Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 42____ Minning: Ágústa Jónsdóttir á Vatnsleysu Fædd 28. ágúst 1900 Dáin 25. september 1986 Það mun mörgum vera ljúfur draumur að rifla upp æskuminning- ar séu þær góðar. Þegar ég frétti að Ágústa á Vatnsleysu væri dáin þyrluðust upp myndir leiftursnöggt í huga. Og nú þegar ég reyni að festa á blað minningarorð um Ágústu, sem var ein allra besta vin- kona mín, finnst mér reyndar, að hún hafi alltaf verið sem mín önnur móðir, sem hægt var að stökkva í fangið á ef eitthvað bjátaði á. Lífið á Vatnsleysu einkenndist af nánu og kærleiksríku samfélagi. Æskuárin liðu með ógnarhraða í söng og gleði, þó alltaf með alvöru lffsins að bakgrunni og aldrei bar skugga á. Og nú er síðasti stofninn fallinn, sem stóð undir búskap á Vatnsleysu í um hálfa öld. En stofn- amir báru greinar, sem enn bera ávöxt. Ágústa er fædd í Skálholtsvík í Strandasýslu 28. ág. árið 1900, ein fimm bama hjónanna Hjálmfríðar Ámadóttur og Jóns Þórðarsonar, bónda þar. Þriggja vikna gamalli var henni komið í fóstur til sæmdar- hjónanna Jensínu Pálsdóttur og Einars Einarssonar, Gröf f Bitru. Þar ólst hún upp við mikið ástríki, ásamt einkasyni hjónanna og ann- arri fóstursystur. I engu fann hún annað en hún væri þeirra eigið bam. Ágústa naut ekki meiri menntun- ar en títt var um unglinga af hennar kynslóð. En með einstökum áhuga bætti hún við með sjálfsnámi í skóla reynslunnar og með lestri góðra bóka ekki síst ljóðabóka. Hún varð gagnmenntuð kona og var sama við hvem hún talaði eða um hvað hún ræddi, á flestu kunni hún skil. Ung að ámm fór Ágústa til Reykjavíkur í atvinnuleit. Þar vann hún við sauma, sem kom að góðum notum síðar meðan öll föt voru unnin heima. En á vordögum árið 1921 vantaði Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu kaupakonu. Var hann þá farinn að búa þar ásamt foreldr- um sfnum. Réðst Ágústa til hans og varð báðum til hinnar mestu gæfu. Ágústa var fríð sýnum, ekki hávaxin, prýdd eindæma fallegu glóbjörtu hári, geislandi af lffsgleði og kappsöm til vinnu. Þorsteinn, húsbóndinn, var glæsimaður og ólg- aði af framkvæmdahug og háleitum hugsjónum. Það varð fljótlega ljóst, að þau felldu hugi saman og opin- beruðu trúlofim sína. En stóra stundin rann um hinn 18. nóvem- ber, er Ágústa og Þorsteinn ásamt Kristínu systur hans og Erlendi Björnssjmi gengu í heilagt hjóna- band í Torfastaðakirkju. Þessi hjón voru stofnarnir í litla samfélaginu á Vatnsleysu, sem ég minntist á í upphafi þessa máls. Rætur stóðu djúpt og allar f samfélagi bænda. Ekki var árennilegt að hefla búskap á þessum árum, í hönd fóru miklar efnalegar þrengingar hjá þjóðinni. Oft var baráttan hörð en unga fólk- ið efldist við átökin og hafði ávallt sigur. Þegar byltingar urðu á flest- um sviðum á fimmta áratugnum voru Vatnsleysuhjónin vel í stakk búin til að takast á við nýja tíma. Öll hús yfir fólk og fé voru endur- byggð. Með vélvæðingu tókst að margfalda ræktaðar lendur. Þá Minning: Ragnar G. Marías- son, Isafirði Fæddur 15. október 1910 Dáinn 5. ágúst 1986 Nýlega andaðist í sjúkrahúsi ísa- ^arðar vinur minn og fóstri að nokkru leyti, Ragnar Guðbjartur Mariasson. Hann var fæddur á Kollsá í Grunnavíkurhreppi sem er í Jökul- fjörðum við ísaijarðardjúp. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Jónsdóttir og Marías Jak- obsson er bjuggu í þann tíma hjá foreldrum Maríasar. Strax við fæðingu fékk hann að kynnast hinni erfiðu lifsbaráttu sem þekktist á þeim tíma, því vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir varð að ráði að ljósmóðirin Ragnheiður I. Jónsdóttir þá á Höfðaströnd, amma mín tók bamið heim með sér og ólst hann upp hjá þeim hjónum Ragnheiði og Guðbjarti Kristjáns- syni afa mínum og síðan eftir lát hans, síðari manni hennar Tómasi Guðmundssyni. Vel hefur þeim litist á sveininn því hann var skírður Ragnar Guð- bjartur í höfuðið á þeim, og víst er um það að vel launaði Ragnar þeim uppeldið eftir að hann komst á legg og gat farið að sinna þeim störfum sem honum voru falin. Ragnar stundaði bústörf og sjó- mennsku jöfnum höndum framan af ævi en þó mun hugurinn hafa hneigst meira að sjómennskunni eins og hjá mörgum öðrum ungum mönnum. Árið 1941 var eitt af mörgum happaárum Ragnars því þá giftist hann einni af heimasætunum á Dynjanda í sömu sveit, eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu AJexand- ersdóttur. Hófu þau búskap hjá frændfólki sínu að Sætúni í Grunnavík. Þar hóf Ragnar að stunda sjóróðra á eigin bátum, fyrst á bát sem Sigríður hét, en varð fyrir þvi óláni að báturinn slitnaði upp af legunni í vondu veðri og týndist, en ekki var gefist upp, annar bátur keyptur, sem bar nafn- ið Selma og með þann bát var hann er þau hjónin fluttust til ísafjarðar árið 1945. Bjuggu þau fyrst á bökkunum, síðan í Ásbyrgi en þar bjó og býr enn Jónína fóstursystir hans, en keyptu síðan húsið við Tangagötu 23 og hafa búið þar síðan. Einkason sinn Matthías Hafþór eignuðust þau árið 1945 og 3 bama- böm eiga þau, Unni sem ólst upp hjá þeim hjónum, Ragnar og Rann- veigu. Eftir að Ragnar hætti eigin útgerð stundaði hann ýmsa vinnu, m.a. lengi með Símoni Ólsen á rækjuveiðum og veit ég að það var skemmtilegur tími í huga Ragnars. Síðar hjá Skipasmíðastöð Marsellí- usar Bemhardssonar og nú síðustu áratugina hjá Norðurtanganum. Ég sagði í upphafi vinur minn, og ég veit að ekki er ofsagt að all- ir sem þekktu hann vel hafi vitað hann vin sinn, svo ljúfur var hann í öllu viðmóti og hjartahlýr, boðinn og búinn að rétta þeim hjálparhönd er þess þurftu. Ragnar hafði gaman af félagslífi og söng. Söng um árabii með Sunnukómum á ísafirði, einnig mun hann hafa verið fyrsti formað- ur Grunnvíkingafélagsins á ísafirði. Hann spilaði dável á harmonikku og lék m.a. á dansleikjum áður og fyrr. Ég hef alltaf litið á Ragnar sem fóstra minn að hluta, ég var aðeins teggja ára er ég kom í Sæ- tún fyrst til að vera um tíma hjá þeim hjónum. Síðan á hverju sumri, og eftir að þau fluttu til ísafjarðar, á vorin og haustin til 14 ára aldurs. Égá svo margar ljúfar minning- vom vinnufúsar hendur baraa þeg- ar famar að leggja lið. Á þessum ámm var Þorsteinn orðinn áhrifamaður í Samvinnufé- lögum bænda, sem síðar leiddi hann til formennsku í Búnaðarfélagi ís- lands. Ágústa stuðlaði að þvi með ráðum og dáð, að hann gæti sinnt störfum sínum að félagsmálum, sem á hann hlóðust. Hún axlaði æ fleiri byrðar. Ég hef áður sagt, að Ágústa var sómi íslenskra hús- freyja, er hún fyrir hönd sinnar stéttar stóð við hlið manns síns við ýmis opinber tækifæri. Á hún þakk- ir skildar af hálfu bændastéttarinn- ar. Vatnsleysuheimilið var menning- arreitur í orðsins fyllstu merkingu. Þar var bókakostur góður, tónlist og söngur í hávegum höfð. Smekk- vísi, snyrtimennska og höfðinglegar veitingar Ágústu gerðu það aðlað- andi enda var gestkvæmt og margt rætt. Dvaldist gestum oft lengur en ætlað hafði verið, því menn gleymdu gjaman stund og stað. Um slíkar samverur eiga sveitungar og vinir margar minningar. Bisk- upstungnamenn sakna vinar við fráfall Ágústu en einnig Þorsteins og þakka öll afreksverkin, sem þau unnu sveit sinni og gleði þá, sem þau sáðu í hjörtu samferðamanna ar með Ragnar, að aðeins lítið brot af þeim em sjóferðimar á Selmu milli ísaQarðar og Grunnavíkur og þegar hann var að kenna mér að skera úr kúfiskskeljum, beita og stokka upp við skúrinn á bökkunum í Grunnavík og eins að fá að vera í smíðahúsinu sem stóð við Austur- veg á ísafirði, hvílík ógrynni af verkfærum og hvað maðurinn gat smíðað fallega hluti, m.a. lítinn bát fyrir mig, það þótti mér undravert. Minningamar gleymast ekki og oft er notalegt að ylja sér við þær. Mikill og órofa vinskapur hefur alla tíð verið milli foreldra minna og Stínu og Ragnars enda náskyld. Ragnar var fósturbróðir föður mfns og Kristín er bróðurdóttir móður minnar. Áður og eftir að Ragnar byggði sér og fiölskyldu sinni sum- arhúsið Hvamm í landi Dynjanda í JökulQörðum hafa foreldrar mínir fengið að njóta þess að vera þar ineð þeim í mörg sumur og lifað upp hluta af æskuámm sínum aft- ur. Stína mín ég votta þér og fjöl- skyldu þinni mína dýpstu samúð og veit ég að Guð styrkir ykkur í þessari miklu raun, en það getur líka verið gott að vita að hann tek- ur á móti okkur á áfangastað. Ingi Dóri Einarsson sinna. Yfir þeim hvfldi höfðingleg reisn, sem aldrei mun gleymast. Ágústa og Þorsteinn áttu bama- láni að fagna. Þau eignuðust 9 böm, en af þeim lést Þorsteinn í bemsku og var foreldrunum það þung raun. Þau sem lifa eru: Ingigerður, bankastarfsmaður í Reykjavík; Sig- urður, bóndi á Heiði, kvæntur ólöfu Brynjólfsdóttur; Steingerður, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Guðna Þorfínnssyni, sem nú er látinn; Ein- ar Geir, forstjóri í Garðbæ, kvæntur Ingveldi Stefánsdóttur, Bragi, bóndi á Vatnsleysu, kvæntur Höllu Bjamadóttur; Kolbeinn, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Érlu Sigurð- ardóttur; Sigríður, snyrtifræðingur í Reykjavík, sem gift var Grétari Krisljánssyni; Viðar, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur. Ágústa var mikilhæf móðir, ör- uggur vinur og félagi bama sinna, gladdist yfir velgengni þeirra. Þá vom bamabömin henni mikil gleði- ljós. Ágústa uppskar einnig marg- faldlega í umhyggju þeirra og ástúð. Sigurganga Ágústu og Þorsteins stóð í 52 ár, en hann lést skyndi- lega 11. okt. 1974. Það varð Ágústu mikið áfall að missa lífsförunautinn trausta, sem veitti henni fullkomna lífsfyllingu og leysti með henni hvem þann vanda, sem_ að höndum bar. En ljós Guðs lýsti Ágústu fram á veginn. Ágústa átti enn eftir nokkur góð ár, naut þeirra í faðmi fjölskyldu og vina og gat miðlað af reynslu sinni og fróðleik. Vatns- leysa var Ágústu heilagt vé, þar átti hún heima frá fyrsta degi, er hún kom þangað sem kaupakona. Hin síðustu ár dvaldist hún oft til skiptis hjá bömum og tengdaböm- um. Hugur hennar leitaði þó alltaf heim, þar sem hún naut umhyggju Braga sonar sins og Höllu tengda- dóttur sinnar. Síðustu árin átti hún við vanheilsu að stríða og varð öðru hverju að dveljast á sjúkrahúsi, einkum síðasta árið. Fyretu daga septembermánaðar síðastliðins dvaldist hún heima í nokkra daga. Þegar hún fór þessa ferð voru Bisk- upstungumar baðaðar dýrðarljóma og verða vart fegurri. Þegar heim kom, leit hún fyrst á garðinn, sem hafði verið þeim hjónum friðarreitur og veitt þeim ómælda ánægju. Sprotamir, sem þau höfðu fyrst sett niður í garðinn, vora orðin feiknastór tré, sem breiddu limið út mót fóstra sinni, blómin vora enn ekki fallin. Mistillinn minnti þó á haustið, litadýrð hans minnti á allt það fegursta, sem mannsaugað fær litið. Ágústa vissi, að þessi djásn náttúrannar sæi hún ekki oftar. Hún kveið því ekki, hún hafði alla tíð haft Jesú Krist að leiðtoga lífs síns eins og hún hafði heitið við altari á fermingardegi sínum. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 25. sept., farin að líkamskröftum þó andlegri reisn héldi hún til hinstu stundar. Ágústa verður lögð til hinstu hvflu í kirkjugarðinum á Torfastöðum við hlið manns síns. í kirkjunni á Torfastöðum hafði hún átt sínar helgustu gleðistundir. Þar vora líka sorgir sefaðar í bæn og tilbeiðslu. Þar hafði söngur þeirra hjóna hljómað í áratugi við allar athafnir, sem þar fóru fram. Fyrir hönd vesturbæjarsystkina og fjölskyldna okkar sendi ég ást- vinum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Ágústu kveðjum við með virðingu og þökk fyrir allt það, sem hún gaf okkur með lífi sínu. Björn Erlendsson Ég hafði oft hugsað um það, hvemig ég myndi bregðast við, þeg- ar elskulega amma mín yfirgæfi þetta líf. Strax í bemsku fór ég að kvfða því. Einu sinni sem oftar var gestkomandi mætur maður úr sveit- inni hjá afa og ömmu á Vatnsleysu og var þeim tíðrætt um mann, sem var nýlega látinn. Hann var sjötug- ur, þegar hann lést. Setti ég þetta þá í samhengi, að þeir sem ekki dæju úr einhveijum sjúkdómi eða slysförum, dæju þá úr elli um sjö- tugt. Og amma átti aðeins þrettán ár eftir. Búin að burðast með þess- ar áhyggjur nokkra hríð, bar ég þetta upp við ömmu og leiddi hún mig f allan sannleikann, eins og hún átti eftir að gera ótal sinnum síðar. Nú þegar hún er farin 86 ára að aldri finn ég til þakklætis yfir að hafa fengið að hafa hana þetta lengi hjá mér. Þegar ég kvaddi hana nokkram dögum áður en hún lést, þá var það hennar ósk að mega fá hvfld sem fyrst. Amma mfn, Ágústa Jónsdóttir, húsfreyja á Vatnsleysu í Biskupstungum, ekkja Þorsteins Sigurðssonar bónda, er lést 11. október 1974, lést 25. september sl. á Sjúkrahúsi Selfoss eftir nokk- urra vikna legu þar. Hún var andlega hress og fylgdist ótrúlega vel með og var til hinstu stundar með hugann hjá bömum sínum og bamabömum, og ekki gleymdi hún að gera að gamni sínu þótt mátt- farin væri. Amma fæddist aldamótaárið, 28. ágúst í Laxárdal í Hrútafírði. For- eldrar hennar vora Jón Þórðarson og Hjálmfríður Ámadóttir. Þriggja vikna gömul var henni komið í fóst- ur að Gröf í Bitra, hjá Einari Einarssyni og seinni konu hans, Jensínu Pálsdóttur. Fyrri kona Ein- ars dó frá sjö bömum. Jensfna átti eina dóttur fyrir, Maríu Jónsdóttur. Hálfbróðir Maríu var Hallgrímur Jónsson, skólastjóri Austurbæjar- skólans. Hann orti um ömmu þessa vísu, þegar hún var á 19. ári. Allar laðar æskan þin eins og hlutaveita, gættu að þér Gústa nún Gvendar og Jónar elta. Fósturfaðir ömmu var bóndi í Gröf og einnig var hann fylgdar- maður Marinós Hafstein sýslu- manns, bróðir Hannesar Hafstein. Amma var mjög hrifin af fóstra sínum og talaði með hrifningu um hann, og eiginlega vildi hún ekki vita af öðram föður en honum. Á^'án ára fór amma fyrst til Reykjavíkur, eftir að hafa verið kaupakona eitt sumar á Skriðnes- enni í Bitra. í Reykjavík bjó hún hjá Maríu Jónsdóttur fóstursystur sinni. Tvö sumur eftir það var hún kaupakona á Langárfossi á Mýrum, sem var útibú frá sr. Einari á Borg. Hún fékk hæsta kaup sem Einar hafði borgað, því ráðsmaðurinn á Langárfossi, Þorleifur Einarsson, kvað ömmu svo duglega. Þaðan fór hún til Reykjavíkur og hnýtti m.a. net niðri í Völundi. Þangað kom Erlendur Bjömsson, sem bjó á Vatnsleysu með unnustu sinni, Kristfnu Sigurðardóttur, til að kaupa amboð. Hann fór inn um skakkar dyr og þegar hann sér all- ar þessar ungu stúlkur, kemur honum til hugar, að hann á að út- vega tilvonandi tengdafoður, Sigurði Erlendssyni bónda á Vatns- leysu, kaupakonu. Kallar hann yfir hópinn, hvort einhver hafi ekki áhuga að fara í sveit. Þá gellur í Þura vinkonu ömmu: „Gústa, þú vilt fara í sveit." Amma svarar: „Hvur segir það?“ Þegar Erlendur heyrir þetta gengur hann hart að ömmu að slá til, sem hún og gerði. Þá var hún 21 árs og örlög hennar ráðin. Er Sigurður faðir afa bað Erlend um að útvega sér kaupakonu, þá á afi að hafa sagt við hann: „Lindi minn, ég ætla að biðja þig um að hafa hana ekki mjög ljóta, það er svo leiðinlegt að vinna með ljótu kvenfólki." Afa varð að ósk sinni, því amma var falleg ung stúlka. Þessa vísu orti aðdáandi um ömmu: Langar fléttur fagra kinn fæ ég rétt að skoða, hjartað léttist hugurinn hleypur á eftir voða. Þegar amma kom að Vatnsleysu þá var afi búfræðingur frá Hvann- eyri og búinn að vera eitt ár í Noregi, á lýðháskóla í Voss og við vinnu á bóndabýli. Hann var kom- inn undir þrítugt, myndarlegur og skemmtilegur maður, eins og eftir- farandi vísur bera vitni um. Þær setti saman Páll frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Amma fór með þær fyrir mig er hún sótti mig heim til Ákureyrar fyrir ári. Það brá fyrir glampa f augum hennar, þegar hún hafði þær yfír. Önnur er á þessa leið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.