Morgunblaðið - 02.08.1986, Page 38

Morgunblaðið - 02.08.1986, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 38 Vona að áheitin gangi - eins vel og hlaupið segir Guðmundur Gíslason „HLAUPIÐ hefur gengið vonum framar, við höfum haft gaman af þessu, þekkjum hvert fótspor, höfum hitt mikið af fólki á leiðinni og ég vona að áheitin gangi eins vel og hlaupið," sagði Guðmund- ur Gíslason, fyrrverandi afreks- maður í sundi og einn hinna fræknu hlaupara, sem hafa und- anfarna 8 daga hlaupið rúmlega 300 km til styrktar Sundsambandi íslands, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Guðmundur sagði að þeir félag- ALLIR þeir keppendur sem Morg- unblaðið hefur rætt við á lands- mótinu eru sammála um að Hólmsvöllurinn í Leirunni sé mjög góður. Ekki spillir veðrið heldur .»r fyrir þvi það hefur verið sól alla fjora dagana, gola hefur þó gert sumum erfitt fyrir. „Ég er mjög ánægður með hvernig ég lék í gær og völlurinn hér er skemmtilegur og góður. Að visu eru flatirnar dálítið erfiðar og þá sérstaklega þegar maður er að pútta stutt, þá veit maður stundum ar hefðu verið nokkuð sárir í gærmorgun eftir að hafa hlaupið niður brekkurnar, en erfiðasti kaflinn hefði verið í stórgrýtinu við Sigöldu. Eins og greint hefur verið frá, er fjárhagsstaða Sundsambands- ins slæm, en starfsemi SSÍ hefur aukist mikið og starfar það ekki síst fyrir almenning. Til að rétta fjárhaginn við ákváðu nokkrir félag- ar að hlaupa áheitahlaupið. Þeir gera ráð fyrir að verða í Lækjargöt- unni í Reykjavík á mánudaginn ekkert hvert boltinn muni tara,“ sagði Úlfar Jónsson en hann lék manna best á fimmtudaginn. „Völlurinn er þrælskemmtilegur og mjög góður. Flatirnar eru samt óþægilega harðar. Þegar þær eru svona snöggslegnar ræður vindur- inn mestu um hvert kúlan fer. Annars er þetta allt að koma hjá mér og ég verð ennþá betri síöustu dagana", sagði íslandsmeistarinn Sigurður Pétursson þegar hann hafði nýlokiö við að leika völlinn á 75 höggum á fimmtudaginn. milli klukkan 17 og 17.30, en við útitaflið lýkur hlaupinu og þar munu forseti borgarstjórnar og fulltrúi SSÍ flytja ávörp. Handknattleikur: KR á sterkt mót í Þýskalandi Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, frótta- rítara Morgunbladsins f Vestur-Þýskalandi. 1. deildarliði KR í hand- knattleik hefur verið boðið að taka þátt í sterku 5-liða móti sem fram fer í norðurhluta Vestur-Þýskalands milli jóla og nýárs. Mörg lið komu tii greina, en KR var tekið fram yfir ýmis þekkt lið eins og Tatabanja frá Ungverjalandi. Mótið hefur verið haldið und- anfarin 5 ár og hafa ávallt tvö þýsk lið og 3 erlend tekið þátt. Að þessu sinni verður mikið um íslendinga í keppninni því auk KR keppa Bundesigameistarar Essen, Dússeldorf, Póllands- meistarar Gdansk og Dukla Prag, meistararTékkóslóvakíu. í mótinu leika allir viö alla og er yfirleitt uppselt á alla leiki. Mikil ánægja með Hólmsvöllinn 2. flokkur: ' Ogmundur Máni hafði það ítunglskininu EINS OG við skýrðum frá í blaðinu í gær þurfti að grípa til umspils um sigurinn í 2. flokki karla og einnig um 3. sætið í þeim flokki. Ögmundur Máni Ögmundsson og Lúðvik Gunnarsson, báðir úr GS, léku um 1. sætið en Bernharð Bogason, GE, og Tómas Bald- vinsson úr Grindavík léku um þriðja sætið. Síðasti riðillinn í 2. flokki kom inn rétt um klukkan 23 á fimmtudags- kvöldið og þegar búiö var að reikna út skor keppenda kom í Ijós að tveir voru jafnir í keppninni um 1. sætið og aðrir tveir jafnir í 3. sæti. Nú þurfti umspil, en það kallast það þegar tveir eða fleiri keppa ákveðinn fjölda hola til aö skera úr um hvor telst sigurvegari. Veður var hið fegursta þegar kapparnir lögöu í hann á fyrstu braut, smá gola og tunglskin því sólin var löngu sest og tungliö skartaði sínu fegursta. Áhorfendur höfðu á oröi að Ögmundur Máni hlyti að gera það gott í tunglskin- inu og þeir höfðu á réttu að standa. Ögmundur Máni lék 1. holuna á pari, eða fimm höggum, eins og Lúðvík. Næstu holu, sem var sú 15. lék hann á einu höggi yfir pari og Lúðvík gerði það einnig en hol- an er par fjórir. Þriðja og síðasta holan sem leikin var, var sú 16. á vellinum. Hún er par 3 og nú var spennan í hámarki. Skuggsýnt var og varla aö áhorfendur sæu bolt- ann úr klúbbhúsinu. Þeir voru báðir með ágætt teig- skot og á svipuðum stað. Þegar kúlan datt ofan í holuna hjá Ög- mundi hafði hann notaö fjögur högg, einu yfir pari, en Lúðvík hafði þá þegar notað fjögur högg og lauk því ekki leiknum þar sem Ögmundur var búinn að vinna. Máninn skein á heiðskírum himnin- um og Ögmundur Máni hrósaði sigri. í umspilinu um 3. sætiö kepptu þeir Bernharð Bogason frá Eski- firði og Tómas Baldvinsson frá Grindavík. Bernharð lék fyrstu holuna á pari en Tómas á tveimur höggum yfir pari. Næstu holu lék Eskfirð- ingurinn einnig á pari en Tómas einu yfir þannig að nú voru úrslitin svo til ráöin þar sem Bernharð hafði nú þrjú högg á Tómas. Síöustu holuna kláraði Bernharð á einu höggi yfir pari en Tómas lauk ekki leik. Ögmundur Máni Ögmundsson úr GS vann sem sagt 2. flokk karla, Lúðvík Gunnarsson, GS, varð í öðru sæti, Bernharð Boga- son, GE, varð þriðji og Tómas Baldvinsson, GG, lenti í fjórða sætinu. Þegar Ögmundur Máni renndi boltanum í síðustu holuna í umspil- inu var klukkan orðin 23.40 og þá hafði veriö leikið á vellinum frá því klukkan 6 um morguninn og því leikiö samfleytt í tæpar 18 klukku- stundir! Það er erfitt að ná taki á hnöttóttum 140 kg steini og síðan er eftir að koma honum upp é tunnuna. En Jón Páll Sigmarsson er manna bestur í þessarl grein. Jón Páll sigraði á Hálandaleikum í GÆR kom Jón Páll Sigmarsson heim frá Meadowbank f Skotlandi eftir að hafa sigrað glæsiiega í Hálandaleikunum, sem haldnir voru f tengslum við Samveldis- leikana. Jón Páll sigraði í 3 greinum og varð annar f einni. Keppnin tók tvo tíma og var 1. flokkur kvenna: Alda örugg ALDA Sigurðardóttir úr GK virðist nokkuð örugg með sig- ur f 1. flokki kvenna á Lands- mótinu í golfi. Eftir þrjá daga og 54 holur hefur hún leikið á 255 höggum og hefur 30 högg á næsta keppanda. Ágústa Guðmundsdóttir úr GR er í öðru sæti á 285 höggum en tveimur höggum á eftir henni er Aðalheiður Jörgensen úr GR með 287 högg. Guðrún Eiríksdóttir úr GR er í fjórða sæti með 300 högg og síðan koma tvær úr Keili, Hildur Þor- steinsdóttir á 315 höggum og Lóa Sigurbjörnsdóttir sem einnig hefur leikið á 315 högg- um. í gærmorgun fór fyrsti flokk- ur kvenna fyrst út og þar sem þær eru aðeins sex tekur ekki langan tíma að ræsa þær út. Aöalheiöur Jörgensen úr GR, sem nú er í þriðja sæti, rétt náði suður í Leiru áður en hún átti að vera mætt á fyrsta teig. Hún var eitthvað sein fyrir er hún lagði af stað úr Reykjavík en henni tókst þó að mæta í tíma, en tæpara mátti það varla standa. keppt í fjórum greinum að við- stöddum 10 til 13 þúsund áhorf- endum og þar á meðal nokkrum meðlimum konungsfjölskyldunnar. Fyrsta greinin var trukkadráttur á fótum. Brautin var upp í móti og sá sem gat dregið trukkinn lengst sigraði. Jón Páll og Mark Higgins sigruðu, drógu trukkinn jafnlanga vegalengd, en Geoff Capes varð þriðji. Næst var steinlyfta. 100 til 140 kg hnöttóttir steinar voru með 10 metra millibili við viskítunnur og var um að ræða fimm 10 metra spretti á milli tunnanna og átti að lyfta steinunum upp á þær. Jón Páll sigraði á 26 sekúndum, en Capes varð annar á 50 sekúndum. Síðan var trukkadráttur þar sem keppendur sátu og drógu trukkinn að sér. Capes sigraði í þessari grein á 16 sekúndum, en Jón Páll varð annar og munaði aðeins hálfri sekúndu. Síðasta greinin var bænda- ganga. Hún fólst í að ganga eins langt og kraftar leyfðu með tvo 75 kílóa viðardrumba í hvorri hendi, og mátti hvorki detta né missa drumbana. Jón Páll fór síðastur af stað og gekk eins langt og hann þurfti til að sigra Capes. Fyrr í vik- unni setti Jón Páll met í bænda- göngu, en þá gekk hann 210 metra. Jón Páll sigraöi því i keppninni og vantaði aðeins eitt og hálft stig til að vinna með fullu húsi, en þarna kepptu allir sterkustu menn heims. Keppnin um titilinn sterkasti maður í heimi fer fram í Nice í Frakklandi í nóvember, en Jón Páll og Capes hafa skipst á að bera titilinn. Öryggislykill ésparífjáreigenda V/íRZLUNflRBftNKINN -uuuuvtmtópin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.