Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Norrænir forsætisráðherrar ræða um S-Afríku: Carlsson fellst á viðskiptabann Kaupmannahöfn, frá Ib Björnbak, frétta-ritara Morgunbladsins. Forsætisráóherrar Noróurianda sitja þessa dagana á rökstólum og fer fundur þeirra fram i Oðinsvéum á Fjóni. I fyrradag, mánu- dag, snerust umræður þeirra einkum um afstöðuna tii viðskiptabanns á Suður-Afríku. Jerúsalem, AP. Mjög hart hefur verið lagt að Ingvari Carlsson, forsætisráðherra Svía, að taka þátt í samnorrænu ________________ viðskiptabanni á Suður-Afríku en * hann er enn þeirrar skoðunar, að Israel: eðlilegast sé, að öryggisráð Samein- ----------- uðu þjóðanna hafi frumkvæði að slíku banni. Afstaða Dana er skýr- ari því að þjóðþingið ákvað í trássi við stjórnina að hætta öllum við- skiptum við Suður-Afríku. Danir eiga nú sæti í öryggisráði SÞ og vill sænska stjómin, að þeir taki þetta mál upp á þeim vett- vangi. Á því hafa Danir hins vegar engan áhuga. Telja þeir fullvíst, að Bandaríkjamenn muni beita neitun- arvaldi og því sé það ekki skynsam- legt að vera að hreyfa málum, sem engin von er til, að verði samþykkt. Á forsætisráðherrafundinum í Óðinsvéum hefur Ingvar Carlsson gefið nokkuð eftir í þessu máli og á blaðamannafundi seint á mánu- dag sagði hann, að sér þætti best, að öryggisráðið sæi um þetta mál, en ef ekkert yrði af því ættu Norð- urlöndin að sameinast um viðskipta- bann. Taka mætti ákvörðun um það fyrir árslok. Þetta mál verður til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norður- landa, sem hefst í dag, miðvikudag, í Kaupmannahöfn. Þar verður einn- ig fjallað um öryggisráðstefnu Evrópu, eftirlit með vígbúnaði, af- vopnun, mannréttindamál og al- þjóðlegt samstarf í efnahagsmálum. Anatoly Shcharansky var meðal þeirra, sem tóku þátt í mótmælaað- gerðum fyrir framan skrifstofu Shimons Peres forsætisráðherra Israels í gær. Hvöttu mótmælendur stjórnina til að taka ekki upp stjórnmálasamband við Sovétmenn nema gyðingum verði heimilt að flyljast frá Sovétríkjunum. AP/símamynd Vilja ekki sljórnmála- samband við Sovétmenn — nema gyðingum verði leyft að flytjast frá Sovétríkjunum TUGIR sovéskra innflytjenda 1 ísrael og hundruð stuðningsmanna þeirra hvöttu á sunnudag stjórn landsins til að taka ekki upp stjórn- málasamband við Sovétríkin fyrr en stjómvöld þar veita þeim gyðingum, sem vilja flytjast úr landi, brottfararleyfi. Fremstur í flokki mótmælenda var Anatoly Shcharansky, sem var leystur úr haldi í Sovétríkjunum og leyft að flytjast til ísrael í febrúar sl. Um fjögur hundruð manns söfn- uðust saman fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra ísraels, Shimons Peres, um tvær klukkustundir með- an á ríkisstjómarfundi stóð, en þar var rætt um fyrirhugaðar viðræður ísraela og Sovétmanna í Helsinki um leiðir til að endumýja stjóm- málasamband ríkjanna tveggja. Á ríkisstjórnarfundinum var ákveðið að leggja aðaláherslu á málefni gyðinga í Sovétríkjunum í viðræðunum í Finnlandi. Að sögn útvarpsstöðvar hersins vom tveir ráðherrar Likud-banda- lagsins sammála sovésku útlögun- um og stuðningsmönnum þeirra um að gera það að skilyrði fyrir end- urnýjun stjómmálasambands ríkjanna að sovéskum gyðingum verði heimilt að að flytjast úr landi. Veður víða um heim Lægst Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Briissel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki HongKong Jerúsalem Kaupmannah. 11 Las Palmas Lissabon 16 London 14 LosAngeles 17 Lúxemborg Malaga Mallorca Miami Montreal Moskva New York Osló París Peking Reykjavík Rfódeianeiro 15 Rómaborg 18 Stokkhólmur 12 Sydney 7 Tókýó 25 Vfnarborg 19 Þórshöfn 13 13 11 19 16 15 26 19 Hæst 14 22 36 26 27 24 18 30 29 26 18 29 30 21 23 25 21 30 16 24 29 23 24 30 21 25 29 9 35 36 16 16 30 29 11 hálfskýjað skýjað heiðskírt léttskýjað vantar heiðskírt skýjað skýjað þokum. heiðskírt skýjað skýjað skýjað heiðskírt heiðskfrt skýjað skýjað skýjað skýjað rigning léttskýjað vantar skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað heiðskírt skúrir skýjað heiðskírt skýjað heiðskírt heiðskirt skýjað súld Chile: Ritari páfa datt af hjóli Vatikaninu, AP. SÉRA Emery Kabongo, einkarítari Jóhannesar Páls páfa II., datt af hjóli í gær og viðbeinsbrotnaði. Ka- bongo, sem er frá Zaire, var fluttur á Policlinico Gemelli- sjúkrahúsið og óttast læknar að hann hafi fengið heila- hrísting. Kabongo var að hjóla í garðin- um við sumardvalarstað páfa í Gandolfo-kastala suður af Róm. Hann var gerður að einkaritara páfa fyrir fjómm árum og hafði þá starfað tíu ár í utanríkis- þjónustu Vatikansins. Leynilögregla finiiur vopnabúr skæruliða Santiago, AP. AUGUSTO Pinochet, forseti Chile, sagði á mánudag að örygg- issveitir hefðu fundið vopnabúr í vogi einum við Kyrrahaf og þar hefði leynst sprengiefni, sem nægði til að sprengja hálfa Sant- iago, höfuðborg Chile, í loft upp. Leynilögregla hersins í Chile sýndi vopnin, sem fundust, og sagði að þetta væri mesti vopnaforði skæruliða, sem fundist hefði síðan Pinochet komst til valda með bylt- ingu 1973. Vopnabúrið var dulbúið sem birgðastöð veiðmanna í Carrizal- vogi um 660 km norður af Sant- iago. Þar voru 348 rifflar, 210.000 skothleðslur, nokkrar sprengju- vörpur og þrjátíu tonn af hand- sprengjum og öðru sprengiefni, sem flutt var í land frá sovéskum fiski- skipum í gúmbátum knúnum utanborðsmótor, að því er sagði í tilkynningu leynilögreglunnar. Pinochet skoðaði vopnin í höfuð- stöðvum leynilögreglunnar í Sant- iago og sagði eftir það við blaðamenn: „Hér eru vopn fyrir heila herdeild [20.000 manns]. Þetta sannar að ég segi sannleik- ann. Við eigum í stríði, en stjóm- málamennimir láta sér nægja að tala,“ sagði leiðtogi herforingja- stjómarinnar og bætti við: „Hér höfum við fundið það sem upp úr stendur af ísjakanum. Fyrir neðan er ýmislegt annað að finna.“ Stjóm Pinochets þurrkaði út alla andstöðu eftir að Salvador Allende var steypt af stóli 1973. En undan- farin ár hefur vinstri sinnuðum skæruliðum vaxið fiskur um hrygg auk þess sem almenningur hefur gripið til friðsamlegra mótmælaað- gerða gegn herstjóminni. Pinochet hefur sakað andstæð- inga sína, sem ekki em marxistar og tala máli fjölda Chilebúa, um að ganga erinda skæmliða í bylting- arhug. Harðar aðgerðir gegn bresk- um knattspyrnuáhugamönmim Amstordam, London, AP. STJÓRNENDUR breska feiju- fyrírtækisins Sealink hafa ákveðið að grípa til harðra að- gerða til að hjálpa til í baráttunni gegn óeirðum í röðum breskra Bandaríkin: Verðurbannað að reykja í flugvélum? Waahington, AP. Bandaríska vísindaakademían hefur hvatt til, að reykingar verði með öllu bannaðar um borð í sumum áætlunarflugvélum. Áskomn vísindaakademíunnar kemur fram í skýrslu, sem birt var nú í vikunni, og er búist við, að hún verði til að kynda að nýju undir gömlum deilum um hvort takmarka skuli enn frekar reykingar um borð í flugvélum. Er í skýrslunni bent á, að þeir, sem ekki reykja, neyðist til að anda að sér svælunni frá reykingamönnum auk þess sem öryggi farþega og áhafnar sé bein hætta búin af reykingunum. Þetta mál hefur að mestu legið í láginni síðan bandaríska flug- málastjómin ákvað fyrir tveimur ámm að hvetja til banns við reykingum um borð í farþegaflug- vélum, sem em tvo tíma eða skemur að komast á áfangastað. Stjóminni snerist hins vegar strax hugur og lagði til, að bannið næði aðeins til flugvéla, sem hefðu sæti fyrir 30 farþega eða færri. Vísindaakademían vill hins vegar, að bannið nái til a.m.k. sumra stórra farþegavéla á langleiðum. knattspymuáhangenda. Yfírlýsing stjómenda Sealink kemur eftir að fótboltabullur slóg- ust um borð í feijunni Koenigin Beatrix á föstudag. Þrír menn vom stungnir hnífí í átökunum. Fetjur Sealink munu ekki flytja áhangendur breskra félagsliða framvegis nema lögregla sé um borð og standi vörð við hafnir. Einnig getur farið svo að vega- bréf knattspymuáhugamanna verði gerð upptæk meðan á ferð með feijum Sealink stendur og félagslið- in, sem em að fara að keppa erlendis, greiði fyrirtækinu trygg- ingu og ábyrgist áhangendur sína. Tryggingin yrði endurgreidd við komu í áfangastað, en greiðsla fyr- ir skemmdir dregin frá, ef ein- hverjar yrðu. Breskum knattspyrnuliðum hef- ur verið bannað að taka þátt í 711 knattspyrnumótinu, sem haldið er árlega í Hollandi áður en keppnis- tímabilið hefst, að sögn fram- kvæmdastjóra mótsins, Jack van Zanten. „Þeir [breskir fótboltaáhuga- menn] hafa engan lærdóm dregið af harmleiknum á Heysel-leikvang- inum í Bmssel," sagði van Zanten og bætti við að aðstendur 711- mótsins, sem haldið var um helg- ina, væm orðlausir yfír óeirðum breskra fótboltabulla í Amsterdam og víðar í Hollandi. Sovétríkin: Víðkunnur sagn- fræðingur látinn Moskvu, AP. NIKOLAI M. Druzhinin, víðkunnur rússneskur sagnfræð- ingur, lést sl. föstudag, 100 ára að aldri. Dmzhinin skrifaði um 150 rit- verk og er saga rússneskra bylting- arhreyfínga á 19. öld þeirra best þekkt. Hann var gagnrýndur á ár- unum upp úr 1950 fyrir skort á ættjarðarást, en var hrósað sem fyrirmyndarborgara og vísinda- manni í minningargrein sem Mikhail S. Gorbachev leiðtogi Sov- étríkjanna o.fl. undirrituðu. Dmz- hinin var meðiimur sovésku vísindaakademíunnar og prófessor við Moskvuháskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.