Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 51 # Morgunblaðið/Borkur A sunnudagfskvöldið spiluðu Mezzoforte á Hróarskelduhátíðinni. Áheyrendur voru um 20-30 þúsund. Á hátíðinni komu fram um 100 listamenn, þeirra á meðal Eric Clapton. Mezzoforte spila á Norðursjáv- arjasshátíðinni Jasshátíðin, sem hefst á föstu- dagseftirmiðdag þann 11. júlí og lýkur á sunnudagskvöldið 13. júlí, býður upp á mjög fjölbreytta dag- skrá. Um 150 uppákomur á 12 sviðum sem þannig hefur verið fyr- irkomið að engin ein uppákoma mun trufla aðra. Fyrir utan innan- hússuppákomur hefur verið komið upp miklu tjaldi til þess að halda „útitónleika“. Tjaldið getur rúmað nokkur þúsund manns. Spiluðu á Hróarskelduhátíðinni um sein- ustu helgi Hollandi. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Eggert H. Kjartanssyni. JVC-Norðursjávarhátíðin er stærsti jassviðburður heimsins á hverju ári. Hátíðin er haldin í Haag og hefur á nokkrum árum vax- ið úr lítilli samkomu, þar sem fáeinir þekktir jass-tónlistarmenn komu saman og skemmtu litlum hópi áhugamanna, upp í það að vera þriggja daga stórhátíð. Að þessu sinni eru um 715 listamenn og hljómsveitir sem munu sjá um tónlistarflutninginn. Stórstjömur jassins, svo sem A1 Ásmundsson og Kristinn Svavars- Jarrew, Buddy Rick, Ray Charles, Miles Davis, The Wall Street Crash og David Murry, láta sig ekki vanta og þekktir píanóleikarar eins og Ahmad Jamal, Michel Petrucciani, George Wallington, Martial Solal, Hank Jones og Kleonid Vinzkevich, verða með samfellda dagskrá alla helgina. son, meðlimir hljómsveitarinnar Mezzoforte, halda uppi merki ís- lands á þessari stórhátíð. f samræð- um við skipuleggjendur hátíðarinn- ar kom fram mikil ánægja með að það hefði tekist að fá Mezzoforte til þess að koma og spila á hátíð- inni. Mezzoforte, sem nýtur mikillar virðingar meðal fagmanna auk al- mennra vinsælda hér í Hollandi, mun flytja dagskrá sína fyrrihluta laugardagskvöldsins eða þegar hátíðin stendur hvað hæst. Það er gert ráð fyrir að á svæðinu verði þá að minnsta kosti 35.000 manns. Á hátíðinni eru árlega veitt svo- nefnd „Bird“-verðlaun, sem nefnd eru eftir Charles „Bird“ Parker. Að þessu sinni unnu þeir David Murry frá Bandaríkjunum, Martial Solal frá Frakklandi og Rein de Graaf frá Hollandi til þessara verð- launa fyrir framlag sitt til ,jass- menningarinnar" eins og það er orðað. Eggert H. Kjartansson Á stóru sviði í tjaldinu munu þeir Friðrik Karlsson, Eyþór Gunn- arsson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Mezzoforte mun spila á mikilli j asshátíð i Hollandi um næstu helgi. Sumarhótel Hússtjórnarskólans Hallormsstað býður ykkur gistingu og morgunverð í hljóðu og fallegu umhverfi. Frekari upplýsingar í síma 97-1761 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.