Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
13
Reykjavík:
Nærri þrír
tugir öku-
manna
teknir við
ölvunar-
akstur
LÖGREGLAN í Reykjavík
fylgdist vel með því um helg-
ina að ökumenn væru ekki
undir áhrifum áfengis við
akstur. Alls voru 27 ökumenn
stöðvaðir frá miðnætti á
föstudag og fram að mánu-
dagsmorgni.
Oskar Ólason yfírlögreglu-
þjón sagði að lögreglan hefði
hafíð eftirlitið um miðnætti á
föstudag og aðfaranótt laugar-
dagsins hefðu 13 ökumenn verið
teknir, grunaðir um ölvun. „Við
vorum með lækni á lögreglu-
stöðinni og þurftum því ekki að
fara með ökumenn á slysadeild
Borgarspítala til að taka úr þeim
blóðsýni," sagði Óskar. „Eftirliti
höguðum við þannig að við
stöðvuðum allar bifreiðir sem
fóru um ákveðnar götur og voru
sumar bifreiðir því stöðvaðar
tvisvar sinnum eða oftar. Alls
voru þetta á þriðja þúsund bif-
reiðir og 27 ökumenn voru
teknir. Það kemur síðan í Ijós
hvort þeir eiga á hættu ökuleyf-
issviptingu eða sektir," sagði
Óskar Ólason.
Lögreglan ætlar að leggja
mikla áherslu á það á næstunni
að fylgjast vel með ölvunar-
akstri. Það er ekki eingöngu
lögreglan í Reykjavík sem herð-
ir eftirlitið, heldur lögregla um
allt land.
Hluti hins norska hóps garðyrkjumanna, sem undanfarið hafa ferðast víðs vegar um ísland.
Morgunblaðið/Bjami
Norskir garðyrkj umenn
í heimsókn á íslandi
NORSKIR garðyrkjumenn,
þijátíu talsins, hafa dvalið hér
á íslandi undanfarinn hálfan
mánuð. Hópur þessi, félagar í
„Gestrisni íslend-
inga hreint frábær“
- sagði Esther Boilestad, einn
þátttakenda í ferðinni
Garðyrkjufélagi Noregs, sem
samanstendur bæði af fagfólki
í garðyrkju og og áhugamönn-
um, hefur ferðast víðs vegar
um ísland og kynnt sér íslenska
náttúru og stöðu garðræktar á
íslandi.
Fyrstu viku ferðarinnar dvaldi
hópurinn á Selfossi. í fyrstu fengu
þau fyrirlestra í tvo daga í Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í
Hveragerði. Var þar rætt um gróð-
urfar á Islandi, kosti þess og galla,
vandamál í sambandi við gerð
skjólbelta, starfsemi skólans og
tilraunastarfsemi þar og annars
staðar á landinu. FVá Selfossi voru
famar dagsferðir um Suðurland;
var m.a. farið í Þjórsárdal, Land-
mannalaugar og að Gullfossi,
Geysi og Þingvöllum.
Frá Selfossi lá leið hópsins til
Fljótshlíðar; var þar m.a. sótt heim
landgræðslustöðin í Gunnarsholti,
tijáræktarstöðin á Tumastöðum
og Múlakot. Eftir stutta viðkomu
í Þórsmörk var farið norður
Sprengisand að Laugum og gist
þar í þrjár nætur. Þaðan var m.a.
farið til Húsavíkur, þar sem Garð-
yrkjufélag Húsavíkur tók mjög vel
á móti þeim, og einnig var farið
til Mývatns og að Kröflu. Hópurinn
dvaldi í einn dag á Akureyri í boði
Garðyrkjufélags Akureyrar og
skoðaði þar m.a. Lystigarðinn á
Akureyri. Einnig var heimsóttur
bærinn Fomhagi í Hörgárdal, en
þar er mikil og merkileg heima-
rækt, svo og litið við í Glaumbæ
í Skagafirði. Síðasta daginn áður
en hópurinn kom aftur til Reykja-
víkur fór hann víðs vegar um
Borgaríjörð. Komið var við í Reyk-
holti, merkileg gróðrarstöð að
Laufskálum skoðuð og skógræktin
í Skorradal heimsótt. Síðdegis á
laugardag var svo aftur komið til
Reykjavíkur. Heim til Noregs fór
hópurinn svo á mánudag.
„FYRIRLESTRARNIR í Hvera-
gerði voru mjög nytsamlegir
og veittu okkur þá innsýn, sem
nauðsynleg er til þess að öðlast
skilning á því sem skoðað var
síðar í ferðinni," sagði Esther
Beilestad, einn þátttakendanna
í ferðinni.
„Með fyrirlestmnum fengum við
innsýn í þau vandamál, sem íslensk
garðyrkja á við að stríða. Sem
dæmi um það sem við fræddumst
um er þáttur skjólbelta í garðrækt-
inni, en þeim mun ávallt vera
nauðsynlegt að koma upp áður en
ræktuð eru skrautblóm.“ Olafur
Njálsson stjómaði fyrirlestrahald-
inu og gerði það á mjög auðskiljan-
legan og áhugaverðan hátt að sögn
Esther.
Esther Bailestad kvað það hafa
komið sér mest á óvart hversu
margir góðir garðar væm á íslandi
og hve mikill áhugi væri á garð-
rækt. „Það hafði og mikil áhrif á
mig að koma á varmasvæðin í ná-
grenni Mývatns og einnig var baðið
í Landmannalaugum stórkostleg
upplifun." Þorleifur Einarsson jarð-
fræðingur fór með hópnum til
Landmannalauga og hélt þar fyrir-
lestur um jarðfræði Islands, „varð
það mjög til þess að auka skilning
okkar á því, sem fyrir augu bar“.
Bailestad kvað það hafa haft
mikil áhrif á sig og aðra í hópnum
að aka um hraun og eyðileg svæði,
en sjá jafnframt gróðurinn vera að
ryðja sér til rúms við svo erfíðar
aðstæður. „Plönturnar em líf, en
hér á Islandi er allt landið lifandi.“
„En það sem hafði langmest áhrif
á okkur var hin ótrúlega gestrisni,
sem alls staðar mætti okkur. Nefndi
hún sem dæmi um það, að á
Húsavík hefðu þau fengið soðinn
lax og annan íslenskan mat og
drykki í boði garðyrkjufélagsins þar
og að Aðalsteinn Símonarson að
Laufskálum í Borgarfirði hefði leyst
hvern þátttakanda í ferðinni út með
gjöf; einum mola úr steinasafni
sínu. Það er af nógu af taka, gest-
risnin var alls staðar frábær."
Avaxta- og grænmetisframleiðsla á Norðurlöndum:
Helmingur fer fram
í einkagörðum
- sagði Dagfinn Tveito f ramkvæmdastj ór i norska garð-
yrkjufélagsins og ritari norræna garðyrkjusambandsins
„ÞAÐ SEM býr að baki þessari
ferð er að undanfarin tvö til
þijú ár hefur verið unnið að
stofnun norrænnar garðyrkju-
miðstöðvar,“ sagði Dagfinn
Tveito, framkvæmdastjóri „Det
norske Hageselskab" eða hins
norska garðyrkjufélags, „og
fyrir tveimur vikum ákvað
norska ríkisstjórnin að láta
norræna garðyrkjusambandinu
í té 20-30 hektara lands við
Landbúnaðarháskólann í Ás,
þar sem margir íslendingar
hafa hlotið menntun."
„Eg reikna með að norræna
ráðherranefndin taki þátt í þessu
samstarfi og á fundi norrænu
landbúnaðarráðherranna, sem
haldinn var hér á Islandi nýverið,
voru þessi mál rædd.“ Oddvar
Nordli, fyrrum forsætisráðherra
Noregs, er formaður norska garð-
Morgunblaðið/Bjami
Dagfinn TVeito
yrkjufélagsins svo og hins nor-
ræna garðyrkjusambands.
Dagfinn er hins vegar ritari fyrir
báða aðila.“
„Stórum upphæðum er varið
árlega til rannsókna á sviði garð-
yrkju í atvinnuskyni; matjurta-
ræktunar, tijáræktar og
skrúðgarða. M.a. er það tilgang-
urinn með miðstöðinni, að safna
saman niðurstöðum atvinnuveg-
anna og miðla til hins almenna
garðeigenda og verður þetta mjög
mikill þáttur í starfsemi miðstöðv-
arinnar.
Helmingur framleiðslu ávaxta
og grænmetis á Norðurlöndum fer
fram í einkagörðum og er verð-
mætið um þrír milljarðar norskra
króna, selt út úr búð. Það sem
er hins vegar mun verðmætara
er ekki unnt að meta til fjár, en
það er ánægjan og hin andlega
hvíld, sem fylgja garðrækt."