má geta
var Linda Ronstadt umkringd
lífvörðum strax morguninn eftir.
Haukur Morthens í Kaupmannahöfn
Það var heldur betur hátíð í bæ
hjá þeim íslendingum, sem
búsettir eru í Kaupmannahöfn, dag-
ana 23.-25. maí sl. Þá sótti hinn
síungi söngvari Haukur Morthens
landa okkar í kóngsins Köben heim
og tróð hann upp í Jónshúsi, sló á
létta strengi og söng alla sína gömlu
slagara, eins og honum einum er
lagið. Eins og við mátti búast kunnu
Frónbúar í fjarlægu landi vel að
meta öll gömlu góðu lögin, sem
hljómað hafa í eyrum okkar um
langa hríð. Haukur og hljómsveit
hans léku líka á als oddi, áheyrend-
ur tóku hressilega undir og dansinn
dunaði fram á rauða nótt.
í tilefni 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar var búið að
hengja upp myndir eftir Árna Elfar
í Jónshúsi og juku þær enn heldhr
á hina íslensku stemmningu, settu
svip á salinn. Það var því ekki laust
við að heimþrá gerði vart við sig í
í fullu fjöri — Haukur Morthens og hyómsveit. Morgunbiaðið/Jens Ormsiev
sumum hjörtunum, enda Haukur
Morthens einn af þessum föstu
punktum í tilveru íslendinga, einn
af þeim fáu, sem setja svip á bæinn.
Haukur fyrir framan Jónshús í
Kaupmannahöfn.
• þeytir, hrærir, hnoöar,
Verð
SIEMENS
SIEMENS - hrærivélin MK 4500:
Fyrirferöarlítil og fjölhæf og
allir aukahlutir fylgja meö!
aðeins
stgr. 8.890.-
• rífur, sker, saxar, hakkar og blandar
bæöi fljótt og vel.
Siemens — stendur ætíö fyrir sínu.
Siemens — einkaumboö:
SMITH & NORLAND HF„
Nóatúni 4, 105 Reykjavík.
Sími28300.
LIKAMSRÆKT J.S.B.
nr •
UVJ áfram með
sumarnámskeiðin
14. júlí—31 .júlí
Suðurver — Breiðholt
Kerfi I. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum
aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
Kerfi II. Framhaldsflokkar, þyngri tímar fyrir aðeins
vanar.
Kerfí III. Rólegir tímar fyrir eldri konur eða þær sem
þurfa að fara varlega með sig.
KerfilV. Megrunarflokkur fyrir þær sem þurfa og
vilja missa aukakílóin núna.
Kerfi V. Eróbikk, okkar útfærsla af þrektímum með
góðum teygjum. Hörkupúl og svitatímar
fyrir ungar og hressar.
STURTUR — SAUNA — UÓS
Glæsileg ný aðstaða
Allir finna flokk
við sitt hæfi hiá
JC[ T>