Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 23 Japanir minnast mesta f lugsly ss sögunnar: Ljósmyndir teknar á síðustu augnablikunum Tókýó, APÁ—* Ar er nú liðið frá mesta flugslysi sögunnar en það varð þegar 520 manns fórust með japanskri breiðþotu í innaniandsflugi. Hefur þess verið minnst með margvís- legum hætti í Japan. I gær lögðu margir ættingjar hinna látnu leið sína á fjallið þar sem harmleikurinn varð. Fyrrum forseti Japanska flug- félagsins, Yoshumoto Takagi, sem sagði af sér eftir slysið, var meðal þeirra, sem fóru upp á fjallið, en þar ætlaði hann að biðjast fyrir við mikinn bauta- stein úr graníti. Japanska lögreglan skýrði frá því í gær, að hún hefði undir höndum ljósmyndir, sem teknar voru á síðustu augnablikum ör- lagaferðarinnar fyrir ári. Kyodo-fréttastofan sagði, að myndimar, sem væru 11 talsins, sýndu hvítt kóf inni í vélinni og flugfreyjur, sem væru að hjálpa farþegum með súrefnisgrímur. Talsmaður lögreglunnar sagði, að vitað væri hver hefði tekið myndimar en að það yrði ekki látið uppi. Aðeins ijórir komust lífs af úr slysinu. Ekki er enn fuliljóst hvað slys- inu olli en rannsóknarmenn hallast helst að því, að þrýstings- þil aftarlega í vélinni hafí gefíð sig. Við það eyðilagðist vökva- kerfí vélarinnar og 30 mínútum áður en hún hrapaði hafði flug- stjórinn misst að mestu stjóm á henni. Mikoko Yoshizaki, átta ára gömul, var ein fjögurra kvenna, sem lifðu flugslysið af. Hér er verið að bera hana burt úr flakinu. Yfirmaður hryðju- verkasveita sikha a bak við Amritsar, Indlandi, AP. ÖRYGGISSVEITIR handtóku í gær næstæðsta yfirmann hryðju- verkasveita sikha, Tarsem Singh Kuhar. Hann er yfirmaður Frels- isfylkingar Khalistan og var handtckinn í Karputhala-hérað- inu austan við Amritsar. Á Iaugardaginn var náðist einnig Manbir Singh, yfirmaður „Hers Khalistan", en það eru öflugustu hryðjuverkasamtök á Indlandi. Samtök Kuhars eru sérstakur lás o g slá hópur innan „Hers Khalistan“. Þau bera ábyrgð á flestum hryðjuverk- um i Gurdaspur-héraðinu í Punjab, en þar hafa flest hryðjuverk verið unnin undanfarið. Hryðjuverkamenn sikha héldu uppteknum hætti í gær. Þeir myrtu þrjá meðlimi hindúafjölskyldu í þorpi skammt frá Gullna musterinu í Amritsar, sem og tvo hindúa í þorpinu Purana Pind, sem er 40 kílómetra fyrir norðan Amritsar. Menningarhryðjuverk: Brennd eldspýta send fyrir stolið málverk Sydney, AP. ÞJÓFARNIR, sem stálu málverkinu „Grátandi kona“ eftir spánska listamanninn Pablo Picasso af safni á Ástralíu, hótuðu fyrir þremur dögum að brenna listaverkið og sendu áströlsku lögreglunni í gær brennda eldspýtu. Eldspýtunni fylgdi orðsend- ing: „Hafið þökk fyrir stuðninginn. Annar liður aðgerðarinnar hefst innan skamms." Þjófamir kalla sig „menningar- „Grátandi kona" var máluð hryðjuverkamennina" og hafa 1937 og er hún dýrasta málverk, embættismenn, sem telja brunnu sem safn á Ástralíu hefur keypt. eldspýtuna hafa táknrænt gildi, Lögregla leitar nú fímm sent viðvörun til helstu listaverka- manna, sem grunaðir eru um safna í Viktoríu-fylki, þar sem þjófnaðinn. Hún telur að þeir séu stuldurinn var framinn, um að listamenn af staðnum fremur en gæta fyllsta öryggis. atvinnuþjófar. Frakkland: Hætta kaupum á líbýskri olíu Nikósiu, Kýpur, AP. FRÖNSK olíufélög í ríkiseigu og nokkur dótturfyrirtæki alþjóðlegra olíufélaga hafa hætt að kaupa líbýska olíu og oliuvörur. Kom þetta fram í gær í virtu tímariti um efnahagsmál. í tímaritinu Middle East Ec- onomie Survey, sem gefið er út í Nikósíu á Kýpur og fjallar um efna- hagsmál í Miðausturlöndum, sagði, að það sem fyrir frönskum stjóm- völdum vekti væri „að styðja á hljóðlátan hátt bann Bandaríkja- stjómar við viðskiptum við Líbýu- menn“. Hafa Frakkar þá orðið fyrstir Evrópubandalagsþjóðanna til að taka þátt í viðskiptabanninu. Fimm bandarísk olíufyrirtæki, sem vom með starfsemi í Líbýu, hættu henni 30. júní sl. að skipun banda- rískra stjómvalda. nögu'eikar Vinding b' \lexb 31 210 véiinn* snúningar' Þvottavélar búnar stórkostlegum tækninýjungum. Blomberg þvottavélarnar fást alhvítar, stílhreinar og með stór- kostlegum tækninýjungum. VM 1210 • Nýtt dælukerfi, sem fullnýtir sápuefnin. Stórkostlegur sparnaður. • Mjög lítil vatnsnotkun aðeins 95 I. •Vinding með hléum uppi 1200 snúninga. Raki í þvotti aðeins 55%. • Ryðfrýr stálþelgur og tromla. Ryðvarið ytrabyröi. • E-þvottakerfi, sparar straum og tíma. •2ja ára ábyrgð. Fullkomin leiðbeiningabók á íslensku fylgir Blomberg þvottavélunum EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.