Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 3 Unnið að göngnm undir Miklubraut o g Reykjanesbraut: Framkvæmdum á að ljúka í október VINNA við bílagöng undir Miklubraut hefur nú staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirverkfræðings í gatnadeild borgarinnar, á framkvæmdum að ljúka fyrir 1. desem- ber. Akreinarnar á Miklubraut munu þó komast í gagnið mánuði fyrr. Einnig er unnið að göngum undir Reykjanesbraut, gegnt Mjóddinni, fyrir gangandi vegfarendur. Þeim framkvæmdum lýkur í október. Göngin undir Miklubrautina gera ökumönnum á vesturleið kleift að keyra beint inn í nýja miðbæinn. Lögð verður akbraut bakvið bensínstöðina og eftir henni er hægt að keyra undir Miklubrautina inn í hverfið. Eins geta menn á leið úr Kringlunni ekið undir götuna og tekið stefn- una í vesturátt. I göngunum verður stétt fyrir gangandi veg- farendur. Umferð af syðri akrein Miklubrautar og inn á hana fer ekki í gegnum göngin. Að jafnaði vinna 20 manns að undirgöngunum. Verktakafyrir- tækið SH-verktakar annast framkvæmdir. Sagði Olafur að þær myndu kosta um 50 milljónir króna. Göngin undir Reykjanes- braut eru minni í sniðum. Þar er verktaki Hamrafell hf. og verður heildarkostnaður við þau um 8 milljónir króna. Meðan á vinnu stendur við göngin undir Miklubraut er umferðinni veitt eftir bráðabirgðagötum. Skurðurinn fyrir undirgöngin sést á miðri mynd. Arnarflug: Fyrri hluta pílagríma- flugs lokið ARNARFLUG hefur nú lokið fyrrihluta pílagrímaflugsins fyr- ir Air Aigerie í Alsír. Seinni hlutinn hefst í næstu viku. Verk- efninu verður lokið 7. september. Til flutninganna voru notaðar fímm DC-8 þotur. Flogið var frá 7 borgum í Alsír til Jedda í Saudi- Arabíu, með alls um 25.000 far- þega. Aðaltrúarhátíð múhameðs- trúarmanna „Hadj“ hefst nú í vikunni og stendur til 18. ágúst. Þegar henni lýkur flytur Arnarflug pílagrímana til síns heima. Að sögn Stefáns Halidórssonar, verkefnis- stjóra, hafa um 160 manns starfað við flugið á láði og í lofti. Um 90 þeirra eru Islendingar. Arnarflug sér um nánast allt pílagrímaflug Alsírmanna í ár og eru þotur þess merktar báðum flugfélögunum. Engey seldi 230 tonn á rúmar 11,3 millj- ónir króna ENGEY RE seldi í Hull á mánu- dagsmorgun 230 tonn fyrir rúmar 11,3 milljónir króna, sem gerir 49,33 krónur í meðalverð á hvert kíló. Er þetta önnur mesta sala í Englandi á þessu ári. Afli skipsins var að mestu leyti þorskur. Ásgeir RE seldi í Grimsby 171 tonn á tæpar 7,7 milljónir króna, meðalverð 45,00 krónur. Uppistaða aflans var einnig þorskur. Þá seldi Krossvík í Bremerhaven á mánu- dagsmorgun 135 tonn, aðallega karfa, á rúmar 5,3 milljónir, meðal- verð 39,70 krónur. Auglýsendur athugið Næstkomandi sunnudag verður blaðið helgað afmæli Reykjavíkurborgar og er þeim auglýsendum sem hug hafa á að auglýsa í blaðinu vinsamlegast bent á að hafa samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins sem fyrst en eigi síðar en fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 14. ágúst. Alpa og nýtt grœnmeti ... kalla f ram sólskinió
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.