Morgunblaðið - 22.08.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.08.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 3 Á myndlistarsýningu í grunnskólanum gekk Vigdís um salinn ásamt ungum Esk- firðingum. Spjölluðu þau við forsetann um viðhorf sin til verkanna og spurði hún þau hvað þeim þætti til um þau og hvers vegna. Kristján Kristjánsson, rafveitustjóri, sýnir Vigdisi muni úr sögu gömlu rafstöðvarinn- ar sem þau voru stödd í. ' Reyktur lax 798 kr. kg Nýreykt London Lamb 298 kr. kg Úrb. Lambabógar 259,00 kr. kg Kryddlegnar Lamba Lærisneiðar 228,00 kr. kg Bacon-, Skinku- og paprikukjötfars 159,00 kr. kg Kindakæfa 188,00 kr. kg 2 kg. Strásykur 37,80 2 kg. Júvel Hveiti 44,80 Svali 6 stk. á 66,00 kr. VISA Opið til kl. 21.00 I kvöld IE N autahamborgar i m/brauði 19 kr. stk. Forseti Islands í opin- berri heimsókn á Eskifirði Eskifirði, frá blaðamanni Morgunbladsins, FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, kom í opinbera heimsókn til Eskifjarðar í gær- morgun, í tilefni af 200 ára afmæli kaupstaðarins. í gær heimsótti forsetinn hátiðarsýn- ingarnar í grunnskólanum, barnaheimilið Melbæ og rafveitu Eskifjarðar. Þá snæddi hún kvöldverð í boði bæjarstjórnar- innar og hélt síðan í samkomu- húsið Valhöll til kvöldskemmtun- ar með bæjarbúum. Heimsókn frú Vigdísar lýkur í dag. Við komu forsetans til Egils- staðaflugvallar tóku á móti henni Bogi Nilson, sýslumaður, Hrafnkell Jónsson, forseti bæjarstómar, Bjami Stefánsson, bæjarstjóri, og Aðalsteinn Valdimarsson, formaður afmælisnefndarinnar. Þau óku síðan um Fagradal til Eskifjarðar, Benedikt Stefánssyni. sem skartaði sínu fegursta í glaða sólskini, þótt síðar um daginn þykknaði upp. Dagskrá heimsóknarinnar hófst með þvi að forsetinn skoðaði sýn- ingamar í nýja skólahúsinu. Þar opnuðu á afmælisdaginn, 18. ágúst, sex sýningardeildir. Meðal þess sem þar gefur að líta em bækur og rit, gefin út eða skrifuð af Eskfirðing- um, og sýning á handmáluðu postulíni, unnu af konum í bænum. Þegar frú Vigdís gekk um sýningu á málverkum sem Alþýðusamband- ið lánaði bænum fylgdi hópur yngstu bæjarbúanna henni og spjölluðu þau við forsetann um inni- hald verkanna. „Þetta er með skemmtilegasta fylgdarliði sem ég hef haft á málverkasýningu," sagði frú Vigdís. Frá gmnnskólanum hélt forset- inn og fylgdarlið hennar til bama- heimilisins Melbæjar. Þar tóku tvö prúðbúin böm, Hildur Rós Guðna- dóttir og Daði Þór Magnússon á móti henni og færðu forseta sínum blóm og eintak af „Fréttum frá Melbæ". Öll bömin héldu á íslenska fánanum. Þau höfðu beðið heim- sóknarinnar með eftirvæntingu, en ekki var laust við að lögreglubílarn- ir í fylgd forsetans drægju að sér hluta af athyglinni. Kristján Kristjánsson, rafveitu- stjóri, tók á móti forseta við gömlu rafstöðina. Stöðin var gangsett árið 1911 og framleiðir enn rafmagn ef þörf krefur. Stöðin virkjar Ljósána og getur framleitt 100 kw straum. Skoðaði forsetinn ýmsa gamla gripi sem tengjast sögu rafveitunnar en í tilefni 75 ára afmælis hennar hef- ur safn þetta verið opnað almenn- ingi. í gærkvöldi snæddi forsetinn kvöldverð í boði bæjarstjómarinnar en síðan var haldið til kvöldskemmt- unar í Valhöll. Þar komu meðal annars fram listamenn ættaðir úr bænum, Rögnvaldur Siguijónsson, Róbert Amfinnsson, Ásdís Skúla- dóttir og Gísli Magnússon. Lúðra- sveit Neskaupstaðar lék og Eskjukórinn söng. STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, sími 74100 /svínakótilettur 498 kr. kg Morgunblaðið/Símamynd/ÞorkeU í tilefni hátíðahaldanna á Eskifirði var efnt til sýninga í kaupstaðn- um. Á myndinni sýnir Hildur Metúsalemsdóttir Vigdísi Finnbogadótt- ur nokkra gripi, þar á meðal handmálaðan platta með mynd af Vigdísi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.