Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
Níu manns féllu
og 35 særðust
í átökum í Beirút
— einn leiðtogi falangista særðist í skotárás
Beirút, AP.
ABU NADER, einn helsti leiðtogi flokks falangista í Líbanon, særðist
í gær þegar skotárás var gerð á bifreið hans í Beirút. Nader er
talinn hafa átt upptökin að blóðugum bardögum striðandi fylkinga
kristinna manna í Austur-Beirút á sunnudag, en þar féllu níu og
a.m.k. 35 særðust.
Nader var gert umsátur meðan
líbanskir stjómmálamenn ræddu
leiðir til að koma á friði á yfirráða-
svæði kristinna manna í Líbanon.
Amin Gemayel hafði hvatt til
vopnahlés á sunnudagskvöld og var
það að mestu leyti virt þangað til
Nader var sýnt banatilræði.
Að sögn lögreglu beittu tilræðis-
mennimir vélbyssum, en Nader var
á leið frá samningafundi í höfuð-
stöðvum falangista.
Stuðningsmenn Naders tóku
Austur-Beirút á sitt vald og þrjár
útvarps-og sjónvarpsstöðvar á
sunnudag í bardögum kristinna
manna. Heimildir herma að Nader
hafi efnt til bardaganna til að
freista þess að bola einum leiðtoga
helstu herfylkinga kristinna manna,
Samir Geagea, frá völdum. Geagea
er andsnúinn Sýrlendingum, en
andstæðingar hans vilja að Nader
komi í hans stað.
Evrópubanda-
lagið:
Deilur við
Bandaríkin
úr sögunni
Brilssel, AP.
Bandaríkjamenn og Evr-
ópubandalagið hafa leyst
ágreining sinn varðandi út-
flutning á scdrus-ávöxtum,
pasta, og stáli, að sögn full-
írúa Bandaríkjamanna.
Ágreiningur þessi kom fyrst
upp fyrir 16 áram þegar
Bandaríkjamenn hugðust
freista þess að auka útflutning
á sedras-ávextinum til Evrópu.
í nóvember á síðasta ári
iiamaði deilan enn frekar þeg-
ar Bandaríkjamenn ákváðu að
setja hærri innflutningstolla á
pasta frá ríkjum Evrópu-
bandalagsins. EB-ríkin gripu
þá til aðgerða gegn innflutn-
ingi á hnetum og sítrónum frá
Bandaríkjunum.
Samkomulagið heimilar
EB-ríkjunum að kaupa áfram
sedras-ávexti frá Miðjarðar-
hafsríkjum.
Knattspyrnuóeirðir í Hollandi:
Breskir þingmenn vilja
lögfesta líkamsrefsingu
London, Amsterdam, AP.
BRESKIR þingmenn kröfðust þess að vegabréf áhangenda knatt-
spymuliða, sem gerst hafa sekir um óspektir, yrðu gerð upptæk til
frambúðar og líkamsrefsing yrði tekin upp vegna óláta, sem urðu
í Hollandi um helgina.
„Allt of lengi höfum við krafíst
þess að gripið verði til þungra refs-
inga. Nú er kominn tími til að
hrinda þeim í framkvæmd," segir
John Carlisle, þingmaður íhalds-
flokksins: „við þurfum að svara
þeim í sömu mynt og slá þá fast
þar sem þeir slá aðra.“
Ted Croker, framkvæmdastjóri
Breska knattspymusambandsins,
sagði að tilraunir til að stöðva átök
í sambandi við knattspymuleiki
hefðu greinilega ekki borið árang-
ur. Croker sagði að nú gæti dregist
í nokkur ár að ensk félagslið fengju
að taka þátt í Evrópukeppni í knatt-
spymu.
Tugir breskra
knattspymuáhangenda börðust í
miðborg Amsterdam á sunnudags-
kvöld og gereyðilögðu kaffihús, að
sögn hollensku lögreglunnar. Um
helgina var knattspyrnumót haldið
í Hollandi og tóku ensk félagslið
þátt í mótinu.
Einn maður var handtekinn, en
óeirðaseggimir lögðu á flótta þegar
lögreglan kom á vettvang. Á föstu-
dag slógust enskar „fótboltabullur"
um borð í feijunni Koenigin Beatrix
á leið frá Englandi til Hollands.
Skipstjóri ferjunnar sneri aftur til
Harwich og handtók lögregla þar
110 manns.
Átökin á sunnudag gerðust eftir
leik Manchester United við bras-
ilíska liðið Botafogo. Englending-
amir, sem í hlut áttu, misstu af
ferjunni til Englands frá Hoek van
Holland.
Hollenska lögreglan sendi á
föstudag sautján breska áhangend-
AP/Símamynd
Áhangandi ensks knattspyrnu-
liðs illa útleikinn eftir slagsmál
um borð í ferju á leið til Hollands.
ur til síns heima og síðar á föstudag
vora 32 áhangendur handteknir, en
þeir síðar látnir lausir og leyft að
fylgjast með knattspyrnumótinu.
A laugardag börðust mörghundr-
uð ungmenni á götum úti í borginni
Mannránið í Finnlandi:
Vitni segir manninn
hafa sprenfft bílinn
Helsinki, AP.
STÚLKA, sem slapp út úr bíl mannræningjans finnska aðeins fáein-
um sekúndum áður en bíllinn sprakk í loft upp, segir að maðurinn
hafi sjálfur sett sprengjuna af stað. Maðurinn og einn gíslanna, sem
ók bilnum, létu lífið í sprengingunni. Deilur hafa verið uppi í Finn-
landi um hvort maðurinn hafi sjálfur sprengt bílinn í loft upp eða
hvort byssukúlur lögreglumanna hafi hleypt sprengingunni af stað.
Anna Hamalainen var einn
gíslanna þriggja sem hinn 36 ára
gamli Jorma Kalevi Takala tók með
sér í bíl sem lögreglan í Helsinki
fékk honum í hendur eftir að hann
hafði tekið 11 manns sem gísla í
banka í miðborginni. Henni og ann-
arri ungri stúlku tókst að stökkva
út úr bílnum örfáum augnablikum
áður en hann sprakk i' loft upp.
Á fréttamannafundi sagði Anna
Hamalainen, sem er starfsmaður
bankans, að maðurinn hefði ávallt
verið reiðubúinn að þrýsta á hnapp
sem var tengdur sprengibúnaðin-
um. Sagði hún manninn hafí verið
mjög æstan og örvæntingarfullan.
Lögreglumönnum tókst að loka
öllum útgönguleiðum fyrir mann-
ræningjann í smábænum Mikkeli
skammt frá Helsinki. Á frétta-
mannafundinum sögðu talsmenn
lögreglunnar að reynt hefði verið í
tvær klukkstundir að telja manninn
AP/Símamynd
á að sleppa gíslunum þremur. Þeg-
ar maðurinn skipaði ökumanni
bílsins að aka í átt að hindranum
þeim sem lögreglumenn höfðu kom-
ið upp hófu þeir skothríð. Örskots-
stund síðar sprakk bíllinn í loft upp
með þeim afleiðingum að 11 manns
slösuðust, þar af tveir alvarlega.
Talsmenn lögreglunnar sögðu að
krafning hefði leitt í ljós að hvorag-
ur mannanna hefði orðið fyrir
byssukúlum. Dómsmálaráðuneytið
finnska viðar nú að sér gögnum um
atburðinn vegna þeirrar gagnrýni
sem fram hefur komið varðandi
starfsaðferðir lögreglunnar.
Anna Hamalainen, sem stökk út
úr bíl mannræningjans örfáum
sekúndum áður en hann sprakk í
loft upp, á fréttamannafundi í
Helsinki.
Plymouth eftir æfingaleik borgar-
liðsins gegn Chelsea frá London.
„Það verður að setja lög um
líkamsrefsingu fyrir brot af þessu
tagi,“ sagði einn þingmaður og
Peter Brainvels, þingmaður íhalds-
flokksins, sagði að nöfn óeirða-
seggjanna ætti að gera opinber:
„Setja þyrfti upp nafnalista, sem
gerður yrði heyrinkunnur um allt
land fótboltabullum til skammar og
háðungar."
Þingmaðurinn Robert Hayward
skrifaði Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra, og hvatti hana til að
setja á strangari reglur um rétt
fólks til að endurheimta vegabréf.
„Það þarf að ákveða hvort þessu
fólki verður leyft að fara utan aft-
ur,“ sagði þingmaðurinn.
Breskt sjónvarps-
efni í Kína:
Kaupin fjár-
mögnuð með
auglýsingum
Peking, AP.
BRESKA ríkisútvarpið, BBC,
og kínversk stjórnvöld hafa
gert nýjan samning um sýn-
ingu bresks sjónvarpsefnis í
Kína. Verða auglýsingar er-
lendra framleiðenda látnar
bera kostnað af útsending-
unni. Kemur þetta fram
tilkynningn frá BBC í gær,
mánudag.
í samningnum er kveðið á um
sýningu ieikinna þátta og heim-
ildarmynda, t.d. sakamálaþátt-
anna „Fröken Marple", sem
gerðir eru eftir sögu Agöthu
Christie, myndar í sex þáttum
um mestu stórfljót í heimi og
annarrar í fjóram þáttum, sem
heitir „Lifandi eyjar“ og er um
Bretlandseyjar. Verður efnið
sýnt síðar á þessu ári en talið
er að í Kína séu um 300 milljón-
ir sjónvarpsáhorfenda.
Kínveijar munu greiða fyrir
sjónvarpsefnið með erlendum
gjaldeyri en hann ætla þeir aftur
að fá frá erlendum stórfyrir-
tækjum, sem auglýsa vöra sina
samhliða útsendingunni.
Kínveijar hafa áður keypt sjón-
varpsefni af Bretum en það
greiddu þeir sjálfír milliliðalaust.