Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
ÍUTAH
eftir Friðrik
Ásmundsson Brekkan
Það er stórkostleg sjón að koma
flugleiðis inn til Salt Lake City. Sól
er og landslagið baðað í geislum
hennar, en samt er allt hvítt fyrir
neðan, rétt eins og snjóskellur hér
og snjór eins langt og augað eygir
annars staðar. Þetta eru hin frægu
saltvötn í Utah. Bakkamir eru upp-
þomaðir og metraþykk saltlög
komin í staðinn. Utah er ríki morm-
ónatrúarmanna, fyrirheitna landið
sem Brigham Young nam. Hér em
enda nöfn eins og Paradise, Bounti-
ful (gnægð alls), Fruitland og
Strawberry algeng. Falleg nöfn í
fallegu umhverfi. Eg held að óvíða
sé eins mikla litadýrð hinna mildu
lita að finna, brúnt, bleikt og drapp.
Sérstaklega er fagurt þegar kvöld-
sólin leikur um þetta allt saman.
íslendingar flykktust hingað á öld-
inni sem leið, hlýddu kalli Brighams
Young leiðtoga mormónakirkjunnar
og fengu loforð um trúarlegt freisi
og betra líf. Staðurinn sem íslend-
ingar fengu til að setjast að á heitir
Spanish Fork og er í um tveggja
tíma fjarlægð frá Salt Lake City
sé ekið þjóðveginn beint í suður.
UTANHÚS
MÁLNING
SEM
DUGAR
VEL
KÖPAL-DÝRÓTEX
hleyptir raka auðveldlega I
gegnum sig.
Mjög gott verörunar- og lútarþol
og rakagegnstreymi.
Byron Gíslason, sem hér dvaldi
lengi sem yfirmaður mormóna-
kirkjunnar á íslandi.
Einhver óánægja var í fyrstu meðal
Íslendinganna sem fara áttu þang-
að því Brigham Young hafði sett
þá í hóp með dönskum og skozkum
mormónainnflytjendum. Danirnir
voru nú einmitt eitt af því sem
menn vildu forðast frá íslandi og
ekkert gamanmál að þurfa svo að
búa með þeim hér í fyrirheitna
landinu. Samkomulag náðist á trú-
arlegum grundvelli og var ákveðið
að Islendingar næmu land í efstu
hlutum Spanish Fork (efri byggð)
en Danir og Skotar neðar í bænum.
Spanish Fork er í dag um 30.000
manna bær og um '/< hluti íbúanna
af íslenzku bergi brotinn. Mikið er
um íslenzka afkomendur í ná-
grannabæjum einnig. Leiðsögu-
maður og gestgjafi minn í Spanish
Fork var Byron Gíslason, sem var
lengi yfírmaður mormónakirkjunn-
ar á íslandi. Við heimsóttum íslenzk
heimili og ókum framhjá og stað-
næmdumst við mörg „íslendinga-
hús“ svo sem Sigvaldasonshús,
Þorgeirssonshús og svo framvegis.
Yfirleitt eru þetta reisuleg, virðuleg
hús og mörg hafa verið endur-
byggð, styrkt og stækkuð og eru
enn í eigu íslenzkra afkomenda.
Sunnarlega i bænum er minnis-
merki um hina íslenzku frumbyggja
Séð yfir háskólasvæðið hjá Brigham Young-háskólanum í Provo.
Kristsstytta eftir Berthel Thorvaldsen. Hún er staðsett í söguhúsi
mormóna við hlið hins mikla Tabernacle þar sem Tabernacle-söng-
kórinn kemur fram.
og er samkennd manna mikil hér
og minningin um ísland í hávegum
höfð. Þó voru málin þannig að
fyrstu landnemamir, sem komu frá
Evrópu til Bandaríkjanna af ýmsum
ástæðum, vildu fyrir alla muni
verða Bandaríkjamenn og lærðu
allir enskuna af kappi. Afkomendur
þeirra lögðu síðan litla áherzlu á
tengsl við „gamla landið" og er það
nú fyrst í þriðja og fjórða ættlið,
sem áhuginn á að nema „gamla
málið" og rækta tengsl við upprun-
ann er að verða útbreiddur. Þetta
var áberandi í skólunum, en þar eru
námskeið í íslenzku og kennarar
áhugasamir um þennan lið upp-
fræðslunnar. Hitti einn fyrrverandi
bæjarráðsmann í Spanish Fork, sem
í dag kennir við gagnfræðaskólann.
Hann sagðist vera frá Vík í Mýr-
dal, en hefði því miður aldrei
þangað komið. Taugarnar til Víkur
hafi ávallt verið svo sterkar á heim-
ili hans, að hann hafi ávallt minnst
orða foreldra sinna og forfeðra: „Ef
þú gleymir uppruna þínum, þá
gleymir þú sjálfum þér.“
Islendinga í Spanish fork langar
mikið til þess að fá forseta vom
einhvem tíma eða annan háttsettan
ráðamann í heimsókn. Einu sinni á
ári er haldin hátíð minnihlutahópa
þeirra sem byggja Utah og em þá
settir upp básar og sýningarsvæði.
íslenzki básinn hlaut verðlaun 1985
fyrir smekk og forvitnilegheit. Boð-
ið var upp á íslenzkar pönnukökur,
lummur og annað góðgæti og
íslenzkur pijónaskapur sýndur. Frá
Spanish Fork er haldið til Provo þar
sem háskóli Brighams Young er.
Bærinn Provo er umlukinn Qöllum
á þijá vegu og staðhættir afar fal-
legir. Það var mjög sterkt að koma
inn í háskólann, allt í röð og reglu
og skipulag og námið fyrir öllu.
Mormónar hvorki reykja né drekka
og varð maður svo sannarlega var
við það í Provo-háskólanum. Þús-
undir ungmenna alls staðar, allt
hreint og fínt, hvergi sást maður
með sígarettu. Mörg stórfyrirtæki
leggja stórfé til háskólans í rann-
sóknir, IBM-fyrirtækið hefur
HVlTT
OSA/SIA
íslendingahús í Spanish Fork.
íslendingahús í Spanish Fork.
BOMANITE er ekki einstakar hellur. BOMANITE er járnbent steinsteypa, sem er
steypt á staðnum. BOMANITE er hert á yfirborði með kvarz hersluefni. BOMANITE
er hœgt að steypa að niðurföllum, Ijósastœðum eða hverju
öðru á lóðinni, í halla eða á jafnsléttu.
~ ~ ^............
Dœmi um það, hvað gerist oft á tfðum með
hefðbundinn! heliulögn.