Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Fiskafli tæp 780þús.tonn HEILDARFISKAFLI á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er 799.978 tonn eða rúmum 47 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Þar af er þorskafli 244.483 tonn, en var á sama tíma í fyrra 227.063 tonn. 350.468 tonn af loðnu hafa borist á land fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var loðnuveiðin 344.572 tonn. Aflahæsta verstöðin er Vestmannaeyjar með samtals 112.728 tonn, en þar var einnig mestur afli kominn á land á sama tíma í fyrra, 102.982 tonn. Aflinn það sem af er þessu ári skiptist þannig að bátar eru með 575.067 tonn og togarar 224.911 tonn og er það svipuð skipting og á sama tíma í fyrra. Aflinn skiptist þannig milli landshluta: Suðurland 137.386 tonn, Reykjanes 155.729 tonn, Vesturland 61.821, Vestfirðir 62.465, Norðurland 119.613 tonn, Austfirðir 179.923 tonn og erlendis var landað 83.041. Af þorskafla það sem af er þessu ári hefur mestu verið landað í Ól- afsvík, 13.229 tonnum, næst kemur Keflavík með 13.056 tonn og þvi næst Vestmannaeyjar með 12.777 tonn. Heildarsala erlendis það sem af er þessu ári er 83.041 tonn en var á sama tíma í fyrra 52.465 tonn. Heildarafli í júlímánuði nú var 69.905 tonn, en var í júlí í fyrra 69.335 tonn. Morxunblaðið/Ámi Sæberf? Rauði kross íslands afhenti Landhelgisgæslunni í gær sjö sjúkrabörur tíl nota í þyrlum gæslunnar. Á myndinni sést er Guðjón Magnússon formaður RKÍ afhendir Gunnari Bergsteinssyni forstjóra Land- helgisgæslunnar börurnar. Vinstra megin við þá stendur Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ. Rauði kross íslands: Færði Landhelgisgæslunni sjö sjúkrabörur að gjöf Ungt fólk með hlutverk: Loren Cunningham talar á samkomu í Neskirkju RAUÐI kross íslands færði Landhelgisgæslunni í gær að gjöf sjö sjúkrabörur til notkunar í þyrlum. Börur þessar eru af tveimur gerð- um. Sex þeirra eru af venjulegri gerð, en þó þannig að hægt er að leggja þær saman, svo lítið fer fyr- ir þeim. Hingað til hefur Land- helgisgæslan notast við óhentugri börur sem taka svo mikið rými í þyrlunum að þær hefur oft þurft að skilja eftir ef ekki er farið í sjúkraflug. Einar börur eru sérstak- lega gerðar til að flytja sjúklinga sem eru brotnir á hrygg eða hálsi. Guðjón Magnússon, formaður Rauða krossins, afhenti börumar og sagði við það tækifæri, að þótt Rauði krossinn hefði rúmlega 50 bifreiðir víða um land við sjúkra- flutninga, þá mætti ekki gleyma sjúkraflutningum í lofti. „Það hafa orðið straumhvörf í sjúkraflutning- um með skipulagningu Landhelgis- gæslunnar á vinnu fjölda manna og þá ekki síst vegna þyrlunnar," sagði Guðjón. „Góður búnaður skiptir þar miklu máli, en góðir starfsmenn ekki síður“. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, veitti börun- um viðtöku og sagði að þær kæmu sér afar vel, því eldri börur hefðu verið mun óþjálli. „Það skiptir sköp- um að í stærri þyrlu Landhelgis- gæslunnar komast nú fjórir sjúklingar í einu, auk læknis og áhafnar. í minni þyrluna komast tvennar börur,“ sagði Gunnar. Þá sagði hann að yfir 30 sjúkra- og leitarflug hefðu verið farin það sem af er þessu ári. Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Rauða kross Islands, sagði að stutt væri síðan ákvörðun var tekin um kaup á sjúkrabörum. „Börumar voru keyptar af Lands- sambandi hjálparsveita skáta og kostuðu tæpar 80 þúsund krónur,“ sagði Jón. „Þær eru þegar komnar í notkun og kom Frakki hingað til lands til að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar notkun þeirra í stærri þyrlunni," sagði Jón. SAMTOKIN Ungt fólk með hlut- verk munu í kvöld og annað kvöld verða með tvær almennar samkomur í Neskirkju í tilefni af komu alþjóðlegs leiðtoga kristniboðssamtakanna „Youth with a Mission", Loren Cunning- ham. Cunningham er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni og Eivind Fröen frá Noregi og Thomas Juul Askham frá Færeyjum. Kristniboðssamtökin hafa nú um 5 þúsund starfsmenn í fullu starfí á sínum snæmm víðs vegar um heiminn og um 20 þúsund starfs- mönnum í hlutastarfi í 65 löndum. Samtökin voru stofnuð árið 1960 af Loren Cunningham og skiptist starf þeirra aðallega í þrennt; kristniboð, kennslu og hjálparstarf. Hafa þau árum saman tekið þátt í hjálparstarfí meðal flóttamanna víða um heim, og eru nú til dæmis að hefja slíkt starf í Súdan í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðimar. Mr-'sg §■ & gnn ssaw’ Sfc S 55 <ss m s^r!*5i "jíl. w* ^2 ^5- .Bí •e SE 'Sk im Aerobic leikfimi er dúndur stuðleikfimi með músík. Tímar fyrir byrjendur og lengra komna, einnig opnir tímar. Teygjuæfingar og sérlega góð úthaldsþjálfun. Æft þrisvar í viku. mm an i in&fl 4-6 teknir í nám í f lugnmfer ðar stj ór n Flugumferðarsljórn hefur auglýst eftir umsóknum um nám Stöðuhækkun en ekki ný staða - segir samgöngu- ráðherra „ÁSTÆÐULAUST þótti að auglýsa stöðu aðstoðarmanns Póst og síma- málastjóra lausa til umsóknar því einungis var um að ræða stöðu- hækkun hjá einum framkvæmda- stjóra stofnunarinnar, en ekki nýja stöðu,“ sagði Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, er hann var að því spurður hvernig á því hefði staðið að þessi nýja staða hefði ekki verið auglýst á dögunum eins og staða Póst og símamála- stjóra. Guðmundur Bjömsson, sá er hlaut þessa stöðuveitingu, hefur verið einn fimm framkvæmdastjóra Pósts og síma, og sagði Matthías að mikilvægt hefði verið að koma þessari stöðu á laggimar til að ljóst væri hvcr stað- gengill Póst og símamálastjóra væri þegar hann væri fjarverandi. Sagði hann það því hafa legið beint við að veita einum þessara framkvæmda- stjóra stöðuhækkun og hann tekið þá ákvörðun að ráða Guðmund þar sem hann hefði sótt um stöðu Póst og síma- málastjóra og verið viðskiptafræði- menntaður. í fluguniferðarstjórn og sagði Einar Einarsson, skólastjóri hjá Flugumfeðarþjónustunni, að fjórir til sex umsækjendur yrðu teknir inn að þessu sinni og að mikið hefði verið um að eyðublöð varðandi námið hefðu verið sótt á skrifstofuna. Fjöldi umsókna hefur á undan- fömum árum orðið allt að 70, og í fyrra bárust 40 umsóknir. Einar sagði að til umsækjenda væru gerð- ar kröfur um stúdentspróf og þeir sem uppfylltu þær yrðu síðan að þreyta próf í íslensku, ensku, stærð- fræði og eðlisfræði, og einnig yrðu þeir látnir sæta læknisskoðun og fara í viðtal til sálfræðings. Sagði Einar að síðan yrðu fjórir til sex umsækjendur valdir til að sækja nám í flugumferðarstjórn í níu mánuði í Kanada, og fara þeir þang- að í byijun næsta árs. Að afloknu námi í Kanada koma þeir hingað til lands og þreyta svonefnt starfs- réttindapróf. Nú eru sjö íslendingar við nám í flugumferðarstjóm í Kanada og ljúka þeir því í nóvember og koma þá heim. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans! Hressandi leikfimi með músík fyrir konur með góðum teygjuæfingum og mjög úthaldsaukandi. Æft tvisvar í viku. mSS& f&rvs, iíSfe g B » I fr&SL SZ ^ ísr-a asss w’ ? Bjóðum upp á mjög fjölþætta þjálfun í tækjasal, þrek- þjálfun, líkamsræktarþjálfun og kraftþjálfun fyrir allar tegundir íþrótta. Við viljum vekja athygli á því að tækja- þjálfun er heppilegasta þjálfunarleiðin fyrir fólk sem ekki hefur æft lengi og fyrir þá sem komnir eru yfir miðjan aldur, jafnt fyrir konur sem karla. Þá bjóðum við upp á Ijósaböð, böð, vatnsgufuböð og nuddpotta. Hjá okkur er aðstaða fyrir börn meðan foreldrar æfa. Upplýsingar og innritun í símum 46900, 46901,46902, frá kl. 1 4.00 til kl. 22.00 frá mánud. til fimmtud., kl. 14.00 til kl. 21.00 áföstud. og frá kl. 10.00 til 18.00 á laugardögum. ÆFINGÁ5VOÐIN ENGIHJALLA 8 * ^46900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.