Morgunblaðið - 22.08.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.08.1986, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 Hekla sýnir framtíðarbíl HEKLA hf. tekur um helgina til sýningar sann- kallaðan framtíðarbíl, Mitsubishi MP-90X, sem kalla mætti bifreið upplýsingaaldarinnar. Sýn- ingin mun einungis standa yfir í örfáa daga. Ógerlegt væri að telja upp allan þann tæknibúnað sem er að fínna í MP-90X, en nefna má meðal ann- ars háþróað leiðsögukerfi sem með þvi að taka upp útvarpsbylgjur frá gervihnöttum gefur ávallt upp hámákvæma stöðu bílsins á hnettinum. Einnig gef- ur leiðsögukerfíð ökumanninum upplýsingar um vegaskilyrði, veður og hvaða leið er hentugast að fara. Framtíðarbílamir verða væntanlega mjög spar- neytnir. Loftstuðull MP-90X er einungis 0,22 og er hann einnig léttari en við eigum að venjast vegna notkunar nýrra plastefna. Drangey væntanlega afhent í næstu viku TOGARAR Útgerðarfélags Skagfirðinga, Drangey og Skafti, sem hafa tafist vegna gjaldþrots þýsku skipasmiða- stöðvarinnar þar sem þeir eru í viðgerð, verða væntanlega af- hentir innan skamms. Að sögn Marteins^ Friðrikssonar stjómarformanns Útgerðarfélags Skagfírðinga, standa vonir til að Drangey verði afhent í næstu viku, og Skafti viku seinna, en hann sagði að þeir hafí verið margsviknir á afhendingardagsetningum áður svo að menn treystu þessum ekki full- komlega. Togaramir hafa nú tafíst um fjórar til fímm vikur. Upphaf- lega átti að afhenda þá í byijun júlí, en gert var ráð fyrir smá svig- rúmi vegna tafa, en þær hafa orðið mun meiri en það. Bjarki Tryggvason fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins er nú staddur í Þýskalandi að ganga frá málum, þ.á m. ábyrgð skip- asmíðastöðvarinnar á hugsanlegum verkgöllum. Þá er ófrágengið með bætur skipasmíðastöðvarinnar vegna tafanna, en í samningum var gert ráð fyrir dagsektum vegna tafa, en þær em orðnar lengri en dagsektirnar ná yfir. Ekki vildi Marteinn giska á tjón útgerðarfélagsins af töfinni í krón- um en sagði að það næmi um 100 til 150 tonnum af físki á viku. Tog- ararnir eru báðir með sóknarkvóta, en ekki er hægt að skipta frá sókn- arkvóta yfír í aflakvóta nema að skip séu a.m.k. ijóra mánuði frá veiðum. „Skreiðinni ekki skipað upp fyrr en trygging berst“ - segir Árni Bjarnason hjá íslensku umboðssölunni um skreiðarfarminn til Nígeríu. „SKREIÐINNI verður ekki skip- að upp í Nígeríu fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu eða greiðslutryggingu. Það verður á allra næstu dögum,“ sagði Árni Bjamason hjá Islensku umboðs- sölunni hf. í gær. í skipi á leið til Nígeríu eru tæplega 61 þús- und pakkar af skreið frá yfir 100 íslenskum framleiðendum að verðmæti á milli 300 og 350 millj- ónir króna. Landsbankinn hefur tilkynnt viðskiptamönnum sínum meðal skreiðarframleiðenda, að þeir beri sjálfir alla ábyrgð á farminum, þar sem bankanum hefur ekki borist bankatrygging fyrir greiðslunni. Ámi Bjamason sagði rangt sem fram hefði komið af hálfu einstakra skreiðarframleiðenda, að þeir hefðu ekki vitað að trygging fyrir greiðslu farmsins lægi ekki fyrir áður en skipað var út. „Það vissu allir hvað var á seyði og Landsbankinn líka,“ sagði hann. „Ástæða þess, að við ákváðum að senda farminn af stað var sú, að um mánaðamótin verður Hótel Hof selt Rauða krossinum RAUÐI KROSS íslands festi í gær kaup á Hótel Hofi við Rauðarárstíg 18, sem verið hefur í eigu Framsóknarfé- laganna í Reykjavík. Gerður var makaskiptasamningur og fá seljendur hótelsins húseign RKÍ við Skipholt 21 og Nóatún 21 og að auki greiðir Rauði krossinn 37 milljónir króna. hafí þurft á auknu húsrými að halda og að nauðsynlegt hefði verið að bæta þjónustu Sjúkra- hótels RKÍ. lokað fyrir allan skreiðarinnflutning til Nígeríu og enginn veit hvenær sá markaður opnast aftur. Með því að vera búnir að koma farminum inn í nígeríska landhelgi fyrir mán- aðamótin er tryggt að skreiðin kemst á land. Þetta var eina leiðin til að selja skreiðina." Hann kvaðst engar áhyggjur hafa af því, að greiðslan bærist ekki. „Við seljum tveimur aðilum syðra þessa skreið í gegnum fyrir- tæki í London. Það fyrirtæki mun senda okkur greiðslu eða banka- tryggingu fyrir greiðslunni á næstu dögum," sagði hann. „Það er verið að ganga frá því þessa dagana." í farminum eru samtals 60.779 pakkar af skreið, alls 2.735 tonn. Það sem af er árinu hafa um 50 þúsund pakkar af skreið verið seld- ir til Nígerú, og hafa seljendur þeirra farma verið íslenska umboðs- salan hf., Skreiðarsamlagið og Samband íslenskra samvinnufé- laga, að sögn Áma Bjamasonar. Hann kvaðst telja, að í landinu væm enn til á milli 120 og 150 msund pakkar. Vestnorræna Þingmannaráð- ið á Selfossi DAGANA 27. og 28. ágúst nk. heldur Vestnorræna þingmanna- ráðið fund á Selfossi. Á fundin- um verður fjallað um sameigin- leg hagsmunamál íslands, Færeyja og Grænlands og sviði fiskveiði-, menningar-, mennta-, viðskipta- og samgöngumála. Fundur þessi er annar fundur ráðsins, en sá fyrsti var haldinn í Nuuk á Grænlandi síðastliðið haust. Þar var samþykkt stofn- skrá ráðsins sem síðan var staðfest af þjóðþingunum þrem- ur sl. vetur. Hlutverk ráðsins er að annast samstarf Alþingis, Lögþings Fær- eyja og Landsþings Grænlands og hefur ráðið tillögurétt gagnvart þjóðþingunum og stjórnum land- anna þriggja. Fundinn sitja 17 fulltrúar kjörnir af þjóðþingunum.Af hálfu Alþingis sitja fundinn þingmennimir Páll Pétursson, Pétur Sigurðsson, Eiður Guðnason, Steingrímur J. Sigfús- son, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir og Stefán Benediktsson. Formaður ráðsins er kosinn til eins árs í senn og er núverandi for- maður þess grænlenski þingmaður- inn Jens Lybert. Morgunblaðið/Árni Sæberg. EIGENDUR gamalla glæsibifreiða hittust á Hallærisplaninu í gærkvöldi. Vegfarendur um miðbæinn stöldruðu við til að skoða bilana og er óhætt að segja að þeir hafi vakið mikla athygli. Samkvæmt samningi þeim sem gerður var á milli seljenda og Rauða krossins í gær mun hluti af starfsemi RKÍ flytjast i hið nýja húsnæði 1. nóvember næstkomandi og síðan er gert ráð fyrir að allt húsnæðið verði tekið í notkun um næstu áramót. í fréttatilkynningu frá RKÍ segir að vegna vaxandi starfsemi Rás 2 úr loftbelg Morgunþáttur Rásar tvö í dag verð- ur að hluta til sendur úr loftbelg. Loftbelgurinn var fenginn hingað til landsins í tengslum við flugsýn- inguna og ætlar Kolbrún Halldórs- dóttir að stíga í þetta óvenjulega loftfar og útvarpa þættinum þaðan. Skylduaðild að BÍSN og SÍNE á nýjan leik MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Sverrir Hermannsson, hefur ákveðið að taka upp skylduaðild þeirra námsmanna sem fá námslán, að við- komandi námsmannasamtökum, þ.e.a.s. að Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN) og Samtökum námsmanna erlendis (SÍNE), en stúdentar við Háskóla Islands eru þegar skyldaðir til að greiða gjald til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Skylduaðildin á hins vegar ekki við um þá námsmenn sem ekki taka sér lán hjá Lánasjóðnum. Ragn- hildur Helgadóttir fyrrum menntamálaráðherra afnam þessa skylduaðild að BÍSN og SÍNE á sínum tíma. „Ég tel þetta vera nauðsynleg málflutning; þar verða önnur meðul samtök fyrir námsmenn," sagði Sverrir Hermannsson í samtali við Morgunblaðið, „á sínum tíma var ég í forsvari fyrir verkalýðsfélag og er skylduaðild að þeim á svipað- an hátt nauðsynleg. Það er mis- skilningur hjá mönnum, að það sé best að halda félögum sem þessum í sem mestri fjárþröng, þó að menn fallist ekki á stefnu þeirra eða að koma til. Hér skiptir engu máli, að afstaða þessara samtaka í mál- efnum Lánasjóðsins sé vitlaus." Aðspurður um það, hvort það væri ekki óeðlilegt, að aðeins þeir sem fengju námslán hefðu skyldu- aðild, sagði Sverrir að hann gæti ekki sagt fyrir um hvemig þessi félög ættu að vera rekin, en hann minnti á það, að þó þessi félög stæðu sig í stykkinu, vildi það oft brenna við, að menn vildu hirða afraksturinn af starfí félagsins, en jafnframt hika við það að standa skil á skyldum sínum. „Það þekki ég úr verkalýðsfélögunum og á slikt ekki að líðast," sagði Sverrir að lokum. „Skylduaðild almennt óæskileg“ Eyjólfur Sveinsson formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, var inntur álits á þessarí ákvörðun menntamálaráðherra. Hann kvað Vöku alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að skylduaðild að Stúdentaráði Háskóla íslands (SHÍ) væri óæskileg og að það ætti a geta þrifíst án skylduaðildar. „Me réttu lagi ætti það að muna þa miklu fyrir stúdenta að vera með limir í Stúdentaráði að skylduaðil væri óþörf." Eyjólfur taldi það ver mjög hollt fyrir Stúdentaráð, að þa væri ekki skylduaðild. „Þá mync málflutningur sem oft hefur sést undanfömum árum ekki vera leng ur sjáanlegur, en hann hefur oft tíðum verið stúdentum til mikil skaða. Sterk hagsmunafélög stúd enta eru nauðsynleg en leiðin t að gera þau sterk ættu ekki a vera þvinganir," sagði Eyjólfur o; bætti við: „Að sjálfsögðu gildi þetta jafnt við um Stúdentaráð o; önnur hagsmunafélög stúdenta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.