Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
29
heimili, sem var stolt þeirra beggja.
Áður höfðu þau átt heimili í
Reykjavík og um tíma í Hafnar-
firði. Oft var gestkvæmt hjá þeim
hjónum í sambandi við störf hús-
bóndans. Dagmar stóð við hlið
manns síns og þau voru góðir gest-
gjafar.
Ásgeir og Dagmar eignuðust
flögur böm. Þau eru: Ólafur, þjóð-
skjalavörður, eiginkona hans er
Vilhelmína Gunnarsdóttir. Sigrún,
húsfreyja að Rauðuskriðum í Aðal-
dal, eiginmaður hennar er Theodór
Ámason. Ásgeir, sagnfræðingur,
eiginkona hans er Ragnhildur Zo-
éga, og yngst er Rannveig, sem
stundar menntaskólanám og er í
foreldrahúsum.
Ég kynntist Ásgeiri Ólafssyni
fyrst fyrir 32 ámm. Hann var þá
skrifstofustjóri Brunabótafélagsins
og það vantaði starfsmann til að
starfa í bókhaldi og sjá jafnframt
um útreikninga vegna endurtrygg-
inga félagsins. Þá störfuðu 12
manns hjá félaginu. Á þessum tíma
var Stefán Jóhann Stefánsson, fyrr-
verandi foreætisráðherra, forstjóri
félagsins. Á milli þeirra ríkti góð
samvinna. Stefán Jóhann bar mikið
traust til Ásgeirs og vom honum
því geftiar mjög frjálsar hendur
varðandi rekstur skrifstofu félags-
ins og uppbyggingu þess.
Bmnabótafélagið hóf starfsemi
sína 1917 og hafði þá einkarétt á
að bmnatryggja húseignir utan
Reykjavíkur. Arið 1955 verður mik-
il breyting hér á. Með nýrri löggjöf
er felldur niður einkaréttur félags-
ins. Á þeim tíma var það skoðun
sumra, að dagar félagsins yrðu
brátt taldir. Það mundi ekki geta
aðlagað sig nýjum starfsháttum,
samkeppnin við önnur vátiygginga-
félög yrði því um megn. Á þessum
tíma var gerð hörð atlaga að félag-
inu, en þá sýndi Ásgeir Ólafsson
vel hvem mann hann hafði að
geyma. Styijöld var háð á mörgum
vígstöðvum og hvergi hopað. Þessi
tímamót urðu upphaf enn sterkara
vátryggingafélags, sem nú fékk hjá
ráðherra heimildir til alhliða trygg-
ingastarfsemi. _
Árin, sem Ásgeir Ólafsson hélt
um stjómvölinn hjá Bmnabótafé-
laginu, urðu mikil uppgangsár.
Fyrsta aðsetur félagsins, þegar það
hóf starfsemi sína 1917, var lög-
fræðiskrifstofa Sveins Bjömssonar,
fyrsta forstjóra þess og síðar fyrsta
forseta íslenska lýðveldisins. Frá
þeim tíma hafði félagið verið í leigu-
húsnæði á ýmsum stöðum. Þegar
Ásgeir hafði tekið við skrifstofu-
stjóm hjá félaginu, hvatti hann
eindregið til þess að félagið eignað-
ist húsnæði fyrir starfsemina í
Reykjavík. Því var ráðist í að kaupa
hæð í húsinu á Laugavegi 105.
Skömmu eftir að Ásgeir tók við
embætti forstjóra Brunabótafélags-
ins flutti félagið skrifstofur sínar í
þessi nýju húsakynni.
En slíkur varð vöxtur félagsins
að brátt varð að huga að stærra
húsnæði. Félagið hóf víðtæka vá-
tiyggingastarfsemi, sem stöðugt
varð umfangsmeiri. Áður en ára-
tugur var liðinn hafði félagið flutt
skrifstofur sinar í nýbyggt hús á
Laugavegi 103, þar sem aðalskrif-
stofa þess er enn til húsa. í kjölfarið
fylgdi með auknum umsvifum að
komið var á fót skrifstofum félags-
ins á þeim stöðum út um land, þar
sem félagið hafði náð bestri fót-
festu. Iðgjaldatekjur félagsins
jukust ár frá ári og hagur félagsins
dafnaði stöðugt. Brunabótafélagið
var orðið myndugt fyrirtæki, sem
allir bám traust til, jafnt innlendir
sem erlendir viðskiptavinir. Allt var
þetta fyrst og fremst verk Ásgeirs
Ólafssonar. Og við sem unnum allan
þennan tíma með Ásgeiri vorum'
ekki undrandi yfir þessum árangri.
Það var oft sagt í mín eyru, að
Ásgeir hugsaði um hag Brunabóta-
félagsins eins og það væri hans
eign. Það var ekki ofsagt.
Trú hans á tilgang félagsins og
hlutverk þess í íslensku þjóðfélagi
var einlæg. Hann lagði sig allan
fram við að efla þetta félag, sem
honum hafði verið trúað fyrir. Á
skrifstofunni voru vökul augu hans,
sem fylgdust með öllu, stóru sem
smáu. Allir starfsmenn voru undir
smásjá hans. Hann kappkostaði að
hafa sem best samband við sveitar-
stjómarmenn og aðra viðskiptavini
félagsins. Hann gerði sér far um
að fylgjast með nýjungum og áður
en ákvörðun var tekin var hann
búinn að vega og meta alla þætti
mátsins. Þegar hann tók við skrif-
stofustjóm dvaldi hann um tima i
Noregi til að kynna sér rekstur og
stjómun vátryggingafélaga. Tími
eða fyrirhöfn vom hugtök, sem
ekki vom þekkt í huga Ásgeirs
Ólafssonar, þegar Bmnabótafélagið
var annars vegar.
Við lagabreytinguna 1955 var
stofnað til fulltrúaráðs félagsins,
sem kaus félaginu stjóm úr sínum
hópi. Samstarf Ásgeirs og stjómar
og fulltrúaráðs félagsins var alla
tíð með miklum ágætum. Hann
kappkostaði að hafa náinn kunn-
ingsskap við fulltrúaráðsmenn.
Hann taldi félaginu ómetanlegt að
tengjast á þennan hátt sveitarfélög-
unum. Hann vildi heyra álit þessara
fulltrúa landsbyggðarinnar á ýms-
um málum, sem vörðu hag þess.
Umboðsmenn hefur félagið um allt
land og teljast þeir hátt í tvö hundr-
uð. Ásgeir hafði mikið og gott
samband við langflesta umboðs-
mannanna. Hann var óþreytandi
að tengja félagið persónulegum
böndum við sem flesta og treysta
þannig eins og bezt var á kostið
allt starf félagsins. •
Ásgeir tók mikinn þátt í sam-
starfi íslensku vátryggingafélag-
anna. Hann átti sæti í stjóm
Sambands íslenskra tryggingarfé-
laga og var formaður þess 1970
og 1977. Oft bám félögin gæfu til
þess að vinna saman. í annan tíma
var ekki um slíkt að ræða og þá
var stundum barist um markaðinn.
Ég hygg að allir keppinautar
Bmnabótafélagsins hafí fundið þá
verðugan mótheija, þar sem Ásgeir
Ólafsson var fyrir.
Til þess að Bmnabótafélagið
gæti hafið starfsemi sína árið 1917
þurfti það að ná endurtryggingar-
samningum. Þann samning gerði
Sveinn Bjömsson við Storebrand í
Osló. í sjötíu ár hefur samvinna
þessara félaga verið einstök. Ásgeir
Ólafsson lagði allt kapp á að efla
það samstarf. í 30 ár gerði Ásgeir
alla endurtryggingarsamninga
Bmnabótafélagsins. Öllum vá-
tryggingamönnum er ljóst hve
mikið er í húfi að slíkir samningar
séu hagkvæmir. Þá er oft verið að
semja um mögulegar stærðir í ið-
gjöldum og tjónum. í viðræðum við
fulltrúa Storebrand hefur oft komið
fram virðing þeirra fyrir Ásgeiri
Ólafssyni. Hann var mikill samn-
ingamaður. Ekkert fór fram hjá
honum og hann stóð fast á sínu.
En hann var ekki ósanngjam og
vissi hve langt var hægt að ganga.
Á stríðsámnum rofnaði sambandið
við Noreg og hófust þá viðskipti
við íslenzka endurtryggingu. Þau
hafa haldist allt til þessa dags jafn-
hliða tengslunum við Noreg.
Ásgeir helgaði lífsstarf sitt
Bmnabótafélaginu. En þrátt fyrir
það mikla verk, sem þar liggur eft-
ir hann, þá var hann svo víðsýnn
maður, að hann horfði miklu lengra
í tryggingamálum. Bmnabótafélag-
ið hafði kostað eftirlit með bmna-
vömum út um landsbyggðina.
Félagið hafði komið sér upp verk-
stæði í Hafnarfirði, þar sem jeppum
og öðmm bifreiðategundum var
breytt í slökkvibifreiðir. Ásgeir sá
að eftirlit yrði að auka og leggja
yrði allt kapp á eflingu branavama
og reyna á þann hátt að draga úr
bmnatjónum. Því varð hugmyndin
að Bmnamálastofnun ríkisins að
vemleika og Ásgeir varð formaður
stjómar hennar frá stofnun 1968
og fyrstu 10 árin.
Oft heyrði ég hann tala um nauð-
sjm þess, að hér yrði komið upp
vátryggingu, sem bætti tjón vegna
náttúrahamfara. Honum var vel
ljóst, að jafn fámenn þjóð og íslend-
ingar em getur ekki borið stórfellt
tjón af völdum náttúmhamfara án
mikilla fóma. Slíkir atburðir gætu
orðið til þess að setja mark sitt á
efnahagslega afkomu Ktillar þjóðar
um mörg ár. Ég veit að hann viðr-
aði þessar hugmyndir sínar við
ráðamenn og undirtektir vom litlar.
Eftir sviplegt slys í Neskaupstað
af völdum snjóflóðs, nokkra eftir
náttúmhamfarimar í Vestmanna-
eyjum, þá skipaði Matthías Bjama-
son, þáverandi ráðherra trygginga-
mála, Ásgeir ásamt fleimm í nefnd
til að undirbúa löggjöfina við Við-
lagatiyggingu íslands. Ásgeir var
formaður stjómar Viðlagatrygging-
ar frá stofnun 1975 og fram til
ársins 1985.
Þau spor, sem Ásgeir Ólafsson
markaði í heimi íslenskrar vátrygg-
ingastarfsemi, munu seint mást út.
Ekkert á sviði vátryggingastarf-
seminnar lét hann sér óviðkomandi.
Hann aflaði sér mikillar og alhliða
þekkingar á öllu varðandi vátiygg-
ingar. Fyrstur íslenskra vátrygg-*
ingamanna var hann sæmdur hinni
íslensku fálkaorðu fyrir embættis-
störf. Fór vel á því.
Þrátt fyrir mikið starf, sem oft
tók hug hans allan, þá átti hann
sínar frístundir og áhugamál tengd
þeim. Hann hafði yndi af laxveiðum
og var mikill veiðimaður. Síðustu
15 árin fór hann að stunda golf og*'
lék það með góðum vinum sínum á
meðan heilsan leyfði. Hann gekk í
Lionsklúbb Hafnarfjarðar og varð
mikil driffjöður í Lionshreyfing-
unni. Hann varð fljótlega formaður
í klúbbnum sínum og umdæmis-
stjóri Lions tímabilið 1971—’72 og
fjölumdæmisstjóri Lions 1982—’83.
I starfi hans í Lions nutu sin vel
skipulagshæfileikar hans. Hann var
góður ræðumaður. Þegar hann tók
til máls á fundum var alltaf hlustað
vel eftir því, sem hann hafði til
málanna að leggja. Sala á rauðri*
flöður hefur á nokkurra ára fresti
verið uppákoma í þjóðlífí okkar.
Rauð fjiiður var seld hér í fyrsta
skipti árið sem Ásgeir hafði á hendi
umdæmisstjóm Lionshrejrfingar-
innar.
Fáum samferðamönnum mínum
hefi ég kjmnst nánar en Ásgeiri
Ólafssjmi. Hann var húsbóndi minn
í rúman aldarijórðung. Oft ræddi
hann þá við mig tímum saman um
vöxt og framgang Bmnabótafé-
lagsins. Það fór ekki hjá því að ég
hrifist oft af mikilli þekkingu hans
og vígfimi, ef blásið var til orastu.
Eftir að hann lét af störfum hjá
Bmnabótafélaginu leit ég oft til
hans, þar sem hann sat á skrifstofu
sinni fyrir Viðlagatryggingu. Þá
sótti ég til hans fróðleik og ekki
ósjaldan barst í tal áhugamál okkar
beggja, starfið í Lionshreyfingunni.
Ég veit að ósjálfrátt hafa margar
skoðanir mínar mótast af samstarfi
okkar Ásgeirs Ólafssonar.
Þegar Asgeir lét af störfum hjá
Bmnabótafélagi íslands vom
starfsmenn á aðalskrifstofu þess
um sex tugir. Flest af þessu fólki
er enn starfsmenn félagsins. Frá
samstarfsmönnum Ásgeirs Ólafs-^
sonar flyt ég Dagmar og Qölskyldu
hennar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Ásgeirs
Ólafssonar.
Þórður H. Jónsson
Sömu lögin skipa
þrjú efstu sætin
TVÖ lög, Braggablús og Dancing on the Ceiling, taka undir sig
stórstökk síðan í siðustu viku, en það eru líka einu stórvægilegu
breytingarnar á listanum. Svo dæmi sé tekið er staða þriggja
efstu laganna óbreytt.
1. (1) Hesturinn/Skriðjöklar
2. (2) Götustelpan/Pálmi Gunn-
arsson
3. (3) The Gloiy of Love/Peter
Setera
4. (24) Braggablús/Bubbi
Morthens
5. (6) What’s the Colour of
Money/Hollywood Beyond
6. (7) Með vaxandi þrá/Geir-
mundur og Ema
7. (5) Utihátíð/Greifamir
8. (9) Lady in Red/Chris Deb-
ugh
9. (20) Dancing on the Ceiling/
Lionel Richie
10. (4) Papa don’t Preach/
Madonna
Vegagerö í Hvalfirði
Borgarfirði.
Um þessar mundir er verið að vinna í vegagerð i sunnanverðum
Hvalfirði. Eru margar verstu beygjurnar teknar þar af og Iagt
undir slitlag. Undirskriftarlistar hafa legið frammi sums staðar í
Borgarfirðinum, þar sem skorað er á Alþingismenn í Reykjaness-
og Vesturlandskjördæmum á hraða vegagerð um Hvalfjörð með
bundnu slitlagi.
-pþ
Tryggvi Hansen með torfgrímu
Torfhleðsla, hvolfsmíði og
grímugerð kennd í Vatnsmýrinni
NÁMSKEIÐ í torfhleðslu, hvolf-
þaksmíði og grímugerð verða
haldin tvær næstu helgar í Vatns-
mýrinni í Reykjavík, sunnan við
Norræna húsið. Hefjast þau laug-
ardaginn 23. ágúst og standa frá
kl 10 til 18 og sama tfma á sunnu-
daginn. Votviðri verður engin
hindrun.
Leiðbeinandi við gerð hvolfþaks
verður Einar Þorsteinn Ásgeirsson,
hönnuður, og verður kennt hvemig
raða á saman hvolflaga burðarvirki
af einfaldri gerð sem byggt er upp
af þríhymingum. Alls hafa verið
reistar ri'u hvolfbyggingar af þessu
tagi á íslandi. Með námskeiðinu er
ætlunin að tengja saman annars
vegar hið unga hvolfburðarvirki
sém kennt er við Buchmeister Full-
er og hins vegar gömlu, íslensku
torfhleðsluna.
Á hleðslunámskeiðinu verður
þátttakendum kennt að hlaða veggi
sem hæfa jafnt gamla torfbænum
sem garði (vegg) eða nútímahúsi.
Hleðsluveggurinn er allur skorinn,
snyrtur og sléttaður vandlega svo
að form og litur njóti sín sem best.
Leiðbeinandi við hleðsluna verður
Tryggvi Hansen sem hefur skipu-
lagt slík námskeið á hveiju sumri
síðustu fimm árin.
Að síðustu skal nefnd grímu-
vinnustofa, sem Sigríður Eyþórs-
dóttir myndmenntakennari annast.
Hún kennir fólki að skera út grímur
og skúlptúra úr torfi, sem síðan er
þurrkað.
Leiðrétting
Auðna Ágústsdóttir, hjúkmnar-
fræðingur, er fulltrúi Félagr*
háskólamenntaðra hjúkmnarfræð-
inga í launamálaráði BHMR, en
ekki formaður FHH eins og sagt
var í frétt blaðsins í gær, fímmtu-
dag, af fyrirhuguðum fjöldaupp-
sögnum heilbrigðisstétta innan
BHMR. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessari missögn.