Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 Ríkisstjórnin ræðir fjárlögin: Oskir ráðuneyta lækkaðar um 5 milljarða króna Fjárlagafrumvarpið og ný lánakjör Húsnæðisstofnunar voru til umfjöllunar á ríkisstjórn- arfundi sem haldinn var á ÞingvöUum í gær. Að sögn Þor- steins Pálssonar, fjármálaráð- herra, var farið yfir fjölda mála varðandi fjárlagagerðina sem ganga þurfti frá áður en lengra væri haldið. „Fýrir þennan fund var búið að lækka útgjaldaóskir ráðuneyta um 5 milljarða króna frá því tillögur komu fyrst fram, og þrátt fyrir að vandinn sé mikill hefur okkur miðað vel áfram en eigum samt eftir að fá niðurstöður í einstökum atrið- um,“ sagði Þorsteinn er Morgun- blaðið innti hann eftir því sem rætt hefði verið um varðandi fjárlaga- gerðina. Þorsteinn gat þess að það hefði legið fyrir þegar vinna við fjárlaga- gerð hófst að þau yrðu afgreidd með halla, en stefnt hefði verið að því að afgreiða þau með minni halla en fyrir þetta ár. „Við ætlum að INNLENT minnka hallann en til þess að jafna metin þarf þrjú til ijögur ár, og veltur það á hvemig staða efna- hagsmála verður og hver verð- mætasköpun þjóðfélagsins verður," sagði Þorsteinn. Aðspurður um umræðumar á ríkisstjómarfundinum um ný láns- kjör Húsnæðisstofnunar sagði fjármálaráðherra að hann hefði gert grein fyrir ákveðnum hug- myndum varðandi Qármagnsmark- aðinn og hefði verið samstaða um þær í ríkisstjóminni. Hann kvað þessar hugmyndir þó ekki endan- lega frágengnar en vonaðist til að geta greint frá þeim í dag. Morgunblaðið/Börkur Ríkisstjómarfundurinn í gær var haldinn á Þingvöllum Á myndinni eru Ragnhildur Helgadóttir, Hall- dór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson og Matthías Á. Mathiesen á leið til hádegisverðar. Embættismenn og fulltrúar umhverfisverndarsamtaka í Bandaríkjunum: Telja hvalveiðibannið vera að liðast í sundur Kurt Juuranto Kurt Juuranto, aðalræðismaður í Helsinki, er látinn Kurt Juuranto, aðalræðismað- ur íslands í Helsinki, lést í bifreiðaslysi í Helsinki sl. mánu- dag. Juuranto fæddist árið 1927 og varð aðalræðismaður íslands í Hels- inki árið 1961. Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara ^ Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. ÓLJOST er hversu sterka laga- lega stöðu Bandaríkjamenn hafa í sambandi við afskipti af inn- flutningi Japana á hvalkjöti. Á samráðsfundi ráðuneyta, starfs- manna þingnefnda og fulltrúa umhverfisvemdarsamtaka i Washington í gær vom menn sammála um að hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins sé að lið- ast í sundur vegna vísindaveiða á hvölum. Dr. Anthony Calio, sem stjómar sjávarútvegsdeild viðskiptaráðu- neytisins, bað fundarmenn að hafa sem fæst orð um umræðumar á fimdinum. Þó hafa nokkrir af fund- armönnum tjáð fréttaritara Morg- unblaðsins að meðal annars hafi tvíhliða samningur Bandaríkjanna og Japan komið til umræðu. í því sambandi kom fram að lögfræði- deild viðskiptaráðuneytisins kannar nú lagalega stöðu Bandaríkjanna, með hliðsjón af hugsanlegum ráð- stöfunum til að hindra sölu á íslensku hvalkjöti til Japan. „Halldór Ásgrímsson gerði okkur greiða, þegar allt kemur til alls,“ sagði Dean Wilkinson hjá Green- peace í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. „Hann sneypti við- skiptaráðherra og Dr. Calio með því að finna gat í samþykktum Al- þjóðahvalveiðiráðsins og vann þar með oirustu, en ekki stríðið. í Washington segja þeir „ekki ijúka upp, náðu þér niðri,“ og það hefur Halldór nú kallað yfir sig. Fundar- menn voru almennt sammála um það að vísindaveiðamar séu að gera hvalveiðibannið að engu. Ég held að Dr. Calio hafi þó verið að grínast þegar hann sagði að jafnvel Sovét- ríkin hygðust leggja fram vísindaá- ætlun um hvalveiðar næsta sumar." Samráðsfundurinn í Washington í gær var sá fyrsti til undirbúnings ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins næsta sumar. Næsti fundur verður 1. nóvember og síðan verða haldnir mánaðarlegir fundir eftir áramót. Viðkomandi ráðuneyti og þing- nefndir eiga fulltrúa á samráðs- fundum þessum, auk umhverfis- vemdarsamtakanna. Dr. Lambert- son, sem hefur verið íslendingum tii ráðgjafar í hvalveiðimálum, sat fundinn í gær. Ákærður fyrir um- fjöllun um sígarettur Telja verður birtingu mynda og texta í Samúel brot á lögum um bann við tóbaks- auglýsingum, segir í ákæru ríkissaksóknara RITSTJÓRI og ábyrgðarmaður tímaritsins Samúels, Ólafur V. Hauksson, hefur verið ákærður fyrir meint brot á lögum um tób- aksvamir. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmd- ur i sektir eða varðhald skv. 19. grein laga um tóbaksvarnir frá 86 hvalir komnir á land HVALVEIÐI hefur gengið vel eftir að veiðar hófust á ný síðast- liðinn sunnudag. í gær, fimmtu- dag, höfðu veiðst 6 langreyðar og 5 sandreyðar frá því á sunnu- dag. Alis hafa því veiðst á vertíðinm 86 hvalir þar af 65 langreyðar og 21 sandreyður. Ætlunin er að veiða 80 langreyðar og 40 sandreyðar á yfírstandandi vertíð. Heilahimnubólgufaraldur í Bretlandi: Landlæknir sér ástæðu til að vera á verði LANDLÆKNIR telur ástæðu til að vera á verði gagnvart heila- himnubólgu, en undanfarið hefur heiiahimnubólgufaraldur gengið yfir nokkur hémð i Bretlandi, m.a. þar sem íslensk böm hafa sótt sumarskóla. Ekki hefur enn orðið vart við að þetta afbrigði heilahimnubólgu hafi borist hingað til lands. Heilahimnubólgan sem heijað árunum 1976-78 og hefði þá ver- hefur á bresk skólaböm er af teg- undinni B15 og varð fyrst vart við hana 1980. Þetta sama af- brigði olii einnig faraldri í Noregi á áttunda áratugnum. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði í samtali við Morgunblaðið að síðasti heilahimnubólgufarald- ur hérlendis hefði gengið yfir á ið reynt að bólusetja við henni. „Ekki hefur enn tekist að finna rétt bóluefni við öllum afbrigðum heilahimnubólgu. Ég hef fylgst vel með rannsóknum og leit að bóluefni og eru ailar iíkur á að bóluefni sem dugar sé á leiðinni. Enn sem komið er hefur verið gripið til þess ráðs að gefa þeim sem taldir eru í smithættu sýkla- lyf þegar faraldrar sem þessir hafa komið upp. Þó faraldurinn sem hér um ræðir hafi enn ekki borist hingað tii lands er full ástæða til að vera á verði." Helstu einkenni heilahimnu- bólgu eru hár hiti, stffleiki í hálsi, höfuðverkur,'svimi, uppköst, ljós- fælni og oft á tíðum útbrot. Sé brugðist skjótt við og sjúklingi gefin sýklalyf er hægt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins eins og heiiaskaða eða dauða. 1984. Þess er einnig krafist, að hann verði dæmdur til greiðslu alis sakarkostnaðar, að sögn Braga Steinarssonar, vararíkis- saksóknara. Af hálfu ákærða er krafist sýknu af ákærunni. Forsaga þessa máls var ítarlega rakin í Morgunblaðinu í byijun þessa árs. Þá kærði Hollustuvemd ríkisins ritstjóra Samúels til ríkis- saksóknara fyrir að hafa brotið gegn banni um tóbaksauglýsingar og var málinu vísað til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Þeirri rannsókn lauk snemma í vor og málinu vísað aftur til ríkissaksóknara til ákvarðana- töku. Ákæra á hendur Ólafí Haukssyni var gefin út 6. maí sl. og málið þingfest í Sakadómi Reykjavíkur í byijun júní. Ólafur er ákærður fyrir að hafa birt í desemberhefti Samúels um- fjöllun í myndum og texta um þýskar sígarettur undir fyrirsögn- inni „Þýskar gæðasígarettur á markaðinn". Segir í ákæmnni, að telja verði þessa umfjöllun auglýs- ingu á tóbaksvömm, sem sé brot á 7. grein laganna um tóbaksvamir. Ágúst Jónsson dómarafulltrúi í Sakadómi Reylqavíkur dæmir í málinu. Hann sagði í gær að skrif- legri vöm í málinu yrði væntanlega skilað í lok september og mætti því búast við dómi fyrri hluta október- mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.