Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 2
2 Fjórir sækja um embætti sóknar- prests í Breiðholti Umsóknarfrestur um 12 prestaköll, sem biskup íslands auglýsti laus til umsóknar 8. júlí sl. er runninn út. Umsækjendur um Breiðholt í Reykjavíkurprófastsdæmi eru: sr. Bragi Skúlason, safnaðarprestur í Mountain-söfnuði í N-Dakota, sr. Gísli Jónasson, sóknarprestur í Vík í Mýrdal, sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur í Ólafsvík, og sr. Guðmundur Örn Ragnarsson, farprestur, Reykja- vík. Um Grenjaðarstað í Þingeyjar- prófastsdæmi sækir sr. Kristján Valur Ingólfsson, farprestur á ísafirði. Um Húsavík í Þingeyjar- prófastsdæmi sækir Sighvatur Karlsson, cand. theol., Reykjavík og um Ólafsfjörð í Eyjafjarð- arprófastsdæmi sækir Svavar A. Jónsson, cand. theol., Akureyri. Tveir umsækjendur eru um Ut- skála í Kjalamesprófastsdæmi, þeir Hjörtur Magni Jóhannsson, cand. theol., Reykjavík, og sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Reykjavík. Engar umsóknir bárust um eftirtalin prestaköll: Bíldudal, Barð., Bólstaðarhlíð, Hún., Hrísey, Eyj., Raufarhöfn, Þing., Sauðlauksdal, Barð., Staðarfell, Þing., Stað í Súgandafirði, ísfj. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 Sætúnið opnað aftur í október SÆTÚN hefur verið lokað fyrir umferð að undanfömu vegna framkvæmda við holræsi, sem á að liggja út í sjó frá Laugames- inu. I sumar verða lagðar aðfærsluæðar frá Klöpp að Laugarási. Verktakarnir eiga að ljúka vinnu í október og verður Sætúnið þá opnað að nýju. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirverkfræðings í gatna- og holræsadeild, er kostnaður við holræsagerðina um 60 milljónir króna í ár. Næsta sumar verða byggðar dælustöðvar við Kalkofns- veg °g Laugames. Óvíst er hvenær holræsagerðinni lýkur endanlega. Veltur það á fjárveitingum borgarráðs. Tannlæknadeilan: „Munum ekki beygja okkur“ segir formaður tannlækna FULLTRÚAR Tannlæknafélags Islands gengu í gær á fund Ragn- hildar Helgadóttur, heilbrigðis- ráðherra, og tjáðu henni óánægju sína með þá nýju gjaldskrá um tannlæknisþjónustu, sem ráð- herra gaf út síðastliðinn föstudag. Samkvæmt nýju skránni hækka gjaldliðir um 5,5% að meðaltali, en í svonefndri viðmiðunargjald- skrá, sem tannlæknar gáfu sjálfir út fyrir nokkmm vikum, nemur hækkunin 13% strax, ásamt við- bótarhækkun síðar á árinu. Heilbrigðisráðherra tjáði blaða- manni Morgunblaðsins, að hún hefði lagt áherslu á það á fundinum, að gjaldskrárdeilan mætti ekki bitna á viðskiptamönnum Sjúkrasamlags- ins. Þess vegna hefði henni borið skylda til að höggva á hnútinn með bráðabirgðagjaldskrá, þegar svo var komið, að Tryggingastofnun ríkisins var hætt að endurgreiða tannlækna- reikninga. Hins vegar sagðist hún hafa hvatt tannlækna til að setjast sem fyrst aftur við samningaborðið. Ljóst væri þó, að áður en samningar tækjust, yrði að fást niðurstaða af nýhafínni rannsókn og samanburði heilbrigðis- ráðuneytisins á samningum tann- lækna og ríkisvalds á hinum Norðurlöndunum annars vegar og íslensku samningunum hins vegar. Þeirri rannsókn yrði vonandi hægt að Ijúka á næstunni, enda væri góð samvinna milli norrænna heilbrigðis- yfírvalda. Tannlæknar féllust á að skipa fulltrúa í þriggja manna nefnd, sem að tillögu ráðherra á að athuga möguleika á niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda á efni og tækjabúnaði, sem tannlæknar nota. Ráðherra sagðist þegar hafa orðfært þessa hugmynd við fjármálaráðherra, en nokkurt vandaverk væri að afmarka þessar vörur með skýrum hætti í nýrri tollskrá. Birgir Jóhannsson, formaður Tannlæknafélagsins, sagði félags- menn staðráðna í að nota áfram viðmiðunargjaldskrá sína, þrátt fyrir ákvörðun ráðherra. Þeir myndu sömuleiðis nota áfram eigin reikn- ingseyðublöð, en samkvæmt gjald- skrá heilbrigðisráðherra frá því á föstudaginn ber tannlæknum að nota sérstök eyðublöð, sem Trygg- ingastofnun ríkisins gefur út og eiga þau að gera auðveldara að fylgjast með því, hvort farið er að ákvæðum gjaldskrár. Að sögn Birgis munu tannlæknar skýra frá sjónarmiðum sínum á blaðamannafundi í dag eða á morg- un. Þóroddur Oddsson Seldu rúm 10 þúsund tonn af loðnulýsi fyrirfram Gerir SR kleift að halda rekstri verksmiðjanna áfram STJÓRN Síldarverksmiðja ríkis- ins ákvað á fundi í síðustu viku að halda rekstri verksmiðjanna áfram þrátt fyrir dökkt útlit vegna hins háa loðnuverðs, sem ákveðið var í byijun vertíðar. Að sögn Jóns Reynis Magnússonar, forstjóra SR, var ákvörðunin tek- in i ljósi þess, að afkoma fyrirtæk- isins er skárri en ella, þar sem tekist hafði að selja fyrirfram lýsi og loðnumjöl áður en verð- fall varð á lýsismarkaði. „Við höfum selt rúm 10 þúsund tonn af lýsi á verði sem er að meðal- tali rúmir 200 dollarar á tonn. Eins höfðum við selt fyrirfram nálægt 15 þúsund tonn af loðnumjöli," sagði Jón Reynir. „Þó að þetta lýsisverð sé mjög lágt í sjálfu sér er það þó miklu skárra heldur en markaðs- verðið í dag, en þar er talað um verð sem er í kringum 150 dollarar. Hins vegar er Ijóst, að þó að þessar sölur hjálpi eitthv-að upp á er fyrir- sjáanlegt tap á rekstrinum," sagði Jón Reynir ennfremur. Varðandi kostnað vegna olíu- eyðslu verksmiðjanna sagði Jón Reynir að eyðslan væri um 40 til 50 kíló á tonn á Raufarhöfn en um 35 kíló á tonn í verksmiðjunni á Siglufírði. Verksmiðjan þar væri hins vegar svo stór að það svaraði ekki kostnaði að setja hana í gang á meðan svo lítið framboð væri á hráefni eins og nú væri raunin. Því væri hagkvæmara að beina hráefn- inu í minni verksmiðjuna á Raufar- höfn, auk þess sem sú verskmiðja lægi betur við miðunum. Ekki hefði þó enn tekist að halda uppi stöðugri vinnslu á Raufarhöfn vegna hráefn- isskorts, en Jón Reynir taldi að það stæði til bóta, þar sem fleiri skip væru nú komin á loðnumiðin. Líklegt væri að verksmiðjan á Siglufírði yrði gangsett nú í vikunni. Fyrir hvert svartolíutonn frá Sov- étríkjunum greiða íslendingar 25 Jean-Pierre Jacquillat látinn JEAN-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalhljómsveitarstjórí Sinfóníu- hljómsveitar íslands, fórst í bifreiðaslysi í Haute Loire héraði í Frakklandi sl. sunnudag. Jean-Pierre Jacquillat fæddist 13. júlí árið 1935 í Versölum. Hann hóf tónlistamám við tónlistarskólann þar og síðar við Tónlistarháskólann í París. Þar vann hann til fyrstu verðlauna í hljómfræði, slagverki og píanóleik. Fyrsta starf hans við hljómsveitarstjóm var starf aðstoð- arhljómsveitarstjóra við Orchestre de Paris og fór hann margar tón- leikaferðir sem stjómandi hennar, meðal annars til Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Kanada og Mexíkó auk tónleikaferða um Frakkland. Þá hljóðritaði hann með hljómsveitinni á hljómplötur tónlist eftir frönsk tónskáld. Árið 1971 varð hann aðalstjóm- andi Lyon-ópemnnar og Rohne- Alpes-hljómsveitarinnar og sneri sér þá að ópemstjóm. Hann stjómaði ópemm víða um heim, meðal annars við Metropolitan-ópemna og í New York City-ópemnni. Seinna varð hann aðaltónlistarráðgjafi Lamour- eux-hljómsveitarinnar í París. Jean-Pierre Jacquillat var ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands haustið 1980 en hafði oft komið og stjómað hljóm- sveitinni áður. Þeirri ráðningu lauk 22. maí í vor með kveðjutónleikum hans, sem stjómanda hljómsveitar- innar, og var hann sæmdur ’ninni íslensku fálkaorðu við það tækifæri, \ \ N WM »vf Jean-Pierre JacquiIIat sem viðurkenningu fyrir gott og mikið starf með hljómsveitinni. Eftirlifandi eiginkona hans er Cecil Jaquillat fiðluleikari. Bandaríkjadali í fast umsamið gjald vegna þess að svartolían þaðan á að vera þynnri en annars staðar frá. Þetta gjald vegur æ þyngra í olíu- verði og leggst meðal annars á þær verksmiðjur, sem nota svartolíu. Jón Reynir var spurður hvort verksmiðj- umar myndu geta greitt hærra loðnuverð, ef gjaldið væri ekki fyrir hendi og jafnframt hvort loðnu- bræðslur hefðu mótmælt þessu gjaldi þar sem hin þunna svartolía nýttist ekki í bræðslunum: „Við höfum rætt þetta við aðila í sjávarútvegsráðuneytinu, en í raun- inni er þetta mál viðskiptaráðuneyt- isins þar sem hér er um að ræða sérstaka samninga við Sovétmenn. En jafnvel þótt þetta gjald yrði fellt niður breytir það engu um það verð sem við getum greitt fyrir loðnuna," sagði Jón Reynir. „Það greiðir engin verksmiðja hærra verð en þessar 1.900 krónur þrátt fyrir það. Það er ekki hægt að miða við þetta verð því það er hæsta verð í Evrópu. En varðandi olíuverðið er auk þessara 25 dollara 750 króna fast verðjöfn- unargjald þannig að í allt greiðum við um 1.750 krónur í aukagjald á hvert tonn, sama hvert verðið er í Rotterdam. Það væri sjálfsagj. unnt að fá svartolíu af sambærilegum gæðum á heimsmarkaðsverði, en eins og allir vita er ekkert frelsi í þessum olíuviðskiptum hér og við hjá SR getum sjálfsagt lítið gert til að hafa áhrif þar á. Ef þessi gjöld yrðu felld niður myndi það þýða um 80 krónur í loðnuverði, en verðið er hins vegar nú mörg hundruð krónum yfír því verði sem að það þyrfti að vera og því myndi það engu breyta, þótt þessi gjöld yrðu felld niður,“ sagði Jón Reynir Magnússon. Þóroddur Oddsson kennari látinn ÞÓRODDUR Oddsson fyrrver- andi kennari við Menntaskólann í Reykjavík lézt í Landakotsspít- ala sl. föstudag. Þóroddur fæddist 31. desember 1914 í Hrísey, sonur hjónanna Odds Sigurðssonar og Sigrúnar Jörunds- dóttur. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og út- skrifaðist þaðan vorið 1937. Um haustið hélt hann til Kaupmanna- hafnar og las stærðfræði við Hafnarháskóla í tvö ár. Hann réðst þá sem stærðfræði- og efnafræði- kennari við Menntaskólann í Reykjavík og starfaði þar til ársins 1983, að hann lét af störfúm fyrir aldurs sakir. Eftirlifandi eiginkona Þórodds er Margrét Þorgrímsdóttir og áttu þau tvær dætur, Guðrúnu meinatækni, sem er gift Bimi H. Jónassyni kenn- ara og Sigrúnu hjúkrunarfræðingi en maður hennar er Ámi Þ. Bjöms- son læknir. Loðnuveiðin: Þrjú skip með 2030 tonn ÞRJÚ loðnuskip vom á leið til lands í gær, mánudag, af miðunum við Jan Mayen, með samtals 2.030 tonn. Alls em nú 12 skip komin á miðin. Skipin sem vom á heimleið em: Hrafn GK með 670 tonn, Svanur RE með 710 tonn og Þórður Jónsson EA með 650 tonn. Líklegt er að eitt skipanna muni landa afla sínum á Siglufirði, en ráðgert er að setja verksmiðjuna þar í gang nú í vik- unni. Hin skipin munu landa afla sínum á Raufarhöfn og í verksmiðj- una á Krossanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.