Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
Aðstaða hafbeitarstöðvarinnar Naustanna hf. á Langanesi. Innan við eiðið á miðri mynd er Eiðisvatn, þar sem seiðunum er sleppt. Þaðan
ganga þau til hafs í gegnum skarð á eiðinu og hluti þeirra skilar sér siðan aftur í gildrur á sama stað.
Endurheimtur hafbeitarstöðvanna:
Nærri 20 þúsund
laxar eru komnir
HÁTT i 20 þúsund laxar hafa endurheimst í hafbeitarstöðvarnar
það sem af er árinu og er það meira en nokkru sinni áður. Mestu
munar þar um aukninguna hjá Kollafjarðarstöðinni, sem sleppti í
fyrra margfalt fleiri seiðum en áður. í vor var sleppt minna af seið-
um frá hafbeitarstöðvunum en i fyrra og verður heildarframleiðsla
hafbeitarstöðvanna því væntanlega minni á næsta ári en í ár. Aftur
á móti er útlit fyrir að framleiðslan slái nýtt met eftir tvö ár.
Ekki er ljóst hvað heimtumar eru
góðar miðað við sleppt gönguseiði.
Samkvæmt viðtölum við forsvars-
menn allra hafbeitarstöðvanna sem
náðist í er þó ljóst að heimtumar það
sem af er sumri eru í mörgum tilvik-
um lakari en í fyrra. Þó dregið hafí
mjög úr göngum er laxinn enn að
skila sér og getur árangur einstakra
stöðva ennþá lagast.
Færri hjá Vogalaxi
Til Vogalax hf. á Vatnsleysu-
strönd voru komnir 1.800 laxar, um
200 löxum minna en á síðasta ári. í
fyrra var sleppt 22 þúsund seiðum
frá stöðinni. Sveinbjöm Oddsson
stöðvarstjóri sagði að sumarið hefði
einkennst af því hvað göngumar
komu snemma og hvað lítið hefði
skilað sér af tveggja ára laxi úr sjó.
í fyrra endurheimtust 2.600 laxar
sem er 12,3% af sleppingu ársins á
undan. Heimtumar verða töluvert
minni núna, en Sveinbjöm var þó
ánægður með sumarið. Sagði að
þessi árangur væri góður þegar það
væri haft í huga að þeir hefðu ekki
getað sleppt seiðum frá Kollafirði í
fyrra, heldur orðið að fá nýja tegund
seiða sem ekki væm af hafbeitarlax-
stofni.
Metár í Kollafirði
Frá því að laxinn fór að skila sér
í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði í
sumar hefur vinnudagurinn verið
langur hjá starfsmönnum stöðvar-
innar. í fyrra var sleppt 180 þúsund
seiðum frá stöðinni vegna þess að
stöðinni var bannað að selja seiði
vegna nýmaveiki sem þar kom upp
og er það mesta seiðasleppingin hér
á landi til þessa. Þegar hafa skilað
sér 11-12 þúsund laxar og var Ólaf-
ur Ásmundsson sem nú gegnir starfi
stöðvarstjóra ánægður með það.
Þyngdin á þeim laxi sem búið er að
slátra er á bilinu 25-30 tonn. Þetta
er auðvitað meiri fiskur en nokkm
sinni áður hefur komið í þessa stöð
og starfsmennimir varla haft undan
að taka á móti fiskinum, slátra og
ganga frá til sölu. Ólafur sagði að
þrátt fyrir þetta hefði gengið vel að
selja fiskinn í sumar, mest er selt
innanlands, en einnig hafa farið til-
raunasendingar til Bandaríkjanna,
Þýskalands og Hollands.
Á næsta sumri verður ekki eins
mikið um að vera hjá Kollafjarðar-
stöðinni því engum seiðum var sleppt
þaðan í vor vegna hlés sem varð á
framleiðslu vegna nýmaveikinnar.
Næsta sumar ætti því aðeins að koma
lax úr sleppingunni í fyrra sem skil-
ar sér eftir tvö ár í sjó og eitthvað
af þriggja ára laxi. Eldisrými Kolla-
fjarðarstöðvarinnar hefur nú verið
þrefaldað og framleiðslan komin í
fullan gang. Ólafur Ásmundsson
sagði að næsta vor yrði síðan sleppt
300-450 þúsund seiðum í hafbeit,
og verður það líklega lang mesta
seiðaslepping í hafbeit hérlendis.
Smálaxinn vantar
hjá Pólarlaxi
Hjá Pólarlaxi í Straumsvík hafa
heimtur verið heldur slakar það sem
af er sumri. í fyrra var sleppt þaðan
rúmlega 100 þúsund seiðum en en
það sem af er hafa 1.950 laxar skil-
að sér til baka. Meðalþyngd á slátr-
uðum fiski hefur verið um 9 pund.
Jóhann Geirsson stöðvarstjóri sagði
að heimtur væm óvenju góðar af
stórlaxi, það er 2ja ára laxi úr sjó,
en eins árs laxins væri ennþá sakn-
að, þeir teldu að hann væri enn
ókominn. Sagði Jóhann að laxinn
væri úti í Straumsvíkinni, menn yrðu
mikið varir við hann þar, en hann
skilaði sér ekki inn í gildmmar eins
og ætlast væri til. í Straumsvíkinni
em sleppikvíar Pólarlax og taldi Jó-
hann að smálaxinn stöðvaðist við þær
af einhveijum ástæðum. Ef laxinn
fer ekki að skila sér inn fjótlega,
sagði Jóhann að þeir yrðu að fara
að taka hann í net úti á víkinni.
Dalalaxinn fær ökuferð
Endurheimtur em nú mun betri
en áður hjá Dalalaxi hf. í Saurbæ í
Dölum, að sögn Ingibergs J. Hannes-
sonar stjómarformanns og Reynis
Guðbjartssonar stöðvarstjóra. Eitt-
hvað á fimmta hundrað laxar hafa
skilað sér í stöðina og hefur megninu
verið sleppt upp í árnar sem stöðin
er byggð í, samkvæmt samningum
um stöðina og leigutaka ánna, en
nú em þeir byijaðir að taka klaklax
og fljótlega verður byijað að slátra.
Allt árið í fyrra gengu 367 laxar í
stöðina og var þeim öllum sleppt upp
í ámar.
Móttökugildra Dalalaxstöðvarinn-
ar er í ósi Hvolsár og Staðarhólsár
í Saurbæ og em samningar um það
að 330 fyrstu löxunum sem ganga
í stöðina eigi að sleppa upp í ámar.
Fyrst var þeim einfaldlega sleppt upp
fyrir gildrumar en það varð til þess
að þeir héldu sig mest í lóninu fyrir
ofan gildruna og gengu lítið upp í
ámar. Nú er þetta vandamál leyst
þannig að laxinum er ekið á vömbíl-
um upp með ánum 5-6 km leið og
sleppt þar í ámar. Síðan er gildra
neðarlega í ánum sem vamar því að
laxinn komist niður ámar aftur.
Þetta er líklega einsdæmi í laxveið-
iám hér á landi og sagði Ingiberg
að árangurinn væri góður. Laxveiði-
mennimar væm ánægðir, þeir vissu
fyrir víst hvað mikið væri af laxi í
ánum. Það sem af er sumri hafa
leigutakar ánna keypt 80-85 laxa
umfram samninga til að fá meiri lax
í ámar, og hefur veiðin í sumar sleg-
ið öll fyrri met. Nú hafa veiðst þar
170-180 laxar.
„Hræðilegt“ hjá Botníu
Endurheimtur hafa verið „hræði-
lega lélegar" það sem af er sumri,
hjá hafbeitarstöðinni Botnfu f Botni
í Súgandafirði, eins og einn eigand-
inn, Gróa Guðnadóttir frá Botni,
orðaði það í samtali. Hún sagði að
aðeins væm komnir 9 laxar, og væri
það allt 2ja og 3ja ára lax úr sjó,
enda hefði engum seiðum verið sleppt
þaðan í fyrravor. Hún sagði að þetta
væri allt of lítið því þó engu hefði
verið sleppt í fyrra væri reynsla
þeirra sú að laxinn skilaði sér ekki
fyrr en eftir 2-3 ár í sjó. Gróa nefndi
sem hugsanlega skýringu á þessu
að þama væra netatrossur út um
allan fjörð, og lægi við að net lokuðu
Súgandafirði alveg af, þó menn
reyndu að fara leynt með. Ekki væri
hægt að vonast eftir miklum árangri
af hafbeitarsleppingum þegar svona
væri. í fyrra skiluðu 200 laxar sér
í stöðina í Botni, en árangur áður
æði misjafn að sögn Gróu.
Lélegt í ísafjarðardjúpi
Lélegar heimtur hafa verið hjá
hafbeitarstöðvum í Isafjarðardjúpi
það sem af er sumri, en hafa ber í
huga að laxinn skilar sér seinna þar
en á Suð-Vesturlandi. Benedikt Egg-
ertsson framkvæmdastjóri íslax hf.
á Nauteyri sagði að aðeins væm
komnir 3-4 laxar í gildru félagsins
í Hafnardalsá. Er þetta árangur
4.500 seiða sleppingar undanfarin
tvö ár. í fyrra komu 65 fískar til
baka hjá íslaxi. Benedikt vildi kenna
um kulda í ánni vegna leysinga fram
eftir sumri en vonaðist til að það
lagaðist og laxinn færi að ganga í
ána. Djúplax hf. hefur sleppt í haf-
beit í Reykjarfirði en engu var þó
sleppt í fyrra. Sagðist Benedikt hafa
heyrt að litlar heimtur hefðu einnig
verið þar.
Er að lifna í Fljótum
Öm Þórarinsson hjá Fljótum hf. í
Skagafírði, sem em með hafbeit frá
vatnasvæði veiðifélagsins Flóka,
sagði að heimtumar hefðu verið litlar
í sumar, en nú væri heldur að lifna
yfir. Þeir væm búnir að fá 30 laxa
í gildmna og 100 til viðbótar með
ádrætti. í fyrra var 8.000 seiðum
sleppt hjá Fljótum hf. Fljótalax hf.
á Reykjarhóli í Fljótum er einnig
með hafbeit og hefur fengið ein-
hveija tugi laxa til baka.
Framför í Ólafsfirði
Óslax hf. í Ólafsfírði sem er með
hafbeitartilraunir úr Ólafsflarðar-
vatni hefur fengið 300 laxa í gildrur
úr 7.000 seiða sleppingum undan-
farin tvö ár. Að auki hafa 50-60 laxar
sloppið fram hjá gildmm eða veiðist
í net áður en í gildramar kom. Ólaf-
ur Bjömsson framkvæmdastjóri
Óslax sagði að þessar heimtur væm
góð framfor frá fyrra ári, þegar að-
eins komu 111 laxar allt sumarið,
en árangurinn mætti þó alveg verða
betri.
Svipað hjá ÍSNÓ
Heimtumar hjá ÍSNÓ hf. í Lónum
í Kelduhverfí hafa verið svipaðar og
undanfarin ár, að sögn Páls Gústafs-
sonar framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins. Allt árið í fyrra komu um 1.000
laxar í stöðina og það sem af er
núna hafa 850 laxar skilað sér til
baka. Mest er þetta tveggja ára lax
úr sjó, 6-8 kg að þyngd, en sá stærsti
til þessa í sumar reyndist vera 12,3
kg. í fyrra sleppti ISNÓ 20 þúsund
seiðum eins og áður.
Mikil uppbygging fyrir-
huguð á Eiði
Endurheimtur hafa verið ágætar
hjá hafbeitarstöðinni Naustin hf. á
Eiði á Langanesi. Að sögn Sigurðar
Þórðarsonar, sem er einn af eigend-
um stöðvarinnar, em þegar komnir
upp undir 400 laxar og von á tölu-
verðum fjölda til viðbótar. Allt árið
í fyrra gengu 350 laxar í stöðina. Á
vegum fyrirtækisins em framleidd
smáseiði í Myrkurtjöm í Mosfells-
sveit og þau flutt norður og sleppt
í Eiðisvatn. Þau sem lifa af ganga
svo til sjávar sem gönguseiði um
skarð í gegnum eiðið sem er á milli
Eiðisvatns og sjávar. Móttökugildr-
umar em í þessum ósi.
Hafbeitarstöðin á Eiði hefur verið
í uppbyggingu og ekki komin full
reynsla á aðstöðuna. Sigurður sagði
þó að eigendur stöðvarinnar hefðu
tröllatrú á henni og væm að hefja
stórfellda uppbyggingu í framleiðslu
á sleppiseiðum. Hugmyndir væm um
byggingu stöðvar til framleiðslu á
einni milljón seiða til að byija með.
Aðstaðan á Eiði ætti að geta borið
það og þó meira væri.