Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 3

Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 3 Unnið að göngnm undir Miklubraut o g Reykjanesbraut: Framkvæmdum á að ljúka í október VINNA við bílagöng undir Miklubraut hefur nú staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirverkfræðings í gatnadeild borgarinnar, á framkvæmdum að ljúka fyrir 1. desem- ber. Akreinarnar á Miklubraut munu þó komast í gagnið mánuði fyrr. Einnig er unnið að göngum undir Reykjanesbraut, gegnt Mjóddinni, fyrir gangandi vegfarendur. Þeim framkvæmdum lýkur í október. Göngin undir Miklubrautina gera ökumönnum á vesturleið kleift að keyra beint inn í nýja miðbæinn. Lögð verður akbraut bakvið bensínstöðina og eftir henni er hægt að keyra undir Miklubrautina inn í hverfið. Eins geta menn á leið úr Kringlunni ekið undir götuna og tekið stefn- una í vesturátt. I göngunum verður stétt fyrir gangandi veg- farendur. Umferð af syðri akrein Miklubrautar og inn á hana fer ekki í gegnum göngin. Að jafnaði vinna 20 manns að undirgöngunum. Verktakafyrir- tækið SH-verktakar annast framkvæmdir. Sagði Olafur að þær myndu kosta um 50 milljónir króna. Göngin undir Reykjanes- braut eru minni í sniðum. Þar er verktaki Hamrafell hf. og verður heildarkostnaður við þau um 8 milljónir króna. Meðan á vinnu stendur við göngin undir Miklubraut er umferðinni veitt eftir bráðabirgðagötum. Skurðurinn fyrir undirgöngin sést á miðri mynd. Arnarflug: Fyrri hluta pílagríma- flugs lokið ARNARFLUG hefur nú lokið fyrrihluta pílagrímaflugsins fyr- ir Air Aigerie í Alsír. Seinni hlutinn hefst í næstu viku. Verk- efninu verður lokið 7. september. Til flutninganna voru notaðar fímm DC-8 þotur. Flogið var frá 7 borgum í Alsír til Jedda í Saudi- Arabíu, með alls um 25.000 far- þega. Aðaltrúarhátíð múhameðs- trúarmanna „Hadj“ hefst nú í vikunni og stendur til 18. ágúst. Þegar henni lýkur flytur Arnarflug pílagrímana til síns heima. Að sögn Stefáns Halidórssonar, verkefnis- stjóra, hafa um 160 manns starfað við flugið á láði og í lofti. Um 90 þeirra eru Islendingar. Arnarflug sér um nánast allt pílagrímaflug Alsírmanna í ár og eru þotur þess merktar báðum flugfélögunum. Engey seldi 230 tonn á rúmar 11,3 millj- ónir króna ENGEY RE seldi í Hull á mánu- dagsmorgun 230 tonn fyrir rúmar 11,3 milljónir króna, sem gerir 49,33 krónur í meðalverð á hvert kíló. Er þetta önnur mesta sala í Englandi á þessu ári. Afli skipsins var að mestu leyti þorskur. Ásgeir RE seldi í Grimsby 171 tonn á tæpar 7,7 milljónir króna, meðalverð 45,00 krónur. Uppistaða aflans var einnig þorskur. Þá seldi Krossvík í Bremerhaven á mánu- dagsmorgun 135 tonn, aðallega karfa, á rúmar 5,3 milljónir, meðal- verð 39,70 krónur. Auglýsendur athugið Næstkomandi sunnudag verður blaðið helgað afmæli Reykjavíkurborgar og er þeim auglýsendum sem hug hafa á að auglýsa í blaðinu vinsamlegast bent á að hafa samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins sem fyrst en eigi síðar en fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 14. ágúst. Alpa og nýtt grœnmeti ... kalla f ram sólskinió

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.