Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 23 Hveragerðishreppur 40 ára: Hátíðarhöld - sýningar, tónleikar og dansleikir Hveragerðishreppur er 40 ára um þessar mundir og hófst af- mælishaldið með hátíðarsam- komu á laugardag en fjölbreytt dagskrá verður út þessa viku. Fáni blakti hvarvetna við hún í Hveragerði á laugardag og inn í íþróttahúsið streymdu íbúar staðar- ins ungir sem gamlir. Skátar stóðu heiðursvörð og lúðrasveit lék er forseta Islands, Vigdísi Finnboga- dóttur, bar að garði. Oddviti Hveragerðishrepps, Haf- steinn Kristinsson, setti hátíðina og í ávarpi sínu rakti hann sögu Hvera- gerðis í stórum dráttum allt frá því fyrsta tilraunin var gerð til atvinnu- uppbyggingar við hverina árið 1902 með því að reist var ullarverk- smiðja er nýtti vatnsafl Varmár og í viku fram til þessa dags er í Hveragerði búa 1.400 manns með gróðurhúsa- ræktun og þjónustu að meginat- vinnu, blómleg byggð sem fagnar 40 árum sem sérstakur hreppur. Á eftir ávarpi oddvita rakti Val- garð Runólfsson sögu Hveragerðis í léttum dúr með því flytja ljóð og vísur sem þar hafa verið ort við ýmis tilefni. Bergþóra Ámadóttir Börnin héldust vart víð i sætum sínum svo mikill var spenningurinn að fylgjast með skemmtiatriðum á hátíðarsamkomunni í íþróttahúsi Hvergerðinga þar sem sett var afmælisvika hreppsins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forseti íslands Vigdis Finnbogadóttir var meðal gesta og skoðar hér blómasyningu sem Garðyrkjubændafélag Hveragerðis hefur sett upp og opin er almenningi alla þessa viku. söngkona söng ljóð nokkurra þeirra skálda er dvöldu í Hveragerði fyrr á árum og endaði á ljóði sem hún samdi sjálf í tilefni afmælisins. Þá skemmtu þeir bræðumir Þórhallur og Haraldur Sigurðssjmir, eða Halli og Laddi, með léttu gríni. Oddviti Ölfushrepps Einar Siguðrsson flutti því næst ávarp og ámaði Hvergerð- ingum heilla fyrir hönd Ölfysinga. En dagskránni lauk með því að kirkjukórinn söng undir stjórn Ro- berts Darling. Þá var gestum boðið að skoða þær sýningar sem settar hafa verið upp í íþróttahúsinu í tilefni af- mælisins: blómasýningu Garðyrkju- bændafélags Hveragerðis, málverkasýningu listamanna sem hafa verið búsettir í Hveragerði og heimilislistasýningu íbúa Hvera- gerðis. Þessar sýningar verða opnar daglega frá kl. 14.00-21.00 fram á sunnudaginn 17. ágúst og á sama tíma verður Garðyrkjuskólinn á Reykjum opinn gestum til sýnis. Önnur dagskrá á afmælisvikunni er í stómm dráttum þessi: miðviku- daginn 13. ágúst kl. 20.30 skálda- kvöld á Hótel Örk. Kynning á skáldum þeim sem settu svip á Hveragerði hér fyrr á ámm. Fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20.30 tónlistarkvöld í Hveragerðis- kirkju í umsjón kirkjukórsins. Föstudaginn 15. ágúst kl. 21.00 popphljómleikar. Hljómsveitin Greifamir leika í Hótel Ljósbrá. Laugardaginn 16.ágúst kl. 22.00 blómadansleikur. Sunnudagur kl. 17.00 skemmti- dagkskrá í íþróttahúsi. Leikfélagið, Lúðrasveitin og Harmónikkuklúbb- urinn sjá um dagskrá og kl. 22.00 flugeldasýning við Eden og Tívolí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.