Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 32

Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 KIKK í Grófinni DANSLEIKUR verður haldinn í Grófínni i kvöld. Hljómsveitin ^KIKK ætlar að spila vinsælustu danslögin á Grófartorgi og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Hljómsveitin KIKK hefur legið í dvala um nokkurt skeið, en leikið á dansleikjum undanfarið. Hljóm- sveitina skipa nú þau Guðmundur Jónsson, gítarleikari, Helga Magn- úsdóttir, hljómborðsleikari, Jón Björgvinsson, trommuleikari, Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og Sveinn Kjartansson, bassaleik- ari. (Fréttatilkynning) Leika djass í Roxzy DJASSTRÍÓIÐ „Súld“ leikur í fyrsta skipti opinberlega sunnu- dagskvöldið 24. ágúst í Roxzy. Hljómleikarnir hefjast kl. 21. Trióið skipa pólski fiðluleikarinn Szymon Kuran, bassaleikarinn Stefán Ingólfsson og trommar- inn Steingrímur Guðmundsson. Kuran hefur verið varakonsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar •^islands undanfarin ár, en hefur allt- af leikið djass samhliða klassfkinni. Stefán Ingólfsson hefur nýlokið námi við Musician Institute í Los Angeles en þar hafa Bjöm Thor- oddsen, Jón Páll og Bjami Svein- bjamar einnig numið. Steingrímur Guðmundsson Steingrímssonar er búsettur í New York þar sem hann leikur bæði djass og rokk. Hann hefur haldið tvenna hljómleika á ísiandi í ár með föður sínum og leikið á trommur, tabla og dumþak — en nú fáum við að heyra hann glíma við sveifluna í nútímalegum diassi með rafblæ. (Ur fréttatilkynningu) „Skuldafen“ — frumsýnd í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur hafíð sýn- ingar á gamanmyndinni Skulda- fen (Money Pit). Þetta er mynd framleidd af Steven Spielberg. »%\ðaJleikarar eru Tom Hanks, Shelley Long og Alexander Go- udunov. Leikstjóri er Richard Benjamin. Myndin fjallar um parið Walter og Onnu, sem býr saman í íbúð fyrrum eiginmanns konunnar. Ovænt heimkoma ibúðareigandans verður svo til þess að þau hendast af stað til að kaupa íbúð sem verð- ur bæði að vera á mjög viðráðanlegu verði og laus strax. Gamalt virðu- legt hús freistar þeirra og virðist við fyrstu sýn uppfylla alla þeirra dfclrauma. Þau flytja alsæl í sitt nýja hús, en Adam var ekki lengi í Paradís, því að von bráðar kemur í Ijós að húsið hefur ýmsa leynda galla sem þarfnast viðgerða hið snarasta. Hryllingurinn hefst þó fyrir alvöru þegar kalla þarf iðnað- armenn til verksins. Þá fyrst gera þau sér grein fyrir að þau duttu ekki í lukkupottinn heldur í skulda- fen. „Kvótinn er bæði óréttlát- ur og vitlaus“ — segir 75 ára trillukarl á Bíldudal ÞÓRÐUR Jens Jónsson varð fyrstur til að Ijúka kvótanum á Bíldudal. Hann er jafnframt elstur smábátasjómannanna á þeim slóðum, 75 ára gamall. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann og aðra trillukarla að máli við höfnina í blíðskaparveðri um miðjan ágústmánuð. Þórður var að ganga frá bátnum sfnum Höfrungi BA, sem er 12 tonn að stærð. „Ég er ekki físknari en hinir, þótt ég sé fyrstur búinn með kvótann, ég er bara kunn- ugri á fískislóðunum," sagði Þórður af hógværð. „Við erum í Patreksfjarðarfló- anum og ég þekki hann betur en hinir. Það er eiginlega eini staður- inn þar sem við getum verið í friði núorðið. Það er búið að hleypa stórum bátum hér inn um alla fírði. Þetta er alveg eins og að hleypa togurum hér inn um allt, þeir taka af okkur allar bleyðum- ar okkar. Núna er lokað fyrir þá frá Blakk í Kop, en það þyrfti að loka úr Bjargtöngum í Barða.“ Ungur sjómaður, Gunnar Karl Garðarsson, sem fylgdist með samtalinu skaut því að, að bátam- ir væm alls staðar að af landinu, frá Vestmannaeyjum til ísafjarð- ar. Þetta em dragnótabátar. Frá Bíldudal em gerðir út fímm bátar frá 10 til 20 tonn að stærð, tveir bátar 21 og 22 tonn og ein trilla undir 10 tonnum að stærð, auk skuttogarans Sölva Bjamasonar. „Þú mátt hafa það eftir mér að kvótakerfíð sé djöfulsins vit- leysa, það er bæði ranglátt og heimskulegt," sagði Þórður. Til dæmis um það er að í fyrra höfðu 10 til 20 tonna bátamir þorskk- vóta upp á 42 tonn, bátamir sem em rétt yfír 20 tonnum fengu aftur á móti hátt í 100 tonna kvóta og trillan, sem er undir 10 tonnum og þessvegna utan kvóta, veiddi tæp 100 tonn, með alveg sömu veiðarfæmm og hinir. Frá Bíldudal hafa menn veitt jöfnum höndum botnfisk, skelfísk og rækju. Skelfiskkvótinn er nú 75 tonn á bát, en ekki áttu þeir félagar von á að fá að veiða neina rækju í haust, vegna friðunarað- gerða. Gunnar Karl sagði að til marks um samdráttinn á þeim veiðum væri að 1981 hefðu þeir veitt 112 tonn í Amarfírði, en í ár ekki ekki nema 37 tonn. Þessa aflaminnkun þótti þeim óréttlátt að fá ekki bætta með auknum botnfiskkvóta. „Afkoman er slæm,“ sagði Gunnar Karl, „en þetta bjargast af þvi að bátamir em gamlir og kosta lítið“. Morgunblaðið/Þorkell Þórður Jens Jónsson fékk sér i nefíð þegar hann var búinn með kvótann. Hann hefur stundað sjó frá fermingu fram á þennan dag, en hann er nú orðinn 75 ára gamall. Þórður hefur stundað sjóinn frá fermingu á þessum slóðum, lengst af frá Tálknafirði, en frá 1968 frá Bíldudal. Ekki var neinn bilbug á honum að finna, „ég held þessu áfram eins lengi og ég get,“ sagði hann. Báturinn hans, Höfmngur, er gamall, smíðaður 1929, en „bátabanamennimir (skipaskoð- unarmennirnir) hafa ekki fundið neitt að honum enþá, enda ekkert að fínna, en maður veit aldrei hveiju þeir fínna upp á,“ sagði Þórður og kímdi. Þá vildi hann að lokum taka það fram að áhöfn- in hjá honum væri góð, sem skipti miklu máli upp á hvemig gengi, en þeir em þrír á bátnum. BÞ Sýning á glerlista- verkum í Hótel Örk Selfossi. Um þessar mundir sýnir Halla Haraldsdóttir myndlistarmaður 19 glerverk á Hótel Örk í Hvera- gerði. Um er að ræða verk sem unnin voru á tveimur siðustu árum. Halla er Hvergerðingum að góðu kunn þar sem gluggi i Hveragerðiskirkju er eftir hana. Myndir Höllu hafa verið eftirsótt- ar bæði hérlendis og erlendis. Frá 1978 hefur Halla átt samstarf við D.H. Oidtman, listaverkafyrirtæki í Þýskalandi sem hefur sérhæft sig í gerð steindra glugga, glermósaik og annnarra glerverka. Ein mynda Höllu var 1982 valin á jólakort hjá Kiefel forlaginu sem gefur út kort fyrir lútherstrúarmenn og kaþól- ikka. Á sýningu Höllu í Hótel Örk em einnig nokkur málverk sem hún hefur málað að undanfömu. Sýn- ingin stendur í nokkrar vikur og er öllum heimill aðgangur. Sig Jóns. MorgunblaÓid/Sigurður Jónsson Halla Haraldsdóttir myndlistarkona við eitt verka sinna á sýning- unni í Hótel örk. Tennisvellir Hótels Arkar opnir HINIR nýju tennisvellir Hótels Arkar í Hveragerði stóðust vel prófraunina sem var íslandsmót- ið I tennis um sl. helgi. Veliirnir verða opnir hótelgestum og öðr- um sem áhuga hafa á að leika tennis. Tennisvellirnir eru reknir í tengslum við aðra íþróttaað- stöðu hótelsins og munu tennis- spilarar einnig geta notað sundaðstöðuna þar. Arkarvellimir em einu tennisvell- imir hér austanfjalls sem em opnir almenningi og hafa löglega stærð. í hléi milli leikja á íslandsmótinu fékk Helgi Þór Jónsson stutta leið- sögn í tennis hjá Guðmundi Eirfks- syni og tók nokkur slög til að reyna hina nýju aðstöðu sem án efa er ánægjuefni fyrir tennisáhugamenn á Árborgarsvæðinu og annarsstað- ar. Fyrirhugað er að útbúa einn tennisvöll til viðbótar á útivistar- svæði Arkar og að hann verði jafnvel malarvöllur eins og þeir gerast erlendis. Sig Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.