Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
19
œtz- iú . * -i
Morgunblaðið/Börkur
Flugvél af gerðinni Dornier er til sýnis á Flug '86 sýningunni á Reykjavikurflugvelli. Hér er
hún í lágflugi yfir áhorfendaskaranum sem fylgdist með sýningunni á miðvikudag.
Flugsýningin Flug ’86:
Von á erlendum flug-
sveitum um helgina
SÝNINGIN Flug ’86, sem nú stendur yfir í skýli 1 á
Reykjavíkurflugvelli, hefur verið vel sótt og vonast for-
ráðamenn hennar til að enn betur takist til um helgina,
þegar aðalhátíð flugsýningarinnar fer fram.
Stefán Sæmundsson, formað-
ur framkvæmdarnefndar Flug-
málafélags Islands, sagði að
veður réði hvorn daginn flughá-
tíðin færi fram, en þar sem spáð
væri áframhaldandi hægviðri og
blíðu í Reykjavík, væri gert ráð
fyrir að hún yrði haldin á laugar-
dag. Er von á flugsveitum
erlendis frá til að sýna listir
sínar, m.a. koma tvær flugvélar
frá konunglega breska flug-
hernum.
Alls höfðu um 700 manns séð
sýninguna í skýli 1 á miðviku-
dagskvöld, en talið er að margir
fleiri hafi fylgst með sýningum
sem fram fóru í lofti.
Á þriðjudag sýndu starfsmenn
Landhelgisgæslunnar stutt flug
á þyrlunni TF Sif og fram-
kvæmdu björgunaræfingu. Áður
en henni var lokið, var þyrlan
kölluð út til að sækja slasaða
konu við Skjálfandafljótsgljúfur
og tókst sjúkraflugið vel, að sögn
Páls Halldórssonar, flugstjóra
þyrlunnar.
Sýningunni var haldið áfram
á miðvikudag og þá sýndu félag-
ar úr svifflugfélagi Reykjavíkur
ýmis tilþrif í lofti, auk þess sem
Magnús Norðdahl sýndi listflug
á franskri listflugvél, CAP 10B.
Þá sýndu flugmenn þýsku Dorni-
er-vélarinnar hvaða möguleika
flugvélin býður upp á og flaug
vélin nokkrum sinnum lágflug
yfír áhorfendaskarann á
Reykjavíkurflugvelli. Vakti það
athygli viðstaddra hve lipur
Domier-vélin, sem er tveggja
hreyfla farþegavél, var í list-
flugi. Þá svifu nokkrir fallhlífar-
stökkvarar úr Fallhlífaklúbbi
Reykjavíkur til jarðar rétt við
flugvöllinn. Bandaríski ofurhug-
inn Larry Bagley, tók með sér
farþega niður úr háloftunum,
Maríönnu Þorsteinsdóttur, próf-
arkalesara á Tímanum, og var
hún afar ánægð með lífsreynsl-
una.
„Þetta var ólýsanlegt," sagði
Maríanna. „Ég hélt að þetta yrði
eins og að fara í rússíbana, en
þetta var ekki líkt neinu sem ég
hef reynt áður.“ Maríanna var
fimmti farþeginn af 40 sem
Bagley tekur með sér í fallhlíf,
en Pétur Einarsson, flugmála-
stjóri fór fyrstur á miðvikudag.
„Mig var búið að langa til að
reyna fallhlífarstökk frá því ég
man eftir mér og þegar mér
bauðst þetta tækifæri var ég
ekki lengi að notfæra mér það.
Ég frestaði meira að segja ferða-
lagi vestur á firði til að komast
þetta," sagði Maríanna.
Sýningin hélt áfram í gær og
þá sýndu félagar úr Svifdrekafé-
lagi Reykjavíkur og Fallhlífa-
klúbbnum, auk þess sem
Dornier-vélin var áfram sýnd.
í dag, föstudag, verður sýn-
ingin í skýli 1 áfram opin
almenningi frá klukkan 17 til
21:45 og munu eigendur og
smiðir módelflugvéla þá sýna
gripi sína. Klukkan 22 verður svo
haldinn fundur með aðilum flug-
sýningarinnar í ráðstefnusal
Hótel Loftleiða.
Ráðgert er að aðalhátíðin fari
fram á laugardag og verður sýn-
ingin opnuð í skýli 1 klukkan
13. Stytta af Agnari Kofoed
Hansen verður svo afhjúpuð þar
kl. 13:30, en hálftíma síðar hefst
mikil flugsýning. Bandarískar,
danskar, hollenskar og þýskar
flugsveitir munu sýna listir sínar
og sagðist Stefán Sæmundsson
búast við því að sýningin tæki
um þrjár til ijórar klukkustundir.
Tvær flugvélar úr konunglega
breska flughernum munu einnig
staldra við á flugsýningunni.
Onnur er úr einkaflugsveit Eng-
landsdrottningar, British Aero-
space BAe 146, en hin er
úthafseftirlitsvél af gerðinni
Nimrod úr orrustudeild flug-
hersins, RAF Srike Command.
Er áætlað að BAe 146 vélin lendi
um kl. 12:50, en hún fer aftur
í loftið um kl. 14. Nimrod-vélin
er væntanleg til Reykjavíkur-
flugvallar um kl. 11:30 og verður
á flugvellinum til kl. 17. Almenn-
ingi verður þó ekki gefínn kostur
á að skoða vélarnar að innan,
af öryggisástæðum.
Útvarpað verður beint frá
Reykjavíkurflugvelli í svæðisút-
varpi Reykjavíkur (90,1 FM) og
öðru hvoru á rás tvö á laugardag-
inn og mælti Stefán með því að
þeir sem áhuga hefðu á að fylgj-
ast með hvað væri að gerast í
háloftunum, stilltu útvarpstæki
sín á bylgjulengd svæðisútvarps-
ins. Áhorfendur geta safnast við
Hótel Loftleiðir eða komið sér
fyrir með útvarpstæki sín í
Oskjuhlíðinni til að fylgjast með
sýningunni.
Vestmannaeyjar:
Eyjakvöld í Gestgjafanum
HÖTEL Gestgjafinn í Veat-
mannaeyjum tekur um næstu
helgi aftur upp þann sið frá í
fyrra að bjóða upp á skemmti-
dagskrá með Eyjalögum og
Eyjamat. Að þessu sinni ber
skemmtidagskráin yfirskriftina
„Blítt og létt“.
Á haustmánuðiim í fyrra voru
haldin 18 Eyjakvöld fyrir fullu húsi,
þar sem kyijuð voru lög þeirra
Oddgeirs Kristjánssonar, Ása í Bæ
og Alfreðs Washington og flutt ljóð
Árna úr Eyjum, Lofts Guðmunds-
sonar og fleiri Eyjamanna.
Um næstu helgi, 24. ágúst verð-
ur aftur tekin upp svipuð dagskrá
í Gestgjafanum undir yfírskriftinni
„Blítt og létt“. Um skemmtiatriðin
munu sjá : Runólfur Dagbjartsson
leikari, Helgi Hermannsson söngv-
ari, Jónas Þ. Dagbjartsson fiðluleik-
ari, Ásta Olafsdóttir, Ásdís
Þórarinsdóttir, Jónas Þórir hljóm-
borðsleikari ásamt gestum.
Fyrstu tvær helgarnar. spilar
Dixielandband skipað þeim Birni
R. Einarssyni, Þorvaldi Steingríms-
syni og Jónasi Þ. Dagbjartssyni.
I byijun september hefst „Laga-
keppni" í tengslum við Eyjakvöldin
þar sem ungum lagasmiðum frá
Vestmannaeyjum gefst tækifæri til
að fá lög sín flutt og verður eitt
nýtt lag kynnt á hverju Eyjakvöldi.
Gestum á Eyjakvöldunum er bent
á að mæta tímanlega því borðhald
hefst kl.20:30 og skemmtidagskrá-
in byjar kl.21:30.
Hægt er að fá helgarferðir til
Eyja hjá Ferðaskrifstofu Vest-
mannaeyja og Flugleiðum.
Þekkingargetraun
á tæknisýningu
EINN LIÐUR í Tæknisýninpi
Reykjavíkurborgar í Borgarleik-
húsinu er þekkingargetraun,
sem dregið er i daglega. Get-
rauninni er þannig háttað, að á
bakhlið hvers aðgöngumiða eru
krossaspurningar, sem hægt er
að finna svör við með því að
skoða sýninguna vandlega.
Verðlaun í þekkingargetraun
tæknisýningarinnar eru samtals
300 og meðal vinninga eru sjón-
varpstæki, útvarpstæki, hljómflutn-
ingstæki, ljósmyndavélar og
ljósmyndabækur Hjálmars R.
Bárðasonar, auk frímiða í strætis-
vagna og sund út afmælisárið.
Þorbjörg Guðmundsdóttir einn vinningshafanna íþekkingar-
getraun tæknisýningarinnar tekur við sjónvarpstæki úr
„höndum“ vélmennis tæknisýningarinnar.
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild
Skag-firðing-a
Spilað var þriðjudaginn 19. ágúst
í tveimur riðlum, 14 og 10 Para.
Hæstu skor hlutu:
A-riðill:
Dröfn Guðmundsdóttir
— Einar Sigurðsson
Róbert Geirsson
— Óskar Sigurðsson
Steingrímur Jónasson
— Þorfinnur Karlsson
Hulda Hjálmarsdóttir
— Þórarinn Andrésson
Meðalskor
B-riðill:
Arnar Ingólfsson
— Magnús Eymundsson
Anton Gunnarsson
— Sigfús Ámason
Kristinn Sölvason
— Steingrímur Steingrímsson 116
Friðgerður Benediktsdóttir
—Friðgerður Friðgeirsdóttir 112
Meðalskor 108
Efst að stigum eru þá:
Hulda Hjálmarsdóttir 14,5
Þórarinn Andréwsson 14,5
Cyrus Hjartarson 11
Sigmar Jónsson 11
Arnar Ingólfsson 11
Magnús Eymundsson 11
Spilað er á þriðjudögum í Drang-
ey, Síðumúla 35.
Aðalfundur BR 1986
Aðalfundur Bridsfélags Reykja-
víkur 1986 verður haldinn á Hótel
Esju (Þerneý) miðvikudaginn 27.
ágúst kl. 20.30.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf og verðlaunaafhending fyrir
mót síðastliðins vetrar. Félagsmenn
eru hvattir til að koma á fundinn
og taka þátt í mótun vetrarstarfs-
ins. Sérstaklega eru verðlaunahafar
beðnir að koma og taka við verð-
launum sínum.
igjgí Hjsbrr ,
■ M
ÞÚR^ SÍMI: 68150 0 - ÁRMÚLA 11
~-r
W*l
ÞÚRg SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11
188
178
178
177
156
135
126