Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 48
 SEGÐU RnARHÓLL ÞEGAR ÞU EERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833—- heimSbókhaw® MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Fyrsta „hvíta“ nauta- -Jkjötið á markaðinn Sulan EA siglir med fullfermi inn Eyjafjörð á leið til verksmiðjunnar á Krossanesi. • • Morgunblaðið/Snorri Snorrason Flein bræðslur taka til starfa EINN loðnubátur tilkynnti afla á loðnumiðunum við Jan Mayen í fyrrinótt. Það var Gísli Arni sem var með um 600 tonn. Enn sem komið er eru aðeins tvær verksmiðjur komnar í gang, á Raufarhöfn og Krossanesi, en búist er við að verksmiðjan á Siglufírði taki til starfa nú í vik- unni. Þá er vitað að Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði er farinn að undirbúa bræðslu í verksmiðju sinni og eru tveir báta hans komn- ir á loðnumiðin. Aðalsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ákveðið að he§a bræðslu þegar að því kæmi að verksmiðjumar fyrir norðan hefðu ekki undan og myndu bátar hans freista þess að landa þar fyrst, áður en siglt yrði til Eskifjarðar. Alls munu 12 skip byijuð veið- ar af tæplega 50, sem leyfi hafa til loðnuveiða. Verulega dregið úr fram- leiðslu á Bandaríkjamarkað Trúi ekki öðru en menn hafi langtímasj ónarmið í huga, segir Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater NÝLEGA var fyrstu hvítakjöts- kálfunum slátrað á Selfossi og í Borgamesi. Kálfarnir vom aldir á mjólk og var tilgangurinn að framleiða hvítt nautakjöt úr umframmjólk. Kjötið varð þó af einhveijum ástæðum dekkra en menn áttu von á. Halldór Guðmundsson slátur- hússtjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands á Selfossi sagði að þangað hefðu komið tveir hvítakjötskálfar til slátrunar. Kjötið hefði verið fal- legt, en það hefði þó alls ekki verið eins hvítt og menn áttu von á. Kálfamir eru báðir frá sama bæn- um og voru þeir aldir á mjólk vegna þess að bóndinn sá fram á að klára fullvirðisrétt sinn löngu fyrir Iok verðlagsársins. Ekki vissi hann hvemig hefði verið staðið að fram- leiðslunni, hvort kálfamir hefðu verið aldir á mjólk eingöngu, eins og nauðsynlegt er til að fá hvíta kjötið. Halldór sagði að þessir kál- far hefðu verið 4 '/2-5 mánaða og igfcvegið rúmlega 120 kg hvor. Þetta sýndi að mjólkin skilaði sér vel í vextinum, enda kálfamir helmingi þyngri en jafnaldrar þeirra sem ald- ir eru á venjulegan hátt. Við Bændaskólann á Hvanneyri hafa verið gerðar tilraunir með að ala kálfa á mjólk til að fá hvítt nautakjöt. Fyrstu kálfunum þaðan var slátrað í Borgamesi fyrir skömmu. Sveinn Hallgrímsson skólastjóri sagði að kjötið liti vel út, en það væri ekki eins ljóst og ætlast væri til. Ekki vissi hann hvað hefði valdið því, en kálfamir vom 2ja mánaða og aldir eingöngu á mjólk frá fæðingu. Kjötið var lá- tið til þriggja hótela þar sem það ^ verður prófað. Kálfamir döfnuðu ^ vel af mjólkinni, raunar betur en menn áttu von á. Tekinn með 2 kg af hassi TOLLVERÐIR á Keflavíkurflug- veli fundu um 2 kíló af hassi er þeir leituðu á ungum manni við komu hans frá Luxemburg á mánudaginn. Var hann afhentur fíkniefnalögreglunni sem eftir nánari eftirgrennslan handtók stúlku sem talið er að hafi verið í vitorði með manninum. Maðurinn vakti grunsemdir toll- ~"*Varða á Keflavíkurflugvelli sem síðan leituðu á honum og fundu þá hassið, sem talið er að sé að sölu- verðmæti um 1500 þúsund krónur. Óalgengt er að svona mikið magn af fíkniefnum sé handlagt í einu. VERULEGA hefur dregið úr framleiðslu margra hraðfrysti- húsa fyrir Bandaríkjamarkað að undanförnu og þau snúið sér meira að Evrópumarkaði. Jón Páll Halldórsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins Norð- urtangans hf. á Isafirði segir að þessar breytingar hafi orðið vegna þess að nú sé orðið hag- stæðara að framleiða á Evrópu- markað en Bandaríkjamarkað vegna gengisþróunarinnar að undanförnu. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood í Bandaríkjunum segir að vissu- lega þyrftu sölufyrirtækin í Bandaríkjunum meiri fisk en hann tryði ekki öðru en frysti- húsin hefðu langtímasjónarmið í huga og stæðu þannig að málum að hægt yrði að standa við gerða samninga. Jón Páll Halldórsson sagði að það væri staðreynd að það borgaði sig ekki fyrir frystihúsin að vinna fisk- inn fyrir Bandaríkjamarkað og hefði framleiðslan þangað því snarminnkað að undanfornu. Hann sagði að þetta væri í sjálfu sér slæmt, en frystihúsamenn gætu einfaldlega ekki annað en bjargað eigin skinni og framleitt það sem hagkvæmast væri hveiju sinni. Þau hefðu ekkert svigrúm til annars, sem meðal annars sæist á því að fiskverðsákvörðun hefði miðast við að dollarinn væri í 42,30 kr. en nú rétt héngi hann í 40 krónum. Jón sagði að ekki kæmi nema tvennt til greina til að snúa þessari þróun við: Verðhækkun á vörunni sem fer til Bandaríkjanna eða bein stýring á framleiðslunni þangað. Magnús Gústafsson sagði að ástandið núna væri sérstætt og hefði varað svo skamman tíma að ekki væri hægt að draga of miklar ályktanir af því. Það þyrfti ekki að líta lengra aftur en til fyrrihluta síðasta árs, þá hefði verið svo hag- stætt að framleiða fyrir feandaríkja- markað að menn hefðu verið orðnir hræddir um að birgðir hlæðust upp síðari hluta ársins og nauðsynlegt yrði að takmarka framleiðsluna þangað. En sú hefði sem betur fer ekki orðið raunin. Magnús sagði að Bandaríkjamarkaðurinn væri svo hagstæður að hann tryði ekki öðru en stjómendur frystihúsanna hefðu langtímasjónarmið í huga og hjálp- uðu til að standa við þá samninga sem gerðir hefðu verið við við- skiptavini í Bandarikjunum og halda áunnum orðstír þar. Vonaðist hann til að ástandið lagaðist eftir að sumarleyfum lyki og þá ykist aftur framleiðslan fyrir Bandarikja- markað. Strandir: Tvær konur slasast ALLHARÐUR árekstur varð rétt norðan við Hólmavík laust fyrir klukkan fjögur í gærdag er fólksbíll og jeppi rákust saman á blindhæð með þeim afleiðingum að senda þurfti tvær kon- ur með sjúkraflugi í Borgarspítalann í Reykjavík. Lögreglan á Hólmavík sagði bflana báða vera ónýta eftir áreksturinn, samanlögð hemlaför þeirra mældust um 50 metra. í öðrum bílnum var þrennt, maður og kona í framsætum og fullorðin kona í aftursæti. Fótbrotnaði farþeginn í aftursætinu, en fólkið í framsætinu var hvort tveggja í öryggisbelt- um. í hinum bflnum voru piltur sem ók og stúlka farþegi í framsæti. Var hvorugt þeirra í bflbelti og slasaðist stúlkan á höfði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.