Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 13 Einn fyrir greifadeildina Já, það væri ekki ónýtt að fá far með stúlkunni þeirri ama! Eitt sinn sáu ungir sveinar fyrir sér þokkadís koma akandi á hvítum T-bird og bjóð far á vit ævintýra út í nóttina. Það var í þá daga þegar búnir voru til undursamlegir draumabflar sem í dag eru safngripir og fáir ef nokkr- ir hafa komið í staðinn. En, nú sér djarfa fyrir vonar- bjarma í þeim efnum: Ford kynnir í fyrsta sinn splunkunýjan draumabfl á bflasýningunni í París, sem stendur yfir einmitt núna. Vignale Gilda er nafnið á gripn- um og er hannaður sameiginlega af amerísku teiknideildinni og þeirri margfrægu ítölsku, sem heitir Ghia og er í Torino. Tveggja sæta eðal- vagn, ímynd orku, hraða og glæsi- leika. Með þessum bfl vill Ford sýna hæfni sína til að smíða spennandi og aflmikinn tveggja manna lúx- usbfl. Að vísu fylgir sögunni að ekki sé enn áætlað að framleiða gripinn, en telja má víst að verið sé að kanna viðbrögð á sýningum, og séu þau góð, þá verði eitthvað þessu líkt sett í framleiðslu. Vignale Gilda verður, ef til kem- ur, fáanleg með þrennskonar vélum og val um lokaðan topp eða blæjur. Við, sem um árabfl höfum látið okkur dreyma um ævintýrabfla af þessu tagi, við verðum bara að bíða og vona, kannski sjáum við einn góðan veðurdag þennan draum koma akandi á móti okkur með hofmóðuga hispursmey við stýrið! Opel Omega Sedan. í verksmiðjunni, flutninga og vinnu- brögð þurfti að semja að nýjum kröfum. Fjarstýrð og sjálfvirk tæki sjá um alla samsetningu og flutn- inga þar sem því verður við komið. Lítil loftmótstaða Omegan býr yfir allmörgu sem hægt er að kalla til vitnis um háþró- aða tækni og hagnýtingu nýjustu vísinda. Þar ber fyrst að nefna til lægsta loftmótstöðustuðul sem fjöldaframleiddur fólksbfll getur státað af: 0.28 og leggur sitt lóð á vogarskálar spameytninnar ásamt nýjum vélum. Þær eru nokkrar sem völ er á, tvær fjögra strokka og er önnur 1.8 lítra og hin 2.0. Hestöfl þeirra eru frá 82 upp í 122. Tvær gerðir dieselvéla eru einnig boðnar. Þá er rúsínan: 3.0 lítra sex strokka í Omega 3000, sem er hlaupa- gammurinn í hópnum, 177 hestöfl! Fjöðrunin er háþróuð með tilliti til öryggis og þæginda. Að framan er byggt á MacPherson kerfinu og jafnvægisbúnaður kemur í veg fyrir óæskilegar hreyfingar þegar hemla þarf hastarlega. Að aftan er alsjálf- stæð fjöðrun sem beygir hjólunum lítillega þegar þörf er, til að bæta rásfestu í beygjum. Völ er á nýrri fimmgíra skipt- ingu, handskiptri, á móti jafnnýrri fjögragíra sjálfskiptingu með læst- um toppgír til að nýta betur vélaraf- lið og spara bensínið. Báðar skiptingamar hafa yfirgímn á toppgír, sem gefur hljóðlátari akst- ur auk þess sem það sparar að sjálfsögðu bensínið. Tímanna tákn Opel Omega er tímanna tákn í bflaiðnaði. Gífurlegum ^ármunum er varið til hönnunar og rannsókna, þeir skila sér í nýjum og fullkomn- ari bflum. Bættar framleiðsluað- ferðir valda því, að á meðan bflamir batna, situr verðið eftir og smám saman verður okkur kleift að kaupa betri og betri bfla fyrir kaupið okk- ar. 0 'f-mapr to itóS iz ALNO INNRÉTTINGAR í GRAFARV0GNUM Þið ættuð að líta við og sjá með eigin augum, vandaða ALNO eld- húsinnréttingu. ALNO baðinnrétt- ingu. Einnig SOGAL fataskápa, í glæsilegri íbúð að LOGAFOLD 20. SJÓN ER SÖGU RÍKARI OPIÐ ÞESSA HELGI FRÁKL. 14-18 ELDHÚS GRENSÁSVEG8 SÍMAR 84448-84414 ALNO ENGU ÖÐRU LÍKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.