Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 30

Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 30
»««**#'*'** '•** <***mW» l-. 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendibílstjórar Vertu þinn eigin atvinnurekandi. Vegna mjög mikillar vinnu getum við enn bætt við nokkr- um greiðabílum á stöð okkar. Skilyrði eru m.a. góður bíll og meirapróf. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Hafnarstræti 2. _________Steindór, sendibílar.__ T résmiðir og bygg- ingaverkamenn Trésmiðir óskast í mælingavinnu, einnig nokkrir vanir byggingaverkamenn. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 38430 og 93-7113. Loftorka Borgarnesi hf. íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi Starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á Dalvík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Nánari upplýsingar veita Einar Emilsson í símum 96-61380 og 96-61391 eftir kl. 17.00 og bæjarstjóri í síma 96-61370. íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkur. Kona óskast Óskum að ráða barngóða og reglusama konu til að annast heimili seinni part dags ca. 5 klst., getur verið breytilegt. Viðkom- andi þarf að huga að þremur börnum 11 ára 8 ára og ungabarni, gera kvöldmat og ann- ast alhliða heimilsstörf. Einhver helgarvinna getur orðið. Við leitum að góðri mömmu sem vill taka á móti okkur úr skólanum, sitja með okkur, láta okkur læra, borða með okkur og annast okkur. Reynslutími 3 mánuðir. Við bjóðum séríbúð í sama húsi ef viðkomandi vill. Upp- lagt fyrir konu sem vinnur úti fyrri part dags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um mánaðamótin. Þær sem hafa áhuga sendi umsóknir inn á augld. Morgunblaðsins merktar: „K — 777“. Óskum að ráða duglegt og samviskusamt fólk til starfa í veitingasal. Um er að ræða fullt eða hálft starf. Góður vinnutími og laun samkvæmt samkomulagi. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hringja og panta viðtal í síma 16513, þar sem nán- ari upplýsingar eru veittar. Sjanghæ, Laugavegi 28. Ung stúlka með brennandi áhuga á sölumennsku óskar eftir góðu starfi. Hefur bílpróf. Viðkomandi er að leita að framtíðarstarfi. Þeir sem hafa áhuga leggi nafn og símanúmer inn á augld. Mbl. merkt: „K — 007". 0 Starfsstúlkur Starfsstúlkur óskast í umsjón í líkamsrækt JSB í Hraunbergi 4 (æskilegt að búa í ná- grenni), Jazzballettskólann Bolholti 6 og Líkamsrækt JSB í Suðurveri. Tímavinna. Uppl. í síma 83730 milli kl. 12.00-15.00 í dag. Aiftanes Blaðbera vantar á Suðurnesið. Upplýsingar í síma 51880. flfaKgmiIilflifrtfr _____I_________________________ Vélgæslumaður Verksmiðjan Vífilfell óskar að ráða vélgæslu- mann til starfa sem allra fyrst. Vífilfell er 45 ára gamalt fyrirtæki og leiðandi í gosdrykkja- iðnaði á íslandi. Umsækjandi þarf að hafa eftirfarandi kosti: ★ Stundvís og reglusamur. ★ Tuttugu ára eða eldri. ★ Geta unnið yfirvinnu sé þess óskað. ★ Vera snyrtilegur til fara. í boði er: ★ Starf hjá traustu fyrirtæki. ★ Mikil vinna. ★ Við kennum þér að umgangast vélar og tæki. Ef þú hefur áhuga á umræddu starfi þá hafðu samband við Pétur Helgason í síma 82299 milli kl. 13.00 og 15.00 næstu daga. Ertu kennari? — Viltu breyta til? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfirði? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum með góðri vinnuaðstöðu kenn- ara ásamt góðu skólasafni. Bekkjardeildir eru af viðráðanlegri stærð (12-14 nemendur) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í almenna bekkjarkennslu og til kennslu í líffræði, eðlis- fræði, stærðfræði, ensku, dönsku og handmennt (hannyrðir og smíðar). Ennfrem- ur til kennslu á skólasafni (hálft á móti hálfu starfi á bókasafni). Ódýrt húsnæði í boði. Grundarfjörður er í fögru umhverfi í u.þ.b. 250 km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir með áætlunarbifreiðum og flug þrisvar í viku. Viljir þú kynna þér málið þá sláðu á þráðinn. Varaformaður skólanefndar Sólrún Kristins- dóttir sími 93-8716 gefur allar nánari upplýs- ingar. Holtaskóla Keflavík Við Holtaskóla í Keflavík er laus ein kennara- staða í líffræði og eðlisfræði. Skólinn er einsetinn og öll vinnuaðstaða fyrir kennara og nemendur er mjög góð. Upplýsingar gefa Sigurður E. Þorkelsson skólastjóri í síma 92-2597 og Ingvar Guð- mundsson yfirkennari í síma 92-1602. Skólastjóri. Fóstrur — Fóstrur Tvær fóstrur vantar nú þegar til starfa við leikskólann í Borgarnesi. Uppl. í leikskólanum í síma 93-7425 og á skrifstofu Borgarneshrepps í síma 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Seyðisfirði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 2129 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. Kennarar— Kennarar Grunnskólann í Ólafsvík vantar tvo kennara, raungreina- og íþróttakennara. Góð kennslu- aðstaða. Húsnæðisfríðindi og góðar sam- göngur við Reykjavík. Uppl. gefur Gunnar Hjartarson í síma 93-6293. Skólanefndin. Starfsstúlkur óskast. Upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 13 og 16. Veitingahöllin. Starfsfólk Óskum eftir að ráða starfsfólk í gangastörf morgun- og eftirmiðdagsvaktir. Upplýsingar á skrifstofunni fyrir hádegi í síma 26222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Akureyrarbær Forstöðumaður öldrunarþjónustu Laust er til umsóknar starf forstöðumanns öldrunarþjónustu á Akureyri. í starfinu felst að veita forstöðu dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík og þjónustu bæjarins við aldraða. Krafist er góðrar menntunar og starfsreynslu á þessu sviði. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 4. sept. nk. og veitir hann nánari upplýs- ingar um starfið. Akureyri 21. ágúst 1986. Bæjarstjóri. Verksmiðjustörf Starfsfólk óskast í verksmiðju okkar í Kópa- vogi sem fyrst. Um er að ræða létt störf við pökkun og frágang sælgætisvöru. Upplýsing- ar veittar á staðnum á vinnutíma, milli kl. 8 og 16. FREYJA hf. Kársnesbraut 104, Kópavogi. Bifreiðarstjórar Viljum ráða til framtíðar vörubílstjóra með meirapróf. Upplýsingar gefur Guðmundur Árnason í síma 99-1000 og heimasíma 1414. Kaupfélag Árnesinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.