Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 fyrir að veikindi hennar hefðu um nokkurt skeið borið þess glögg merki hvert stefndi, reyndist dánar- fregnin okkur sársaukafull. Við höfum séð á bak kærum vini, sem okkar dýpstu tilfínningar tengdust sterkum böndum. I fari ömmu bjó sérstakur neisti, sem engin orð fá lýst, neisti er snart mjög eindregið alla, sem kynntust henni náið. Við áttum þess kost að njóta mannelsku hennar og hlýju í ríkum mæli og fyrir það erum við ævinlega þakklát. Minninpn um ömmu okkar mun lifa um ókomna framtíð. Ragnar og Lína og hló með. En á seinni árum urðum við vinkonur og hélst sú vinátta til hinstu stundar, þær minningar gleymast ekki. Guð blessi Hönnu. Sigfríð Einarsdóttir Það var vorið 1927, Theódóra Sveinsdóttir matreiðslukennari seldi fæði uppi á lofti í Kirkjuhvoli. Eg vann hjá henni sem stofustúlka þá 22 ára. Þá réði hún stúlku í eld- húsið sér til aðstoðar. Þar kom Hanna beint úr matreiðsludeild Kvennaskólans, fyrirmyndarstúlka, myndarleg og dugleg og í samvinnu við hana varð vinnan leikur. Brátt fengum við útþrá og okkur kom saman um að verða samferða til Kaupmannahafnar og saman fórum við á gamla Gullfossi um haustið, en eftir 3 mánuði fór Hanna heim til íslands og giftist unnusta sínum, Haraldi Bjömssyni póstfulltrúa, sem nú er látinn fýrir nokkrum árum. Þegar ég kom heim frá Kaup- mannahöfn eftir 2 ár var eins og ég hefði kvatt hana í gær, heimili Hönnu og Haraldar varð mitt annað heimili. Hjá þeim gisti ég þegar ég vann úti á landi. Haraldur var hæggerður maður, góðlyndur og afar gestrisinn. Þar var mikill gestagangur og alltaf gaman að koma og vera velkominn. Þetta góða viðmót og allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti á 43 þeirra hcimili þakka ég nú af heilum. hug. Einnig þakka ég dætrum þeirra þann hlýhug sem þær hafa alltaf sýnt mér gegnum árin, sem liðin eru i vináttu og velvild. Það er svo margt að minnast á og þakka eftir 59 ára vinskap. „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum,'~ ófjötraður, leitað á fund guðs síns.“ (Gibran) Sólveig Jónsdóttir Hún var dóttir heiðurshjónanna Jakobínu Bjamadóttur og Sigbjörns Þorsteinssonar í Vík í Fáskrúðs- firði. Jóhanna giftist góðum manni, Haraldi Björnssyni féhirði á Póst- húsinu í Reykjavík, 7. mars 1931. Þau eignuðust þrjár dætur og einn son, sem er látinn. Hanna, vinkona mín, var glæsi- leg kona og hennar mannkostir voru miklir. Hún vildi öllum gott gera og ég hefi ekki þekkt trygg- ari konu en hana. Það var gaman, þegar Jóa í Vík (svo var hún kölluð heima í Fáskrúðsfirði) kom heim í Einarshús til okkar. Ég var yngri en naut þess að hlusta á spjaliið kvödd í burtu svo fyrirvaralaust í heiðríkju sumarsins, en eftir stönd- um við hnípin og veltum fyrir okkur tilgangi lífsins. Hvers vegna? Var henni ætlað æðra starf fyrir hand- an? Guð einn veit það. Áslaug og Smári voru með þeim fyrstu sem byggðu hús við Víði- grundina á Akranesi og fluttu í það með eldri soninn Hafþór og þar fæddist þeim yngri sonurinn Jökull. Haft hefur verið á orði að sam- heldni þess fólks sem nú býr við þessa götu sé mikil og er það ekki síst Áslaugu að þakka. Með glað- værð sinni og hressilegu framkomu ásamt með einarðleika og réttsýni, ef henni fannst á einhvem hallað, hafði hún ósjálfrátt áhrif á alla. Hún var frekar lítil vexti og grönn, en hvar sem hún fór geislaði af henni lífsorka og kraftur. Við kveðj- um hana með klökkum huga og hjartað fullt af þökk, fyrir alltof stutta viðkynningu. Smára, drengjunum og öðrum vandamönnum og vinum öllum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. íbúarnir við Víðigrund Birting afmæl- is- og minning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar ffbmort Ijóð um hinn látna. Lejrfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Fiat Uno 60 Super 5 dyra Höfum fengið aukasendingu af Fiat Uno 60 Super, 5 dyra, á frábæru verði, kr. 298.600,- annn umboðið SKEIFUNNI 8 - SÍMI 688850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.