Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 jMaffi&sl oaáfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Svona rétt til þess að minna á að staglstíllinn (Fróðárselur) er ekki dauður, skal þess getið, að tvítekið var í kvöldfréttum rfkisút- varpsins 11. fyrra mánaðar: „Verð á refa- og minkaskinnum hækk- aði í verði.“ Þá er einkennilegt að heyra sagt, jafnvel i ríkisíjölmiðlum, hæðstur og stæðstur í staðinn fyrir hæstur og stærstur.En af hveiju eru þessi lýsingarorð ekki með ð-i í hástigi? Efsta stig lýs- ingarorða er myndað af stofnin- um og stofn lýsingarorða kemur fram í kvenkyni. Kvenkynið af- hár er há, og þar af kemur með i-hljóðvarpi hæstur (ekkert r af því að það er ekki í kvenkyninu, og því síður ð). Kvenkynið af stór er líka stór, af því að hér er r-ið stofnlægt, og því verður efsta stig (einnig með i-hljóðvarpi) stærst- ur. Hér á r-ið heima, samanber kvenkynið, en að sjálfsögðu ekk- ert ð. Þess má svo geta, að til var annað lýsingarorð hár(r), í kven- kyni hár og í hvorugkynihárt. Þetta lýsingarorð merkti grá- hærður, samanber nafnorðið hærur. Sagt var t.d. hárt gamal- menni. Og í Hávamálum segir. Að hárum þul hlæ þú aldrigi; oft er gott það er gamlir kveða. ★ Og svo var það maðurinn sem sagðist „bera barr“ af vini sinum. Hann hefur augljóslega blandað saman orðtökunum að bera blak (högg) af einhveijum og að bera ekki sitt barr = ná sér ekki á strik, líta ekki glaðan dag. ★ Fyrir tæplega hálfri öld tíðkað- ist hér í blaðinu að enda þáttinn Úr daglega lífinu á orðaleikjum sem höfðu yfírskriftina: Ég er að velta því fyrir mér. Gengu þessir orðaleikir undir nafninu veltur. Fyrir þá, sem gaman hafa af orða- leikjum, og til viðbótar 349. þætti koma þá sýnishom af þessum „veltum": Ég er að velta því fyrir mér hvort leiðinleg blöð séu ekki dauf i dálkinn, hvort stærðfræðikennari geti nokkurn tíma verið dæmalaus, hvort hús á traustum grunni geti verið sívalt, hvort menn, sem styggja endur á tjöminni, séu ekki andstyggilegir, hvort góðir spilamenn fái ekki oft slag, hvort nokkurt hald sé í íhaldinu, hvemig framsóknarmenn fari að því að drepa tímann, hvort trúlofun sé ekki hringavit- leysa, hvort slefsögur geti verið raka- lausar, hvort gamlir fálkar geti verið em- 'r. hvort ritmálið í Finnlandi sé ekki skriffínnska, hvort bruggarar þurfí ekki að læra landafræði, hvort sauðarlegur maður geti ver- ið ærlegur — og hvort hægt sé að nota ættartölur í buxnastrenginn. ★ Vega (vá, vágum, veginn) merkti meðal annars að lyfta upp, hefja á loft, reyna þunga ein- hvers. Þar af kemur vegur, hvort sem það er upplyft braut eða í óeiginlegri merkingu = upphefð, vegsauki. Tæki til að sannprófa þyngd hét þá vág, sem breyttist f vóg og enn síðar í vog. Af þríðju kennimynd sagnarinnar, vágum, kemur með i-hljópvarpi vægi. Það er líka f samsetningum eins og jafhvægi og mikilvægi. Flutn- ingstæki, sem lyft er upp á, heitir vagn, og líka vom til vögur. Ölduhreyfingin á sjónum eða vatninu hét vágur, seinna vogur, og hefur breytt um merkingu. Frægar ár og illfærar í fomum fræðum hétu Élivágar (= Élja- vogar). Baminu er lyft upp í vöggu, og vagl er bæði hasð í landslagi og raftur milli mæniása, reyndar sitthvað fleira. Ef maður kemst í mikla geðshræringu, get- ur hann orðið óður og uppvægur. ★ í Lesbók þessa blaðs 1927 birt- ist mikið orðasafn úr viðskipta- máli, það sem Orðanefnd 357. þáttur Verkfræðingafélagsins hafði tek- ið saman „með ráðum og atbeina verslunarmanna f Reykjavfk". Mjög er misjafnt, hvemig farið hefur um þessi nýyrði, sem ætlað var að koma í stað erlendra orða eða þeirra fslenskra sem þá þóttu ekki nógu góð. Hér koma á eftir nokkur þessara nýyrða, en fæst þeirra, sem hér birtast, hafa kom- ist inn í daglegt mál manna. Um stafsetningu orðanna, sem þoka skyldu, veltur á ýmsu: allehánde: kryddblendingur; ansjósa: kryddsíli; asfa: glæg- úrka; assietta: diskill; bitten árveig; blúnda: laufaborði; bóna: gljá; brokade: rósasilki; champ- ignon: kjörsveppur; changer- andi: Lithverfur; damask: útvefur; dörslag: grófsáld; ess- ens: veig; flauel: pell; flibbi: línungur; flórsykur sallasykur; frotté; ýfíngur; fægiskúffa: sóp- trygill; gabardfn: vaðmæli; genever ginfari; kakaó: mil; kaki: hervoð; karamellur tögg- ur; kassetta: sliður; konfekt: mungæti; kóteletta: ribbungur; lakkrís: svertingi; marsipan: möndlungur; natron: matarþvol; piano: yman: pickles: grænsúrs; plett: silfrin; primus: brími; satfn: silkingur; skonrok: harð- bökur; spekúlation: djarfsýsla; stearin: tylgi; straubolti: tungu- strokjám; sukkat: jólabörkur; súkkulaði: miiska; svampur njarðarvöttur: tarína: borðskál; tartaletta: brauðkæna; teak: va- leik; vattera; tróða; whisky: Bretaveig; þvottabretti: gnúð. Þetta var bara svolítið sýnis- hom, ykkur til gamans og fróð- leiks, en hér verða engir dómar felldir að svo stöddu. ★ Bragarháttur vikunnar er braghenda (braghenduætt I): Þegar ég raátti falla í faðm á fljóði ungu vissi ég ekkert um mig lengur, aðrir skynja hvað þá gengur. (Sigurður Breiðfjörð) Sama er mér hvað sagt er hér á Suðumesjum. Svört þótt gieymskan söng minn hirði, senn er vor í Breiðafirði. (Steinn Steinarr) Friðarhreyfing íslenskra kvenna: Safnar undirskriftum fyrir leiðtogafundinn FRIÐARHREYFING íslenskra kvenna safnar nú undirskriftum íslenskra kvenna til að styðja yfirlýsingu þar sem skorað er á Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev um að semja um stöðvun vígbúnaðarkapphlaups- ins og um afvopnun á væntanleg- um fundi þeirra. Yfirlýsingunni verður komið til leiðtoganna á fundi þeirra i Reykjavík 11. og 12. október nk. Fimmtán íslenskar konur, sem þekktar eru af störfum sínum í verkalýðshreyfingu, stjómmálum, félagsmálum kvenna, kirkjunni, listum og vísindum, rituðu nöfn sín undir yfírlýsinguna á fímmtudag- inn, fyrstar fslenskra kvenna, en markmið Friðarhreyfíngarinnar er að fá 1.000 undirskriftir. Konur um allan heim hafa bund- ist óformlegum samtökum um að safna undirskriftum undir þessa yfírlýsingu fyrir þann leiðtogafund, sem væntanlega verður í Washing- ton síðar á þessu ári. Samtökin voru mynduð af konum víða að úr heiminum fyrir leiðtogafundinn í Genf á síðasta ári og fylgdust full- Fyrstu íslensku konurnar undirrituðu yfírlýsinguna á fínuntudag- inn. Hér eru þær Margrét S. Björnsdóttir, Jónína Margrét Guðnadótt- ir, Bryndís Schram, Ragna Bergmann og Lilja Þórisdóttir. trúar samtakanna með þeim fundi. Þessi samtök kvenna hafa fengið nafnið „Konur, sem vilja árang- ursríkan leiðtogafund". Meðal forystukvenna í samtökunum eru mannréttindabaráttukonan Coretta King, leikkonan Joanne Woodward, forsætisráðherrafrú Gríkklands Margarita Papandreou og banda- rísku þingmennimir Barbara Boxer og Patricia Schröder. Undirskriftalistar liggja frammi á skrifstofu Kvenréttindafélags ís- lands á Hallveigarstöðum við Túngötu, á skrifstofu Jafnréttisráðs Laugavegi 116 og á skrifstofu Hlaðvarpans á homi Aðalstrætis og Vesturgötu. Fimleikafélagið Björk hyggst kaupa þrekmiðstöð Oskar eftir 20 millj- óna króna ábyrgð bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar FIMLEIKAFÉLAGIÐ Björk í Hafnarfirði hefur óskað eftir því við bæjarstjóm Hafnarfjarðar að hún veiti félaginu einnar mill- jónar kr. styrk og ábyrgð fyrir 20 mil(jónum kr. vegna hugsan- legra kaupa félagsins á Þrekmið- stöðinni Dalshrauni 4. Fimleikafélagið fékk sölutilboð frá eiganda Þrekmiðstöðvarinnar þar sem hann býður félaginu fast- eignina Dalshraun 4 ásamt rekstri, tækjum og áhöldum Þrekmiðstöð- varinnar til kaups á 25 milljónir kr. Félagið óskaði eftir aðstoð bæjarins og er erindið þar til umfjöllunar, að sögn Guðmundar Áma Stefáns- sonar bæjarstjóra. Sagði Guðmund- ur að verið væri að fara yfír áætlanir félagsins ásamt konunum til að athuga grundvöll kaupanna. Ætlun forráðamanna Fimleikafé- lagsins er að reka Þrekmiðstöðina áfram, auk þess sem félagið fái þar aðstöðu fyrir starfsemi sína. Ingersoll-Rand loftþjöppur Afköst: 320 l/mín, 10 Bar. Verð kr. 25.025,00 Afköst: 220 l/mín, 8 Bar. Verð kr. 13.650,00 Afköst: 110 l/mín, 8 Bar. Verð kr. 10.110,00 Afköst: 110 l/mín, 8 Bar. Verð kr. 9.950,00 Afköst: 110 l/mín, 8 Bar. Verð kr. 14.560,00 véladeild sími 695500 Sovéskir dagar 1986 Tónleikar og danssýning Söng- og dansflokkurinn „Lazgí“ frá Sov- étlýðveldinu Úzbekistan í Miðasíu heldur tónleika og danssýningu í Þjóðleikhúsinu, sunnudaginn 5. október kl. 14. Fjölbreytt efnisskrá. Aðgöngumiðasala í Þjóðleik- húsinu. MÍR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.