Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Sérkennilegl hálsmen týndist Helga hringdi: „Á föstudaginn var ég niðri í miðbæ og var þá svo óheppin að tapa mjög sérkennilegu hálsmeni með ljóni í miðjunni á einhvers konar skildi. Keðjan í hálsmeninu er fremur gróf. Finnandi getur náð í mig í síma 671262 á kvöldin. Slök skemmtun hjá Faraldi María Jóliannsdóttir hringdi: „Ég var að lesa í Velvakanda sl. föstudag frásögn konu sem sagði sínar farir ekki sléttar af samskiptum sínum við Faraldur. Ég get nú ekki annað en tekið heils hugar undir þessa gagnrýni. í byijun júlí skemmti Faraldur í Festi, Grindavík en það var nú litla skemmtun að hafa af því. Við hjónin fórum á þessa svoköli- uðu skemmtun en þar voru ekkert nema krakkar og skemmtiatriðin vægast sagt bágborin. Ég hef hingað til haldið mikið upp á Amar Jónsson sem leikara og hélt því að þetta yrði eitthvað sérstakt en svo var ekki. Þetta var hundleiðinlegt svo að við fór- um út af miðju balli.“ Gult plastveski týndist íris hringdi: Síðastliðinn miðvikudag varð ég fyrir því óhappi að týna gulu plastveski einhvers staðar milli Stóragerðis og endastöðvar SVR við Háaleitisbraut. Lítið var í veskinu, nær eingöngu persónu- legir munir sem mér þætti vænt um að fá til baka. Finnandi vinsamlega hringi í síma 688071. Úlpa gleymdist á Laugum í Hvammsfirði EUen hringdi: „Fyrir um þremur vikum fór systir mín í sundlaugina að Laug- um í Hvammsfirði. Meðal þess sem hún hafði meðferðis var dökkblá, fóðruð úlpa á um það bil 7 ára stúlku. Þegar hún fór gleymdi hún úlpunni og hefur ekki getað náð sambandi við neinn sem veit hvar úlpan er niðurkom- in. Ef einhver getur aðstoðað í þessu máli er sá hinn sami vin- samlega beðinn að hringja í síma 12252.“ Rétt mál Sveinbjöm Beinteinsson skrifar: „Ég sá um daginn Morgun- blaðið frá 17. júlí. Þar er grein undir nafninu Réttu máli hallað. Greinin er eftir Einar Einarsson í Hveragerði og fjallar um þessa vísu: Ellin hallar öllum leik ættum varla að státa. Hún mun alla eins og Bleik eitt sinn falla láta. Vísan er prentuð i þremur út- gáfum af ljóðum Páls Olafssonar, nú síðast 1984. Vísan er þar með- al annarra visna um Bleik, reið- hest Páls, bls. 157 í útgáfu frá 1984. Nú var vitað, þegar eftir að fýrsta útgáfan kom á prent um aldamótin, að vísan var eftir Björgu Sveinsdóttur í Kilakoti í Kelduhverfí. Þetta vissi líka Páll þegar honum hafði verið bent á það. Snæbjöm Jónsson bóksali benti á það rétta í þessu máli í Sagnakveri sem gefíð var út 1944. En best er úr þessu greitt í þætti eftir Árna Ola í bókinni Hverra manna sem gefín var út 1971. Þar er þáttur sem heitir Bjargar þáttur á bls. 94 til 107. Björg í Kílakoti var langamma Árna svo honum var málið skylt og heimildir kunnar. Systir Bjarg- ar var Guðný móðir Kristjáns fjallaskálds. Margt af þessu ætt- fólki var skáldmælt. Er hægt að bjóða landsbyggðinni hvað sem er? Vinnufélagar fyrir austan fjall hringdu: „Við ætluðum að gera okkur dagamun sl. fímmtudagskvöld og fjölmenntum því á tískusýningu í Eden í Hveragerði til þess að sjá nýjustu hausttískuna. En viti menn, Karon-samtökin sýndu þá einungis útsölufatnað frá verslun- unum Tangó og Dömugarðinum í Reykjavík. Eða eins og þulurinn sagði voru hér kynntir litir sem eru búnir að renna sitt skeið í bili. Því spyijum við: Hvað yrði sagt ef verslanir úti á lands- byggðinni færu til Reykjavíkur og héldu tískusýningu þar á út- sölufatnaði sem þær losnuðu ekki við? Við erum ansi hræddar um að það þætti heldur „sveitó" en þetta er greinilega boðlegt fýrir landsbyggðina." Geiri og Gúa eru frábær Nokkur úr Fellahelli skrifa: „Við erum nokkrir krakkar úr Fellahelli og við viljum þakka Geira og Gúu fyrir frábært starf í diskótekinu og sjoppunni. Geiri og Gúa, Fellahellir verður aldrei sá sami aftur.“ Þessar ungu dömur efndu til hlutaveltu i Álftamýri 6 tíl ágóða fyr- ir Styrktarfél. vangefinna, og söfnuðu rúmlega 1.800 krónum. Þær heita Jóhanna M. Fleckenstein, Tinna Rúnarsdóttir og Lára M. Fleckenstein. Þessar dömur færðu Hjálparstofnun kirkjunnar rúmlega 1.000 kr. að gjöf, en það var ágóðinn af hlutaveltu sem þær efndu til fyrir nokkru. n AMC Jeep í 40 ár á íslandi Það er staðreynd að AMC Jeep er alltaf nr. 1 Cherokee 2ja dyra, kr. 990.000 Við bjóðum árgerð 1987 á sérstöku afmælistilboði Snúum bökum saman Spakur skrifar: „Nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar allt virðist vera að fara i hund og kött fer að verða tímabært fyrir okkur íslendinga að standa saman. Svívirðileg framkoma Banda- ríkjamanna gagnvart okkur, vina- þjóð þeirra, í hvalveiðirnálum ætti að vekja hvem heilvita mann til umhugsunar. Hlustum ekki á væmnar kerling- ar og grasætur sem vilja leggja skottið á milli fótanna í hvert sinn sem einhveijir síðhærðir, afdankað- ir og illa rakaðir hippar úti í heimi þykjast ætla að fá almenning til að hætta að borða íslenskan fisk. Það er fjarstæða að þessir efna- hagsskæruliðar eigi hug og hjörtu almennings í Bandaríkjunum. Al- menningur tekur álíka mikið mark á þeim og hveijum öðrum öfgahóp en af þeim er nóg í landi Rambós. Siðprúði meirihlutinn, Hare krishna og hvað þetta allt heitir eru hópar af sama sauðahúsi og grænfriðung- ar. Öfgamenn sem hlusta ekki á rök annarra, koma bara saman á sínum lokuðu klíkufundum og heilaþvo hver annan. Meirihluti Bandaríkjamanna er hins vegar heiðvirt fólk sem hlustar ekki á þvaðrið í þessum skýjaglóp- um. Það er það fólk sem kaupir fískinn okkar og það eru þeir sem við eigum að beina orðum okkar til. Blækumar í ráðuneytum kvik- myndaleikarans geta bara leikið sér með sínar skýrslur. Þeir eru bara að gera það sem næsta pappírsæta í skrifstofunni á hæðinni fyrir ofan skipar þeim. Þetta eru sauðmein- laus grey sem þrá bara að komast heim til konunnar og hundsins á kvöldin og hafa ekki minnsta áhuga á hvalveiðum. Við íslendingar erum eins og allt- of sjaldan er bent á afkomendur berserkja og vígamanna blandaðir írskri þrætugimi og það er fyrir neðan virðingu okkar að hlusta á röflið í þessum hamborgaraætum." Gerið verðsamanburð Cherokee 4ra dyra, kr. 1.040.000 Stuttur afgreiðslufrestur EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.