Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986
9
CircusArena synirá
Akureyri d Þórsvellinum
Laugardaginn 2.
ágústkl. 16.00 og 20.00.
Sunnudaginn 3.
ágústkl. 16.00 og 20.00.
Forsala aðgöngumiða erí versluninni
Kompunni, Skipagötu 2.
Miðasala erá sýningarsvæði tveim tímum
fyrir sýningu.
OKKUR VANTAR UMSJÓNARMENN FYRIR POPPKORN
FRÁ OG MEÐ 15. SEPT. 86.
EF ÞAD ER GLÆTA í ÞÉR.
ÞÁ SENDU OKKUR UMSÓKN
EFTIR EIGIN HÖFÐI T.D. Á SNÆLDU,
FYRIR 15. ÁGÚST
TIL
INNLENDRAR DAGSKRÁRDEILDAR
SJÓNVA RPSINS.
LAUGAVEGI 176.
105 REYKJAVÍK.
Stjórnarsamstarf komandi ára
Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins fjalla um möguleika á stjórn-
arsamstarfi „morgundagsins" í þjóðmálaritinu Stefni, kosti og
galla hugsanlegs stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks við annan
hvorn eða báða A-flokkana annars vegar eða Framsóknarflokk
hins vegar.
„Mjög óæski-
legtfyrir
Sjálfstæðis-
flokkinn
Birgir ísl. Gunnarsson
kemst m.a. svo að orði
um hugsanlegt stjómar-
samstarf Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks í
þjóðmálaritinu Stefni:
„Að mínu mati fer þvi
þó fjarri að stjóra þess-
ara tveggja flokka sé
líklegra en annars konar
stjómarmynstur eftir
kosningar. Þar eru ýms-
ar hindranir í vegi. Innan
Alþýðuflokksins er
sterkur hópur, sem hefur
verið og er andvígur
slíku samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Þá er
líka nokkuð sterkt sjón-
armið innan Alþýðu-
flokksins að flokkurinn
eigi ekki að taka sæti í
stjóra, sem Alþýðu-
bandalagið sé ekki jafn-
framt þátttakandi í ...
Þá má benda á, að
ýmsir telja að núverandi
formaður Alþýðuflokks-
ins, Jón Baldvin Hanni-
balsson, sé svo upptekinn
af eigin persónu, að hann
muni velja það stjóraar-
samstarf sem færði
honum forsætisráð-
herraembættið. Hefð-
bundin „vinstri stjóra"
með Jón Baldvin sem
forsætisráðherra sé þvi
allt eins líklegur kostur
eftir næstu kosningar.
Því er ekki að neita að
það samstarf sem Al-
þýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag hafa tekið upp
í ýmsum sveitarstjómum
síðustu vikuraar renna
stoðum undir þessa skoð-
un þótt vafalaust ráði
staðbundnar aðstæður
þar einhveiju um.
Þegar menn hugsa til
viðreisnarstjórnannnar
má ekki gleyma þvi að
ein meginástæða þess,
hve vel tókst til, var mjög
náið persónulegt sam-
band og trúnaður milli
forystumanna Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðu-
flokksins á þessum árum.
Ekkert slikt samband er
fyrir hendi í dag milli
þessara flokka. Niður-
staða min um hugsanlegt
samstarf Sjálfstæðis-
flokks við Alþýðuflokk-
inn er sú, að slíkt
stjóraarsamstarf sé að
ýmsu leytí æskilegt, en á
þvi eru ýmsir annmarkar
og þvi fer fjarri að hægt
sé að líta á það sem
liklegastan kost eftir
kosningar."
Um Alþýðubandalagið
segir Birgir ísleifur:
„Niðurstaða mín varð-
andi hugsanlegt sam-
starf við Alþýðubanda-
lagið er sú, að slíkt
samstarf sé mjög óæski-
legt fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og að minu matí
nánast óhugsandi.“
„Varnarmálin
ekki vanda-
mál“
Friðrik Sophusson
fjallar í Stefnisgrein um
hugsanlegt samstarf
Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðubandalags og segir
m.a.:
„Varnarmálin ættu
ekld að verða vandamál
enda hefur Alþýðu-
bandalagið i raun tekið
þátt i ríkisstjóraum sem
fylgt hafa afdráttar-
lausri varnarstefnu með
aðild NATO og varnar-
samningi við Bandarik-
in...
Alþýðubandalagið hef-
ur átt í innanflokksófriði
undanfarin misseri og
enn verður ekki séð fyrir
endann á því striði. Deil-
uraar í flokknum geta
dregið kjark úr þeim,
sem tilbúnir væru að
taka áhættu af samstarfi
við erkifjandann — íhald-
ið. Að minnsta kostí er
líklegt að allt kapp mundi
verða lagt á að Alþýðu-
flokkurinn yrði með i
sliku samstarfi og þannig
endurvakin nýsköpunar-
stjóra. Sá galli er á þeirri
hugmynd að eðli máls
samkvæmt kýs Sjálf-
stæðisflokkurinn fremur
samstarf við einn flokk
en tvo ...
Niðurstaða höfundar
er sú að tveggja flokka
stjóra Sjálfstæðisflokks
og Alþýðubandalags sé
afar ólíklegur kostur en
ekki með öllu útílokað-
ur.“
„Klárhestur
með óhreinan
gang“
Halldór Blöndal segir
i Stefnisgrein um sama
efni að íslendingar hljótí
fyrst og fremst að „beina
kröftum sinum að því að
auka afrakstur þjóðar-
búsins með þvi að ráðast
inn á ný svið, ástunda
vöruvöndun, kynna okk-
ur markaðinn og hasla
ökkur vöU í nýjum út-
flutningsgreinum og
auka hlutdeUd islenskrar
framleiðslu í markaðin-
um hér innanlands."
Síðan segir hann:
„Nú er spurningin: Er
líklegt að við náum þess-
um markmiðum og
öðrum, sem af þeim
leiða, fremur í stjórnar-
samstarfi við Framsókn-
arflokkinn en aðra
flokka? Um það er ég í
miklum vafa. Framsókn-
arflokkurinn er undar-
lega samsettur. Við viss
skilyrði er hægt að ná
árangri í samvinnu við
hann, en reynslan sýnir
líka að honum má likja
við klárhest með óhrein-
an gang. Hann er líkleg-
ur til að hlaupa út undan
sér þegar sist skyldi. Það
er vegna þess að úthaldið
vantar. Og svo er þessi
gamla árátta að vilja mis-
muna, — að geta ekki
skilið það, að hlutverk
stjórnmálamanna er að
skapa öUum sömu skil-
yrði, en segja ekki: Þessi
er góður, en þessi ekki.
Niðurstaða mín er sú,
að frekara stjórnarsam-
starf við Framsóknar-
flokldnn er ekki sá
kostur, sem ég vil taka
fram yfir aðra mögu-
leika fyrirfram."
hefst þriðjudaginn 5. ágúst
í H-Húsinu, Auðbrekku 9, Kóp.
og að Skólavörðustíg 12.