Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 Morgunblaöiö/Ámi Sæberg Knut Odegárd, forstjóri Norrœna hússins (t.v.) og Sighvatur Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Norrænu félaganna á íslandi. Norrænu félögin og Norræna húsið: Norræn vika á Vesturlandi „í raun byggðastefna“ segir Knut 0degárd forstjóri Norræna Hússins í Reykjavík Áskorendaeinvígið: Jusupov enn með örugga forystu NORRÆN vika cr haldin á Vest- urlandi 3.-11. október. Að henni standa Norrænu félögin og Nor- ræna húsið. „Hugmyndin er að fara út á land með norrænt menningarefni og sýna þar“, sagði Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins, „þetta er í raun byggðastefna, það stendur hvergi að Norræna húsið á íslandi eigi aðeins að þjóna Reykjavík. Við höfum haldið svona norrænar vikur tvisvar á ári sfðan 1984, að frum- lagi Norrænu félaganna. í hvert sinn sýnum við í einum landshluta og vonumst til að klára hringinn bráðlega. Við reynum að senda sýningar, tónlistarmenn og fyrirlesara. Kostnaðinn við að koma þeim á staðinn greiðum við, en sfðan taka sveitarfélögin á móti þeim. Þetta er fjárhagslega mögulegt ef að við nýtum heimsóknir og listaviðburði Norræna hússins við þessar vikur.“ Sighvatur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri Norrænu félaganna hefur skipulagt þessar vikur í sam- vinnu við Knut. „Við Knut förum yfír hugsanlega dagskrá og bjóðum sveitarfélögun- um. Þau velja sfðan úr. Við útbúum dagskrá og dreifum og sveitarfélög- in kynna þetta líka hvert um sig.“ Sagði Sighvaturr. Meðal dagskráratriða nú er sýn- ing á málverkum og grafíkverkum sænska listamnnsins Ulf Trotzig á Akranesi og f Stykkishólmi, Kvik- myndimar „Bróðir minn, Ljóns- hjarta" og „Midt om natten“, homaflokkurinn Luijamtama, sem leikur verk allt frá 15. öld til vorra tíma og Theresa Juel, þekkt sænsk vísnasöngkona. f Borgamesi skiptist vikan f kvöld eftir löndum og verður þar m.a. veggspjaldasýning á Kalevala, fyrirlestur um Karen Blixen og sýnd mjmdin „Jörð í Afríku". Aðgangur að Norrænu vikunni er ókeypis og öllum heimill. Skák Margeir Pétursson Artur Jusupov heldur enn ör- yggri forystu í úrslitaeinvígi sínu við Andrei Sokolov um áskorun- arréttinn á þann sem tapar yfirstandandi heimsmeistaraein- vígi. Þegar siðast fréttist höfðu þessir tveir ungu Sovétmenn teflt niu skákir af fjórtán og var staðan 5Vz—3'/2 Jusupov í vil. Hann nýtur þess enn að hafa unnið fyrstu og þriðju skákimar á svart og komist þannig í 2Ví->/t. Næstu þijár skákir urðu jafntefli en Sokilov tókst að minnka muninn i sjöundu skák- inni. Það dugði þó skammt, þvi eftir jafntefli í áttundu skákinni vann Jusupov níundu skákina og þarf nú aðeins tvo vinninga úr síðustu fimm skákunum til að sigra. Það er athyglisvert að allra sigra sína vann Jusupov er hann stýrði svörtu mönnunum, enda afburðaúr- ræðagóður vamarskákmaður. Tvo fyrstu sigra sína uppskar hann með frönsku vöminni, en mér er ekki kunnugt um hvaða vöm hann beitti í níundu skákinni. Það er ósanngjamt hve litla at- hygli einvfgi þessara ungu og upprennandi skákmanna hefur fengið, þó þeir staridi næstir þeim Karpov og Kasparov í heimsmeist- arakeppninni. Einvígið hefur alveg fallið í skuggann af sviptingunum í Leningrad, en þó verið afskaplega skemmtilega teflt á köflum, enda háð af tveimur meisturum sem hafa gjörólfkan skákstíl. Við skulum nú lfta á þriðju og sjöundu skákir einvígisins: 3. einvígisskákin: Hvitt: Andrei Sokolov Svart: Artur Jusupov Frönsk vörn I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 - Re7, 5. a3 - Bxc3, 6. bxc3 - c5, 7. Rf3 - b6,8. a4 í fyrstu skákinni lék Sokolov 8. Bb5+ - Db7, 9. Bd3 - Ba4, 10. h4 en hefði e.t.v. betur reynt leik Jóns L. Ámasonar, 10. Rg5!? — Ba6, 9. Bxa6 - Rxa6, 10. 0-0 - Rb8 Svartur hefur náð að skipta upp á „vonda biskupnum" en það tekur fullmikinn tíma að koma þessum riddara aftur í spilið. II. dxc5 — bxc5, 12. c4 — 0-0, 13. cxd5 — Rxd5, 14. Dd3 — h6, 15. c4 - Re7, 16. De4 - Rd7 Eftir 16. — Rcb6, 17. Ba3 getur svartur ekki haldið fullu valdi á c5-peðinu. Nú kemur fyrsta vfsbendingin um að Sokolov eigi slæman dag í vændum. Hann hefði nú átt að leika 17. Hdl og hefði þá staðið betur, en f stað þess hleyp- ir hann svörtu drottningunni til a5. 17. Hbl? - Da5,18. Hdl - Had8, 19. Dc2 Flétta svarts ( þesaari stöðu gullfallegt dæmi um hvemig hag- nýta má það þegar andstæðingur- inn er veikur fyrir á 1. reitaröðinni, hefur láðst að „lofta út“ fyrir kóng- inn með h3 eða g3: 19. - Rxe5!, 20. Rxe5 - Dc3, 21. De2 - Dxe5, 22. Be3 - Rf5 Jusupov hefur unnið peð með betri stöðu og eftirleikurinn er auð- veldur. Að auki hefur hann samið gott dæmi í kennslubækur framtíð- arinnar. 23. Df3 - Hxdl+, 24. Hxdl - Rd4, 25. Bxd4 - cxd4, 26. Dd3 - Hd8, 27. g3 - Dc5, 28. f4 - Db4, 29. Hal - a5, 30. h4 - h5, 31. Hbl - Dxa4, 32. Hb5 - g6, 33. Kg2 - Da2+, 34. Kf3 - a4, 35. Hb6 - Kg7, 36. Hbl - Kg8, 37. Hb6 - Dal, 38. Ke2 - a3, 39. Ha6 - Db2+, 40. Dd2 - d3+ og Sokolov gafst ripp. í fímmtu skákinni varðist Jus- upov enn með franskri vöm og þá sagði Sokolov skilið við 3. Rc3, en beitti hinu trausta afbrigði 3. Rd2 og lauk þeirri skák með jafntefli. í sjöundu skákinni gaf Jusupov síðan frönsku vöminni frí, illu heilli, en tefldi annað uppáhaldsafbrigði sitt, opna afbrigðið í spænska leiknum. 7. einvígisskákin: Hvítt: Andrei Sokolov Svart: Artur Jusupov Spænski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Rxe4, 6. d4 - b5, 7. Bb3 - d5, 8. dxe5 - Be6, 9. c3 - Bc5, 10. Dd3!? Mun algengara er 10. Rdb2, leik- ur Sokolovs er mun minna rannsak- aður. -0-0, 11. Rbd2 - f5, 12. exf6 (framþjáhlaup) — Rxf6, 13. a4 — Bf7I? Nýr leikur í stöðunni sem leggur gildru fyrir hvftan: 14. axb5? — Bg6, 15. De2 - He8, 16. Ddl - axb5 og svartur stendur vel að vígi. Áður hefur hér einfaldlega verið leikið þeim látlausa leik 13. — Hb8. 14. Rg5 - Re5, 15. Dg3 - Dd6, 16. Bc2 - h6? Það var alger óþarfí að láta af hendi biskupaparið. í „Sovetski sport“ bendir lettneski meistarinn Vitolins réttilega á hinn sjálfsagða Dagur frímerk- isins 9. október Frlmerkl Jón Aðalsteinn Jónsson Næstkomandi fimmtudag verður Dagur frímerkisins haldinn hér á landi. Eins og áhugamenn um frí- merkjasöfnun vita, hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur á íslandi síðan 1960, en með sér- stimpli íslenzku póststjómarinnar til nota á póst þennan dag frá 1961. Nú eru enn tímamót á þessum degi, því að Póst- og símamálastofnunin gefur í fyrsta skipti út sérstaka smáörk eða blokk með einu frímerki. Myndefni smáarkarinnar er sótt í ferðabók Paul Gaimard, sem ferð- aðist hér um land árin 1835 og 1836. Um þær mundir var ljós- myndatæknin ekki fundin upp. Þess vegna var ekki öðru til að dreifa, ef menn vildu festa á pappír það, sem fyrir augu bar, en ráða með í leiðangursferðir drátthaga menn. Einn slíkur var með í för Gaim- ards, og hét hann Auguste Mayer. Mun hann og ýmsir aðrir leiðang- ursmenn hafa gert „skissur" eða flýtisuppdrætti á ferðinni af því, sem þeim þótti markvert. Síðan fullvann Mayer myndir upp úr þess- um frumdrögum eftir minni, enda eru sumar myndimar harla ólfkar því landslagi, sem þær eiga að lýsa. Engu að síður em þessar myndir gersemar, sem við viljum ekki vera án, ekki sízt fyrir það, að þar er lýst margs konar mannlífí og húsa- skipan fyrir 150 ámm, sem ella væri horfíð í gleymskunnar dá um alla eilífð. Mynd sú, sem valin var á þessa smáörk, sýnir ferðafólk við feiju- stað við Hvítá hjá Iðu árið 1836. Vænti ég þess, að myndefnið veki athygli bseði safnara og annarra. Ef allt fer eftir áætlun, munu mynd- ir eftir Mayer einnig sjást á smáörkum þeim, sem fyrirhugaðar em á Degi frímerkisins 1987 og 1988. Söluverð smáarkarínnar er 30 kr., en verðgildi frímerkisins til burðargjalds er 20 krónur. Mismun- urinn, 10 krónur, rennur í sérstakan sjóð til að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu og hvers konar kynn- ingar- og fræðslustarfsemi til örvunar frímerkjasöfnun. Er þess að vænta, að sjóðurinn taki til starfa alveg á næstu mánuðum. Þröstur Magnússon hefur teikn- að smáörkina eftir teikningu Auguste Mayers, en sjálfur hinn heimskunni myndgrafari Czeslaw Slania grafíð hana. Þá er örkin djúpprentuð hjá Joh. Enschedé en Zonen I Hollandi. Öll þessi nöfíi em næg trygging þess, að hér hafí sem bezt verið að unnið. Hygg ég, að allir íslenzkir frímerkj asafnarar fagni því, hversu vel hefur hér ver- ið staðið að. Félag frímerkjasafnara hefur haft veg og vanda af Degi frímerk- isins síðan 1961 eða frá þeim tíma, er sérstakur stimpill var tekinn í notkun á þessum degi. Eins og nafnið bendir til, er ætlunin með Degi ftímerkisins að minna á það, hversu frímerkjasöfnun getur bæði verið gagnleg og skemmtileg tóm- stundaiðja. Ekki er sízt hugsað til unglinga f þessu sambandi. Að þessu sinni heldur Félag frímerkjasafnara litla frímerkjasýn- ingu, REYKJAVÍK 86, dagana 9.—12. okt. nk. í Síðumúla 17. Reynt verður að sýna fjölbreytni í söfnun og þá einkum í söfnun efn- is, sem þarf ekki að kosta of mikla fjármuni, en veitir engu að síður mikla ánægju. Munu þar verða teg- undasöfn eða mótífsöfn, eins og þau AUCUSTE MAYER FÉRJUSTAÐUR A HVlTÁ H]Á IOU I*M DAGUR FRfMERKISINS 9. OKTÓBER 1986• VERÐ KR J0.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.