Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 18

Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 Umræðuefni á námskeiði fyrir skólastjóra og yfirkennara: Brýn þörf er fyrir fram- haldsmenntun í skólastjórn í kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar lauk í siðustu viku dagskrá fyrir skólastjóra og yfir- kennara undir yfirskriftinni „Stjórnandinn og skólinn.“ Þar gafst stjórnendum hinna ýmsu skóla tækifæri til að bera saman bækur sínar og skiptast á skoð- unum. Meðal þess sem bar á góma var þörfin fyrir skipulagða menntun i skólastjórn. Um undirbúning þessarar dag- skrár sáu Félag skólastjóra og yfírkennara, Kennaraháskóli ís- lands, Kennslumiðstöð Náms- gagnastofnunar og Skólaþróunar- deild menntamálaráðuneytisins. Dagskráin var í megindráttum skipulögð þannig að skiptust á stutt erindi og eigið framlag þátttak- enda, sem voru tæplega 30 yfir- kennarar og skólastjórar af öllu landinu. Varpað var fram ýmsum spumingum um hlutverk og starf skólastjórans og leitast við að svara þeim. Guðmundur Þór Ásmundsson, skólastjóri Laugabakkaskóla í Miðfirði, V-Hún. Birna Siguijónsdóttir, yfirkenn- ari við Snælandsskóla í Kópa- vogi. Ólafur H. Jóhannsson, formaður félags skólastjóra og yfírkennara sagði að þama hefði ekki verið um beina kennslu að ræða heldur hefði fremur verið reynt að skapa um- ræður, skiptast á reynslu og skoðunum og hjálpa mönnum til að meta sjálfa sig, starf sitt og starfs- aðferðir. „Helsta baráttumál skólastjóra nú er að koma á formlegu námi fyrir stjómendur skóla. Mennta- málaráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um menntun fyrir skólastjóra. Það er að okkar mati nauðsynlegt að þannig mennt- un sé til staðar hérlendis. Kennara- háskóli íslands hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir byijendur í skóla- stjóm en brýn þörf er fyrir endur- menntun á þessu sviði. Meðal þess sem rætt hefur verið þessa daga er hvers konar menntun skólastjór- ar vilja fá. Það sem fram hefur komið verður væntanlega notað til að móta kennsluskrá fyrir stjóm- endur skóla.“ Bima Siguijónsdóttir, yfírkenn- ari við Snælandsskóla í Kópavogi sagði að sér hefði fundist ákaflega gagnlegt að setjast svona niður í hópi stéttarfélaga sinna og skoða sjálfa sig og aðra. „Að stjóma skóla er ákaflega flókið og margþætt starf. í mínum skóla sem er 600 barna skóli höfum við verið að þreifa okkur áfram með margvís- legar breytingar á skólastarfínu og ég hef fengið hér ýmsar góðar hug- myndir og ráðleggingar. Uppbygging þessarar dagskrár hefur að mínu mati verið mjög góð og efnið sett upp í samhengi. Það hefur verið fróðlegt að heyra aðra skólastjóra skýra frá reynslu sinni, bæði þá sem koma frá svipuðum skóla og maður sjálfur og eins þá sem hafa frá ólíkri reynslu að segja." Guðmundur Þór Ásmundsson, skólastjóri Laugabakkaskóla í Mið- fírði, sagði að það væri vissulega gott og gagnlegt að hitta starfs- bræður sína og átta sig þannig á stöðu sinni sem stjómanda. Hann sagði að mikið hefði verið rætt um þá brýnu þörf sem væri fyrir fram- haldsmenntun skólastjóra. „Breytt hlutverk skólanna kallar á bæði góða faglega- og stjómunarlega þekkingu. Þess vegna tel ég það mjög brýnt að komið verði á fót skipulagðri menntun í skólastjóm sem allra fyrst," sagði Guðmundur. Endurmenntun kennara: Ný viðhorf kynnt í fíkniefnavömum Kennaraháskóli íslands hélt dagana 18.-20. ágúst nám- skeið sem bar yfirskriftina „Fræðsla um fíkniefnavarnir - ný viðhorf“. Umsjón með námskeiðinu höfðu þeir Arni Einarsson, erindreki áfengisvarnarráðs, og Ingólfur Guð- mundsson, námsstjóri í menntamálaráðuneytinu. „Þessi nýju viðhorf sem kynnt voru á námskeiðinu eru þau að ekki er lengur talið nægjanlegt að fræða unglinga um líffræðilegar hættur og afleiðingar fíkniefna í skólunum," sögðu_ þeir Ingólfur Guðmundsson og Ámi Einarsson í samtali við Morgunblaðið. „Við lítum svo á að hægt sé og verði að sinna forvamarstarfí á öðrum stöðum en í skólum. Það verður auðvitað að vera til staðar áfram, en á einungis að vera einn þáttur í forvamarstarfínu. Við megum ekki gleyma því sem heimilin geta gert. Ef skólamir og heimilin em ekki samstíga í þessum málum biýtur það niður allan þann árangur sem við kynnum að ná á hvomm staðnum fyrir sig. Þetta er hlutur sem við verðum að viður- kenna fyrir sjálfum okkur og bregðast við eftir því, fræðslan ein sér nær litlu fram, þó að alltof margir standi í þeirri trú að með henni einni sé bjöminn unninn. Svo hefur þó ekki reynst vera. Þekking- in er tilgangslaus ef hún er ekki hagnýtt. Flestir vita, svo dæmi sé tekið, að neysla áfengis og tóbaks er skaðleg en aftur á móti geta menn lent í þeirri stöðu að neysla þessara efna verði lausn á ein- hveijum vanda, svo sem að „komast inn í hópinn" eða að geta unnið bug á tilfinningum eins og feimni eða sorg. Þetta er samt skammtíma- lausn, sá feimni er jafn feiminn þegar hann vaknar upp á ný eftir áfengisneysluna. Við verðum að leita að einhveiju öðm, varanlegu, sem gerir fólki kleift að fá þessum þörfum fullnægt án neyslu áfengis eða fíkniefna. Heimilin verða einnig að gera það upp við sig hvort þau sætti sig við að böm þeirra neyti ávana- og fíkni- efna, þar með talið áfengið. Foreldr- amir verða að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þau hafí áhrif á við- horf unglinganna til neyslu þessara efna. Sem dæmi má taka að á heim- ilum bama þar sem foreldrar bjóða uppá áfengi verður afleiðingin sú að bömin munu drekka meira en ella. Það er hægt að setja skólunum markmið, en heimilin verða að vera með. Einnig þyrftu fjölmiðlar sem ann- ar mikilvægur áhrifavaldur að taka sér tak og gera sér grein fyrir því hvaða tilgangi umfjöllun þeirra þjónar. Hvaða tilgangi þjónar það til dæmis að gefa upp nákvæmlega smásöluverðmæti smyglaðra eitur- lyfja og þar með kannski vekja upp áhuga hjá einhveijum um skjót- fenginn ágóða. Hlutverk skólanna má þó ekki gleymast. Við leggjum mikla áherslu á að fólk í kennarastéttun- um sé gert fært um að sinna þeim hliðum sem að þeim snýr sjálft í samhengi við annað uppeldisstarf á þeirra vegum án þess að þurfa að treysta alfarið á utanaðkomandi sérfræðinga. Það var einmitt einn aðaltilgangurinn með þessu nám- skeiði að gera kennurum kleift að sinna því hlutverki sínu. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var dr. Ulla Marklund sálfræðingur við uppeldisstofnun Gautaborgar- háskóla. Ulla hefur stundað rann- sóknir á sviði fíkniefnavama undanfarin 12 ár og er eini fræði- maðurinn á Norðurlöndum með doktorsgráðu á þessu sviði. í samtali við Morgunblaðið sagði Ulla að eftir að hræðsluáróðurinn hafði reynst ófullnægjandi einn sér hefðu rannsóknimar aðallega beinst að því hvað það væri helst í umhverfi unglinga sem gæti leitt til þess að þeir hættu neyslu ávana- og fíkniefna. Aðallega hefði hún rannsakað áhrif hópþrýstings og U msjónarmenn námskeiðsins Ingólfur Guðmundsson og Arni Einarsson Morgunbladiö/Einar Falur Ulla Marklund „hópmisskilnings" það er að ungl- ingar ofmeta neyslu jafnaldra sinna og auka þar af leiðandi eigin neyslu til þess að vera með í klíkunni. Lausnina á þessum málum er helst að finna í því að fá unglinga til þess að þora að tala meira af fullri hreinskilni um þessi mál innbyrðis og verða meðvitaðri um eigin þarfír í þessum efnum. Þessi mál hafa því miður allt of lengi verið sveipuð nokkurskonar bannhelgi, menn hafa ekki þorað að tala opinskátt um þau. Því verðum við að breyta. Sjö aðrir fyrirlesarar vom á þessu námskeiði: Stein Berg (Noregur), Vega Otterland (Svíþjóð), Ragnar B. Waahlberg (Noregur), Anna Jeppesen, Ámi Einarsson, Eðvarð Ingólfsson, Ingólfur Guðmundsson og Ólafur Oddsson. Námskeiðið var skipulagt af Kennaraháskóla íslands, Áfengis- vamarráði, Samtökum skólamanna um bindindisfræðslu og Nordan. Um þijátíu kennarar sóttu nám- skeiðið og stuðlaði Lions-hreyfíngin að og studdi þátttöku margra þeirra. INNLENT Sýningu Uffe Balslev að ljúka SÝNINGU Uffe Balslev á blóma- skreytingum sem verið hefur í kaffisal Hlaðvarpans lýkur á laug- ardaginn. Uffe Balslev er Dani, fæddur í Óðinsvéum árið 1948. Hann nam blómaskreytingar í Danmörku á ár- unum frá 1964 til 1968 og hefur unnið við þær síðan. Hann hefur tek- ið þátt í keppnum og sýningum víða um heim auk þess sem hann hefur haldið og tekið þátt í námskeiðum, bæði á Islandi og erlendis. Síðustu sex árin hefur hann búið hérlendis og starfar nú í Blómavali. Sveppa- kvöld í Norræna húsinu VEGNA mikils almenns áhuga á að þekkja algengustu íslensku matsveppina mun áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss standa fyr- ir „sveppakvöldi“ í Norræna húsinu þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20.00 til 23.00. Þátttakendur eru beðnir að láta skrá sig í síma 13299 eða 40763 milli klkkan 17 og 19 föstudag, laugardag og mánudag. Þátttöku- gjald verður 100 kr. Sýndir verða nokkrir algengustu matsveppirnir og fólki leiðbeint um að þekkja þá, geyma og matreiða. Leiðbeinendur verða Ása Ásgrímsdóttir og Einar Egilsson. Laugardaginn 30. ágúst gefst fólki kostur á að koma með nýtínda sveppi og fá þá greinda í anddyri Norræna hússins kl. 14 til 18. (Frá áhugahópi um byggingu náttúrufræðisafns).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.