Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 14

Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 íslandsmótið í hestaíþróttum: Fimm jjull, tvö silfur og eitt brons var eftirtekjan hjá Sigurbirni á þessu Islandsmóti og hér tekur hann Kalsa frá Laugarvatni til kost- anna, en þeir sigruðu í fimmgangi og gæðingaskeiði. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Dómararnir stóðu sig- vel þegar þeir loks mættu ÞÁ ER áttunda íslandsmótinu lokið og má segja það velheppnað í stórum dráttum. Góð þátttaka var í flokki fullorðinna og hest- arnir sem þarna komu fram með besta móti. En það sem er kannski athyglisverðast við þetta mót var frammistaða dómara. Yfirleitt er ekki minnst á dómara i umfjöllun eftir mót nema þá helst til að hnjóða i þá fyrir slaka frammistöðu og þá gjarnan talað um mikið misræmi. Sjaldan eða aldrei hafa verið birtar opin- berlega úttektir á þessum hlutum en menn meira byggt gagnrýni sína á tilfinningu en hinu að far- ið sé ofan i hlutina af nákvæmni. Á þessu móti var misræmi milli dómara sáralítið og raunar ekki hægt að ætlast til að það sé minna. Til gamans er hér birt tafla yfir meðaltal á þessu margumrædda misræmi. Þess má geta að í íþrótta- keppnum er hámarkseinkunn 15 en þessi niðurstaða væri vel viðunandi og eðlileg þótt hámarkseinkunn væri 10. Töltbama 0,72 Fjórgangur barna 0,55 Töltunglinga 0,53 Fjórgangur unglinga 0,57 Fimmgangur unglinga 0,77 Tölt fullorðinna 0,49 Fjórgangur fullorðinna 0,48 Fimmgangur fullorðinna 0,61 Meðaltal fyrir allt mótið 0,55 Þessar niðurstöður eru eingöngu byggðar á dómum í forkeppni en vafalaust hefur verið meira mis- ræmi í úrslitum en þar er ekki um einkunnagjöf að ræða heldur röðun í sæti. Þótt þessi niðurstaða sé óneitanlega jákvæð ber að varast að líta svo á að nú séu dómaramál- in í höfn og ekki þurfi að hafa áhyggjur af þeim á næstunni. Léleg mæting hjá nokkrum dómurum setti þó leiðinlegan svip á annars góða frammistöðu þeirra og.bitnaði það helst á unglingunum, þeim sem síst skyldi. Leitað eftir EM-kandídötum Þótt nú sé eitt ár í næstu Evr- ópumót eru menn nú þegar farnir að spá í það hveijir munu berjast um þau sjö sæti sem verða í vænt- anlegu EM-liði. Voru margir sem töldu að þetta mót gæfi nokkra vísbendingu þar um. Miðað við styrkleika mótsins nú má búast við að ísland tefli fram sterku liði og eru menn nú famir að eygja von um góða fjórgangshesta í liðið. En svo við snúum okkur að sjálfu íslandsmótinu þá sigraði Olil Amble á Snjalli frá Gerðum í tölti og er hún þar með fyrst til að vinna þenn- an eftirsótta titil tvisvar en hún sigraði 1982 þá á Fleyg frá Kirkjubæ. Snjall hefur reyndar líka sigrað í tölti á íslandsmóti en þá sat Þórður Þorgeirsson hann á Faxaborg 1983. Olil og Snjall urðu í öði-u sæti í fjórgangi en þar urðu þau að láta í minni pokann fyrir Sigurbimi Bárðarsyni á Gára frá Bæ sem nú sigraði í fjórða skiptið í þessari grein. Margir hafa reiknað með að Sigurbjöm myndi tefla Gára fram í úrtöku fyrir næsta EM á næsta ári en ljóst er að svo verður ekki því hann er seldur til Þýska- lands og mun Sigurbjörn keppa á honum á þýska meistaramótinu í lok ágúst. í fimmgangi var keppnin afar spennandi. Evrópumeistarinn í þessari grein Benedikt Þorbjöms- son var efstur eftir forkeppnina með 60,2 stig á Brandi frá Runnum en þeir Sigurbjöm á Kalsa og Tóm- as Ragnarsson á Berki fylgdu fast á eftir. í úrslitunum hafði Sigur- björn betur en Benedikt varð annar. Að öllu forfallalausu má reikna með þeim Brandi og Kalsa í úrtökuna á næsta ári en þessir hestar eru geysi sterkir í íþróttakeppni. Sigurbjörn sigraði einnig á Kalsa í gæðingaskeiðinu en Eiríkur Guð- mundsson varð annar á Villingi frá Möðruvöllum þeim kunna vekring. í þriðja sæti varð svo Hörður Há- konarson á Þór frá Kvíabekk sem er gamalkunnur kappreiðavekring- ur. Þrátt fyrir að hellirigndi meðan á gæðingaskeiðinu stóð sáust marg- ir góðir sprettir en aðstaða fyrir niðurhægingu var frekar bágborin og kom það sérilla fyrir marga keppendur. I hlýðnikeppni og hindmnar- stökki vom fáir keppendur eins og oft áður og fannst manni það furðu- legt hversu mikið hindmnarstökkið gefur í stigakeppninni en þrír efstu keppendur þar vom með yfir 70 stig en til samanburðar má geta þess að í fjór- og fimmgangi þykir gott að ná fimmtíu stigum. Keppt á tveimur völlum — tvöf öld úrslit Að þessu sinni var keppt á tveim- ur völlum samtímis í forkeppninni og er það tvímælalaust hagræði af því. Flýtir þetta fyrir dómstörfum og var nú boðið upp á tvenn úrslit í þremur greinum fullorðinna á sama hátt og hefur tíðkast á Evr- ópumótum. Gengu hlutimir vel fyrir sig á þessu móti þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður á laugardag og kemur þar þrennt til : röggsamleg stjómun, stundvísi keppenda og það hversu margir keppendur mættu ekki til leiks. Á laugardag var dag- skrá að vísu ekki lokið fyrr en klukkan að verða níu um kvöldið og vom það skeiðkappreiðar sem drógu dagskrána svo á langinn. Hefði að skaðlausu mátt sleppa þessum kappreiðum því yfírdrifið nóg er að hafa hinar eiginlegu íþróttagreinar á tveggja daga móti. Ef minnið svíkur ekki greinarhöf- und þá var ályktað fyrir nokmm ámm á ársþingi íþróttaráðs á þá leið að íslandsmót skuli ekki haldið í tengslum við önnur mót og aðeins keppt í íþróttagreinum. Kappreiða- skeið er ekki talið til hinna svoköll- uðu hestaíþróttagreina hérlendis. Ekki gekk þrautalaust að koma verðlaunum út fyrir skeiðið því menn greindi á um það hver skyldi hljóta fyrstu verðlaun í 250 metra skeiði. Reynir Aðalsteinsson á Spóa og Sigurbjörn Bárðarson á Gormi voru með sama tíma eftir fyrri sprett en Reynir dæmdur sjónar- mun á undan. í seinni spretti náði Gormur sama tíma og í þeim fyiri en Spói lá ekki sprettinn. Stóð síðan styrinn um það hvort gilti að Spói var sjónarmun á undan í fyrri sprettinum eða hitt að Gormur var með betri samanlagðan tíma úr báðum sprettum. Endirinn varð sá að Reynir fékk gullið en Sigurbjörn silfrið. í kappreiðareglunum er kveðið á um að þegar tveir hestar eru með sama tíma ráði samanlagð- ur tími en hinsvegar er ekki getið um sjónarmun. Virðist því að hér sé um túlkunaratriði að ræða í það minnsta hafa komið fram tvær skoðanir á þessu máli og er þarft að fá umræðu um þetta mál því þessi staða getur komið upp seinna og þá er betra að hafa hlutina á hreinu. Reyndar má geta þess að í samtali við Magnús Hákonarson á Selfossi sem var af starfsmönnum mótsins sagður formaður kapp- reiðadómnefndar kom fram að engin formleg kappreiðadómnefnd var skipuð en Magnús sagði að hann hafi verið gripinn úr áhorf- endabrekkunni ásamt tveimur öði-um og hefðu þeir átt að segja til um röð hesta í mark. Einnig benti hann á að ekki hafi verið til staðar kappreiðareglur. Taldi Magnús að dæma ætti þessar kapp- reiðar ólöglegar því þarna hefði verið brotið í bága við kappreiða- reglurnar. Nefndi hann í því sambandi að ekki hefði verið raðað í riðla í seinni sprett eftir tímum úr fyrri spretti og hitt að fimm hestar voru í riðli. Sagði Magnús að endingu að það mætti strika yfir þessa vitleysu sem þarna fór fram. Fáliðuð unglingakeppni Svo er að geta unglingakeppn- innar þar sem þátttakendur voru í færra lagi og það verður að segjast eins og er að í heildina séð hafa sést sterkari keppendur meðal ungl- Hrímnir frá Hrafnagili var sýndur á mótinu og hefur án efa yljað mörgum um hjartarætur með fegurð sinni og glæsileika. Knapi er Björn Sveinsson. Fimm efstu í fimmgangi frá vinstri talið: Sivaldi á Tinna, Reynir á Spóa, Tómas á Berki, Benedikt á Brandi og Sigurbjöm á Kalsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.