Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
leiðinni vöktu
athygli mína
heilu breiðurn-
ar af þriggja
spaða vind-
myllum á
staurum, sem
snerust í golunni og voru sagðar
framleiða rafmagn. Sólin var að
setjast þegar loks var ekið yfir
langa og breiða, tveggja hæða brú
inn í borgina. Þægileg rútuferðin
var á enda. Ekki þekkti ég sálu hér
svo fyrsta verkefnið var að finna
næturstað. Það var víst fátt um
hótel á skikkanlegu verði í borg-
inni, en með nokkrum símhringing-
um tókst mér að hafa uppi á
farfuglaheimili sem átti að vera til-
tölulega auðvelt að finna.
Kjarkurinn var í lágmarki og
bjóst ég við árásum úr öllum áttum
þegar ég þrammaði af stað með
bakpokann og allt mitt hafurtask.
Auðvitað gerðist ekki annað en það
að ég fann farfuglaheimilið. Það
var á Fort Mason, á ágætisstað og
var nú gott að hafa farfuglaskír-
teini með sér. Ekki var þó hægt
að fá þama inni nema í 3 nætur á
hveijum 2 vikum, svo ég ákvað að
láta það gott heita hér í borg.
Þegar ég hafði komið dótinu fyr-
ir fann ég að ég var glorhungruð
og herti því upp hugann og skund-
aði um nágrennið í leit að einhveiju
ætilegu. Að lokum fann ég opna
kjörbúð og þegar til baka kom fór
ég beina leið í eldhúsið til að seðja
hungrið. Borðfélagi minn var frá
Alaska og ferðaðist um á reiðhjóli.
Brátt settist annar við borðið og
var sá reyndar líka frá Alaska.
Ferðaðist hann um á mótorhjóli og
var nú að fara niður í Kínahverfí
San Francisco og bauð mér með
sér. Þar sem mig langaði til að sjá
hvemig borgin liti út þáði ég boðið
þótt ég hefði enga æfíngu í að sitja
mótorhjól.
ii Ég vissi ekkert hvar ég átti að
halda mér þegar við brunuðum af
stað. Ríghélt fyrst í stað í skyrtu
ökumannsins, en það var ólán í öll-
um þessum brekkum, því borgin er
mjög mishæðótt og ætlaði ég alltaf
fram af þegar hemlað var.
Við komumst þó klakklaust niður
í Kínahverfíð, en þar búa um 80.000
Kínveijar og er þetta fjölmennasta
hverfí Kínveija utan Asíu. Iðandi
mannlífíð, byggingarstfllinn og
götuvitamir hjálpuðust að við að
setja kínverskan blæ á hverfíð.
Þama vom einnig íjölmargar versl-
anir með kínverskum vörum sem
gaman var að skoða. Klukkan 22.00
var búðum lokað og eftir það fór
fólki að fækka á götunum. Stigum
við þá á bak hjólinu og héldum til
Lombard-strætis, sem kallað hefur
verið „Krókóttasta stræti heims"
og minnti mig helst á smækkaða
mynd af Vaðlaheiðinni. Var þetta
röð af s-beygjum í blómahlíð, en
hallinn er um 40 gráður og því
bratt niður þrátt fyrir beygjumar.
Fann ég út að það var mun stöð-
ugra að halda sér í bögglaberann
en í skyrtuna og hélt ég mér því
við hann það sem eftir var ferðar.
i Næst var þeyst upp á Tele-
graph-hæð, þar sem Coit-tum
stendur ásamt styttu af Kristófer
Kólumbusi. Það var engin furða
þótt þama væri margt um manninn
því útsýnið var hrífandi. Báðar
brýmar, sem tengja San Francisco
við meginlandið, voru upplýstar sem
og borgin öll, en þama sér til allra
átta yfír borgina.
i Að lokum var ekið um Fish-
erman’s Wharf, sem iðaði einnig
af lífí og virtist hafa sérstakan blæ
sjávarþorps. Þama vom báta-
bryggjur, nóg af bekkjum til að
tylla sér á og ruslafötumar litu út
fyrir að vera gamlar sfldartunnur.
Veitingastaðir með sjávarréttum
vom þama á hveiju strái og krabb-
ar vom seldir á götunum.
En nú drap hjólið á sér og fékkst
hvorki í gang með góðu né illu.
Viðgerðartaskan var þá tekin fram
og eftir einhveijar tilfæringar lét
það til leiðast og var nú strikið tek-
Hvað skyldi það vera við San
Francisco sem gerir hana
svona heiilandi? Það væri
——-------------------------
gaman að vita. Qllum sem ég
hafði heyrt til bar saman um
að borgin væri mjög falleg,
en ýmsir höfðu bætt því við
að það væri vissara að gæta
sín þar. Það var því frekar__
af forvitni en hugrekki sem
ég lagði lykkju á leið mína til
að skoða þessa borg.
Golden Gate-brúin — engin smásmíði!
ið á farfuglaheimilið. Þetta fyrsta
kvöld í San Francisco var liðið og
virtist ætla að fara eins fyrir mér
og öðmm að heillast af fegurð henn-
ar og fjölbreytileika, þrátt fyrir
svala veðráttu.
Borgin er byggð á einum 40
hæðum á mjóu nesi og er umlukin
sjó á 3 vegu. Er Kyrrahafíð að vest-
an, en San Francisco-flóinn að
austan þar sem hafnarskilyrði em
með afbrigðum góð.
Það var reyndar staðsetningin
sem dró fyrstu landnemana á svæð-
ið. Fyrsta varanlega byggð evr-
ópskra manna hófst 1776 með
spænsku hersvæði á nesoddanum.
Sama ár var trúboðsstöð (mission),
kennd við Heilagan Frans (San
Francisco) frá Asis, stofnsett á nes-
inu. Þorpið sem myndaðist eftir
þetta fékk síðar nafnið San Franc-
isco. Með gullæðinu um miðja 19.
öld fór þorpið ört vaxandi, en San
Francisco telur nú um 680.000
manns. Fegurð borgarinnar hefúr
kallað fram hlýjar tilfínningar í
hennar garð. Hefur það m.a. sést
á því að 7 sinnum hefur borgin
verið endurreist eftir eldsvoða, en
sá mesti þeirra var eftir jarðskjálft-
ann 1906 þegar Vs hlutar borgar-
innar bmnnu.
Borgin hefur óvenju litríka sam-
setningu íbúa, en stærstu hópamir
em af kínversku, japönsku,
spænsku og ítölsku bergi brotnir.
Af þessum sökum hefur ríkt and-
rúmsloft skilnings og umburðar-
lyndis í borginni í ríkari mæli en
víða annars staðar.
Þegar dagur rann hélt ég af stað
í annan skoðunarleiðangur um
borgina, eftir að hafa lagt rækilega
á minnið rauðlitaða svæðið á korti
farfuglaheimilisins, en það átti að
tákna hættusvæði.
Gekk ég fyrst meðfram strönd-
inni og virti fyrir mér fólk á sundi,
Dæmigerð gata í San Francisco.
skútur, skip og eyju nokkra úti á
flóanum. Rakst ég á skipasafn þar
sem varðveitt em gömul seglskip,
sem þjónuðu mikilvægu hlutverki í
samgöngum og flutningum til og
frá San Francisco áður en brýmar
komust í gagnið. Em skipin varð-
veitt með dæmigerðum farmi, svo
sem eldgömlum ökutækjum.
Varð nú fyrir mér port nokkurt
sem allt var skreytt blöðmm og
borðum. Var þar maður að kynna
„flamenco" og brátt komu dansar-
ar, söngvarar og gítarleikarar og
sýndu „flamenco dansa" með mikl-
um tilþrifum, en þetta var liður í
spænskri hátíð í borginni.
Næst komst ég að því að þessi
sakleysislega eyja þama úti á flóan-
um var enginn önnur en eyjan
Alcatraz, þar sem verið hafði ill-
ræmdasta fangelsi Ameríku um
tíma. Forvitni mín var vakin að
skoða þessa eyju sem var kunn orð-
in almenningi gegnum kvikmyndir,
s.s. „Flóttinn frá Alcatraz".
Meðan ég beið eftir bátnum hélt
ég áfram að skoða borgarlífið.
Þama voru böm að sýna spænska
dansa, þyrlur komu og fóru með
fólk í útsýnisflug, ungur drengur
sat á stéttinni og barði trommur
allt hvað af tók. En hvað var nú
þetta? Fullorðnir menn á þríhjólum,
sem buðust til að hjóla með fólk
um bæinn gegn greiðslu.
Þríhjólin voru reyndar nokkuð
stór og með tveggja manna sæti
að aftan undir litlu þaki.
Ekki taldi ég mig hafa efni á að
taka boði þeirra og hafði reyndar
heldur engan sérstakan áhuga á
að prófa þessi farartæki sem far-
þegi. Hinsvegar lék mér meiri
forvitni á að vita hvers konar at-
vinnugrein þetta væri, þar sem ég
hafði alltaf haft nokkum áhuga á
hjólreiðum. Gaf ég mig því á tal
við einn manninn og komst að því
að þeir voru ráðnir þama í vinnu,
en áttu ekki hjólin. Var „leiguhjóls-
stjóri" þessi nú að fara í mat og
bauð mér að fljóta með frítt smá
spotta þegar hann hafði reynt það
til þrautar að fá mig til að kaupa
mér far. Þetta boð þáði ég hins
vegar og hjólaði hann með mig út
á bryggju til að sýna mér seli sem
voru á sundi rétt við bryggjusporð-
inn. Þar sem mig langaði til að
prófa hjólið skiptum við um sæti.
Var ekki meira en svo að ég næði
niður á petalana, en tókst þó að
koma hjólinu af stað. Stýrið var
hins vegar svo þungt að mér var
ómögulegt að rétta það af og fór
því hjólið bara í hringi. Þetta var
víst ekki vinna fyrir mig.
En nú var líka komið að báts-
ferðinni. Þetta var stutt sigling og
brátt var eyjan undir fótum. Boðið
var upp á kynningu og leiðsögn um
fangelsið og eyna, en síðan var fólki
fijálst að skoða sig um á eigin spýt-
ur.
Alcatraz, sem er sandsteinsmassi
í mynni San Francisco-flóans, hefur
einnig gengið undir nafninu „Klett-
urinn". Hefur eyjan gegnt ýmsum
hlutverkum gegnum árin, en er
frægust fyrir hegningarhúsið, sem
starfrækt var á eynni í 29 ár. Voru
þangað sendir fangar, sem taldir
voru of hættulegir fyrir önnur fang-
elsi Ameríku, og var rúm fyrir 300
fanga. Var þarna mesta öryggis-
gæslan og minnstu mannréttindin.
Við minnsta brot á reglum versnaði
vistin með skerðingu á frelsi, fæði,
klæðum, ljósi, klefastærð o.s.frv.
Flótti var illmögulegur, því auk
ströngustu gæslu skildi hálf önnur
mfla af ísköldum straumi eyjuna frá
landi og hákarlar gerðu flóttatil-
raunir enn vonlausari.
Fangelsið var lagt niður árið
1963, en klettamir og tómar bygg-
ingamar á eynni bera þögult vitni
um langa og áhrifaríka sögu.
Það var komið. undir kvöld þegar
ég jrfírgaf eyjuna djúpt hugsi, með
síðasta bátnum sem gekk þann
daginn.
Þegar maður býr á farfuglaheim-
ilum þarf maður að lúta þeim
reglum sem þau setja, svo sem
tímasetningum. Var þama t.d. úti-
vistarskylda yfír miðjan daginn og
siðan þurftu allir að vera komnir í
sín 6 manna herbergi og búnir að
slökkva ljós fyrir miðnætti. Ekki
átti nú að vera neinn vandi að fylgja
þessum einföldu reglum, en næsta
morgun hrökk ég upp við það að
kallað var: „Eldhúsinu verður lokað
eftir 10 mínútur." Ég klæddi mig
í einum grænum, stökk niður og
kláraði morgunmatinn á mettíma.
Þegar ég kom út var norsk stúlka
að leggja upp í sinn fyrsta skoðun-
arleiðangur um borgina og slóst ég
í för með henni.