Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.08.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 31 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækj- andi hafi háskólamenntun eða sambærilega menntun. Umsóknum ásamt upplýsingum um mennt- un, fyrri störf og aðrar upplýsingar sem að gagni mættu koma sendist undirrituðum, merktar: „Bæjarstjóri", fyrir 15. ágúst nk. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Innanhússarkitektar Óska eftir að ráða innanhússarkitekt til starfa sem fyrst. Þarf að hafa húmor, vera hrað- og vandvirkur og þola svolítið álag. Ef þú uppfyllir þessar kröfur, talaðu þá við mig sem fyrst. Finnur P.Fróðason innanhússarkitekt FHI, Skólavörðustíg 1a, 101 Reykjavík. S. 29565. Sölumaður Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða duglegan sölumann til sölu á tækjum beint til notenda. Við leitum að vönum manni með þekkingu á vélum. Starfið felur í sér töluverð ferðalög innan- lands og krefst sjálfstæðra vinnnubragða. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Ráðning nú þegar eða fljótlega. Umsóknir sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist augldeild Mbl. merktar: „Sölumaður — 2632“. Tæknilegur framkvæmdastjóri Við leitum að yfirbyggingastjóra fyrir stórt byggingasamvinnufélag. Starfið felst í tækniiegri yfirstjórn bygginga- framkvæmda með aðstoð byggingastjóra á hverjum byggingastað. Starfið nær til vals á undirverktökum samn- ingum við þá, stjórnun og samræmingu framkvæmda, eftirlits og úttekta. Einnig til áætlanagerðar, innkaupa, birgðar- og kosnaðareftirlits í samstarfi við fram- kvæmdastjóra svo og til stjórnunar á þeim starfsmönnum félagsins sem vinna að fram- kvæmdum. Starfið krefst: • Menntunar í byggingatæknifræði eða byggingaverkfræði. • Reynslu í stjórnun byggingafram- kvæmda. • Festu en lipurðar í samskiptum. • Sjálfstæðis. • Að viðkomandi eigi auðvelt með að til- einka sér heildaryfirsýn yfir verk og leysa mál út frá því. í boði er áhugavert starf sem gerir miklar kröfur til viðkomandi starfsmanns og góð laun. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar og er þar svarað frekari fyrirspurnum. Hannarr RÁÐGJAFAÞdÓNUSTA Síðumúla 1 108 Reykjavik Sími 687311 Rekstrarráðgjöf. Fjárfestingamat. Skipulag vinnustaða. Markaðsráðgjöf. Áætlanagerð. Framleiðslustýrikerfi. Tölvuþjónusta. Launakerfi. Stjórnskipulago.fl. Blaðbera vantar í Oddeyrargötu og Glerárhverfi. Sérstaklega er óskað eftir fólki sem getur borið út fyrir hádegi allt árið. Upplýsingar hjá afgreiðsiunni í síma 96-23905. pfot&tmÞI&frifr Hafnarstræti 5, Akureyri. Bæjarritari Sauðárkrókskaupstaður auglýsir laust til umsóknar starf bæjarritara. Umsóknarfrestur til 10. ágúst. Uppl. gefur bæjarstjóri í síma 95-5133. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Ennþá eru lausar nokkrar kennarastöður við Grunnskólann á ísafirði. Kennslugreinar m.a. myndmennt, íþróttir, tónmennt, enska og almenn bekkjar- kennsla. Á ísafjörð geturðu komið þér að kostnaðar- lausu því við greiðum flutninginn og þess utan færðu ódýrt leiguhúsnæði. Allar nánari uppl. gefur skólastjóri, Jón Bald- vin Hannesson í síma 94-4294 og 94-3031. DALVIKURSKDLI Kennarar - Kennarar Að Dalvíkurskóla vantar kennara í eftirtaldar kennslugreinar: íþróttir, íslensku, dönsku og almenna kennslu. Þá vill skólinn ráða sérkennara fyrir næsta skólaár. Kennurum verður útvegað ódýrt leiguhús- næði auk þess sem þeir fá greiddan flutn- ingsstyrk. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-61491 eða yfirkennari í síma 96-61665. Skólanefnd Dalvíkur. Öryrkjar Við leitum að starfsmönnum fyrir nýstofnað verslunarfyrirtæki með byggingavörur, stað- sett í Kópavogi. Fyrirtækið vill ráða 75% öryrkja sem treysta sér til að veita viðskiptamönnum góða þjón- ustu og faglegar upplýsingar. Óskað er eftir: 1 .Fólki í verslun með menntun í málaraiðn, húsasmíðum, rafiðnaði eða starfsreynslu í verslun og þjónustu. 2. Lagermanni. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Vinnutíminn er frá kl. 9.00 til 18.00 og má hæglega skipta honum niður. Umsóknarfrestur er t.o.m. 11. ágúst. Um- sóknir sendist svæðisstjórn, ásamt upplýs- ingum um menntun, fyrri störf og tegund fötlunar, merktar: „Vinna“. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Svæðisstjórn Reykjanessvæðis ímálefnum fatlaðra, Lyngási 11, 210Garðabæ. Sölumaður — tölvur Viljum ráða sölumann í tölvudeild. Alhliða þ^kking á tölvum og forritum nauðsynleg. Framtíðarstarf. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni 5. og 6. ágúst kl. 8-10 og 16-18. Bókabúð Braga, tölvudeild, Laugavegi 118v/Hlemm. FLUGMÁLASTJÓRN Verkamenn Verkamenn með vinnuvélaréttindi óskast til starfa á Reykjavíkurflugvelli. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri flugvallarins í síma 17430. Flugmálastjórn. Leirmunagerð Óskum að ráða laghent fólk til starfa við leir- munagerð. Við erum aðeins að leita eftir fólki til framtíðarstarfa. Stundvísi, reglusemi og dugnaður áskilin. Engum fyrirspurnum svarað í síma en um- sóknir skulu handritaðar með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri vinnuveitendur. Höfðabakka 9, Reykjavík. Dugnaður, glaðværð og mikil vinna Veitingahöllin hefur tekið að sér veitinga- rekstur á tæknisýningu Reykjavíkurborgar, sem haldin verður í nýja Borgarleikhúsinu. Við erum að leita að frábæru starfsfólki til að hjálpa okkur að halda uppi veislustemmn- ingu meðal gesta. Okkur vantar duglegt og glaðvært þjónustu- sinnað fólk sem er tilbúið að taka til hendinni meðan á sýningu stendur.. Viðtalstími verður í Veitingahöllinni, Húsi verslunarinnar, þriðjudaginn 5. ágúst milli kl. 1 og 4. Starfsmaður Ferðaskrifstofan Pólaris hyggst ráða starfs- mann til að taka að sér innanlandsdeild skrifstofunnar. Æskilegt er að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu á því, sem ísland hefur að bjóða erlendum ferðamönnum, tali ensku, þýsku og skandinavísku og sé vanur að starfa sjálfstætt. Um er að ræða lifandi, skemmtilegt og krefjandi framtíðarstarf í atvinnugrein, sem er nú í örum vexti. Umsóknir, sem tilgreina menntun og fyrri störf skulu berast okkur skriflega sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást á ferðaskrifstofunni. /Á\ POLAR/S ^ FEROASKRIFSTOFAN <. < 'V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.