Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986
j atvinna atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna j
Karlar — Konur
Lagerstarf
Óskum að ráða starfsmann/konu nú þegar
til afgreiðslu- og útkeyrslustarfa.
Uppl. um aldur og fyrri störf sendist augl-
deild Mbl. merkt: „E — 1556“ fyrir hádegi
miðvikudaginn 6. ágúst.
Kennarar
— kennarar!
Grunnskólann Hofsósi í Skagafirði vantar
kennara í eftirtaldar greinar: íþróttir, smíðar,
dönsku og kennslu yngri barna að hluta.
Um er að ræða eina og hálfa stöðu og því
tilvalinn möguleiki fyrir tvo að deila með sér.
Gott húsnæði er í boði og leikskóli er á
staðnum.
Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri,
Svandís Ingimundar, í síma 91-41780 og
formaður skólanefndar Pálmi Rögnvaldsson
í síma 95-6400 og 95-6374.
Grunnskóli
Siglufjarðar
Enn vantar okkur kennara í eftirtaldar greinar:
— Stærðfræði og eðlisfræði, 7.-9. bekk.
— Samfélagsgreinar, 7.-9. bekk.
— íþróttir drengja.
— Almenna kennslu í yngri bekkjum.
í skólanum eru um 300 nemendur og yfir
20 kennarar.
í boði er húsnæðisstyrkur.
Frekari upplýsingar gefa formaður skóla-
nefndar í síma 96-71616 (96-71614) og
skólastjóri í síma 96-71686.
Skólanefnd
Laus störf
Viðskiptafræðingur
— áhugavert verkefni
óskast til starfa hjá verslunarfyrirtæki í
Reykjavík í 6-12 mánuði.
Fyrirtækið er í endurskipulagningu. Viðkom-
andi mun sjá um hana og stjórna rekstrinum
í samvinnu við forráðamenn fyrirtækisins.
Æskileg 2ja-4ra ára starfsreynsla, bókhalds-
þekking og vinna við áætlanagerð. í boði er
kerfjandi og vel launað starf.
Móttaka — andlit fyrirtækisins
Stór heildverslun við Sundahöfn vill ráða
dugmikinn starfsmann í fullt starf.
Starfsmaðurinn er andlit fyrirtækisins út á
við, tekur á móti viðskiptavinum, annast
síma- og póstþjónustu og aðstoðar á skrif-
stofu.
Hann þarf að vera þægilegur í framkomu,
skipulagður og tilbúinn að axla ábyrgð. Góð
íslensku- og enskukunnátta áskilin ásamt
reynslu af vélritun.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp.
Umsóknir skilist fyrir 11. ágúst nk.
FRUH1 Starfsmannastjómun-Ráðningaþjónusta
Sundabofg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 |
Fóstrur
Fóstrur og starfsfólk vantar nú þegar eða frá
1. sept. að dagheimilinu Fálkaborg Breið-
holti. Uppl. gefa forstöðumenn í síma 78230.
Frísk kona
Óskum eftir að ráða fríska konu til starfa í
áfyllingadeild. Starfið felst m.a. í umsjón
vörumiða og álímingu. Hafið samband við
verkstjóra á staðnum milli kl. 13.00-15.00.
VMmálning %
St. Fransiskuspítal-
inn í Stykkishólmi
óskar eftir að ráða Ijósmóður helst með
hjúkrunarmenntun sem fyrst.
Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-8128
og Ijósmóðir í síma 93-8149.
Einnig óskum við eftir að ráða sjúkraþjálfara
og hjúkrunarfræðing frá 1. september.
Góð íbúð er til staðar og einnig dagvistun
fyrir börn.
Allar nánari uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 93-8128,
Einstakt tækifæri
Alþjóðlegt fyrirtæki með aðalbæki-
stöðvar á Stóra-Bretlandi
leitar eftir dreifingaraðila á ótrúlega miklu
úrvali af varahlutum fyrir hvers konar iðnað.
Óskað er eftir að viðkomandi geti lagt fram
í stofnkostnað allt að 10.000 dollara. Gert
er ráð fyrir að hagnaður geti orðið um 80.000
dollarar á ári. Starfið myndi henta vel ein-
staklingi eða litlu fyrirtæki.
Vinsamlegast sendið allar uppl. á ensku til
okkar og mun fulltrúi okkar veita ykkur viðtal
á íslandi.
Mr. Don Mackenzie managing director
MMP International Ltd.
Bilton Court- Wetherby Road
Harrogate, Nort Yorkshire
United Kingdom.
Skapandi störf
Múlabær auglýsir eftir fólki í eftirtalin störf:
Iðjuþjálfi. Hér er um að ræða nýtt stöðugildi
við Hlíðabæ, þjónustudeild Múlabæjar að
Flókagötu 53, sem opnuð var í mars sl.
Starfið felst m.a. í uppbyggingu og mótun
iðjuþjálfunar á deildinni með einstaklings-
meðferð, hópstarf og fræðslu starfsmanna
í huga.
Stöðuhlutfall er samkomulagsatriði.
Leiðbeinandi. Við sækjumst eftir fjölhæfri
manneskju í vinnustofu Múlabæjar með
menntun og/eða reynslu á sviði handavinnu,
leirmunagerðar, smíða eða myndmenntar.
Starfið er laust frá 1. september nk. Umsókn-
arfrestur er til 15. ágúst 1986.
Upplýsingar gefur forstöðumaður og deildar-
stjóri í síma 687122 eða 621722 næstu daga.
MÚLABÆR
ÞJÓNUSTOMIÐSTÖÐ ALDBAÐRA OG ÖBYÍKJA
BCTKJAVÍKUBDEILD BKt. S.t.B.S., SAUTÓK ALDBAÐUA
Ritari óskast
Lögmannsstofa óskar að ráða starfskraft til
almennra skrifstofustarfa. Áskilin er góð vél-
ritunar- og íslenskukunnátta. Umsóknir
leggist inn á augldeild Mbl. merktar:
„Ritari — 123“ fyrir 10. ágúst nk.
Launadeild Fjár-
málaráðuneytisins
óskar eftir að ráða starfsfólk til vélritunar,
launaútreiknings, tölvuskráningar, undir-
búnings skýrsluvélavinnslu og frágangs-
starfa. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi
störf. Laun samkvæmt kjarasamningum fjár-
málaráðherra, BSRB og Félags starfsmanna
stjórnarráðsins. Umsóknir ergreini menntun
og fyrri störf sendist launadeildinni fyrir 20.
ágúst nk. Umsóknareyðublöð fást hjá launa-
deild.
Launadeild Fjármálaráðuneytisins,
Sölvhólsgötu 7.
Frá Myllubakka-
skóla í Keflavík
— Kennara vantar við kennslu yngri barna.
— Nemendur skólans eru á aldrinum 6-11
ára.
— Við skólann starfa 30 kennarar.
— Nemendur verða næsta skólaár um 780
og skiptast í 34 bekkjardeildir.
Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri í
síma 92-1550 eða í síma 92-1884.
Skólastjóri.
Húsnæðisstofnun
ríkisins
— Lánadeild
Óskað er eftir starfskrafti í fullt starf hjá lána-
deild Húsnæðisstofnunar ríkisins sem er
laust nú þegar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskipta-
menntun að baki eða séu óhræddir að vinna
með vexti og vísitölur.
Starfið er skrifstofustarf sem býður upp á
ágæta vinnuaðstöðu og góðan starfsanda.
Umsóknir berist til Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, lánadeild, Laugavegi 77, 101 Reykjavík
merktar Starfsumsókn í síðasta lagi 8. ágúst
1986.
Einn kennara
vantar
Nú vantar okkur aðeins einn kennara að
Egilsstaðaskóla. Sá kennari þyrfti að geta
kennt dönsku m.a. Húsnæði í boði og flutn-
ingsstyrkur greiddur.
Frekari uppl. gefur skólastjóri, Helgi Halldórs-
son í síma 91-13640 milli kl. 19.00-20.00
dagana 4.-8. ágúst.
Skólanefnd.