Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 47

Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Morgunblaðiö/Einar Falur. • Ásta M. Reynisdóttir sóst hér f baráttunni um knöttinn í leiknum gegn KA f gær sem einkenndist af mikilli hörku. Miðjan hjá Stuttgart sú besta í Þýskalandi - sagði Fuchs þjálfari Homburg eftir tapið Frá Skapta Hallgrímssyni, blaöamanni Morgunblaösins f Stuttgart. FYRSTI leikur Ásgeirs Sigurvins- sonar sem fyrirliða Stuttgart á heimavelli var ánægjulegur fyrir hann og féiaga hans. Þeir sigruðu Homburg í gærkvöldi í Bundeslig- unni 4:0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3:0. Sigur Stuttgart hefði allt eins getað orðið 10:0, svo miklir voru yfirburðir liðsins, en þess má geta að leikurinn fór fram í hellirigningu og hér í Stuttgart rigndi í allan gærdag. Andreas Miiller skoraði 2 mörk fyrir Stuttgart í gærkvöldi. Hann skoraði fyrsta mark leiksins með skalla á 30. mínútu og það síðasta með glæsilegri hjólhestaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Júgóslavinn Predrag Pasic skoraði annað mark Stuttgart með þrumuskoti af Bikarkeppni kvenna: Harkan í fyrirrúmi í GÆRKVÖLDI áttust við f 4ra liða úrslitum í bikarkeppni kvenna UBK og KA. UBK hafði undirtökin allan tímann og vann 3:1 en KA- liðið barðist vel. Á 11. mínútu tók Ásta María Reynisdóttir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig KA og skoraði fallegt mark, óverjandi fyrir góðan mark- vörð KA. Síðan komu þrjú dauða- færi í röð frá UBK sem ekki tókst að nýta. Kristrún L. Daðadóttir skaut beint á markvöröinn þegar hún stóð ein og óvölduð fyrir mark- inu, Magnea Magnúsdóttir komst ein inn fyrir vörnina en skaut of snemma beint á markvörðinn aftur og síðan átti Svava Tryggvadóttir gott skot á markið sem var vel varið. Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraði Ekki Örn f umfjöllun okkar um lelk Fram og Vals í blaðinu f gær var sagt að Örn Valdimarsson úr Fram hefði rennt knettinum fyrir fætur Valsmanna þegar þeir skoruðu eina mark jeiksins. Þetta er al- rangt því Öm var hvergi nærri er þetta átti sér stað og er hann beðinn velvirðingar á þessu. síðan annað mark UBK rétt fyrir lok hálfleiksins úr þröngri stöðu. UBK var því yfir í hálfleik 2—0. Strax á 4. mínútu skoraði Sigríður Sigurðardóttir gott mark með skalla fyrir UBK eftir fyrirgjöf frá Kristrúnu. Á 2. mínútu skoraði Erla Sigurgeirsdóttir síðan mark fyrir KA eftir að hafa komist ein inn fyrir vörn UBK. Fleiri urðu mörkin ekki og UBK spilar því úrslitaleikinn við Val sem verður leikinn 31. ágúst. Hjördís Úlfarsdóttir, Erla svo og markvörður KA áttu góðan leik en hjá UBK bar mest á Svövu Tryggvadóttur og einnig var Sigríð- ur Jóhannsdóttir örugg í vörninni. KMJ stuttu færi á 41. mínútu. Hann skaut í stöngina, knötturinn hrökk í varnarmann og inn. Einni mínútu fyrir hálfleik skoraði Karl Allgöver með skalla. Ásgeir góður Ásgeir lék mjög vel í gærkvöldi og stýrði liöi sínu eins og herfor- ingi. Hinar frægu langsendingar hans voru jafnglæsilegar og ávallt áður og kom hann andstæðingum sínum oft í opna skjöldu með þeim. „Já, ég er mjög ánægður með leikinn. Við gerðum út um þetta í fyrri hálfleik og lékum þá mjög vel," sagði Ásgeir eftir leikinn í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Við ætluðum okkur að leika örugga vörn og halda hreinu á heimavelli. Við ætluðum að skora mörk, en stefndum ekki endilega á markamet." -Hvernig iíst þér á keppnistíma- bilið? „Mér líst mjög vel á það. Við spiluöum mjög vel í Mannheim í fyrsta leiknum og vorum óheppnir að tapa. Það var leikur sem við áttum að vinna og hefðum við gert það værum við með fullt hús. Byrjunin hjá okkur er ágæt og við erum allir mjög bjartsýnir á tíma- bilið." Ásgeir sagði slæmt að missa Karl-Heinz Förster úr vörninni, en hann var seldur til Frakklands. Allgöver tók stöðu hans á móti Mannheim, en Guido Buchwald lék þar nú og Allgöver var framar á miðjunni. Virtist sú uppstilling koma mjög vel út. „Förster var seldur á 3 og hálfa milljón marka, en við keyptum góða menn í staðinn og erum því með sterkan hóp. Það var einmitt það sem var að í fyrra — hópurinn var ekki nógu sterkur. Ef einhver meiðist nú kemur annar jafngóðuji í staðinn," sagði Ásgeir. Besta miðjan hjá Stuttgart „Við vissum aö þetta yrði erf- itt," sagði Fritz Fuchs, þjálfari Homburg, eftir leikinn. „Við erum meö ungt lið og þetta var aðeins annar leikur okkar í Bundeslig- unni. Sigur Stuttgart hefði getað orðið enn stærri og ég er þeirrar skoðunar að miðjuleikmenn Stutt- gart séu þeir bestu í Bundeslig- unni. Því verður Stuttgart í 1.-4. sæti þegar upp verður staðið." 3. deild: Leiftur vann LEIFTUR vann Þrótt, Neskaup- stað, 3:0 í 3. deild i knattspyrnu í gærkvöldi, staðan í hálfleik var 1:0. Helgi Jóhannsson, Óskar Ingi- mundarson og Hafsteinn Jakobs- son skoruðu mörk heimamanna. Bæöi liðin sýndu ágætis tilþrif og börðust vel. Eitt stig aöskilur nú Tindastól og Leiftur á toppnum i B-riðlinum. Mjólkurbikarinn: Undanúrslit íkvöld i KVÖLD klukkan 19 hefjast und- anúrslitaleikirnir í Mjólkurbikar- keppni KSÍ. Fjögur efstu liðin í 1. deild eru eftir í keppninni. Bik- armeistarar Fram og ÍBK leika á Laugardalsvelli og ÍA og Valur á Akranesi. Fram og ÍBK, liðin sem léku til úrslita um bikarinn í fyrra, ætla sér bæði að komast áfram í úrslit og því má búast við miklum baráttu- leik í Laugardalnum í kvöld. Innbyrðisleikir liðanna í 1. deild í sumar hafa einkennst af mikilli baráttu, þar sem ekkert hefur ver- ið gefið eftir. ÍBK vann fyrri leikinn í Laugardalnum 1:0 og var markið skorað undir lok leiksins, en Fram hafði átt meira í leiknum. Viðureign liðanna í Keflavík endaði 1:1. Leikurinn á Skaganum ætti ekki síður að geta orðið skemmtilegur. Valur vann ÍA 1:0 á Hlíðarenda í 1. deild, en liðin leika á Skaganum í síðustu umferð. Valsmenn eru á hraðri siglingu í deildinni og stefna á að vinna tvöfalt. Skagamenn eiga tölfræðilega möguleika á deildar- titlinum, en bikarinn stendur þeim nær. Morgunblaðsliðið -14 . umferð I ÞRÍR nýliðar eru i liðl 13. umferðar hjá okkur, einn úr Val, einn úr KR og einn úr ÍBK. Leikreyndustu I I menn liðsins eru þeir Guðni Bergsson úr Val og Viðar Þorkelsson úr Fram en þeir hafa báðir verið í I I lidi umferöarinnar sex sinnum í sumar. Quðmundur Hreiðarsson Val (3) Þorgrímur Þráinsson Val (1) Ársœll Kristjánsson Val (2) Heimir Guðmundsson ÍA (S) Guðni Bergsson Val (6) Hilmar Sighvatsson Guðjón Guðmundsson Gunnar Skúlason Val (2) Víði (2) KR (1) Ingvar Guömundsson Freyr Sverrisson IBK (1) ÍBK (2) Fjögur bestu lið landsins í dag leika í kvöld, en hvað segja þjálfar- ar liðanna um leikina? Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram: „Við ætlum okkur í bikarúrslitin og því er ég bjartsýnn. Við getum ekki annað en stefnt upp á við eftir leikinn gegn Val og í kvöld reynum við að bæta það sem mið- ur fór á sunnudaginn og má vel vera að ég breyti liðinu. Ég legg aðaláherslu á að vinna deildina, en við höfum einnig hug á að halda bikarnum." Hólmbert Friðjóns- son, þjálfari ÍBK: „Þetta verður erfiður og harður leikur, en við tökum hann eins og hann kemur fyrir. Frammarar koma ákveðnir til leiks eftir slakan leik gegn Val, en við erum tilbúnir að taka á móti þeim. Við áttum góðan leik í Eyjum um helgina og ég sé því ekki ástæöu til að breyta byrjunarliðinu, en við leikum aö- eins einn leik í einu.“ Jim Barron, þjálfari ÍA: „Ég á von á góðum leik í kvöld, því bæði liðin hafa leikið skemmti- lega knatspyrnu upp á síðkastið. Valsmenn voru mjög góðir á móti Fram og við lékum ágætlega gegn FH um helgina. Ég hlakka mikið til leiksins, þetta verður góður dagur jafnt fyrir áhorfendur sem leikmenn og ég geri ráö fyrir að stilla upp sama liði og á móti FH.“ lan Ross, þjálfari Vals: <r „Hjá mér skiptir mestu máli að vera í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld verður á milli tveggja góðra liða og því tel ég að leikurinn verði skemmtilegur. Nokkrir minna manna eiga við smámeiðsli að stríða eftir leikinn gegn Fram, en þeir hafa fengið góða hvíld og líklega verður byrjunarliðið eins.“ Valur ÍA í dag kl. 19.00. Sætaferðir frá Valsheimilinu í dag kl. 17.00. Knattspyrnudeild Vals.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.