Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
37
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
Hugsjónaeldur
Ljón (23. júlí — 23. ágúst) og
Bogmaður (22. nóv. — 21. des.)
Ég ætla í dag að fjalla um
samband þeirra sem eru dæmi-
gerðir fyrir Ljón og Bogmann.
Lesendur eru minntir á að hver
maður á sér nokkur stjömu-
merki sem öll hafa áhrif. Hér
er einungis fjallað um sólar-
merkið.
Lik merki
Ljón og Bogmaður eru lík
merki og eiga því auðvelt með
að skilja hvort annað og lynda
saman. Bæði eru eldsmerki,
eru athafna- og hugsjóna-
merki. Þau eru bæði úthverf
(opinská) en Ljónið er stöðugt
og Bogmaðurinn breytilegt
merki.
Léttleiki
Einkennandi fyrir samband
tveggja dæmigerðra einstakl-
inga í þessum merkjum er
léttleiki, hreyfing og glaðlyndi.
Bæði Ljón og Bogmenn eru
hressir einstaklingar. Þau eru
lítið fyrir neikvæðni eða óþarfa
barlóm. Þó áföll dynji yfir
leggjast þau ekki í þunglyndi
eða vol, heldur láta hendur
standa fram úr ermum og
horfa á jákvæðu hliðamar sem
þau eiga auðvelt með að finna.
Hugsjónir
Hugsjónir em sterkar í elds-
merkjunum. Því er líklegt að
Ljón og Bogmaður finni sér
einhveija hugsjón til að beijast
fyrir. Það geta t.d. verið hug-
sjónir í sambandi við listir,
stjómmál eða mannúðarmál.
Eldurinn lítur í kringum sig
og segin „Heimurinn er fullur
af óréttlæti, við þurfum að
leggja okkar af mörkum til að
bæta umhverfi okkar," eða
„það er svo mikil hræsni og
yfirborðsmennska í listum á
Islandi, menningarlífið er
staðnað, það þarf að koma með
nýjungar, nýtt blóð og nýjar
frumlegar hugmyndir."
Nýjungar
Nýjungar er einmitt orð sem
lýsir innstu þörfum þessara
merkja. Það að breyta til,
hreyfa sig, skapa og glæða það
sem er fyrir nýju lífi. Þvi er
hætt við að um litla stöðnun
verði að ræða í samskiptum
þeirra, innbyrðis og við um-
hverfið.
Festa
Það sem helst getur leitt til
togstreitu liggur í stöðugleika
Ljónsins og breytileika Bog-
mannsins. Lífssýn merkjanna
er lík og þau eru sammála um
hvað beri að gera. Það hvemig
standa á að framkvæmdum
getur hins vegar orðið vanda-
mál. Stöðugleiki Ljónsins
táknar að það vill beijast til
þrautar á einu ákveðnu sviði.
Hverfulleiki
Breytileiki Bogmannsins er
hins vegar fólginn í því að
hann vill takast á við mörg
mál I einu en vill ekki binda
sig við eitt ákveðið mál. Hann
vill ferðast og öðlast yfirsýn.
Því er hætta á, eftir að fyrsta
hrifningin er hjöðnuð, að Ljón-
ið verði fyrir vonbrigðum þegar
Bogmaðurinn vill stinga af á
vit nýrra ævintýra. Sá síðar-
nefndi getur orðið leiður:
„Hvemig í ósköpunum nennir
hann að hanga yfir þessu til
eilífðar."
Brandari
Við blásum þó hér á alla nei-
kvæðni. Til hvers að vera að
velta sér upp úr slíku? Ljón og
Bogmenn em einlægir, hressir
og bjartsýnir persónuleikar.
Okkur væri nær að segja góðan
brandara.
X-9
faémmf
GRETTIR
HVAE> S? LAN6T SlÐAN plp HAFIÐ
SE£> LUKKUPRIKS-HUND ?
TOMMI OG JENNI
UOSKA
FERDINAND
.....:::::::::::::::::::
:::::::::::::::::::::::::::
SMAFOLK
YOU PRIVE ME CRAZY!
YOU MU5T BE THE
UJORST OUTFIELPERIN THE
HI5T0RY OF BA5EBALL!
THAT'5 NOT VEfcV
ENC0URA6IN6!!!
Þú gerir mig bijálaðan.
Þú hlýtur að vera versti
miðvörður í allri knatt-
spyrnusögunni!
Þetta er ekki mjög uppörv-
ándiHI
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Ein meginkúnstin í úrspilinu
er að samnýta þá möguleika sem
hver samningur býður upp á.
Reyna í lengstu lög að forðast
blindgötumar, því ef húsið sem
leitað er að er ekki við þá götu,
getur verið of seint að snúa við.
Suður gefur; N/S á hættu.
Norður
♦ Á854
▼ KD42
♦ ÁG6
♦ 83
Suður
♦ 7
♦ ÁG10763
♦ D754
♦ ÁD
Vestur Nordur Austur Suður
— 1 hjarta
Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu
Pass 6 hjörtu Pass Pass
3S
Það þykir ekki góð pólitík að
spyija beint um ása með opinn
lit, en norður var heppinn í þessu
tilfelli þegar suður sagðist eiga
tvo ása. Og slemman er piýðileg.
Vestur spilaði út spaðadrottn-
ingu. Suður spilaði vel þegar
hann drap á ás og trompaéö'/
spaða heima. Hann spilaði næst
hjarta á kóng blinds, allir með,
og trompaði spaða aftur. Hann
endurtók þennan leik, spilaði
hjarta á drottningu og trompaði
síðasta spaðann.
Nú var tími til kominn að
fara í tígulinn. Það er óviturlegt
að svína gosanum, því ef
svíningin mistekst spilar austur
laufi áður en sagnhafi getur
kannað hvort tígullinn falli 3—3.
Þvi kom næst tígull á ás og lítill
tígull á drottninguna. * '
Norður
♦ Á854
VKD42
♦ ÁG6
♦ 83
Vestur
♦ DG103
♦ 9
♦ 10983
♦ K1076
Austur
♦ K962
♦ 85
♦ K9
♦ G9542
Suður
♦ 7
♦ ÁG10763
♦ D754
♦ ÁD
Nú vinnst spilið ef liturinn
skiptist 3—3, eða ef tígulkóngur-
inn er blankur eða annar öðru
hvom megin. Ef ekkert af þessu
gengur má enn stóla á laufsvíSR.
inguna.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Biel í Sviss í
júlí kom þessi staða upp í skák
ungverska stórmeistarans Istvan
Csom, sem hafði hvítt og átti leik,
og V-Þjóðveijans Kindermann.
23. Rxf6+! - gxf6, 24. Dxe6+
- Kg7, 25. Hc4! - h5, 26. Df5
- Dd8, 27. Dg5+ - Kf8, 2^.
Dxh5 Hvíta sóknin er nú gersam-
lega óstöðvandi, en Þjóðveijinn
gafst þó ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Lok skákarinnar urðu
þannig; 28. — Dd7, 29. Hg4 —
De8, 30. Dh8+ - Kf7, 31. Hg7+
- Ke6, 32. Dh3+ - f5, 33. e4! -
Df8, 34. exf5 - Df8, 34. exf5+
- Kd5, 35. Dg4 - Re5, 36. Dd4+
og svartur gafst upp.