Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 29 Minningarorð: Helgi Birgir Magnússon Fæddur 11. apríl 1926 Dáinn 25. júlí 1986 í minningunni er Helgi Birgir Magnússon ávallt að koma úr sigl- ingu, hlaðinn ensku sírópi, frönsku pompólabrauði og amen'sku kaffi. Þetta var ekki svo lítil búbót á margarínsárunum eftir heimsstyrj- öldina síðari, á þeim árum sem appelsína var svo sjaldgæf að ástæða þótti til að nefna hana gló- aldin. En maiur Helga tæmdist ekki þótt sætindin væru etin; honum fylgdi einatt gleði og gáski og ævi- langt var sjaldan þurrð í þeim sjóði. Helgi Birgir Magnússon eða Lilli eins og hann var ætíð nefndur af systkinum sínum og frændum var yngstur af 4 börnum Sigríðar Helgadóttur og Magnúsar Magnús- sonar, ritstjóra Storms. Hann gekk í Sjómannaskólann og nam þar loft- skeyti að skilja og gerðist síðan loftskeytamaður á togaranum Verði frá Patreksfirði, en þegar ég sem þessar línur skrifa, man fyrst eftir honum var hann kominn á Jón for- seta frá Reykjavík, en á því skipi hygg ég að hann hafí starfað lengst. I persónu Helga Birgis toguðust á tveir ólíkir skapgerðarþættir. Hann var mannblendinn og hann fýsti snemma að sjá háttemi og siðu framandi þjóða, sjá sig um, ævintýrin heilluðu. Hafnarborgir Þýskalands og Bretlands fullnægðu ekki ferðaþrá hans. Hann var frem- ur farmaður en fiskimaður og ekki hafði hann verið mjög lengi á togur- um áður en hann réði sig á norskt flutningaskip sem sigldi milli hafna í Karíbahafi. Á því svæði kunni hann vel við sig, einkum þó eftir að hann fór af flutningaskipinu yfír á farþegafeiju, þar sem hann naut þess að geta blandað geði við fólk af ólíkum uppruna, tekið þátt í sam- kvæmum um borð, dansað og sagt sögur á aðskiljanlegum tungum. Helgi var mikill málamaður, talaði norsku og þýsku, gat bjargað sér í spænsku og portúgölsku og fáa menn hef ég þekkt sem náð hafa þvílíkum tökum á ensku talmáli. Mið- og Suður-Ameríka, en þó sér- staklega Kúba var honum mjög að skapi; hann kunni vel að meta vín, víf og söng. Samt sem áður undi hann ekki í útlöndum til lengdar. Ættingjar hans og vinir voru því fegnir að fá hann aftur heim, heilan á húfí úr amerískum maðkasjó. Ég minnist þess hve undrandi ég varð, þegar ég sá hann aftur. Hann leit þá út eins og spænskur aðalsmaður, hafði látið sér spretta yfírvaraskegg og klæðaburðurinn og frjálsmannleg framkoma hans var eins og í kvik- mynd, óraunveruleg. Eftir að hann var heim kominn, varð annar þátturinn í skapi hans æ fyrirferðarmeiri. Helgi hafði, þrátt fyrir að hann hefði lifað hátt, ætíð verið búmaður, fyrirhyggju- maður. Hann hafði áður en hann lagðist í víking keypt sér íbúð og hann átti bfl, sem á þessum árum var aðeins ríkra manna. Hann var í rauninni alltaf sparsamur, átti jafnan eitthvað í handraða og búri og hversdagslega lét hann fátt eft- ir sér. Það var að vísu ekki alltaf regla á hlutunum hjá honum, en hann vissi hvar hann geymdi þá — og á ólíklegustu stöðum við ólíkleg- ustu tækifæri gat hann töfrað fram ölkrús fulla af bæerskum bjór, tek- ið fram Havana-vindil eða annað fáséð, útlent góss. Og þótt hann væri samhaldssamur, þá man ég ekki eftir að hafa farið bónleiður frá búð hans. Systursonum sínum lánaði hann fé, ef hann átti og rukk- aði seint eða aldrei. Helgi Birgir var mjög elskur að móður sinni, Sigríði, og fyrstu árin eftir heimkomuna bjó hann með henni. Eftir lát hennar fluttist hann í eigin íbúð og þá bjó hjá honum sambýlismaður Sigríðar, Sigvaldi Árnason, og var Helgi honum sem hinn besti sonur. Hann tók nú að vinna í landi, í fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Honum þótti best að vinna langar vaktir, helst 24 klst. í einu og eiga svo frí frá vinnu í marga daga. Þó hygg ég að honum hafi aldrei fallið landvinnan. Hann hafði reyndar ekki orð á því, en ég man hve illt honum þótti að vinna frá 8 til 5; slík skrifstofuvinna féll honum ekki. Á þessum árum naut hann þess að ferðast um landið. Faðir hans, Magnús, hafði einstakt lag á því að láta Helga aka sér út og suður. Ég var oftar en einu sinni ferðafé- lagi þeirra feðga. Minnisstæð er mér einkum ferð okkar þriggja vest- ur á firði. Með í hópnum var Hannes Jónsson fyrrverandi alþingismaður frá Undirfelli. Við Helgi vorum unglingar hjá þeim og við okkur var talað í þeim tón og það orðfæri notað sem tíðkaðist norður í Húna- vatnssýslu í upphafi þessarar aldar. Landslag eða nútíminn fór alveg fram hjá þessum gömlu mönnum. Þeir, Húnvetningamir, voru ekki búnir að ræða um hálfan Vatns- dalinn, þegar við vorum komnir á Þingmannaheiði. Vathsdalurinn var einn sveita á Islandi, annað skipti ekki máli. Nú man ég ekki hvort það var í Vatnsfirði eða við Haga á Barðaströnd að Magnús afi minn spyr Hannes til svona: „Heyrðu Hannes, ferð þú nokkum tíma í bað?“ Hann beið ekki eftir svari Hannesar en ansaði sér sjálfún „Nei, er það? — það er alveg óþarfi.“ Það lá við að bifreiðin færi út af veginum; 19. öldin hafði birst okkur Helga á svo óvæntan en þó raunkíminn hátt. Helgi kunni ótal slíkar sögur og hafði gaman af að segja þær í hópi ættingja sinna. Ferðum hans fækkaði eftir því sem leið á ævina og olli því heilsu- brestur. Hann var rúmlega hálfsex- tugur, þegar hann kenndi þess meins sem síðar dró hann til bana. Um hríð virtist svo sem hann hefði tapað gleði sinni og gáska, hann varð að neita sér um öl og reyktób- ak, en mátti þó fá sér korn í nef. í þessum veikindum naut hann ástríkis og umönnunar konu sinnar, Guðrúnar Sveinsdóttur, og sonar þeirra Sigurðar. Hann hafði bragg- ast furðufljótt eftir fyrsta hjarta- áfallið og við héldum að hann hefði fengið nokkra bót meina sinna. Hann hafði ekki lengi verið eins glaður og reifur og þessa síðustu daga og við vonuðum að hann mætti vera með okkur lengur. En siglingu hans lauk fyrr en okkur varði. Annað ferðalag og ef til vill áhættuminna er hafíð. Sverrir Tómasson Hláturinn er þagnaður; þessi glaðværi og hjartanlegi hlátur Pétur Caspar Holm — Fæddur 5. mars 1911 Dáinn 27. júlí 1986 Það er sárt að sjá að baki manni, sem var svo gott að eiga sem vin. Pétur var einstakur. Hann var traustur, einlægur, næmur og kurt- eis. Hann var einhver jákvæðasti og jafnframt lífsglaðasti maður sem ég hef fyrir hitt. Nú, þegar hann er allur finnst mér ég eiga svo margt ótalað við hann. Það var endalaust hægt að ræða við Pétur um allt milli himins og jarðar. Hann var mikill lífsspekingur, en lífsspeki hans var ekki allra. Hann lét verald- leg gæði lönd og leið og kærði sig kollóttan um lífsgæðakapphlaupið. Hann var vinur í eðli sínu, rækt- aði vináttubönd af einstæðri alúð og taldi aldrei eftir sér að skrifa vinum sínum bréf og senda þeim gjafír. Hann kom oft heim til mín á Grenimelinn og var jafnan aufúsu- gestur. Er jólin tóku að nálgast kom hann brosandi af ánægju og sagði: „Jæja, þá er ég búinn að ganga frá jólapóstinum, þetta voru 250 kort í ár.“ Pétur skrifaðist á við fjölda fólks um allan heim og var glaður ef vina- hópurinn stækkaði og pennavinun- um fjölgaði. Hann var mikið náttúrubarn og naut þess að ferð- ast um landið og vera í nánu sambandi við náttúruna. í þessum ferðum sínum safnaði hann m.a. steinum og skeljum, sem er orðið stórt og fallegt safn. Trúað gæti ég að safnið hans Péturs sé eitt stærsta og glæsilegasta steinasafn á íslandi. Pétur var einatt í góðu skapi og sérstök ró fylgdi nærveru hans. Hann bjó yfir einhverri innri ró sem mörg okkar skortir. Þrátt fyrir að hafa misst eiginkonu sína og tvo syni á sorglegan hátt var aldrei að sjá að hann væri sár eða bitur, þvert á móti reyndi hann að hjálpa þeim er á einhvern hátt áttu bágt. Pétur skrifaði mér reglulega bréf Minning þar sem ég er nú búsett á Ítalíu, og eftir að ég giftist skrifaði hann bréfín sín á ensku svo maðurinn minn gæti einnig lesið þau. — Pétur skildi aldrei nokkum mann útundan —. í síðasta bréfí Péturs, sem hann skrifaði rúmum mánuði áður en hann dó, talaði hann m.a. um veð- rið og sagðist vona að það væri gott á Ítalíu. „Annars veistu það, Brynja mín,“ segir hann, „veðrið skiptir engu, það er hugsunarháttur okkar sem skiptir máli, því allt veð- ur er aðlaðandi ef hugsunarháttur okkar er réttur.“ Þessi orð Péturs lýsa honum mjög vel og hinum já- kvæða hugsunarhætti hans. Mér þykir leitt að mér tókst ekki að hitta Pétur þegar ég var á Is- landi nú fyrir skömmu. Hann sagðist í síðasta bréfí hlakka mikið til að hitta mig og sjá nýfædda dóttur mína, en nú fylgist hann sjálfsagt með okkur og öðrum vin- um sínum frá sjónarhóli, sem við sem eftir lifum þekkjum ekki. Kannski er það tilviljun og kannski kaldhæðni örlaganna, að Pétur dó daginn sem ég hélt aftur til Ítalíu og að í flugvélinni hugsað ég til hans er ég las bók um sameiginlegt áhugamál okkar: „Dulspeki og framhaldslíf." Það er skrítið að þurfa að tala um Pétur í þátíð, sérstaklega með tilliti til þess hversu trúaður hann var og sannfærður um að tilvera okkar hér á jörðinni væri aðeins eitt skref í hinni einu og sönnu lífsgöngu alheimsins. Pétur hefur nú stigið skrefí lengra en við hin. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt Pétur að vini og trúi því að Guð fylgi honum og blessi á hinni einu sönnu lífsgöngu alheimsins. Brynja Tomer. Látinn er í Reylgavík Pétur Casp- ar Holm. Pétur var danskrar ættar, fædd- ur5. mars 1911, sonur Peter Casper Holm, bankastjóra í Kaupmanna- höfn, og konu hans, Marie, sem ættuð var frá Fanö. Helga Birgis, sem alla tíð var nefnd- ur Lilli innan fjölskyldunnar. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. júlí sl. aðeins 60 ára að aldri. Þegar ég lít til baka finnst mér sem flestar af bestu minningum mínum frá því ég var barn séu á einhvern hátt tengdar honum. Vindlalykt í forstofunni og hlát- urinn ómar; það veit á að frændi er í heimsókn. Afi, mamma og pabbi eru alsæl að hlusta á skemmtilega ferðasögu, því Tiann sagði með af- brigðum skemmtilega frá. Á slíkum dögum var gott að koma heim úr skójanum. Ég er öðru sinni stödd hjá ömmu og það gengur mikið á. Állt þarf að vera hreint og fágað, það er hátíð í vændum. Eldaður uppá- haldsmaturinn og sparistell á borðum. Von er á frænda af sjónum og ég hlakka jafnmikið til og amma. Slík var eftirvæntingin og tilhlökk- unin ævinlega þegar von var á þessum móðurbróður mínum. Hann var óvenjulega barngóður. Ég minnist margra stunda sem hann hélt á mér og leyfði mér að stýra bílnum sínum út um allar trissur og útskýrði jafnóðum allt sem fyrir augu bar. Helgi Birgir Magnússon hét hann fullu nafni og var fæddur 11. apríl 1926. Hann var yngstur fjögurra bama Magnúsar Magnússonar rit- stjóra og konu hans, Sigríðar Helgadóttur. Elst var móðir mín, Gerður, fædd 12. desember 1919, þá kom Sverrir, fæddur 5. nóvemb- er 1921 og en hann dó aðeins eins árs, síðan Ásgeir, fæddur 24. nóv- ember 1923, og loks Helgi. Eina hálfsystur áttu þau, Maríu, fædda 10. október 1916, sem afí átti fyrir hjónaband. Af systkinunum em nú einungis á lífí Gerður, móðir mín, og María. Helgi Birgir lauk loftskeytamanns- prófí og starfaði sem loftskeyta- maður, fyrst á togurum, síðan á erlendum skipum. Það starf átti mjög vel við hann, þar sem hann var frábær málamaður og talaði mörg tungumál reiprennandi. Frændi minn var mjög myndar- legur maður, svarthærður með hrokkið hár, bar sig vel og ekki að undra þótt hann væri mikið kvenna- gull, en það hafði ég óljósa 'v hugmynd um sem lítil stelpa þegar ég var hjá ömmu. Árin sem hann var á erlendu skipunum gleymdi hann ekki litlu frændsystkinum sínum. Stórar sendingar með fötum og leikföng- um bárust, sem valin voru af kostgæfni, brúða sem hægt var að greiða og setja hárrúllur í og brúðu- vagn með skermi sem hægt var að leggja saman. Allt var þetta ævin- týri líkast, því ekkert þessu lfld fékkst þá á Islandi og ugglaust ekki til peningar til að kaupa slíkar - gersemar. Að því kom að móðurbróðir minn vildi hætta á sjónum og hafa fast land undir fótum. Hann gerðist símritari í Gufunesi og vann við það til æviloka. Tvo syni lætur Helgi eftir sig, þá Svein Sævar vélvirkja, sem hann átti með Maríu Steingrímsdóttur, og Sigurð nema, sem hann átti með eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Sveinsdóttur. Áður átti Guðrún tvo syni, Reyni og Ólaf Guðmundssyni, sem sjá nú á bak góðum vini. Að endingu vil ég kveðja þennan frænda minn, sem varpaði ómældri birtu inn í bemsku mína, með eftir- . farandi ljóðlínum Jónasar Hall- grímssonar. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. Þóranna Gröndal. Sumarið 1934 kom Pétur til ís- lands, að Völlum í Svarfaðardal til séra Stefáns Baldvins Kristinssonar og konu hans, frú Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Pétur kvæntist í desember 1935 dóttur þeirra, Ingibjörgu, f. 31. desember 1908, og eignuðust þau tvo syni, Caspar Pétur, f. 29. jan- úar 1938 á Völlum, og Stefán Baldvin, f. 8. júní 1943 í Hafnarvík í Hrísey. Ingibjörg og Pétur bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Völlum, en fluttu ásamt foreldrum Ingibjargar til Hríseyjar er séra Stefán lét af prest- skap árið 1941 eftir fjögurra áratuga þjónustu á Völlum. Séra Stefán lézt 7. desember 1951. Á gamlársdag árið 1958 var mik- il gleðihátíð í Hafnarvík á merkisaf- mæli Ingibjargar. Báðir synimir voru heima í jólaleyfí. Pétur hafði lokið stúdentsprófí vorið 1958 frá Menntaskólanum á Akureyri og sat þá um veturinn í stúdentadeild Kennaraskóla íslands. Stefán var við nám í Laugaskóla í Reykjadal í landsprófsdeild. Á nýju ári skyldi aftur snúið til skyldustarfa og hugð- ist Pétur fylgja Stefáni, bróður sínum, en mjög kært var með þeim bræðrum. Þeir fómst báðir í flug- slysi á Vaðlaheiði 4. janúar 1959. »■ Síðar um veturinn fluttust þau hjónin og frú Sólveig til Reykjavík- ur og bjuggu lengst af á Hagamel 23. Skömmu síðar missti Ingibjörg heilsuna og var hún sjúklingur í mörg ár, en hún lézt 5. desember 1974. Frú Sólveig bjó með þeim hjónum á Hagamelnum, en hún lézt 20. júní 1966. Pétur Holm stundaði ýmsa vinnu hér syðra, þó lengst hjá Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Pétur var meðalmaður að vexti, fríður sýnum, reglusamur og ein- stakt snyrtimenni. Hann var í raun einfari, en glaðlyndur og vinsamleg- ur í viðmóti. Hann bar ekki raunir sínar á torg og hann sætti sig við hlutskipti sitt. Pétur var trúaður maður, hann var ekki allra, en hann leitaðist við að styðja þá er hann taldi þess þurfa með. Pétur veiktist af krabbameini áður en Ingibjörg, kona hans, lézt, og gekkst hann undir margar skurðaðgerðir og aðra meðferð þess vegna áður en yfír lauk. Þessu tók hann með jafnaðargeði. Pétur hafði ákaflega gaman af ferðalögum og fór vítt um landið, m.a. til steinasöfnunar. Gaf hann Gagnfræðaskóla Akureyrar steina- safn sitt fyrir nokkrum árum. Á ferðum sínum eignaðist hann marga vini og velgjörðarmenn. Einnig eignaðist hann hér syðra mjög góða vini, sem reyndust hon- um einstaklega vel. Öllu þessu fólki svo og læknum og hjúkrunarfólki, er stunduðu hann í gegnum árin, eru færðar einlægar þakkir fyrir þá vináttu og velvild, sem það sýndi Pétri. Pétur Holm verður jarðsettur laugardaginn 2. ágúst á Völlum hjá Ingibjörgu, konu sinni, og drengj- unum þeirra. Guðbjörg Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.