Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12, ÁGÚST 1986 AKUREYRI Dalvík: Korri fékk ekki fé úr Fiskveiðasjóði Reisir 600 fm húsnæði undir starfsemi sína ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Korri hf. á Húsavík hóf í vor byggingarfram- kvæmdir á 600 fm húsnæði undir starfsemi fyrirtækisins auk þess sem ætlunin er að hafa þar saltfiskverkun og flökun og frystingu fisks í smærri stíl. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 10 til 12 milljónir króna. Hinsvegar hefur fyrirtækið ekki notið neins láns- fjármagns frá Fiskveiðasjóði, en samkvæmt reglum sjóðsins á Fiskveiðasjóður að lána allt að 50% til slikra framkvæmda, að sögn Jóns Oigeirssonar, eins eigenda Korra hf. „Sjóðurinn hefur skrúfað fyrir all- ar lánveitingar til fiskverkunar þetta árið og gaf út yfírlýsingu þar að lútandi í byijun árs. Þingmennirnir okkar eru þó misjafnlega duglegir við að afla þess sem til þarf fyrir sín byggðarlög, en á fundi með stjórn sjóðsins í júnímánuði sl. fengum við algjört afsvar með lán að svo stöddu. Okkur finnst auðvitað hart að fá ekki krónu nú þar sem við höfum venjulega staðið í skilum og eins vegna þess að hér á Húsavík hafa fá ef nokkur fyrirtæki sótt í sjóðinn vegna slíkra framkvæmda, nema þá e.t.v. frystihúsið. Við erum samt alls ekki búnir að missa vonina, það er bara spuming hvort við fáum pen- ingana á þessu ári eða næsta.“ Jón sagði að vegna þessa væri ekki hægt að drífa upp húsið strax, heldur væri ætlunin að byggja nú 200 fm, sem kosta munu milli 5 og 6 milljónir króna, og hinir 400 fm yrðu að bíða betri tíma. „Við gætum svo sem leitað til Byggðastofnunar, en þá má húsið víst ekki heita fisk • verkunarhús, heldur verbúð eða eitthvað slíkt, samkvæmt þeim svör- um sem við fengum. Eins er bankafyrirgreiðsla til skammar úti á landi, bankastjórar áhrifalausir og lítið til af peningum. Við höfum Qár- magnað það sem af er með eigin fé, en þurfum líklega að ganga á fund bankastjóra þegar fram líða stund- ir.“ Byggingin verður á tveimur hæð- um og verður byijað á að salta á næsta ári til að byija með í þessum fyrsta áfanga þó svo að teikning hússins geri ráð fyrir saltfiskverkun- inni í þeim hluta sem verður að bíða. Tveir bátar eru í eigu Korra hf., Geiri Péturs ÞH, sem er 140 tonn að stærð, og Kristbjörg ÞH, 50 tonna bátur. Jón sagði að komið hefði til tals að selja minni bátinn og kaupa annan á við þann stærri, en iítið framboð virtist af bátum í landinu þar sem lítið hefði verið byggt á undanfömum árum og það sem til væri, 'væri á uppsprengdu verði. „Þróunin virðist bara sú að menn verða að stækka til að vera sam- keppnisfærir á úthafsrækjuveiðum. 40 til 50 tonna bátar eru heldur óheppilegar stærðir. Flestir þeirra voru t.d. á rækjuveiðum yfir sumar- tímann á viðmiðunarárunum þremur áður en kvótakerfíð var tekið upp sem að sjálfsögðu minnkaði þorsk- afla þeirra á þeim árum og fá þeir þar af leiðandi minni kvóta en aðrir enda ekkert tillit tekið til rækjuveið- anna. Kristbjörg ÞH aflaði t.d. 500-700 tonna af þorski á ári og var bátnum úthlutað 250 tonna árs- kvóta. Þessir minni bátar eru yfír- leitt búnir með kvótann þegar komið er fram á vor og þá er lítið annað en rækjan sem til greina kemur.“ Bátar Korra hf. hafa til þessa lagt upp afla sinn hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur og sagðist Jón hvorki hafa heyrt nein óánægjuhljóð frá forsvarsmönnum Fiskiðjusamlagsins né frá frammámönnum bæjarins með bygginguna enda miðaðist rekstur Fiskiðjusamlagsins nú í meira mæli við útgerð togaranna tveggja, Kolbeinseyjar og Júlíusar Havsteen. Stærri bátarnir færu nú í ríkara mæli á vertíðir suður og vestur. Hinsvegar, ef kvótakerfið yrði rýmkað, gætu þeir stundað línu- veiðar heima fyrir á haustmánuðum. „Trillukarlar hafa þó nokkrir spurt hvort við myndum taka á móti afla um helgar, þar sem þeir eru heldur óhressir með helgarvinnubann Fisk- iðjusamlagsins, og kemur það vel til greina," sagði Jón. Geiri Péturs ÞH hefur lokið við sinn kvóta en er nú á fískitrolli, keypti kvóta hjá fyrirtæki á Siglu- firði gegn því að leggja þar upp afla sinn. Að því búnu mun báturinn halda á rækjumið fram að síldveiði. Kristbjörg ÞH er á rækjuveiðum. Morgunblaðið/Jóhann Jakob ásamt nema sínum, Jóni Asgeiri Péturssyni. ' 4 ^ Íll fÍÍBí "■ flH ■ 'W. Já ’ * ," Slij i ém4 „Vélavinna í bátum hef- ur hingað til farið út úr sveitarfélaginu“ - segir Jakob Þórðarson, framkvæmda- stjóri nýrrar vélsmiðju á Grenivík VÉLSMIÐJAN Vík hf. á Grenivík var opnuð í byijun júnímánað- ar. Vélsmiðjan er í 200 fermetra húsnæði, sem stendur rétt við höfnina og var áður fiskverkunarhús. Fimmtán hluthafar eru að fyrirtækinu og eru útgerðirnar stærstu hluthafarnir. Jakob Þórðarson vélvirki sér um reksturinn og hefur hann nema sér til aðstoðar, enda hefur mikið verið að gera síðan opnað var, að sögn Jakobs. Vísir að vélsmiðju hefur aldrei áður verið á Grenivík, en hins vegar hefur bifreiðaverkstæði verið þar starfrækt undanfarin ár, en það hætti starfsemi um síðustu áramót. Vélsmiðjan Vík hf. býður upp á alla almenna járnsmíðavinnu, vélaviðgerðir og smíði. Heildarfjárfesting fyrir- tækisins í húsnæði, tækjum og öðrum áhöldum nam 3‘A milljón króna. Hluthafar lögðu fram IV2 milljón og Sparisjóður Höfða- hverfínga lánaði fyrirtækinu Qármagn í byijun með það fyrir augum að lán fengist bæði frá Byggðastofnun og Iðnlánasjóði seinna. Jakob sagði að búið væri að sækja um lánin og gert væri ráð fyrir lánum úr báðum þessum sjóðum. „Það vantar hingað nýjar atvinnugreinar, — Grenvíkingar hafa eingöngu fískinn, svo við lítum á hvers kyns nýjar atvinnu- greinar sem spor í rétta átt. Við sem stöndum að Vík hf. erum bjartsýnir og teljum að verkefnin séu fyrir hendi,“ sagði Jakob. „Þessi vinna hefur öll farið út úr sveitarfélaginu hingað til, mest þó til Akureyrar, bæði viðvíkjandi bátunum og eins viðgerðum á tækjakosti bændanna hér í kring.“ Jakob er frá bænum Ábæ, sem stendur rétt sunnan við Grenivík, og lærði hann vélvirkjun hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Hann sagðist hafa flutt heim aftur fyrir 10 árum og gegndi þá embætti sveit- arstjóra í þijú ár. Síðan hefur hann verið vélstjóri hjá frystihús- inu Kaldbaki á Grenivík, þar til nú. „Auðvitað er starf sveitar- stjóra dálítið frábrugðið starfí vélvirkja, en segja má að hvort tveggja séu þjónustustörf. Sveit- arstjórastarfið er þó mun hrein- legra," sagði Jakob. Vélsmiðjan er opin frá 7.30— 18.15 virka daga og þar er seld smurolía frá Shell. „Reikna ekki með að verða ríkur á harðfiskinum“ - segir Hallgrímur Antonsson fiskverkandi á Dalvík Á DALVÍK er maður, sem vinnur við fiskverkun, en það eitt og sér telst varla tii tíðinda. Hitt er mun athyglisverðara, að hann vinnur við framleiðslu og útflutning á ýmsum afurðum, sem ekki hefur tiðkazt til þessa, auk þess, sem hann verkar harðfisk. Maðurinn er ^ trésmiður og heitir Hallgrimur Antonsson og segir sjálfur, að hann hafi farið út í fiskverkun bæði vegna minnkandi vinnu við smiðar og eins að hann hafi talið, að fiskverkunin yrði léttari er aldurinn færðist yfir. Það sé hins vegar ekki raunin. „Þetta er nú og hefur verið fyrst og fremst framleiðsla á harðfiski undir nafninu Anton. Ég hef verið í þessu í tvö til tvö og halft ár að meðtöldum þjálfunartíma," segir Hallgrimur. „Síðan verka ég tíl út- flutnings reykta rækju í skel, mjöl úr rækjuhrati frá pillunarvélum, reykta og þurrkaða loðnu, reykta þorskbita og er að byija á þurr- reyktum skarkola. Þetta fer allt á markað í Bandaríkjunum nema harðfiskurinn. Hann fer allur á markað innanlands nema lítilræði, sem ég er að byija að flytja út til Grænlands. Það er ekki sjáanlegt í nánustu framtíð, að það sé stór markaður fyrir þessar reyktu afurðir vestra. Kannski að hann geti skilað nokkr- um milljónum króna og viðunandi afkomu. Afkoman í harðfiskverkun- inni er hins vegar afleit. Verðlags- eftirlitið var alltaf með puttana í þessu og heimtaði ákveðið meðal- verð, sem ekki stóðst, og auk þess eru allt of margir í þessari fram- leiðslu. Það hefur því frekar verið tap en gróði á harðfískinum, en ég mun þó halda henni áfram. Þetta snýst því hjá mér á gömlum merg °g ég hef von um að útflutningur- inn skili mér einhveijum peningum, þegar fram líöa stundir. Ég reikna engan veginn með því að verða rikur af harðfiskframleiðslunni. Það verður allt of mikil rýrnun í fiskin- um við þurrkunina frá því fískurinn kemur upp úr sjó með haus og hala og þar til fólk er farið að maula hann með sméri. Það er þokkalegt að fá um 7% af harðfíski út úr nýjum fiski og því þarf verðið að vera um 15 sinnum meira en verðið á hráefninu, bara til að greiða fyrir fískinn og þá er vinna og annar kostnaður eftir og vinnan er óskapleg. Ég hef ýmilegt við markaðsmál á sjávarafurðum að athuga. Það eru miklir möguleikar á því að selja ýmiss konar sérverkaðar sjávaraf- urðir í smáum skömmtum og það getur sklað smærri verkendum góðri afkomu. Hins vegar sýnist mér, að þessum þætti útflutnings hafí lítið sem ekkert verið sinnt af Islendingum, en Norðmenn til dæm- is hafa verið anzi seigir að koma sér inn á þessa smærri og afmark- aðri markaði í Bandaríkjunum. Það er greinilegt að markaðsmálin hér hafa fyrst og fremst miðazt við þarfir hinna stóru sölusamtaka fyr- ir hefðbundnar afurðir. Miklir möguleikar liggja í fram- leiðslu á alls konar manna- og dýramat úr loðnu meðan hún er mögur, en smáir framleiðendur hafa hvorki þekkingu né svigrúm til að stunda markaðsleit. Fyrir okkur eru þessir markaðir sem wf A \ ANTON '' já'5 Hallgrímur Antonsson fiskverkandi. óplægður akur, en víst er að hægt er að selja ýmsar afurðir úr fiski, sem hreinlega er hent í dag, og fá viðunandi verð fyrir. Árangur næst hins vegar ekki nema með sam- stilltu átaki og allt kostar þetta tíma og peninga," sagði Hallgrímur Ant- onsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.