Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 9 UTSAIA 40-50% lækkun á veggfóðri og efnum. Mikil verðlækkun á sumarfatnaði Dæmi: Kjólar: frá 990.- Bolir: frá 375.- Kápur: frá 2900.- %istan Laugavegi 99, sími 16646. Jíafa ‘Royal Sumartilboð 20% verðlækkun á öllum harðviði Baðinnréttingar fyrir þá sem haffa góöan smekk. VALD. POULSEN f Suðurlandsbraut 10 — Sími 686499 SHwgmiMfifrtfe Askriftcirsíminn er 83033 feiítoMmsp Petra Kelly til 1 Islands í boði ungra framsóknarmanna Ungir framsóknarmenn og Græningjar Morgunblaðið skýrði frá því á laugardaginn, að Samband ungra framsóknarmanna (SUF) hefði boðið Petru Kelly, fyrrum þing- manni Græningja í Vestur-Þýskalandi, að koma hingað til lands og sitja þing SUF, sem haldið verður í Eyjafirði um næstu mán- aðamót. í fréttinni sagði, að Petra Kelly myndi að öllum líkindum þekkjast boðið og taka að auki með sér til íslands Gert Bast- ian, þingmann Græningja og fyrrum hershöfðingja. í Staksteinum í dag er farið nokkrum orðum um hinn óvænta vinskap ungra framsóknarmanna og Græningja og spurt, hvað í honum felist. Grænmgjar ysttilvinstri í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn segir ma.: „Finnur Ingólfsson, formaður SUF, var spurður hvers vegna Petru Kelly væri boðið á ráðstefnuna og hvort hún hefði þekkst boðið. Finnur sagði, að um- hverfismál yrðu stór þáttur í ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina „Framsóknarflokkurinn: Afl nýrra tima“, og sú umræða væri ástæða þess, að Petru Kelly hefði verið boðið.“ Ekki er óeðlilegt að tengja saman Græningja og umhverfismál, enda er flokkur þeirra gjarn- an nefndur „flokkur umhverfisvemdar- sinna“. En þeir, sem fylgjast með fréttum, ættu að vita, að Græn- ingjar hafa ekki aðeins áhuga á umhverfismál- um t þröngum skilningi, heldur einnig og kannski ekki síst öryggis- og vamarmálum. I þeim efnum er stefna þeirra skýr: Þeir em andsnúnir aðild Vestur-Þýskalands að Atlantshafsbandalag- inu og vilja einhliða kjamorkuafvopnun Vesturlanda. Fyrir þessu hafa þeir barist af mikl- um ákafa á undanföm- um árum og skipað sér framarlega i raðir hinna svonefndu „friðarhreyf- inga“. Innan Græningja- flokksins em síðan margvíslegar fylkingar með ólík hugðarefni og áherslur: þ. á m. hvers- kyns draumórafólk og „náttúmböm" og jafnvel andstæðingar þingræðis- og lýðræðisskipulags. Sú spuming er áleitin, hvaða þættir ■ stefnu Græningjanna höfða sér- staklega til ungra framsóknarmanna. Finn- ur Ingólfsson segir, að umhverfismál verði á dagskrá á SUF-þinginu, en varla er það eina ástæðan fyrir boðinu til Græningjanna. Nema þá ungir framsóknarmenn hafi svona litla hugmynd um raunveruleg stefnu- mál Græningjanna. Eða ætla þeir kannski að sam- þykkja einhveijar rót- tækar ályktanir um umhverfismál í víðum skilningi i anda Græn- ingja, sem tækju þá jafnvel til kjamorku- mála? Er hugsanlegt, að þeir ætli að breyta um afstöðu til Atlantshafs- bandalagsins ogtaka upp stefnu i anda Græningja? Þetta verður bara að koma í ljós, en óneitan- lega er það furðulegt að á sama tima og Steingrímur Hermanns- son, formaður Fram- sóknarflokksins, leggur áherslu á samstarf við stjómmálaflokka i Al- þjóðasambandi fijáls- lyndra flokka og sækir þing þeirra, skuli unglið- amir í flokknum leita eftir sambandi við flokk, sem er yst til vinstri f vestur-þýskum stjóm- málum. Hvað ætli „bræðraflokki" Fram- sóknarflokksins í Vest- ur-Þýskalandi, Frjálsa demókrataflokknum, finnist um slíka hegðun? Og munu framsóknar- menn skipa sama sess f alþjóðasamstarfi eftir Græningjaævintýrið? Það er lfka ástæða til að velta þvi fyrir sér, hvort ungir framsóknar- menn viti almennt um það, hvað vakir fyrir for- ystu SUF. Einhveijir þeirra hljóta að spyija sig, hvort það sé ekki rétt að eftirláta Alþýðu- bandalaginu og Kvenna- listanum boð til Petm Kelly og annarra Græn- ingja. Fróðlegt verður að sjá, hvort þessir menn hafa hugrekki til að láta undrun sina og hneyksl- un i Ijós opinberlega áður en SUF-þingið kemur saman eða á þvi sjálfu. „Aflnýrra tíma“ Svo sem fyrr segir verður yfirskrift SUF- þingsins i Eyjafirði „Framsóknarflokkurinn: Afl nýrra tíma“. Þetta heiti gefur ágæta vísbendingu um „hug- myndaauðgi" ungra framsóknarmanna. Ná- kvæmlega sama kjörorð var yfirskrift 27. þings Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem lialdið var í Reykjavík í septem- ber 1983, og hefur oft síðan verið notað af SUS-mönnum um Sjálf- stæðisflokkinn, m.a. i tengslum við siðustu sveitarstjómarkosning- ar. Nú má auðvitað deila um það, hvor flokkurinn sé „afl nýrra tíma“, en naumast þarf að deila um hitt, að þama er um ann- að tveggja að ræða: framsóknarlega eftiröp- un eða ótrúlega van- þekkingu. Það á eftir að koma í ljós, í hvaða skilningi Framsóknarflokkurinn er „afl nýrra tima“. Ekki virðast kjósendur vera sammála því og ekki heldur þeir, sem spurðir em í skoðanakönnunum. Kannski er átt við ein- hveija umhverfisvemd- arstefnu, sem mörkuð verður á SUF-þinginu. Varla er verið að minna á, hvar þingið er haldið; nefnilega í kjördæmi Ingvars Gislasonar og Stefáns Valgeirssonar, sem líkur benda til að muni áfram vera í for- ystusveit Framsóknar- flokksins í næstu kosningum og þar með helstu máttarstólpar afls „hins nýja tíma“! Hólahátíð næsta sunnudag: I fyrsta sinn síðan ákveðið var að endurreisa biskupsstól Næstkomandi sunnudag verður hin árlega Hólahátíð haldin heima á Holum í Hjaltadal. Þau merku timamót hafa orðið siðan Hólahátíð var síðast haldin að nú er ákveðið að vígslubiskup Hólastiftis, sr. Sigurður Guð- mundsson flytji heim að Hólum, en þar hefur hann verið kosinn sóknarprestur. Virðist þar komið í höfn eitt aðalmarkmið Hólafé- lagsins, sem heldur Hólahátíðina. Hátíðin hefst sunnudaginn 17. ágúst kl. 14 með hátíðarmessu í dómkirkjunni. Þar predikar séra Pétur Þórarinsson á Möðruvöllum og kirkjukór Hóla og Viðvíkur syng- ur. Organisti er Rögnvaldur Val- bergsson. Prestar víðs vegar úr Hólastifti þjóna fyrir altari. Valur Amþórsson, kaupfélags- stjóri, mun flytja aðalræðuna á hátíðarsamkomu að lokinni guðs- þjónustu. Þar mun einnig Rögn- valdur Valbergsson spila á orgel og Sveinn Sigurbjörnsson á tromp- et. Elísabet Waage syngur einsöng við undirleik Gunnars Óla Gunnars- sonar og Thymothi Beyldy á Sauðárkróki mun leika á fiðlu. Séra Hjálmar Jónsson prófastur Skag- firðingar flytur ávarp og lokaorðin mun síðan eiga Hólabiskupinn, séra Sigurður Guðmundsson. Eftir guðsþjónustu drekka kirkjugestir saman kaffi í skólahús- inu og kl. 16.30 verður samkoma fyrir börn. Það hefur löngum þótt ömggt að gott veður væri á Hólahátíð og trúa margir Skagfirðingar og fleiri Norðlendingar því, að Guðmundur góði sjái til þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.