Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 Plastssleifarnar hreinsaðar. Ráð undir rífi hverju ... Heimilishom Bergljót Ingólfsdóttir Öðru hvoru birtast ráðlegg- ingar, við hinu og þessu, í blöðum og tímaritum, en þegar til á að taka finnast þessar leið- beiningar ekki. Það veitti ekki af þvi að eiga slíka samantekt í bæklingi, sem væri þá hægt að hafa við hendina. Kvenfélagasambandið gaf út fyrir nokkrum árum bækling um blettahreinsun og hefur hann áreiðanlega komið að góðu gagni. En hér á eftir birt- ast leiðbehdngar, af ýmsu tagi, sem msetti þá taka út úr biaðinu og hafa tíl talu i eldhúsinu. Ávaxtablettir fjarlægðir. Ávaxtablettir Eggjahvítur þeyttar. Þeyttar eggjahvítur Það er hægt að flýta fyrir að eggjahvíturnar verði stífar, þegar þeytt er, með því að láta nokkra dropa af sítrónusafa út í. Sömu- leiðist verður meira úr hvítunum ef þær hafa staðið í stofuhita áður en þeytt er. Straujárnið hreinsað. Ef svo óheppilega vill til að ávaxtablettir koma í ullar- eða silkiflíkur er reynandi að nudda biettinn með volgu ediki. En það þarf helst að reyna fyrst við efnið innan á saum, eða þar sem ekki sést, til að gera prufu. Á eftir þarf að skola með volgu vatni. Rennilásar á stígvélum liðkað- ir. Straujámið Það koma oft brúnir flekkir á straujámið, eins og allir þekkja, og margvísleg ráð hafa verið gef- in við þvi. Eitt til viðbótar er það, að setja salt á prentpappír og nudda síðan yfir flötinn með því. Venjulega hverfa flekkimir við það. Rennilásará Þéttilisti á herðatré. stígvélunum Það er ekki aftur tekið ef renni- lásinn bilar á vetrarstígvélunum og því best að reyna að koma í veg fyrir það. Nú, þegar þau verða tekin fram, er best að bursta rennilásinn til að fjarlægja óhrein- indi og nudda síðan með kerti (eða sápu) til að hann renni vel og standi ekki á sér. FIís í fingri. Þéttilisti á herðatré Ef buxur eða pils úr silki, eða öðra slíku efni, tolla illa á herða- tré er reynandi að líma á sána þéttilista og bætir það úr þeim vanda. Þéttilistamir eru sjálflím- andi eins og kunnugt er. Hárþurrkur og hendur Ef handhárþurrkur em mikið notaðar þarf að huga að höndun- um sem verða fyrir heitum blæstrinum. Það er þá gott ráð að bera vel á áður handáburð, olíu eða annað, til vamar húð handanna. Reyndar er ekki minni ástæða til að láta „maska" á hend- ur en andlit og sjálfsagt að nota tækifærið þegar verið er að gera andlitinu til góða. iWeááur á morguu Guðspjall dagsins: Matt. 9.: Jesús læknar hinn lama. DÓMKIRKJAN: Laugardag 4. okt.: Barnastarf Dómkirkjunnar hefst í kirkjunni kl. 10.30. Sóknar- prestarnir. Sunnudag 5. okt. kl. 11. Prestsvígsla. Biskup (slands hr. Pétur Sigurgeirsson vígir eft- irtalda kandidata í guðfræði: Flosa Magnússon sem settur hefur verið prestur í Bíldudals- prestakalli; Guðna Gunnarsson sem ráðinn hefur verið til starfa sem skólaprestur á vegum kristi- legrar skólahreyfingar; Gunnar E. Hauksson sem skipaður hefur verið prestur í Þingeyrarpresta- kalli; Hjört Magna Jóhannsson sem skipaður hefur verið prestur í Útskálaprestakalli; Kristján E. Þorvarðarson sem ráðinn hefur verið annar farprestur þjóðkirkj- unnar og mun gegna prests- þjónustu á Eskifirði fyrst um sinn; Sighvat Karlsson sem skipaður hefur verið prestur i Húsavíkur- prestakalli. Vígslu lýsir sr. Lárus Þ. Guðmundsson prófastur. Vígsluvottar auk hans eru: Sr. Bragi Friðriksson prófastur, sr. Þórarinn Þór prófastur og sr. Ólafur Jóhannsson. Altarisþjón- ustu annast sr. Hjalti Guðmunds- son dómkirkjuprestur ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Org- anleikari: Jón Stefánsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 4. okt. kl. 11 árdegis. Sunnudag: Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 14. Organleik- ari Jón Mýrdal. (Ath. breyttan messutíma.) Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Garð- ar Cortes syngur einsöng. Nýr messuskrúði tekinn í notkun. Fagnað framkvæmdum utan kirkjudyra. Kaffisala safnaðarfé- lags Ásprestakalls eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Elin Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir leiða starfið með presti og organista. Messa kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Æskulýðsfélagsfund- ur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmið- dag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMLIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Lárus Halldórs- son. FELLA- og Hólakirkja: Barna- guðsþjónusta — Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Ferming og altarisganga kl. 14. Organisti Guðný Margrét Magn- úsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guöspjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pav- el Smid. Fermingarbörn komi til skráningar í Fríkirkjunni í dag, laugardaginn 4. okt. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Fermdar verða Helga Björg Ragnarsdóttir, Fiskakvísl 18 og Steinunn H. Blöndal, Hvassaleiti 15, Reykjavík. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Barnasamkoma á sama tíma í safnaðarheimilinu. Kvöldmessa kl. 17. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðju- dag 7. okt.: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingar- messa á vegum Seljasóknar kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Minni á kökusölu í Blómavali á vegum kvenfélags Háteigssóknar, laugardag kl. 13.00, til ágóða fyrir altaristöflu- sjóð. BORGARSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Sverrir Guðjóns- son og Þórhallur Heimisson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. (Ath. breyttan messutíma.) Prestur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefáns- son. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Mánudaginn 6. okt.: Æskulýðsstarf kl. 18. Fundur í kvenfélagi Laugarnes- sóknar kl. 20. Þriðjudag 7. okt.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Tón- list frá kl. 17.50. Ritningarlestur — fyrirbænir — altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag kl. 15—17. Samverustund aldraðra. Gestir: Egill Ólafsson hljómlistar- maður og Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11 árdegis. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. (Ath. breyttan tíma.) Org- el- og kórstjórn: Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Þriöjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraöra í safnaðar- heimilinu frá kl. 13—17. Miðviku- dag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Laugardag 4. okt. Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11 f.h. Sunnudag: Fermingarguðs- þjónusta í Háteigskirkju kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla fellur niður vegna fermingar. Þriðjudag 7. okt.: Fundur í æsku- lýðsfélaginu í Tindaseli 3, kl. 20. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Kl. 11. Fyrsta barnaguðsþjónusta vetrarins. Kynning á barnaefn- inu, fjölbreyttur söngur. Foreldr- ar hvattir til að koma með. Kl. 14 guðsþjónusta. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Mánudag 6. okt. kl. 20 verður stofnfundur unglingaklúbbs kirkjunnar á Sel- tjarnarnesi. Allir unglingar 13—15 ára velkomnir. Sóknar- prestur. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. Safnaðar- guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður: Einar J. Gíslason. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður: Garðar Ragnars- son. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelgá daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. I októbermánuði er lesin Rósakransbæn eftir lág- messuna kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskólinn kl. 14. Hjálpræðis- samkoma kl. 20.30. Foringjar frá Hjálpræðisher Færeyja sem hér eru í heimsókn, Ingrid Björke, Marianne Jakobsen, Björg Tron- stad og Britt Grimstad tala og syngja. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Bragi Friö- ríksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskólinn byrjar kl. 10.30. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Gestir verða Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona og Þórarinn Sigurbergsson gítar- leikari. Ferming: Fermd verða systkinin Ágúst Bjarki Jónsson og Heiða Björk Jónsdóttir, Álfa- skeiði 98. Kleinukaffi í Góptempl- arahúsinu að lokinni messu. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN f Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta: kl. 14. Orgel- og kórstjórn Þóra Guömundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Hámessa kl. 10. Lágmessa rúm- helga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Guðs- þjónusta í Stóru-Vogaskóla kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Fundur í Kirkjulundi eftir messu. GRINDAVÍKURKIRKJA: í dag, laugardag, sunnudagaskólinn hefst kl. 14, en verður framvegis hvern sunnudag kl. 11. Þriðju- dagur: Biblíulestur og bæna- stund kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðskvöld fyrir 6., 7. og 8. bekk kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum: Áður auglýst messa fellur niður af sérstökum ástæðum. Sr. Örn Báröur Jónsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 15. Sóknarpresturinn sr. Guðmundur Guðmundsson og kona hans, Steinvör Kristófers- dóttir kveðja söfnuöinn. Kaffi- samsæti verður í samkomuhús- inu að lokinni messu. Safnaðarnefndin. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Messa kl. 14. Fundur með foreldrum ferming- arbarna eftir messu. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: I dag, laugardag, kl. 17 verður fjöl- skyldu- og æskulýðsguðsþjón- usta í lok aðalfundar Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hólastifti. Sr. Jón Helgi Þórarinsson sókn- arprestur á Dalvík prédikar. Sóknarprestar á Norðurlandi þjóna fyrir altari. Æskulýðsfull- trúar og félagar flytja Ritningar- orð. Unglingahljómsveitin Band 8 flytur æskulýðssöngva. Organ- isti kirkjunnar Antony Ralei stjórnar kórsöng. Sr. Vigfús Þór Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.