Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 V estur-Þýskaland Þrjár sprengingar við landamærastöð Bonn, AP. ÞRJÁR litlar sprengjur sprungu snemma á mánudag við fjar- skiptadeild vestur-þýsku landa- mæralögreglunnar skammt frá Bonn og telja yfirvöld að Rauða herdeildin (RAF) standi að baki sprengingunum. Enginn særðist og skemmdir voru litlar að sögn lögreglunnar. Fyrsta sprengjan sprakk skömmu eftir hádegi og hinar tvær um tíu mínútum síðar. Alexander Prechtel, talsmaður saksóknara- embættisins í Karlsruhe, sagði að GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auðveldlega i gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. HVÍTT ÖSA/SIA HRAUN ÓTRÚLEG ENDING HRAUN - FINT hefur mjög góöa viöloöun viö flest byggingarefni og hleypir raka auðveldlega í gegnum sig. Mikiö veörunarþol — stórgóö ending. HRAUN SEMEMTSORATT 0? fundist hefði bréf skammt frá sprengjustaðnum þar sem sagði að „Bardagasveit Craspea Gallende" bæri ábyrgð á sprengingunum. Hann sagði að sveit þessi væri óþekkt, en grunur léki á að félagar hennar væru úr Rauðu herdeild- inni. Sprengjurnar þrjár voru lagðar fyrir utan byggingar. Einkabíll bandarísks hermanns sprakk í loft upp í bænum Hanau í Vestur-Þýskalandi á laugardag. Bíllinn var mannlaus og hafði hon- um verið lagt í miðborg Hanau. Skammt frá var fólk að skemmta sér á lítilli útihátíð. Sprengjan sem eyðilagði bílinn, var heimasmíðuð. Embættismaður lögreglunnar sagði að sprengjan hefði verið einföld að gerð og of snemmt væri að geta sér til um ástæður að baki spreng- ingunni. Grikkland: • * Njosnarar á hverju strái _ Aþenu, AP. ITALSKA lögreglan handtók á laugardag tvo Itali sem nú hafa verið ákærðir fyrir njósnir. Mennirnir höfðu Ijósmyndað öskuhaug þar sem m.a. gat að líta gömul vopn. AIIs hafa 13 útlendingar verið handteknir siðustu tíu daga í Grikklandi vegna gruns um njósnir. I síðustu viku voru fimm Vestur- Þjóðveijar, einn Frakki og fimm Pólveijar handteknir í námunda við grískar herstöðvar. Pólveijunum var sleppt eftir að filmur þeirra höfðu verið framkallaðar og í ljós kom að þeir höfðu eingöngu mynd- að náttúrufegurð Grikklands. Að sögn lögreglumanna voru pólsku ferðamennimir víðs fjarri nokkrum hemaðarmannvirkjum en engu að síður barst lögreglunni tilkynning um ferðir gmnsamlegra manna í nágrenninu. Segir lögreglan að al- menningur í Grikklandi sjái nú njósnara á hveiju strái í kjölfar frétta af handtökum erlendra ferða- manna. Á fostudag var 26 ára gamall Veður víða um heim Lœgst Hœst Akureyri 12 rigning Amsterdam 16 23 skýjað Aþena 23 36 heiSskfrt Barcelona 27 mistur Berlín 16 24 skýjaS Briissel 12 27 rigning Chicago 20 26 heiSskfrt Dublin 11 18 skýjaS Feneyjar 29 heiSskírt Frankfurt 15 29 skýjaS Genf 16 24 skýjað Helsinki 15 21 heiðskírt Hong Kong 25 27 rigning ferúsalem 19 28 skýjað Kaupmannah. 10 19 skýjað LasPalmas 26 hálfskýjað Lissabon 17 25 skýjað London 16 23 heiðskfrt Los Angeles 18 31 skýjað Lúxemborg 22 hálfskýjað Malaga vantar Mallorca 31 skýjað Miami 24 30 skýjað Montreal 18 26 skýjað Moskva 17 27 heiðskirt NewYork 20 30 heiðskírt Osló 19 skýjað París 25 skýjað Peklng 21 28 heiðskírt Reykjavfk 11 skýjað Ríó de Janeiro 13 31 heiðskírt Rómaborg 19 35 heiðskirt Stokkhólmur 14 21 heiðskírt Sydney 6 17 heiðskfrt Tókýó 25 32 heiðskfrt Vínarborg 17 27 heiðskfrt Þórshöfn 27 alskýjað franskur menntaskólakennari dæmdur í 25 daga fangelsi fyrir að hafa ljósmyndað gömul hergögn. Svo virðist sem Grikkir séu ein- staklega tortryggnir í garð útlend- inga. I könnun sem Evrópubanda- lagið gerði fyrr á þessu ári kom fra að Grikkir em eina þjóðin sem ekki treystir íbúum annarra bandalags- ríkja. í könnuninni kom einnig fram að almenningur í Grikklandi treyst- ir ekki Bandaríkjamönnum, Sovét- mönnum, Kínveijum, Svisslending- um og Svíum. Anzus-bandalagið: Hvölum bjargað RÚMLEGA áttatiu hvalir, sem syntu á land í Ástralíu, synda nú aftur um víðan sjá eftir að björgunarmenn unnu einn sólar- hring við að bjarga þeim á flot. Meðal livalanna var kýr, sem bar kálfi meðan á björguninni stóð. Fimm ára börn tóku þátt í að handlanga vatnsfötur niður að ströndinni til að hægt væri að halda lífi í hvölunum með því að hella á þá vatni. Þessi mynd var tekin er menn mynduðu keðju tU að koma í veg fyrir að hvalirnir syntu aftur á land. „Hvalimir, sem höfðu verið reknir aftur til sjávar, snem aftur þegar þeir heyrðu neyðaróp hvalanna, sem enn lágu í fjömnni. Þetta var átakan- legt,“ sagði einn sjálfboðaliði, sem þátt tók í björgunarstarfinu. Einn hvalur drapst og flaut upp á yfirborð sjávarins skömmu eftir að félagar hans syntu út á haf. Niðurgreitt hveiti eykur ágreininginn San Francisco, Bandaríkjunum, AP. VIÐRÆÐUR em nú hafnar milli fulltrúa Ástralíustjómar og Bandaríkjastjórnar um málefni Anzus-bandalagsins en það er varnarbandalag Ástralíumanna, Bandaríkjamanna og Ný-sjálend- inga. Mikill ágreiningur hefur verið innan bandalagsins síðan Nýsjálendingar bönnuðu bandarísku herskipi að koma til landsins vegna þess, að ekki fengust svör við því hvort kjamorkuvopn væm um borð. Nýsjálendinga. Kvaðst hann telja að Bandaríkjatnenn gerðu Áströl- um þessa tvo kosti og að enginn vafi væri á að þeir tækju þann fyrri. Bill Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu, og George P. Shultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, taka þátt í viðræðunum fyrir hönd stjóma sinna en Nýsjálendingum var hins vegar ekki boðið til þeirra. Hættu Bandaríkjamenn formlegu vamarsamstarfi við þá vegna deil- unnar um herskipin. Það er ekki aðeins að ágreining- urinn innan bandalagsins muni setja svip sinn á viðræðumar held- ur einnig óánægja Ástrala með niðurgreiðslur Bandaríkjastjómar á hveiti til Sovétríkjanna og Kína. Shultz, utanríkisráðherra, er einn- ig ósáttur við niðurgreiðslumar og hefur gagnrýnt þær opinberlega. Er það ekki aivanalegt að banda- rískur ráðherra gagnrýni ákvarð- anir forseta síns. Fréttir em um að ástralski íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, leggi hart að stjórn Verkamannaflokksins að spyrða saman hveitisöluna og vamarmálin í viðræðunum í San Francisco. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði í fyrradag, sunnudag, að Ástralir kynnu að verða að velja á milli varnarsam- starfs við Bandaríkjamenn eða Irak - íran: Árás á olíu- hreinsunarstöð Baghdad, AP. ÍRASKAR herþotur gerðu í gær árás á olíuhreinsunarstöð og orkuver í írönsku bo.ginni Is- fahan. íranir svöruðu með árás á herstöð í norðvesturhluta íraks og löskuðu einnig grískt olíiiskip. Að sögn íranskrar fréttastofu varð mikið mannfall í árásinni á herstöðina, en ekki er vitað hvort margir létu lífið á gríska skipinu. Það var á alþjóðasiglingasvæði skammt frá Dubai. í tilkynningu herstjórnar íraka segir að árás á olíuhreinsunarstöð- ina í Isfahan hafi verið gerð í þeim tilgangi að eyðileggja mannvirki, sem hafa mikla þýðingu fyrir efna- hagslíf Irana, og koma í veg fyrir að þau verði endurreist. Þar segir ennfremur að árásin hafi tekist fullkomlega og valdið miklum skaða. Frakkland: 100 þúsund manns í 93 km keðju Chamonix, Frakklandi, AP. 100.000 manns tóku höndum saman saman á sunnudag og mynduðu 93 kílómetra langa keðju á milli Chamonix í Frakklandi og Genfar í Sviss. Keðjan var mynduð til að undirstrika vináttubönd Frakka og Svisslendinga. Nú standa yfir mánaðarlöng hiátíðarhöld í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá því Dr. Michel- Gabriel Paccard og Jaques Bal- mat klifu Mont Blanc, hæsta tind Alpanna, fyrstir manna. Þrír fjallgöngumenn, sem hugðust endurtaka afrek þeirra félaga, hröpuðu til bana á laug- ardag og hafa nú fimmtán fjallgöngumenn týnt lífi þar frá því í byijun þessa mánaðar. Talið er að alls hafi um 6.000 til 8.000 manns týnt lífi við að klífa Mont Blanc. Jóhannes Páll páfi II mun koma í heimsókn til Chamonix þann 7. næsta mánaðar en há- tíðarhöldunum lýkur þann fimmtánda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.