Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 22. ÁGÚST 1986 47
„Sigurðarmáiið":
Dómstsóll KSI stad-
festi leikbannið
DÓMSTÓLL KSÍ tók fyrir mál
Víðis gegn ÍBK í máli Sigurðar
Björgvinssonar, sem ÍBK hafði
áfrýjað til dómstóls KSÍ, í gœr-
kvöldi. Dómstóllinn staðfesti
leikbann Sigurðar í umræddum
leik gegn Víði og leikurinn þvi
tapaður ÍBK, 0:3.
Dómurinn staðfesti niðurstöðu
dómstóls íþróttabandalags Suður-
nesja nema að sektarákvæði voru
lækkuð úr 65.000 í 8.775 kr.
Þórður Ólafsson, formaður
dómstóls KSÍ, taldi að það væru
þröngar heimildir til að áfrýja til ÍSÍ.
„Kom mér á óvart“
- sagði Kristján Ingi Helgason,
formaður knattspyrnuráðs ÍBK,
um niðurstöðu dómstóls KSÍ
„NIÐURSTAÐA dómstóls KSÍ
kom mér mjög á óvart og er
greinilega ekki sama hver í hlut
á,“ sagði Kristján Ingi Helgason.
formaður knattspyrnudeildar ÍBK
f samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
„Þetta mál er allt vaðandi í
formgöllum frá upphafi. Öll rök
okkar t málinu voru ekki tekin til
greina. KR-ingar unnu „Jónsmálið"
í fyrra á einum formsgalla svo það
er ekki sama hvort það er Jón eða
séra Jón sem á í hlut. Við munum
skoða málið og sjá hvort við áfrýj-
um til ÍSÍ, við reynum að sjálfsögðu
allar mögulegar leiðir ef þess er
nokkur kostur," sagði Kristján Ingi.
Dómstóll ÍBH:
Pétur löglegur
„KÆRÐI (ÍA) skal vera sýknað
kæru kæranda (FH). Málskostn-
aður dæmist ekki“ eru dómsorð
íþróttadómstóls ÍBH f Pétursmál-
inu.
Blaöamaður Morgunblaðsins
kannaði viðbrögð forrráðamanna
félaganna, sem hlut eiga að máli,
þegar dómsorðin lágu fyrir, og fara
svör þeirra hér á eftir.
Jón Gunnlaugsson, formaður
Knattspyrnufélags ÍA:
„Þetta kemur mér ekki á óvart,
því Pétur er löglegur með ÍA og
málið er skothelt. Ég trúi ekki að
FH-ingar áfrýji og vonandi er þessu
lokið, svo menn geti farið að snúa
sór alfarið að fótboltanum."
Jón Rúnar Halldórsson, formaður
knattspyrnudeildar FH:
„Dómurinn kemur mér á óvart,
en þar sem ég hef ekki séð for-
sendur dómsins, get ég ekki sagt
á þessu stigi málsins, hvort við
áfrýjum eða ekki.“
Eggert Magnússon, formaður
knattspyrnudeildar Vals:
„Það kemur mér ekkert á óvart
í þessu máli, en kæra FH er vissu-
lega prófmál. Það er hundleiöin-
legt að standa í svona kærumál-
um, en ég tel, að dómstóll KSl
eigi að hafa lokaorðið."
Árni Gunnarsson, formaður
knattspyrnudeildar Þórs:
„Ég hef trú á, að þetta sé endan-
legur úrskurður í málinu, og aö
hluta til kemur hann mér ekki á
óvart. Við kærum alla vega ekki
fyrr en við höfum kynnt okkur for-
sendur dómsins."
• Darraðadans f markteig Sviss eftir hornspyrnu, en sem oftar tókst svissnesku stúlkunum að bægja
hættunni frá.
Kvennaknattspyrna:
Svissneskur sigur.
SVISS vann ísland 3:1 í landsleik
í kvennaknattspyrnu á Valbjam-
arvelli í gærkvöldi eftir að staðan
hafði verið 2:1 í hálfleik. Svissn-
esku stúlkurnar komust í 2:0, en
um miðjan fyrri hálfleik sóttu þær
íslensku í sig veðríð og höfðu
undirtökin til leiksloka, en náðu
samt ekki að skora nema eitt
mark.
íslensku stúlkurnar ofmátu and-
stæðingana í byrjun og léku aftar-
lega. Því voru Svisslendingarnir
meira í sókn og Nadja Poncioni
skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu
á 15. mínútu. Þremur mínútum
síðar skoraði Soja Spinner annað
markið með þrumuskoti utan úr
vítateignum eftir gott spil.
Erna Lúðvíksdóttir yarði vel
hörkuskot frá Barbara Brulisauer
eftir aukaspyrnu á 23. mínútu, og
þá var komið að besta kafla
íslenska liðsins. Þremur mínútum
síðar var Erla Rafnsdóttir með
stungusendingu inn fyrir vörn
Sviss, Kristín Arnþórsdóttir fylgdi
vel á eftir og skoraði gott mark. Á
næstu mínútu fékk hún gullið tæki-
færi til að jafna leikinn, en brenndi
Einar náði sínu besta
- kastaði 80,28 metra og varð annar
EINAR Vilhjálmsson náði sínum besta árangri f spjótkasti á frjáls
fþróttamóti f Vexsjö f Sviþjóð í gærkvöldi. Einar kastaði 80,28 metra
og bætti fyrri árangur sinn um 10 sentimetra og varð í 2. sæti á eft-
ir Svíanum, Dag Wenlund, sem kastaði 80,60 metra.
„Þetta lítur mjög vel út fyrir
Evrópumeistaramótið í Stuttgart i
næstu viku. Öll köstin hjá mér
voru yfir 77 metrar (77,52, 77,08,
80,28, 77,66, 79,66). Ég er að
komast í mjög góða æfingu og
getur allt gerst á EM, en þetta var
síðast keppnin hjá okkur Sigga fyr-
ir það mót," sagði Einar Vilhjálms-
son í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Sigurður Einarsson varð í 4.
sæti og átti nokkuð jöfn köst og
kastaði lengst 76,44 metra. Peter
Borglund frá Svíþjóð varð þriðji
með 78,30 metra. Einar og Sigurð-
ur halda í dag til Kaupmannahafnar
og verða þar í tvo daga áður en
þeir halda til Stuttgart þar sem
þeir keppa á þriðjudaginn.
Oddur Sigurðsson varð að
hætta keppni f 400 metra hlaupi á
mótinu í gærkvöldi þar sem gömul
meiðsli tóku sig upp. Hann hefur
því ákveöið að hætta við þátttöku
í Evrópumótinu af þeim sökum.
Einnig hafa þau Vésteinn Haf-
steinsson, Eggert Bogason og
Ragnheiður Olafsdóttir hætt við
þátttöku, vegna þess að þau telja
sig ekki hafa náö nógu góðum ár-
angri.
Það verða því aðeins fjórir kepp-
endur frá íslandi á Evrópumótinu
í Stuttgart. Þau eru Helga Hall-
dórsdóttir, íris Grönfeld, Einar
Vilhjálmsson og Sigurður Einars-
son.
af úr dauðafæri eftir sendingu frá
Karitas Jónsdóttur. Katrín Eiríks-
dóttir gaf góða sendingu fyrir
markið frá vinstri á 28. mínútu,
Erla tók knöttinn niður, en skaut
naumlega framhjá.
íslenska liðið lék framar á vellin-
um í seinni hálfleik og átti meira i
leiknum, en Poncioni skoraði sitt
annað mark á 61. mínútu og
tryggði Sviss sigurinn. Susanne
Gubler átti skot í þverslá, knöttur-
inn hrökk út til Poncioni, sem var ^
ein og óvölduð á markteigslínu og
skoraði auðveldlega 3:1.
Halldóra Gylfadóttir skallaði rétt
yfir þverslá svissneska marksins á
70. mínútu eftir hornspyrnu,
skömmu síðar átti Ásta B. Gunn-
laugsdóttir skalla sem var bjargað
á marklínu og á 78. minútu braust
hún skemmtilega í gegn, en skaut
yfir svissneska markiö.
íslensku stúlkurnar voru
óheppnar að skora ekki fleiri mörk
í leiknum. Bestar voru Guðrún
Sæmundsdóttir, Laufey Sigurðar-
dóttir, Kristín Arnþórsdóttir og
Ingibjörg Jónsdóttir. Hjá Sviss voru
bestar Madelaine Buhler, Heidi
Strassle, Nadja Poncioni og Soja
Spinner.
Óli Ólsen dæmdi ágætlega.
S.G.
Víðir—Valur
EINN leikur verður í 1. deild karía
í knattspyrnu f kvöld. Víðir og
Valur eigast við á Garðsvelii og
hefst hann kl. 19.
e_______________\
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
• Samherjarnir f íslenska landsliðinu, Ásgeir Sigurvinsson og
Atli Eðvaldsson, verða andstæðingar f leik félaga sinna é morgun.
íslendingaslagur
Á laugardaginn verður þriðja
umferð f þýsku Bundesligunni í
knattspyrnu og verður aðalleik-
urínn á milli „íslendingalið-
anna“, Uerdingen og Stuttgart.
Uerdingen er nú í efsta sæti
með 4 stig, en Stuttgart er með
2 stig. Mikill áhugi er á leiknum
og má búast við miklu fjölmenni.
Á meðal áhorfenda verða 50 ís-
lendingar, sem koma frá Hollandi
undir fararstjórn Kjartans L.
Pálssonar.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Atla Eðvaldsson og
Ásgeir Sigurvinsson í tilefni leiks-
ins.
„Þetta verður erfiður
ieikur" segir Atli
„Þetta verður erfiður leikur,
en auðvitað stefnum við að sigri,
því við kunnum rosalega vel við
okkur í efsta sætinu. Stuttgart á
hins vegar oftar en ekki góða
ieiki á útivelli, þannig að við verð-
um að leika betur en í síðasta
leik, ef okkur á að takast að
sigra. Við töpuðum fyrir þeim 4:1
heima í fyrra. Þá sóttum við og
sóttum, en þeir skoruðu. Dæmið
snerist við í Stuttgart, þar sem
við unnum 2:0 og bæði mörkin
skoruð úr skyndisóknum.
Við þurfum að sýna að við
getum einnig unnið sterku liðin
og því er þessi leikur sérstaklega
mikilvægur" sagði Atli Eðvalds-
son.
„Höfum engu að
tapa“ segir Ásgeir
„Leikurinn leggst bæði vel og
illa í mig. Staða Uerdingen í deild-
inni sýnir að liðið er mjög sterkt,
en við höfum ekki afskrifað stigin
í leiknum. Við höfum engu að
tapa og það verður dagsformið
sem ræður úrslitum.
Bæði liðin eru breytt frá
síðasta keppnistímabili, en við
þekkjum þeirra styrkleika og þeir
okkar. Ég vona, að hinir mörgu
íslendingar, sem ætla aö sjá leik-
inn, verði ekki fyrir vonbrigðum,
heldur sjái góðan leik" sagði
Ásgeir Sigurvinsson.
V-