Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Höfðingjar Því er stundum haldið fram að útvarpið hafi sáralítil áhrif í samanburði við sjónvarpið. En er þessu þannig varið? í svæðisútvarpi fyrir Reykjavík og nágrenni, sem er í umsjón Sverris Gauta Diego, Sigurðar Helgasonar, Steinunnar H. Lárusdóttur og Þorgeirs Ólafs- sonar, var í fyrradag rætt við Hermann Þorsteinsson formann bygginganefndar Hallgrímskirkju. Hermann skýrði frá því að síðastlið- inn fímmtudag, í kjölfar áskorunar í svæðisútvarpinu til Reykvíkinga um að mæta nú í kirkjuskipið að hreinsa timbur sem selja á svo unnt verði að ljúka kirkjubyggingunni fyrir afmælisdag Hallgríms, hafi bókstaflega drifíð að fólk úr öllum áttum eða einsog Hermann orðaði það, „þetta var eins og stórhátíð á jólunum og hvílík afköst". Já, slíkur er áhrifamáttur út- varpsins kæru lesendur og svo sannarlega er gleðilegt að enn skuli fólk geta unnið saman í þágu hug- sjónarinnar án tiílits til efnalegs ávinnings. Var máski timburhreins- unin á Skólavörðuhæð ákall sáln- anna til þess er ber byrðar vorar? Guði sé lof að enn er neisti guð- dómsins kvikur í hjörtum fólksins. Á meðan svo er er enn von og ég fann í orðum Hermanns ljósið æðsta er á eftir að lýsa musterið helga. Minnumst orða sjáandans Hallgríms, lokaorðanna: Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst vizka, makt, speki’ og lofgjörð stærst sé þér, 6 Jesú, herra hár, og heiður klár, amen, amen, um eilíf ár! Höfðingjar En menn gera sér fleira til dund- urs en hreinsa timbur í þágu guðdómsins. I hinum notalega en máski fulllanga óskalagaþætti Helga Más Barðasonar á rás 2 er hann nefnir Allt og sumt og kynnir tónlist úr öllum áttum, þar á meðal óskalög íbúa ákveðinna landsvæða, síðast hlustenda í Mýrasýslu, Borg- arfírði og á Akranesi, var í fyrradag upplýst að nokkrir ungir sveinar á Akranesi hafí nýlega haldið upp á tvítugs afmælið í hvorki meira né minna en 200 fermetra tjaldi þar sem öllum bæjarbúum var boðið til veislu. Mér fínnst þetta framtak ungu mannanna á Ákranesi alveg stórkostlegt og það sýnir að enn ríða höfðingjar um héruð. Menn hafa tuggast á því hér í tíma og ótíma að landið byggi nú Kot- ungakyn og höfðingjar Islands hafí nánast dáið út með Einari Ben. og Jóni Sigurðssyni en hvað um ungu mennina á Akranesi er reisa tjald að fomum sið og bjóða til veislu? Mér varð hugsað til Njáls og Gunn- ars er Helgi Már sagði frá tjald- búðinni miklu við Akranes. Rís máski nýtt höfðingjakyn senn við hafsbrún, landvættum til fulltingis? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Þættir úr sögu Reykjavíkur: Lifað o g leikið sér IMNH í kvöld verður Ol 30 fjallað um " skemmtanir Reykvíkinga á öldinni sem leið og félagslífið í bænum í Þáttum úr sögu Reykja- víkur á rás eitt. Fram kemur meðal ann- ars að dansleikir voru mjög vinsæl skemmtun alla öld- Ymsar hliðar í kvöld er á dag- on 30 skrá rásar eitt ^ O þáttur Bem- harðar Guðmundssonar, Ýmsar hliðar, sem fjallar um málefni þriðja heims- ins. Þátturinn er vikulega á dagskrá og kveðst Bem- harður leitast við að draga upp mynd af lífinu í þróun- arlöndunum og tengja það íslenskum veruleika, „enda heimurinn ein heild" eins og Bemharður orðar það. í þættinum í kvöld ætlar Bemharður að ræða um áhrif þess að tæknin hefur innreið sína í dæmigert þróunarland. í því sam- bandi tekur hann tali þá Jens Andrésson og Guð- mund Kristjánsson úr áhöfn Fengs en þeir hafa báðir unnið að þróunarað- stoð á Grænhöfðaeyjum. Loks ætlar Bernharður að ræða við Ástu K. Ragn- arsdóttur um unga íslend- inga á krossgötum. Bemharður Guðmundsson ina þótt erlendum ferða- löngum þætti víst lítill menningarbragur á þeim skemmtunum bæjarbúa. Umsjónarmaður hefur leitað heimilda í ýmsum ritum og má þar nefna meðal annars Lífíð í Reykjavík, eftir Gest Páls- son, Ur heimsborg í grjóta- þorp, eftir Lúðvík Kristjánsson, og Lifnaðar- hættir í Reykjavík á síðari helmingi 19. aldar, eftir Þórberg Þórðarson. Auk þess verður gluggað í kaflann Gömul Reykjavík- urbréf 1835-’99 í bókinni íslensk sendibréf. Umsjónarmaður er Gerður Róbertsdóttir og lesari Auður Magnúsdóttir. Síðustu dagar Pompei 2105 Nú er búið að sýna helminginn af ítalsk-banda- Flugleiðir í Paragvæ 21 H í kvöld er á dag- 50 skrá sjónvarps mynd sem ís- lenskir kvikmyndagerðar- menn gerðu um leiguflug Flugleiða til Paragvæ síð- astliðinn vetur. Einnig verða sýnd viðtöl sem tekin voru við ráðamenn Flug- leiða um leiguflug félags- ins. Framleiðednur eru Mynd- varp og Frétta- og fræðslu- þjónustan. Kvikmyndatöku annaðsit Baldur Hrafnkell Jónsson og hljóðupptöku Böðvar Guðmundsson. Um- sjón og stjóm Rafn Jónsson. rísku þáttunum um síðustu daga Pompei, Gli Ultimi Giomi Di Pompei, í sjón- varpinu og fer að færast fjör í leikinn. í kvöld verður sýndur fjórði þátturinn af sex. Áhugamenn um sögu Rómaveldis ættu því að fá nóg fyrir sinn snúð í sjón- varpinu þessa dagana en á sunnudaginn sýndi sjón- varpið fyrsta þáttinn af frægum myndaflokki, Masada, sem fjallar um átök gyðinga og Rómveija á fyrstu öld eftir Krist. Þættirnir um síðustu daga Pompei em byggðir á sagnfræðilegri skáldsögu Edwards Bulwer Lytton og em gerðir undir leikstjóm Peters Hunt. Fjöldi leikara kemur fram í þáttunum en fræg- astur þeirra er vafalaust Bretinn Laurence Olivier sem leikur Caio. Þýðandi er Þuríður Magnúsdóttir. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.16 Veöurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési" eftir löunni Steinsdóttur. Höf- undur les (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Guðmundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Áöur fyrr á árunum. Umsjón: Ágústa Björnsdótt- ir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Guömundur Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Katrin", saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Siguröardóttir les (32). 14.30 Segöu mér aö sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóðum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Noröurland. Umsjón: Örn Ingi, Anna Ringsted og Stef- án Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist eftir Pjotr Tsjaíkovskí. a. Forleikur aö Balletinum „Rómeó og Júlía". Hallé- hljómsveitin leikur; Okko Kamu stjórnar. b. Balletttónlist úr óperum. Hljómsveit konunglegu óperunnar í Covent Garden leikur. Colin Davies stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Vernharöur Linnet. Aöstoöarmaöur: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. — Hallgrímur Thorsteinsson og Guölaug María Bjarnadóttir. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Aö utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K. M. Peyton. Silja Aöalsteins- dóttir les þýöingu sína (21). 20.30 Ýmsar hliöar. Þáttur i umsjá Bernharðs Guö- mundssonar. 21.00 (slenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Þættir úr sögu Reykja- vikur — Lifaö og leikiö sér. Umsión: Gerður Róberts- dóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Hljóö-varp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt i samvinnu viö hlustendur. 23.10 Djassþátlur. — Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns Sigurjóns- SJÓNVARP 19.00 Ur myndabókinni — 15. þáttur Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Fálynd prinsessa, Bleiki pardusinn, Villi bra bra, Snúlli snigill og Alli álfur, Ugluspegill, Raggl ráöagóöi, Alfa og Beta, Klettagjá og Hænan Pippa. Umsjón Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Smellir — Rolling Ston- es — Seinni hluti. Umsjónar- menn Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. Stjórn upptöku: Friörik Þór Friö- riksson. MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 21.05 Siöustu dagar Pompei (Gli Ultimi Giorni Di Pompei) Fjóröi þáttur. (talsk-banda- riskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum, geröur eftir sagnfræöilegri skáld- sögu eftir Edward Bulwer Lytton. Þýöandi: Þuriöur Magnúsdóttir. 21.50 f leiguflugi — Flugleiöir i Paragvæ íslenskir kvikmyndageröar- menn fylgdust meö áhöfn flugmanna á leiö frá íslandi til Paragvæ á liönum vetri og fjallar myndin um flug- ferö þá. Einnig er rætt viö ráðamenn Flugleiöa um leiguflug félagsins. Fram- leiðendur: Myndvarp og Frétta- og fræösluþjónust- an. Umsjón og stjórn: Rafn Jónsson. Kvikmyndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson. Hljóö: Böðvar Guðmunds- son. 22.10 Hafnarstræti Þáttur sem Sjónvarpiö gerði sumariö 1970. Rakin er saga gamalla húsa viö Hafnarstræti. Texti: Árni Óla. Umsjónarmaöur: Andrés Indriöason. Áður sýnt i des- ember 1970. 22.35 Fréttir í dagskrárlok. sonar, og Siguröar Þórs Salvarssonar. Guöríöur Har- aldsdóttir sér um barnaefni i fimmtari mínútur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Kliöur Þáttur í umsjá Gunnars Svan- bergssonar og Siguröar Krist- inssonar. (Frá Akureyri.) 15.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaöan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Tekiö á rás Ingólfur Hannesson og Samú- el Örn Erlingsson lýsa leikjum i undanúrslitum bikarkeppni Knattspyrnusambands (s- lands. IA og Valur keppa á Akranesi og Fram og ÍBK á Laugardalsvelli í Reykjavik. 21.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyr ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.