Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986
(•V/ara
HamarshnfAa 1
Hamarshöfda 1
Símar 36510 og 83
Viðskiptaráðherra Sviss sæmd-
ur æðsta heiðursmerki HSÍ
Dr. Kurt Furgler, viðskipta-
ráðherra Sviss, var hér á landi
nýlega vegna EFTA-ráðstefn-
unnar. Dr. Kurt Furgler hefur
gegnt nokkrum öðrum ráðherra-
embættum í Sviss og einnig verið
forseti Sviss.
Hann er mikill áhugamaður um
handknattleik, er sjálfur svissnesk-
ur meistari í þeirri íþróttagrein með
Grashoppers, þá hefur hann verið
formaður svissneska handknatt-
leikssambandsins og var heiðurs-
forseti undirbúningsnefndar
svissneska handknattleikssam-
bandsins, sem skipulagði heims-
meistarakeppnina í Sviss 1986.
Hann tók þar vel á móti Steingrími
Hermannssyni, forsætisráðherra og
Matthíasi A. Mathiesen, utanríkis-
ráðherra, þegar þeir heimsóttu
Sviss til að fylgjast með keppninni.
Þá kvaddi dr. Kurt Furgler íslenska
landsliðið sérstaklega í lokahófi
keppninnar og óskaði því góðs
gengis í Seoul 1988.
Meðan á heimsókn dr. Kurts
Jón Hjaltalín Magnússon formaður Handknattleikssambands íslands
sæmir dr. Kurt Furgler æðsta heiðursmerki sambandsins.
Furgler til íslands stóð vegna
EFTA-ráðstefnunnar fékk stjórn
HSÍ tækifæri til að þakka fyrir
móttökumar í Sviss og sæmdi hann
æðsta merki HSÍ fyrir störf að efl-
ingu handknattleiksíþróttarinnar á
alþjóðlegum grundvelli og fyrir
ánægjulegt samstarf milli svissn-
eskra og íslenskra handknattleiks-
manna.
Viðstaddir afhendinguna voru f.v.: Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ, Sveinn Björnsson stórkaup-
maður, ræðismaður Sviss, Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra, dr. Kurt Furgler, Sveinn Björnsson
forseti fsf, Þorgils Othar Mathiesen landsliðsmaður í handknattleik og Sigurður Magnússon fram-
kvæmdastjóri ÍSI.
Kórinn i St. Pálskirkju i Kaupmannahöfn
son kennari. Borgin hefði haft allt
önnur áhrif á fólkið eftir ferðina
en annars hefði verið.
Góðar móttökur
í Malmö
Samband íslendingafélaganna í
Svíþjóð tók mjög vel á móti kómum
í Malmö. Félögin afhentu kómum
5.000 sænskar krónur í styrk og
kom hann sér mjög vel. Það var
Guðjón Högnason, sem búsettur
hefur verið í Malmö síðan 1969, sem
var frumkvöðull að móttökunum í
Malmö. Guðjón hitti kórfélagana í
Kaupmannahöfn og fylgdi kómum
á sænskri gmnd.
Þegar kom til Lundar tók Gösta
Holm, prófessor við Lundarháskóla
á móti kómum og sýndi dómkirkj-
una. Kórinn fékk mikið hrós fyrir
söng sinn hjá organistanum við
dómkirkjuna og í Sydsvenska Dag-
bladet var farið lofsamlegum orðum
um sönginn.
Síðar um daginn var sungið á
útisviði í Pildammsparken í Malmö.
Þar var kómum og vel tekið og
hann klappaður upp. Tónleikamir
þar og í Lundi vom teknir upp og
síðan fluttir í svæðisútvarpi íslend-
ingafélaganna í Svíþjóð.
Anægjuleg kveðjustund
í lok ferðarinnar hélt kórinn
söngstjóra sínum Jóni Inga Sigur-
mundssyni, ánægjulega kveðju-
stund á Kastmp-flugvelli. Eftir að
hafa afhent honum 42 rósir og
kvatt með kossi gekk hópurinn
syngjandi upp stigana í flughöfn-
inni og inn í fríhöfnina. „Þetta var
mjög samstilitur hópur og skemmti-
legur," sagði Jón Ingi. Þess má
geta að starfsfólk Samvinnuferða/
Landsýnar kvaðst aldrei hafa upp-
lifað slíka kveðjustund sem þá í
flughöfninni þegar kórinn hélt
heim. Sig. Jóns.
Á Kastrupflugvelli
Selfossi.
í lok maí hélt kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands í söngför til
Danmerkur og Svíþjóðar og hélt
fjölda tónleika m.a. í St Páls-
kirkjunni í Kaupmannahöfn og
Dómkirkjunni í Lundi. Ferð þessi
átti sér langan aðdraganda og
undirbúning. Kórfélagar unnu
ötullega að því að fjármagna
ferðina, gáfu m.a. út snældu með
söng kórsins, héldu tónleika o.fl.
Einnig naut kórinn velvilja fjöl-
margra, fyrirtækja og einstakl-
inga sem styrktu kórinn til
fararinnar. Ferðin tókst I alla
staði vel og söng kórsins var vel
tekið, m.a. af einum gagnrýn-
anda Sydsvenska Dagbladet í
Malmö.
Hvatinn að ferð þessari var sá
að kór frá Horsens (Danmörku kom
í heimsókn til Selfoss og átti kvöld-
stund með kór íjölbrautaskólans
^ snemma vetrar. Þá var það bundið
fastmælum að kóramir hittust á
danskri grund.
Vinabæjarheimsókn
ungs fólk
í ferð sinni sameinaði kórinn
söngferð, skemmtiferð og vina-
bæjaheimsókn, en mikill áhugi er
nú fyrir því að virkja vinabæjaheim-
sóknir þannig að ungt fólk fái
tækifæri til að kynnast nágrönnum
okkar á hinum Norðurlöndunum.
Ferðir sem þessi og ferðir íþrótta-
fólks eru kjörinn vettvangur vina-
bæjasamskipta og verða unga
fólkinu eftirminnilegar, ásamt því
að skapa grundvöll til aukinna
kynna meðal fólks.
Tónleikar og’
tækifærissöngnr
Kórinn hélt þrenna tónleika á
Jótlandi. Fyrst í nýreistu ráðhúsi í
Horsens, í Lególandi og í Mariehöj-
kirkju í Silkiborg, vinabæ Selfoss.
í Kaupmannahöfn hélt kórinn tón-
leika í Pálskirkju og í Jónshúsi.
Tvennir tónleikar voru haldnir í
Svíþjóð, í dómkirkjunni í Lundi og
á útileiksviði í Pildammsparken í
Malmö. Auk þess hélt kórinn stutta
tónleika í tónleikahöllinni í Arósum
og söng fáein lög við ýmis tæki-
færi svo sem í Krónborgarkastala,
í Frúarkirkju í Óðinsvéum, í flug-
höfnum, feijum og fleiri stöðum þar
sem aðstæður buðu upp á söng og
gamanmál.
Sérstök upplifun að
syngja í Dómkirkjunni
„Það var sérstök upplifun að
syngja í dómkirkjunni í Lundi,"
sagði Ásmundur Sverrir Pálsson,
einn kennaranna í kómum, og Jón
Ingi Sigurmundsson kórstjóri tók
undir orð Ásmundar og bætti við
að það þyrfti helst 100 manna kór
í dómkirkjuna svo söngurinn hljóm-
aði vel í svo stóm húsi.
Himmelbjerget var
öðruvísi
„Móttökur vom allar mjög góð-
ar,“ sagði Jón Ingi Sigurmundsson
kórstjóri eftir ferðina. „Skólastjóri
tónlistarskólans í Horsens, Jens
Peder Frederiksen, tók á móti okk-
ur og hópnum var öllum dreift á
einkaheimili sem gerði dvölina í
Horsens sérstaka. Við héldum tón-
leika í Horsens sem vom allir vel
sóttir og mjög góð stemmning á
þeirn öllum."
í vinabænum Silkiborg virtist
einhver misskilningur vera á ferð-
inni varðandi tónleikahald en úr þvi
rættist. Formaður Norræna félags-
ins á staðnum tók á móti hópnum
og farið var i siglingu um vötnin í
kringum borgina og m.a. farið að
hinu fræga fjalli Himmelbjerget og
það klifíð. „Umhverfíð er þama
mjög fallegt og allt öðravísi en
maður hafði hugsað sér og bara
býsna gott útsýni af Himmelbjerg-
et,“ sagði einn þátttakendanna.
Ágúst Sigurðsson, prestur í
Kaupmannahöfn, leiddi fólk um Is-
lendingaslóðir í stórborginni. „Það
var serstök upplifun að fara i þá
ferð,“ sagði Ásmundur Sverrir Páls-
I ráðhúsinu í Horsens
Söngför kórs Fjölbrautaskóla Suður-
lands til Danmerkur og Svíþjóðar
y