Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 31 er líka alveg hreint sama. Ég kalla þig góðan að geta ráðið af textanum að hann sé „að sunnan". 011 þessi möigu orð um lygi í „til- skrifunum". Ein frænkan, „lygi“, að ég væri búinn að gleyma því að við hefðum ákveðið í samtali í sumar að hafa það sem sannara reyndist, að ég ætti ekki að trúa svona „vel öllu sem menn vilja ljúga". Hvar er öll þessi lygi? Sigurður bendir ekki á svo mikið sem eitt atriði logið. Nema e.t.v. þettæ Að spænimir væru fram- leiddir fyrir sunnan en ekki fyrir norðan. Að þeir væru ekki risavaxn- ir, skeiðlaga og mjólkurlitir. Gott og vel, þetta eru GG-spónamir. Hvað með það? Þeir eru líkir Tóbí en ekki skeiðlaga. Hvað með það? Jú og þeir eru galvaniseraðir en ekki mjólkurlit- ir ritar Sigurður og afhjúpar undirrit- aðan laglega. Ha? Þetta er auðvitað ekkert annað en hártogun hjá Blöndumanninum, hann níðist á því að það er málvenja að tala um mjólk- urhvítt jökulvatn þó svo að hvert mannsbam, þar á meðal Sigurður sjálfur, viti ósköp vel að ekki ein ein- asta jökulsá er í raun mjólkurhvít þótt menn taki svona til orða. Ég er glaður fyrir hönd Sigurðar að hann þurfí ekki að drekka galvaniser- aða mjólk en auðvitað hentar sá litur miklu betur á spænina í jökulgrugg- inu heldur en mjólkurhvítur litur. Ef að þetta er einhver stóralygi sem skiptir einhveiju máJi í þessu pexi hans, þá er ég sekur maður. Dæmi hver fyrir sig. Allt rennur þetta bréf mitt að ein- um ósi. Það er, að ekkert sem í bréfi Sigurðar kemur fram, breytir nokkr- um sköpuðum hluL Undirritaður leyfði sér að segja nokkrar ljótar sögur frá Blöndu og þær verstu fóm ekki með, það má Sigurður vita. Undirritaður leyfði sér að rita að húkk væri lögbrot og með því væri veiðidýrinu sýnd fyrirlitning, réttur þess til að velja og hafna agni, sem er tiyggður í landslögum, væri fótum troðinn. Við þessu getur Sigurður ekkert sagt og hann ætti ekki að reyna það einu sinni ef hann getur ekki gert betur en að slengja fram dylgjum og persónulegu níði. Tökum dæmi um málflutning Sig- urðar, stingum þar niður sem hann er að „fílósófera" um Blöndu og veið- ar í henni. „Hún verður Ld. ekki veidd suma tíma með hinum „viður- kenndu" sportveiðiaðferðum vegna þess einfaldlega að áin er kolmórauð og jafnvel þykk stundum, e.Lv. mest- an part veiðitímans." „Suma tíma“ verður „e.Lv. mestan part veiðití- mans“ í sömu setningunni. Hvort á að standa, Sigurður? Og er ekki þessi lýsing mannsins út af fyrir sig ærin ástæða til að endurskoða hvort að það eigi að veiða á stöng í þessu gruggi? Jú, undir lok „tilskrifanna" reynir Sigurður að gera mig að málsvara netaveiða vegna þess að ég læt þá skoðun í ljósi að nær væri að veiða í net, löglega, en að húkka og bijóta þar með landslög flesta daga veiði- tímans. Síðan spyr hann kostulegæ „Heldur þú í alvöru að laxinn í Blöndu, ef hann mætti ráða, myndi fagna því að vera drenginn á land vonlaus með stóran maðköngul niður í koki í stað vonar um að sleppa með þrisvar sinnum minni krækju í ba- kugganum?" Væntanlega vildi Blöndulaxinn vera laus við hvort tveggja ef hann mætti ráða, en ég ætla engan lax svo heimskan að hann vildi ekki eiga valkostinn hvort hann biti á agn, eða þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fá allt í einu stál í bakið eða kviðinn. Niðurlag „tilskrifanna" er sér kapítuli en það er líklega best að Sigurður hætti að lesa bækur mínar heldur en að bjóða hættunni heim að vera hafður að aula með hugsan- legum lygasögum. Maður veit aldrei hvað verið er að matreiða ofan í mann, Sigurður, satt er það. Annars læt ég mér það í léttu rúmi liggja þótt Sigurður treysti sér ekki í bæk- umar meir. Þær voru nefnilega skrifaðar fyrir stangveiðimenn og að mínu viti fylla ekki þann flokk menn, sem mæla húkki bót, veija það með kjafti og klóm og stunda það leynt og ljóst. P.s. Svo var það vægast sagt ómaklegt, Sigurður, að draga Stang- veiðifélag Reykjavíkur inn í forarp- yttinn þinn. Það hefði verið nær að þú kvartaðir við þá beint, eða í það minnsta leiddir einhver rök að ásök- unum þínum í þeirra garð um illa umgengni. Eða felst kannski verri umgengni eftir að Reykvíkingar fóru að koma í Blöndu til veiða í því að þeir kunna ekki eins vel til verka í ánni? Eða er það af því að þið „vörpu- legu heimamenn" viljið sitja einir að blóðvellinum ykkar? En þetta undir- beltisskot þitt á SVFR var svo sem eins og allt annað í „tilskrifunum". Ég læt vera að enda þetta með „bestu kveðjum" og vona að ég heyri aldrei aftur frá þér. Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðinu. Þrjú fiskiskip seldu erlendis ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi á finuntudag. Meðalverð var frá 44,17 krónum fyrir karfa upp í 61,48 fyrir þorsk. Samtals seldu skipin fyrir um 22 milljónir króna. Karlsefni RE seldi 238,7 lestir, mest karfa í Cuxhaven. Heildarverð var 10.542.000 krónur, meðalverð 44,17. Gullver NS seldi 163,2 lestir í Hull, mest þorsk. Heildarverð var 10.035.100 krónur, meðalverð 61,48. Loks seldi Lyngey SF 29 lestir, mest þorsk í Hull. Heildar- verð var 1.558.700 krónur, meðal- verð 53,67. Ekki var landað í Grimsby í gær vegna ósamkomu- lags við löndunarkarla þar. Kaffidagxtr Eyfir ðingaf élagsins ÁRLEGUR kaffídagur Eyfírð- ingafélagsins í Reykjavík verður Fólk í fréttum: Leiðrétting í GREIN þáttarins Fólk í frátt- um, um heimsókn Ruth Wathne Hetland til Seyðisfjarðar sl. þriðjudag, brenglaðist myndar- texti. Sagt var að bautasteinn hefði verið reistur i minningu bróður hennar, en þar átti að standa afabróður. Þá var vitnað í grein norsks dagblaðs þar sem sagði að Ruth væri þremenningur við Wathne-systumar, en hið rétta er að faðir þeirra, Stefán, og Ruth voru þremenningar. á Hótel Sögu sunnudaginn 5. október næstkomandi. Allir Ey- fírðingar og gestir þeirra eru velkomnir og þeir, sem eru 67 ára og eldri fá kaffi og með því endur- gjaldslaust. (Fréttatilkynning) Leiðréttíng í texta með baksíðurmmd í gær er sagt, að myndin sé af Isleifi Sumar- liðasyni skógræktarstjóra. í þessari setningu eru tvær villur. í fyrsta lagi er ísleifur ekki skógræktar- stjóri, heldur skógarvörður að Vöglum og í öðru lagi er myndin ekki af lsleifí, heldur Jóhannesi Gíslasyni. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Orator tekur við Kreml BREYTINGAR verða á rekstri veitingahússins Kreml í dag þegar Orator, félag laganema, sest þar við stjórn- völinn. Orator rak dansleikjahald á Hótel Borg um tíma, en hefur nú flutt sig um set við Austurvöll. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tilgangurinn með dansleikja- haldi þessu sé að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins, s.s. bóka- og tímaritaútgáfu, lög- fræðiaðstoð fyrir almenning, sjónvarpsþætti o.fl. Orator ætlar fyrst og fremst að höfða til stúdenta og annarra framhaldsskólanema með skemmt- anahaldi þessu, en tekið er fram í tilkynningu_ félagsins að allir séu velkomnir. í niðurlagi fréttarinnar segir að lögð verði áhersla á góða tónlist og þægilegt umhverfi, enda vonist laganemar til þess að með starfrækslu Kremlar glæðist skemmtanalíf borgarinnar. BMW 316 '83, sportlegur og vel Willys CJ7 ’84, einn með öllu, með farinn, ekinn 50.000. Spar- t.d. leðurinnrétting, sjálfvirkur neytinn og snöggur. hraðastillir, laest drrf aftan og framan hljómtæki, veltigrind, renndar álfelgur, spil, 5 gíra. Til- valin gjrf handa konunni. ATH: Getum útvegað góða og vel með fama bíla frá Þýskalandi og Bandaríkjum N-Ameríku. Frúin hlær í betri bíl frá bílasölu Guðfinns Lítill japanskur jeppi. 4WD, hátt og lágt drif. Handlæst drif aftan og framan. Tilvalinn í dótakassann. Benz 280 SE, 1980 með öllu, t.d. sjálfvirkur hraðastilli. Einn eins og Gorbi vill hafa hann. FYRSTA SINN Á ÞESSU HAUSTI höldum við húsgagnasýningu á sunnudegi milli í dag.sunnudag.milli kl. 13 — 17 húsgagnasýning Og opið hús. Notið þetta tækifæri til að skoða stærsta hús- gagnaúrval landsins. (h húsgagnaSiöllín HÚSCÖCN BILDSHOFÐA 20-112 REYKJAVIK 91 -681199 og 681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.