Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLABDD, ÞRIDJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
?Minning:
Rannveig Ingi-
mundardóttir
Fædd 29. desember 1911
Dáin 3. ágúst 1986
Frú Rannveig andaðist á Borg-
arspítalanum í Reykjavík á sunnu-
dagsmorgni eftir fremur stutta
•egu.
Hún var fædd að Karlsstöðum á
Berufjarðarströnd í Suður-Múla-
sýslu. Foreldrar hennar voru Anna
María Lúðvíksdóttir, elsta dóttir
hjónanna á Karlsstöðum, og Ingi-
mundur Sveinsson, húsgagnasmíða-
meistari. Hann var ættaður úr Vest-
ur-Skaftafellssýslu, þremenningur
við Jóhannes Sveinsson Kjarval list-
málara. Ungur að aldri fór Ingi-
mundur til Noregs til trésmíða-
náms, því að hann var vel hagur.
Þar dvaldi hann við nám og vinnu
um 15 ára skeið.
Eftir heimkomu til íslands gerð-
ist hann heimilismaður á Karlsstöð-
um. Þar kynntust þau Anna María,
sem var 10 árum yngri en hann
fædd 24. júlí 1881. Þau gengu í
hjónaband 27. júní 1908. Þau Anna
María og Ingimundur dvöldust fyrst
hjá foreldrum hennar á Karlsstöð-
;Um og þar fæddust þijú böm þeirra.
Síðar fluttust þau til Djúpavogs og
þar fæddust þeim enn þijú börn.
Þar hélt Ingimundur áfram að
stunda smíðar og síðar sjó-
mennsku. Hann dó 19. júní 1923,
og hafði þá verið nær því biindur
um skeið.
Af systkinum Rannveigar eru
tveir bræður dánir, Jón og Sveinn
Ingi, sem báðir bjuggu á Stöðvar-
firði. Þijú systkini eru á lífí: Dagný,
sem býr í Vestmannaeyjum, Lovísa
^pg Sverrir, sem búa á Stöðvarflrði.
Rannveig, sem var næstelsta
bam foreldra sinna, fluttist eftir
dauða föður síns til Reykjavíkur og
átti heimili hjá móðursystur sinni
Jóhönnu og manni hennar, Jóni
Þórðarsyni, prentara. Þar bjó hún
um 11 ára skeið eða þar til hún
giftist. Þennan tíma stundaði hún
ýmsa vinnu, bæði til sveitar og sjáv-
ar og var meðal annars um tíma
við fiskvinnu í Viðey.
Haustið 1931 urðu mikil þátta-
skil í lífi hennar, þá fór hún til
náms í Reykjaskóla í Hrútafírði
veturinn 1931—1932. Einn af
skólabræðmm hennar þar var
glæsilegur bóndasonur úr Miðflrði,
^igfús Bergmann Bjamason. Hann
var fæddur í Núpsdalstungu í Mið-
fírði 4. maí 1913, kominn af
Bergmannsætt. Sigfús hafði byijað
nám sitt í Reykjaskóla 1. febrúar
1931 og lauk því um vor 1932. Var
hann seinni vetur sinn matarstjóri
við Reykjaskóla ásamt tveimur öðr-
um nemendum. Komu þá strax í
Ijós miklir hæfíleikar hans í verslun
og framkvæmdum. Um tvítugur að
aldri stofnaði hann ásamt Magnúsi
Víglundssyni heildverslunina Heklu
Blömastofa
FriÖjinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiðöllkvöld
til kl. 22,- elnnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
í Reykjavík, en varð brátt einn um
það fyrirtæki, sem enn í dag er
eitt af blómlegustu og best reknu
fyrirtækjum í Reykjavík.
Hugir þeirra Rannveigar og Sig-
fúsar féllu brátt í sömu átt og 27.
október 1934 gengu þau í hjóna-
band. Þau lifðu í athafnasömu og
hamingjuríku hjónabandi, en Sigfús
andaðist 19. september 1956, að-
eins 54 ára gamall. Virtist mörgum
kunningjum hans og vinum, að
hann hefði átt mörg góð verkefni
framundan.
Þau Rannveig og Sigfús eignuð-
ust fjögur börn og vinna þau öll
við það fyrirtæki, sem foreldrar
þeirra stofnuðu fyrir rúmlega hálfri
öld. Þau skipta þar með sér stjórn-
arstörfum á þann hátt að til fyrir-
myndar er og var móður þeirra til
yndisauka. Var það henni til mikill-
ar ánægju að hafa á hendi for-
mennsku í þessu stóra og vel rekna
hlutafélagi, sem eiginmaður hennar
var aðalstofnandi að.
Bömin em þessi:
Ingimundur, fæddur 13. janúar
1938. Kona hans er Valgerður,
dóttir Vals Gíslasonar leikara í
Reykjavík og konu hans, Laufeyjar
Amadóttur.
Sverrir, fæddur 1. september
1939. Kona hans er Stefanía Þór-
unn Davíðsdóttur vélsmíðameistara
í Mosfellssveit og konu hans, Ingi-
bjargar Friðfínnsdóttur fískmats-
manns í Reykjavík.
Sigfús Ragnar, fæddur 7. októ-
ber 1944. Kona hans er Guðrún
Norberg Aðalsteinsdóttir ritsíma-
stjóra í Reykjavík og konu hans,
Ásu Norberg, en hún er dóttir Karls
Bemdsens kaupmanns á Skaga-
strönd.
Margrét Ingibjörg, fædd 12.
september 1947. Margrét á tvær
dætur, Rannveigu Önnu, fædd 4.
janúar 1972, og Helene, fædd 16.
nóvember 1978. Þessar tvær stelp-
ur vom mjög hændar að ömmu sinni
og að vemlegu leyti aldar upp af
henni, einkum sú eldri. Því er þeirra
minnst hér.
Bamaböm frú Rannveigar em,
þegar þetta er skrifað, 13 að tölu.
Frú Rannveig var fríð kona og
sómdi sér vel hvort sem var heima
eða að heiman. Hún var greind
kona og myndarleg húsmóðir svo
að af bar. Heimili hennar á Víðimel
66 var fallegt og bar vott um list-
hneigð og smekkvísi. Hún var ekki
gefín fyrir að trana sér fram eða
láta mikið á sér bera. En kæmi hún
auga á einhvem, sem var í vand-
ræðum eða átti við bágindi eða
fátækt að stríða, var hún jafnan í
fremstu röð til hjálpar, hvort sem
í hlut áttu einstaklingar eða líknar-
félög. Hún var ræktarsöm við
fátæka vini sína, heimsótti þá oft
færandi hendi. Henni var ekki
áhugamál að láta slíkar athafnir
fréttast til umheimsins. Marga vini
eignaðist hún á þennan hátt.
í minningargrein, sem Páll Kolka
héraðslæknir ritaði um Sigfús
Bjarnason, frænda sinn, í Morgun-
blaðið 26. september 1967, segir
svo um frú Rannveigu: „Er hún hið
mesta valkvendi, hógvær, og hlý í
umgengni og hugljúf hveijum sem
kynnist henni."
Rannveig studdi mann sinn frá-
bærlega vel í miklu starfi hans,
ekki einungis í uppeldi bama þeirra
og daglegum húsmóðurstörfum,
heldur átti hún verulegan þátt í
stjómun fyrirtækis þeirra, miklu
stærri þátt en flestir aðrir höfðu
vitneskju um. Áhrif hennar á þessu
sviði voru aðallega fólgin í tvennu:
Hún kom fram með hugmyndir um
fyrirkomulag og störf í Heklu eða
lagði fram álit sitt á skoðunum
annarra í þeim efnum. í annan stað
var ávallt opið hús hjá henni fyrir
gesti fyrirtækisins, jafnt útlenda
sem innlenda, og hún kynntist þeim
í eigin persónu. Slík kynning getur
oft haft mikil áhrif í viðskiptum.
Báðir þessir þættir í fari Rann-
veigar voru mikils metnir hjá Sigfúsi
og bömum þeirra hjóna.
Ég sendi börnum Rannveigar og
flölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur og þakka þeim vináttu
margra ára. Minningin um foreldra
þeirra gleymist ekki þeim, er urðu
svo lánsamir að eiga með þeim sam-
leið á lífsbrautinni.
Guðmundur Jónsson
frá Hvanneyri
Kveðja frá samstarfs-
mönnum í Heklu hf.
Við andlát Rannveigar Ingi-
mundardóttur er starfsmönnum
Heklu hf. efst í huga virðing og
þakklæti til hennar fyrir elskulegt
viðmót í hvert skipti sem fundum
bar saman, og einlægan og vökulan
áhuga á öilu sem snerti velferð
þeirra og fjölskyldna þeirra.
Það brást aldrei, að þegar Rann-
veig átti leið um hinar ýmsu deildir
fyrirtækisins, tók hún starfsmenn
tali og var þá jafnan umhugað að
inna þá eftir þeirra eigin hag um
leið og rætt var um hvemig sjálf
störfín gengju.
Þegar starfsmannafélag var
stofnað innan fyrirtækisins sýndi
hún málefnum þess strax mikinn
áhuga og velvilja og studdi félagið
í orði og verki frá upphafí.
Stjómun mannmargra fyrirtækja
er margslungin og oft erfíð, og
ekki ætíð fyrirfram gefíð, hvemig
til tekst. Það er hinsvegar fullvíst,
að enda þótt Rannveig heitin léti
ekki mikið á sér bera í daglegri
stjómun síns fyrirtækis, átti hún
ómældan hlut í að Hekla hf. er nú
stórfyrirtæki, sem stendur traust-
um fótum og nýtur álits í iandinu.
Hennar verk var að styðja stað-
fastlega við bak eiginmanns síns,
Sigfúsar heitins Bjamasonar, þegar
hann var af sínum alkunna dugnaði
að stýra fyrirtæki þeirra í gegnum
erfið fmmbýlisár, og vegna þess
hve Sigfús Bjamason var alla tíð
störfum hlaðinn maður, hefur
Rannveig vafalaust átt sinn stóra
þátt í að veita bömum þeirra hjóna
það vandaða uppeldi, sem þau búa
að alla ævi, ásamt arfteknum eigin-
leikum góðra foreldra.
Við sem hófum ungir störf hjá
Heklu hf. og höfum unnið lengst
með Rannveigu og fyrir hana, sökn-
um hennar. Við söknum hennar
Ijúfa viðmóts sem aldrei brást, jafn-
vel ekki á erfiðum stundum. Við
söknum hennar uppörvandi hvatn-
ingarorða, sem henni var svo einkar
lagið að gefa, ef menn fóru að mikla
fyrir sér smáerfíðleika sem verða
á vegi allra, í starfí og leik. Við
söknum vinar sem gaf holl ráð og
bar virðingu fyrir skoðunum okkar
jafnvel meðan við vorum ungir og
óreyndir.
Við söknum konu, sem bjó yfir
þeirri sönnu menningu, sem ekki
verður lærð á æðstu menntasetrum,
en einungis þeir geta tileinkað sér,
sem eiga fölskvalaust hjarta. Við
söknum vammlausrar konu.
Við biðjum Guð að blessa för
Rannveigar Ingimundardóttur inn
á ókunna landið og vottum ijöl-
skyldu hennar samúð okkar.
Finnbogi Eyjólfsson
„Væna konu, hver hlýtur hana?
hún er miklu meira virði cn perlur."
(Orðskviðir, 31.1)
Þessi orð hafa mér alltaf fundist
vera einkennandi fyrir vinkonu
mína, Rannveigu Ingimundardótt-
ur, og nú, þegar hún er horfín yfír
móðuna miklu, koma þau mér enn
í hug.
Ég man glöggt þegar ég sá hana
í fyrsta sinni, þó síðan séu liðin
meira en fimmtíu ár. Það var á
Reykjaskóla í Hrútafírði, en þar
vorum við skólasystur og herbergis-
félagar. Hún bar af öllum, ekki
aðeins vegna fegurðar sinnar, held-
ur og vegna fágaðrar framkomu,
hreinlyndis og hjartahlýju, og þess-
ir eiginleikar fylgdu henni alla æfí,
svo enginn sem henni kynntist gat
nokkru sinni gleymt henni, né hætt
að láta sér þykja vænt um hana.
Rannveig Ingimundardóttir var
glæsileg kona, mikil húsmóðir, góð
eiginkona, elskuleg móðir og vinum
sínum sönn í hverri raun. Öllum
leið vel í návist hennar og jafnvel
þótt hún segði ekkert yljaði bros
hennar umhverfínu. Hún vildi öllum
gott gera, mátti ekkert aumt sjá
og reyndi að hjálpa öllum sem hún
áleit vera hjálparþurfí. Hún hafði
þá sérstöku reisn, sem einkennir
heilsteyptan persónuleika.
Sú vinátta sem með okkur tókst
í æsku entist ævilangt. Oft leið þó
langt milli funda, því báðar höfðum
við mörgu að sinna, og þegar aldur-
inn færðist yfír okkur varð erfíðara
um vik að hittast, en við töluðum
þá saman í síma. í síðasta skipti
sem hún hringdi til mín sagðist hún
vera þreytt og mér fannst það eng-
in furða. Á sunnudagsmorguninn
þann 3. ágúst frétti ég að hún
væri komin í sjúkrahús og væri
mikið veik. Þegar ég síðan hringdi
til sonar hennar, til þess að spyija
eftir líðan hennar, sagði hann mér
að hún væri látin.
Fallega stúlkan með dökka hárið
og hlýja brosið, sem ég kynntist
fyrir fímmtíu árum, hefír nú endað
sitt æviskeið og er komin þangað
sem engir harmar hijá. Við, sem
eftir erum, getum aðeins þakkað
liðin ár og fylgt henni í bænum
okkar. Sannarlega var það, að hafa
fengið að verða henni samferða um
stund, miklu meira virði en perlur.
Guðrún Jónsdóttir f rá
Prcstbakka
Rannveig Ingimundardóttir var
einstök kona, ákaflega gjafmild,
prúð í fasi og höfðingi heim að
sækja. Það var nánast fyrir tilviljun
að kynni okkar hófust, en við vorum
báðar starfandi fyrir félagasamtök-
in Vernd, sem stofnuð voru 1.
febrúar 1960. Rannveig og Sigfús
Bjamason í Heklu, eiginmaður
hennar, studdu Vemd mjög rausn-
arlega, en þau voru samtaka í
hjálpsemi og aðstoð við þá sem
minna máttu sín.
Sigfús lézt 1967, langt um aldur
fram.
Þegar Jólanefnd Vemdar tók til
starfa var Rannveig kosin í hana
og átti sæti í nefndinni til dauða-
dags. Þá var hún einnig í stjóm
Verndar.
Það var ákaflega auðvelt og
skemmtilegt að starfa með Rann-
veigu. Hún var ávallt jákvæð og
létt í lund, þótt stundum væri dálít-
ið þungur róðurinn að afla þess sem
þurfti fyrir jólafagnaðinn okkar í
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Vemd og aðra starfsemi nefndar-
innar.
Samstarf okkar Rannveigar í
jólanefndinni hefír staðið í 17 ár
eða síðan ég tók við formennsku
af Sigríði J. Magnússon. Á það sam-
starf bar aldrei skugga. Við áttum
saman ótal skemmtilegar stundir,
þar sem ég var oftast þiggjandinn,
og vegna aldursmunar gat hún
miðlað margvíslegum fróðleik frá
liðnum dögum, sem gaman var að
hlusta á.
Rannveig og Sigfús áttu bama-
láni að fagna. Böm þeirra eru öll
vel menntað dugnaðar- og myndar-
fólk sem nú rekur fyrirtæki foreldra
sinna í þeirra anda. Rannveig unni
mjög bömum sínum og fjölskyldum
þeirra og hugsun hennar snerist
ekki sízt um litlu stúlkumar tvær,
dótturdætumar, sem búa með
Margréti móður sinni í húsinu á
Víðimel. Þar er nú skarð fyrir skildi.
Á kveðjustundu þakka ég Rann-
veigu mikil og óeigingjöm störf í
Jólanefnd Vemdar og dýrmæta vin-
áttu, sem ég mun ekki gleyma.
Ástvinum hennar öllum votta ég
og fjölskylda mín dýpstu samúð.
Hanna Johannessen
Frú Rannveig Ingimundardóttir
fæddist á Karlsstöðum á Bemfjarð-
arströnd, dóttir hjónanna Önnu
Lúðvíksdóttur, sem var elzta dóttir
hjónanna á Karlsstöðum, og Ingi-
mundar Sveinssonar, húsgagna-
smiðs, sem ættaður var úr
Vestur-Skaftafellssýslu.
Um tveggja ára aldur fluttist
Rannveig með foreldrum sínum til
Djúpavogs, þar sem faðir hennar
stundaði baeði húsgagnasmíði og
sjósókn. Árið 1923 dó heimilisfaðir-
inn úr lungnabólgu, og leystist
heimilið þá upp. Flutti Rannveig,
sem þá var næstelzt 6 systkina, til
Jóhönnu móðursystur sinnar og
manns hennar, Jóns Þórðarsonar,
prentara í Reykjavík. Hjá þeim átti
hún lögheimili um 11 ara skeið eða
allt þar til hún giftist.
Haustið 1931 fór Rannveig til
náms í Reykjaskóla í Hrútafírði og
kynntist þar tilvonandi eiginmanni
sínum, Sigfúsi Bergmann Bjama-
syni, sem einnig nam við skólann.
Hann var ættaður úr Miðfírði í
Húnavatnssýslu. Gengu þau í
hjónaband þann 27. október 1934.
Nokkru áður hafði Sigfús maður
hennar stofnað Heildverzlunina
Heklu með Magnúsi Víglundssyni,
sem nú er látinn. Verzluðu þeir fé-
lagar í fyrstunni með vefnaðarvörur
og ávexti innflutta frá Spáni. Síðar
skildi leiðir. Sigfús setti á stofn
fataverksmiðju undir sama nafni
en Magnús fór út í skógerð, sem
hann rak um árabil. Síðar þróaðist
heildverzlunin Hekla út í viðskipti
með vélar og tæki, og er í dag, sem
raun ber vitni, eitt af stórfyrirtækj-
um landsins.
Frú Rannveig átti þátt í hinum
umsvifamikla rekstri eiginmanns
síns og var sú stoð og stytta heimil-
islífsins, sem hvergi brást né lét
undir höfuð leggjast að styðja hann
og styrkja til átaka og fram-
kvæmda. Mátti segja, að bæði voru
þau hjón harðdugleg og stórhuga
og létu hvergi bugast, þótt við
ýmsa byijunarerfiðleika væri að
etja. Þau voru bæði framúrskarandi
hjáipsöm og gestrisin og höfðingjar
heim að sækja.
Með umsvifamiklum rekstri og
stóru heimili hafði frú Rannveig
tíma til að verða einn af stofnfélög-
um kvenfélags Neskirkju, sem þá
var nýstofnað. Frú Rannveig var
ein af fyrstu konunum í sókninni,
seni skrifuðu nafn sitt á listann, sem
síra Jón Thorarensen, fyrsti prest-
urinn í Nesprestakalli og eigin-
maður undirritaðrar, sendi út í
sóknina, vegna vinsamlegra tilmæia
þáverandi biskups, hr. Sigurgeirs
Sigurðssonar, um að fá sem flestar
konur í safnaðarstarfið. Ekki þarf
að orðlengja það, að frú Rannveig
varð ein af máttarstoðum hins ný-
stofnaða kvenfélags, ásamt mörg-
um góðum konum öðrum, þótt ekki
sæti hún í stjórn. Alltaf var hægt
að leita til hennar um aðstoð, sem
fúslega var veitt við hvert tæki-
færi, hvort heldur var vinna við
bazar, kaffíveitingar eða útvegun
muna til sölu á vegum hins nýstofn-