Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
jMaffi&sl oaáfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Svona rétt til þess að minna á
að staglstíllinn (Fróðárselur) er
ekki dauður, skal þess getið, að
tvítekið var í kvöldfréttum rfkisút-
varpsins 11. fyrra mánaðar: „Verð
á refa- og minkaskinnum hækk-
aði í verði.“
Þá er einkennilegt að heyra
sagt, jafnvel i ríkisíjölmiðlum,
hæðstur og stæðstur í staðinn
fyrir hæstur og stærstur.En af
hveiju eru þessi lýsingarorð ekki
með ð-i í hástigi? Efsta stig lýs-
ingarorða er myndað af stofnin-
um og stofn lýsingarorða kemur
fram í kvenkyni. Kvenkynið af-
hár er há, og þar af kemur með
i-hljóðvarpi hæstur (ekkert r af
því að það er ekki í kvenkyninu,
og því síður ð). Kvenkynið af stór
er líka stór, af því að hér er r-ið
stofnlægt, og því verður efsta stig
(einnig með i-hljóðvarpi) stærst-
ur. Hér á r-ið heima, samanber
kvenkynið, en að sjálfsögðu ekk-
ert ð.
Þess má svo geta, að til var
annað lýsingarorð hár(r), í kven-
kyni hár og í hvorugkynihárt.
Þetta lýsingarorð merkti grá-
hærður, samanber nafnorðið
hærur. Sagt var t.d. hárt gamal-
menni. Og í Hávamálum segir.
Að hárum þul
hlæ þú aldrigi;
oft er gott það er gamlir kveða.
★
Og svo var það maðurinn sem
sagðist „bera barr“ af vini sinum.
Hann hefur augljóslega blandað
saman orðtökunum að bera blak
(högg) af einhveijum og að bera
ekki sitt barr = ná sér ekki á
strik, líta ekki glaðan dag.
★
Fyrir tæplega hálfri öld tíðkað-
ist hér í blaðinu að enda þáttinn
Úr daglega lífinu á orðaleikjum
sem höfðu yfírskriftina: Ég er að
velta því fyrir mér. Gengu þessir
orðaleikir undir nafninu veltur.
Fyrir þá, sem gaman hafa af orða-
leikjum, og til viðbótar 349. þætti
koma þá sýnishom af þessum
„veltum":
Ég er að velta því fyrir mér
hvort leiðinleg blöð séu ekki dauf
i dálkinn,
hvort stærðfræðikennari geti
nokkurn tíma verið dæmalaus,
hvort hús á traustum grunni geti
verið sívalt,
hvort menn, sem styggja endur á
tjöminni, séu ekki andstyggilegir,
hvort góðir spilamenn fái ekki oft
slag,
hvort nokkurt hald sé í íhaldinu,
hvemig framsóknarmenn fari að
því að drepa tímann,
hvort trúlofun sé ekki hringavit-
leysa,
hvort slefsögur geti verið raka-
lausar,
hvort gamlir fálkar geti verið em-
'r.
hvort ritmálið í Finnlandi sé ekki
skriffínnska,
hvort bruggarar þurfí ekki að
læra landafræði,
hvort sauðarlegur maður geti ver-
ið ærlegur — og
hvort hægt sé að nota ættartölur
í buxnastrenginn.
★
Vega (vá, vágum, veginn)
merkti meðal annars að lyfta upp,
hefja á loft, reyna þunga ein-
hvers. Þar af kemur vegur, hvort
sem það er upplyft braut eða í
óeiginlegri merkingu = upphefð,
vegsauki. Tæki til að sannprófa
þyngd hét þá vág, sem breyttist
f vóg og enn síðar í vog. Af þríðju
kennimynd sagnarinnar, vágum,
kemur með i-hljópvarpi vægi. Það
er líka f samsetningum eins og
jafhvægi og mikilvægi. Flutn-
ingstæki, sem lyft er upp á, heitir
vagn, og líka vom til vögur.
Ölduhreyfingin á sjónum eða
vatninu hét vágur, seinna vogur,
og hefur breytt um merkingu.
Frægar ár og illfærar í fomum
fræðum hétu Élivágar (= Élja-
vogar). Baminu er lyft upp í
vöggu, og vagl er bæði hasð í
landslagi og raftur milli mæniása,
reyndar sitthvað fleira. Ef maður
kemst í mikla geðshræringu, get-
ur hann orðið óður og uppvægur.
★
í Lesbók þessa blaðs 1927 birt-
ist mikið orðasafn úr viðskipta-
máli, það sem Orðanefnd
357. þáttur
Verkfræðingafélagsins hafði tek-
ið saman „með ráðum og atbeina
verslunarmanna f Reykjavfk".
Mjög er misjafnt, hvemig farið
hefur um þessi nýyrði, sem ætlað
var að koma í stað erlendra orða
eða þeirra fslenskra sem þá þóttu
ekki nógu góð. Hér koma á eftir
nokkur þessara nýyrða, en fæst
þeirra, sem hér birtast, hafa kom-
ist inn í daglegt mál manna. Um
stafsetningu orðanna, sem þoka
skyldu, veltur á ýmsu:
allehánde: kryddblendingur;
ansjósa: kryddsíli; asfa: glæg-
úrka; assietta: diskill; bitten
árveig; blúnda: laufaborði; bóna:
gljá; brokade: rósasilki; champ-
ignon: kjörsveppur; changer-
andi: Lithverfur; damask:
útvefur; dörslag: grófsáld; ess-
ens: veig; flauel: pell; flibbi:
línungur; flórsykur sallasykur;
frotté; ýfíngur; fægiskúffa: sóp-
trygill; gabardfn: vaðmæli;
genever ginfari; kakaó: mil;
kaki: hervoð; karamellur tögg-
ur; kassetta: sliður; konfekt:
mungæti; kóteletta: ribbungur;
lakkrís: svertingi; marsipan:
möndlungur; natron: matarþvol;
piano: yman: pickles: grænsúrs;
plett: silfrin; primus: brími;
satfn: silkingur; skonrok: harð-
bökur; spekúlation: djarfsýsla;
stearin: tylgi; straubolti: tungu-
strokjám; sukkat: jólabörkur;
súkkulaði: miiska; svampur
njarðarvöttur: tarína: borðskál;
tartaletta: brauðkæna; teak: va-
leik; vattera; tróða; whisky:
Bretaveig; þvottabretti: gnúð.
Þetta var bara svolítið sýnis-
hom, ykkur til gamans og fróð-
leiks, en hér verða engir dómar
felldir að svo stöddu.
★
Bragarháttur vikunnar er
braghenda (braghenduætt I):
Þegar ég raátti falla í faðm á fljóði ungu
vissi ég ekkert um mig lengur,
aðrir skynja hvað þá gengur.
(Sigurður Breiðfjörð)
Sama er mér hvað sagt er hér á Suðumesjum.
Svört þótt gieymskan söng minn hirði,
senn er vor í Breiðafirði.
(Steinn Steinarr)
Friðarhreyfing íslenskra kvenna:
Safnar undirskriftum
fyrir leiðtogafundinn
FRIÐARHREYFING íslenskra
kvenna safnar nú undirskriftum
íslenskra kvenna til að styðja
yfirlýsingu þar sem skorað er á
Ronald Reagan og Mikhail
Gorbachev um að semja um
stöðvun vígbúnaðarkapphlaups-
ins og um afvopnun á væntanleg-
um fundi þeirra. Yfirlýsingunni
verður komið til leiðtoganna á
fundi þeirra i Reykjavík 11. og
12. október nk.
Fimmtán íslenskar konur, sem
þekktar eru af störfum sínum í
verkalýðshreyfingu, stjómmálum,
félagsmálum kvenna, kirkjunni,
listum og vísindum, rituðu nöfn sín
undir yfírlýsinguna á fímmtudag-
inn, fyrstar fslenskra kvenna, en
markmið Friðarhreyfíngarinnar er
að fá 1.000 undirskriftir.
Konur um allan heim hafa bund-
ist óformlegum samtökum um að
safna undirskriftum undir þessa
yfírlýsingu fyrir þann leiðtogafund,
sem væntanlega verður í Washing-
ton síðar á þessu ári. Samtökin
voru mynduð af konum víða að úr
heiminum fyrir leiðtogafundinn í
Genf á síðasta ári og fylgdust full-
Fyrstu íslensku konurnar undirrituðu yfírlýsinguna á fínuntudag-
inn. Hér eru þær Margrét S. Björnsdóttir, Jónína Margrét Guðnadótt-
ir, Bryndís Schram, Ragna Bergmann og Lilja Þórisdóttir.
trúar samtakanna með þeim fundi.
Þessi samtök kvenna hafa fengið
nafnið „Konur, sem vilja árang-
ursríkan leiðtogafund". Meðal
forystukvenna í samtökunum eru
mannréttindabaráttukonan Coretta
King, leikkonan Joanne Woodward,
forsætisráðherrafrú Gríkklands
Margarita Papandreou og banda-
rísku þingmennimir Barbara Boxer
og Patricia Schröder.
Undirskriftalistar liggja frammi
á skrifstofu Kvenréttindafélags ís-
lands á Hallveigarstöðum við
Túngötu, á skrifstofu Jafnréttisráðs
Laugavegi 116 og á skrifstofu
Hlaðvarpans á homi Aðalstrætis
og Vesturgötu.
Fimleikafélagið Björk
hyggst kaupa þrekmiðstöð
Oskar eftir 20 millj-
óna króna ábyrgð bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar
FIMLEIKAFÉLAGIÐ Björk í
Hafnarfirði hefur óskað eftir því
við bæjarstjóm Hafnarfjarðar
að hún veiti félaginu einnar mill-
jónar kr. styrk og ábyrgð fyrir
20 mil(jónum kr. vegna hugsan-
legra kaupa félagsins á Þrekmið-
stöðinni Dalshrauni 4.
Fimleikafélagið fékk sölutilboð
frá eiganda Þrekmiðstöðvarinnar
þar sem hann býður félaginu fast-
eignina Dalshraun 4 ásamt rekstri,
tækjum og áhöldum Þrekmiðstöð-
varinnar til kaups á 25 milljónir kr.
Félagið óskaði eftir aðstoð bæjarins
og er erindið þar til umfjöllunar,
að sögn Guðmundar Áma Stefáns-
sonar bæjarstjóra. Sagði Guðmund-
ur að verið væri að fara yfír
áætlanir félagsins ásamt konunum
til að athuga grundvöll kaupanna.
Ætlun forráðamanna Fimleikafé-
lagsins er að reka Þrekmiðstöðina
áfram, auk þess sem félagið fái þar
aðstöðu fyrir starfsemi sína.
Ingersoll-Rand loftþjöppur
Afköst: 320 l/mín, 10 Bar.
Verð kr. 25.025,00
Afköst: 220 l/mín, 8 Bar.
Verð kr. 13.650,00
Afköst: 110 l/mín, 8 Bar.
Verð kr. 10.110,00
Afköst: 110 l/mín, 8 Bar.
Verð kr. 9.950,00
Afköst: 110 l/mín, 8 Bar.
Verð kr. 14.560,00
véladeild
sími 695500
Sovéskir dagar 1986
Tónleikar og danssýning
Söng- og dansflokkurinn „Lazgí“ frá Sov-
étlýðveldinu Úzbekistan í Miðasíu heldur
tónleika og danssýningu í Þjóðleikhúsinu,
sunnudaginn 5. október kl. 14. Fjölbreytt
efnisskrá. Aðgöngumiðasala í Þjóðleik-
húsinu.
MÍR.