Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 45

Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 45 Texti: Guðmundur Víðir Gunnlaugsson afrekaskránni í ár er Belgiumaður- inn William van Dijck, en auk hans koma til greina Frakkarnir Joseph Mahmoud (Evrópumethafi), Pasc- al Debacker og Raymond Pannier, Pólverjarnir Boguslaw Maminski og Krzysztof Wesolowski og Bret- inn Colin Reitz. Þá virðist Ítalinn ungi, Alessandro Lambruschini, vera í mikilli sókn. Austur-Þjóðverj- ar munu tefla fram Hagen Melzer og heimamenn gamla kappanum og meistaranum Patriz llg. Van Dijck, Wesolowski og Mahmoud eru líklegastir verðlaunamenn. Til gamans má geta þess að Belgíumaðurinn keppti hér á landi í fyrra í Evrópubikarkeppninni í Laugardalnum. Hann vann þá nokkuð auðveldan sigur eins og við mátti búast. EM '82: Patriz llg V-Þýskalandi, 8:18,52 mín. 4x100 m boðhlaup (38,26 sek.) Sovétmenn, V-Þjóðverjar, Bret- ar, Frakkar, ítalir og A-Þjóðverjar eiga allir möguleika á að vinna, svo jafnir eru þeir. Ungverjar eru einn- ig sterkir í þessari grein. Því er spáð hér, að sú sveit sem hafi bestu skiptingarnar muni bera sig- ur úr býtum. EM '82: Sovétríkin, 38,60 sek. 4x400 m boðhlaup (2:59,13 mín.) Vestur-Þjóðverjar og Bretar munu berjast um titilinn. Sennilega þarf sigursveitin að hlaupa á tima innan við 3 mín. A-Þjóöverjar og Sovétmenn munu kljást um brons- verðlaunin. EM '82: Bretar, 3:02,52 mfn. Hástökk(2,41 m) Vestur-Þjóðverjinn, Dietmar Mögenburg, Evrópumeistari 1982 og Ólympíumeistari 1984, verður aö teljast sigurstranglegastur jafnra keppenda. Mögenburg keppir á heimavelli og býr auk þess yfir gífurlegri einbeitni og öryggi, þegar i harða keppni er komið, nokkuð sem iandi hans, Carlo Tranhardt, vantar við svipað- ar aðstæður. Sovéski heimsmet- hafinn, Igor Paklin, verður örugglega með, svo og heims- meistarinn frá Helsinki 1983, Gemadij Avdejenko. Belgíumaður- inn Eddy Annys, Tékkinn Jan Zvara og Svíinn Patrik Sjöberg koma ör- ugglega til með að blanda sér í baráttuna um verðlaunasætin. Annars hefur Svíinn ekki gengið heill til skógar í sumar, þótt vonir standi til að hann verði kominn í toppform í Stuttgart. EM '82: Dietmar Mögenburg V- Þýskalandi, 2,30 m. Stangarstökk (6,01 m) Sergej Bubka Sovétríkjunum setti heimsmet í sumar. Bætti hann þar fyrra met sitt um 1 cm, stökk 6,01 m. Bubka verður að teljast sigurstranglegur í Stuttgart, þótt stangarstökk sé mjög óviss grein yfirleitt. Góðir stökkvarar geta fellt byrjunarhæð sína o.s.frv. Stangarstökk virðist vera sér- grein Sovétmanna og Frakka síðustu árin. Sovétmenn eiga auk Bubka fjöldann allan af góðum stökkvurum og má þar nefna eldri bróöur Bubka, Vasilij, unglinga- meistarann Rodion Gataulin og Aleksandr Krupski. Frakkar eiga Ólympíumeistarann Pierre Quin- on, Thierry Vigneron og nýstirnið Philippe Collet. Pólverjar tefla trú- lega fram Marian Kolassa, snjöll- um stökkvara í framför og Búlgarar hinum margreynda og örugga At- anas Tarev. Miro Zalar Svíþjóð setti nýlega Norðurlandamet í stangarstökki þegar hann stökk 5,70 m. Wladyslaw Kozakiewicz, sem er kominn ögn á fertugsald- ur, keppir nú fyrir Vestur-Þýska- land, nýlega orðinn vestur-þýskur ríkisborgari. Hann á nú utanhúss- landsmet í tveimur löndum, Pól- landi (5,78) og V-Þýskalandi (5,72 m). Tveir þeir síðastnefndu koma tæplega til greina sem verðlauna- menn á EM. EM '82. Aleksandr Krupski Sov- étríkjunum, 5,60 m. Langstökk (8,61 m) Sovétmaðurinn Robert Emmij- an, nýbakaður Evrópumethafi og Evrópumeistari innanhúss, ætti að vera nokkuð öruggur með titil í þessari grein. Um önnur og þriðju verðlaun berjast líklega nokkrir gamlir og reyndir stökkvarar. Þar skal fyrstan telja Laszlo Szalma Ungverjalandi, en hann er einstak- lega öruggur stökkvari, hefur stokkið lengst í kringum 8,30 m. Aðrir góðir „8 metra menn" eru Jan Leitner Tékkóslóvakíu, Spán- verjinn Antonio Corgos og Sergej Lajevskij Sovétríkjunum. Austur- Þjóðverjarnir Lutz Dombrowski (fyrrum Evrópumethafi og Ólympíumeistari 1980) og Ron Beer (sonur Klaus Beer silfurverð- launahafa frá OL 1968) hafa átt við meiðsli að stríða og verða vart með að þessu sinni. EM '82: Lutz Dombrowski A- Þýskalandi, 8,41 m. Þrístökk (17,80 m) Á heimsafrekaskrá 30 bestu í fyrra áttu Sovétríkin 12 menn, hvorki fleiri né færri en 12 menn yfir 17 metra í þrístökki sama árið! Gífurlegar tæknilegar framfarir hafa orðið í þessari grein síðustu 5—6 árin. Nú er orðið daglegt brauð að einhver, eða einhverjir, stökkvi yfir 17 metra á stórmótum erlendis, sem hefði þótt óhugsandi fyrir 20 árum. íslandsmet Vilhjálms Einarssonar, 16,70 m frá árinu 1960, stendur þó alltaf fyrir sínu sem frábært afrek og er enn trú- lega þriðji besti árangur á Norður- löndum frá upphafi. 1985 setti Christo Markov Búlg- aríu Evrópumet, aðeins tvítugur að aldri, stökk 17,77 m í ár bætti hinn tuttugu og átta ára gamli Sovétmaður, Nikolaj Musienko þetta met um 1 cm en Markov endurheimti Evrópumet sitt á móti í Búdapest nýlega, stökk 17,80 m. Á Evrópumeistaramótinu inn- anhúss í vetur setti Maris Bruzhiks heimsmet innanhúss, þegar hann stökk 17,54 m. Ekki er þó víst að Bruzhiks komist í sovéska liðið! Oleg Protsenko (17,59 m) og Gennadij Valjukevitsj (17,53 m) eru einnig verðugir fulltrúar. EM '82: Keith Connors Bretlandi, 17,29 m. Kúluvarp (22,64 m) Ekki kæmi á óvart þótt Austur- Þjóðverjar ynnu tvöfaldan sigur. Heimsmethafinn, Udo Beyer, og Ulf Timmermann, fyrrum heims- meistari, virðast báðir vera í hörkuformi um þessar mundir og líklegir til stórafreka. Evrópumeist- ari innanhúss, Werner Gunthör frá Sviss, er geysilega efnilegur kúlu- varpari frá náttúrunnar hendi. Hann gæti hæglega krækt í verð- laun. ítalski Ólympíumeistarinn frá Los Angeles, Alessandro Andrei, verður án efa með í baráttunni. Sömu sögu er að segja um Sergej Smirnov Sovétríkjunum, sem hefur varpað 22,24 m. Hins vegar verður tékkneski kraftakarlinn, Remigius Machura, fjarri góður gamni, þar sem hann er í keppnisbanni vegna lyfjanotkunar. EM '82: Udo Beyer A-Þýskalandi, 21,50 m. Kringlukast (74,08 m) Flestum kom á óvart, þegar Jurgen Schult Austur-Þýskalandi setti heimsmet í sumar, kastaði 74,08 m. Schult hafði ekki kastað fyrr yfir 70 m. Samt sem áður koma Tékkar til með að verða ofarlega á blaði í þessari grein. Þeir eiga tvo mjög • Bretarnir Steve Cram (362) og Sebastian Coe (359) munu líklega bftast um sigur í 800 og 1500 metrum í Stuttgart og veðja flestir á Cram. Spánverjar gætu komið á óvart þvf um síðustu helgi hljóp Jose Manu- el Abascal á 3:31,14, sem er bezti tfminn f heiminum f ár, og Jose-Louis Gonzales á 3:32,90. Hér fagnar^ Coe sigri i 1500 á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Cram varð annar þá. góða kastara, sem eru fyrst og fremst öruggir á stórmótum. Hér er átt við þá Imrich Bugar og Gej- za Valent. Kannski tekst Knut Hjeltnes Noregi að vinna til verð- launa? Hann hefur staðið sig vel undanfarið. Einnig skal til nefna Sovétmanninn, Georgij Kolnootj- enko, Armin Lemme A-Þýskalandi og Ölympíumeistarann frá Los Angeles Rolf Danneberg Vestur- Þýskalandi, sem er sagður undir- búa sig af miklum krafti fyrir mótið. Tveir íslendingar verða meðal keppenda í kringlukasti, Vésteinn Hafsteinsson Islandsmethafi í greininni (65,60 m) og Eggert Bogason sem hefur kastað 62,46 m. Báðir sterkir menn í framför. EM '82: Imrích Bugar Tékkóslóv- akíu, 66,64 m. Sleggjukast (86,66 m) Sovéskir sleggjukastarar bera höfuð og herðar yfir flesta aðra sleggjukastara. Allt frá Ólympíu- leikunum i Helsinki 1952 hefur þetta verið sovésk grein meö fá- einum undantekningum (Harold Connolly Bandaríkjunum, Tadeusz Rut Póllandi og Gyula Zsivótzky Ungverjalandi). Ólympiu- og Evr- ópumeistarinn Jurij Sedych bætti enn heimsmet sitt í sumar, kastaði 86,66 m Hann varð fyrstur manna til að þeyta hamrinum yfir 80 m á sinum tíma. Seych ætti að vera öruggur með gullverðlaun og land- ar hans Sergej Litvinov (heims- meistari og heimsmethafi á tímabili) og Júri Tamm tryggja trú- lega þrefaldan sovéskan sigur. Þess má geta, að á heimsafreka- skránni í fyrra yfir 30 bestu voru 14 Sovétmenn. Allir köstuðu þeir yfir 77 m! Bæði þýsku ríkin eiga mjög góða sleggjukastara (Klaus Ploghaus og Christoph Sahner V-Þýskalandi og Mathias Moder og Gunther Rode- hau A-Þýskalandi) þótt þau standi Sovétríkjunum ekki snúning. Gaman verður einnig aö fylgjast með finnska Noröurlandamethaf- anum og Ólympíumeistaranum Juha Tiainen. Hann er eini Norður- landabúinn, sem hefur kastað sleggjunni yfir 80 m, eöa 81,52 m. EM '82: Jurij Sedych Sovétríkjun- um, 81,66 m. Spjótkast (104,80 m — gamla spjótið) Reikna má með að þetta sé sú grein, sem flestir íslendingar fylgj- ast með og það ekki að ástæðu- lausu, því að meðal keppenda verða þeir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson, en þeir eru báðir í fremstu röð. Nýja spjótið setur strik í reikninginn með alla spádóma þar sem ekki er enn kom- ið í Ijós, hverjir hafa náð bestum tökum á því. Einar hefur kastað í ár 80,18 m og Sigurður 79,76 m, en a.m.k. 11 aðrir Evrópubúar hafa kastaö um 80 m eða lengra, Victor Jevsju- kov Sovétríkjunum lengst, 83,68 m. Austur-þýski heimsmethafinn — með gamla spjótinu — Uwe Hohn verður ekki með á EM þar sem hann á við erfið meiðsli í baki að stríða. Detlef Michel A-Þýskalandi og Kheino Puuste Sovétríkjunum eru gamalreyndir og öruggir kastarar. Sömu sögu er að segja um silfur- verðlaunamanninn frá Los Ange- les, Bretann David Ottley. Landi hans Ronald Bradstook er einnig til alls líklegur. Þá eiga heimamenn snjalla kastara, Wolfram Gambke og Klaus Tafelmeier. Tafelmeier er þó nokkuð mistækur. Sumir þessara manna, sem náð hafa 80 m hafa einungis náö þeim árangri einu sinni, svo að allt getur gerst í þessari keppni. Okkar menn geta náð langt í Stuttgart, en munum að fallvalt er veraldargengi þótt vissulega fylgi þeim frómar óskir svo og öðrum keppendum íslands. EM '82: Uwe Hohn A-Þýskalandi, 91,34 m. Tugþraut (8.832 stig samkvæmt nýrri töflu) 1. Daley Thompson Bretlandi, 2. Júrgen Hingsen V-Þýskalandi. Flestir geta verið sammála um þessa spá. Thompson er mikill og skemmtilegur keppnismaöur, sem hrífur áhorfendur með sér. Hing- sen er núverandi heimsmethafi, en þeir félagar hafa skipst á um að vera handhafar heimsmetsins undanfarin ár. Aftur á móti er Thompson nú- verandi Evrópu- og heimsmeistari og einnig tvöfaldur Ólympíumeist- ari. Búast má viö að slíkur afreks- maður gefi ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana. Til gamans má geta hér nokk- urra persónulegra meta hans. 100 m 10,46 sek., — jafnt íslandsmeti — 400 m 46,94 sek., langstökk 8,00 m (8,13 meðv.), stangarstökk 5,10 m, hástökk 2,14 m og 110 grind 14,09 sek. Vestur-Þjóðverjar eiga fleiri frá- bæra tugþrautarmenn en Hingsen og Siegfried Wentz og Guidoæ Kratschmer eru þar fremstir í flokki. Kartschmer er orðinn 33 ára en lætur engan bilbug á sér finna. Hann hefur náð 8.519 stigum í ár. Þvílíkt úthald! Þá skal nefna aust- ur-þýsku kappana Torsten Voss og Uwe Freimuth. Báðir eru þeir ungir menn og Voss var efstur á afrekaskrá í fyrra. Sovétmenn áttu í fyrra a.m.k. 12 íþróttamenn sem náðu 8.000 stigum, þeirra fremstir eru senni- lega Grigory Degtiarov og Aleks- andr Nevsky. Frakkamir William Motti og Christian Plaziat eru einn- ig frábærir afreksmenn. Motti á t.d. 2,24 m í hástökki, 7,60 m í langstökki og yfir 72 m i spjót- kasti (með því gamla). * EM '82: Fancis Daley Thompson Bretlandi, 8.744 stig. 20 km kappganga (1.20:37,8 klst.) Kappganga er íþróttagrein, sem hefur ekki verið stunduð á íslandi i háa herrans tíð. Erlendis er víöa keppt í göngu, þó mest í Austur- Evrópu. Af og til hafa skotið upp kollinum góðir göngumenn á Norð- urlöndum, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Austur-Þjóðverjarnir Hart- wig Gauder og Ralf Kowalsky eru líklegir verðlaunamenn og Tékkinn Jozef Pribilinec. ítalski meistarinn Damilano er einnig mikill göngu ^ garpur. Sovétmenn, með Victor Mosto- vik i fararbroddi, munu láta að sér kveða hér sem annars staðar. EM '82: José Marín Spéni (1.23:43,0 klst.) SKIÐAÞJALFARI Skíðadeild í Reykjavík óskar eftir að ráða þjálf- ara í alpagreinar. Fullt eða hálft starf. Upplýsingar um fyrri þjálfun sendist augld. Mbl. merkt: „Skíði—3096“ fyrir 27. ágúst. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.